Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 3
20 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 21 Sport Sport Möguleg kaup Hamburger SV á Ríkharði Daðasyni: England, Danmörk, Slóvenía og Tyrkland í úrslit EM: Dauf sigurstemning - þegar Englendingar töpuðu, 0-1, fyrir frískum Skotum Englendingar áttu erfitt með að fagna innilega þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Evrðpumóts landsliða í knatt- spyrnu í gærkvöld. Þeir biðu nefnilega lægri hlut á eigin heimavelli, Wembley, fyrir erkiíjendunum frá Skotlandi, 0-1, og gerðu ekki meira en að verja 2-0 forskotið sem þeir náðu í fyrri leiknum í Glasgow á laugardaginn. Don Hutchison skoraði mark Skota á 39. mínútu en þrátt fyr- ir mikla baráttu og þunga sókn á köflum náðu Skotar ekki að bæta við marki sem hefði fært þeim framlengingu. Christian Dailly komst næst því 10 mínút- um fyrir leikslok en David Seaman varði þá skalla hans af markteig. „Við hlaup- um engan sigurhring eftir svona leik. Þetta dugði okkur til að komast áfram en myndi hrökkva skammt gegn bestu liöum heims. Við eigum mikið verk fram undan,“ sagði Kevin Keegan, landsliðsþjálfari Eng- iands. Craig Brown, þjálfari Skota, var ósáttur. „Við vorum betra liðið í báðum leikjunum, ég hefði ekki getað beöið mína menn um betri frammistöðu en heppnin var ekki á okkar bandi,“ sagöi Brown. Slóvenar komu á óvart Slóvenar komu mest á óvart þegar þeir léku sama^ leik og ís- lendingar og náðu 1-1 jafntefli gegn Úkraínu í Kiev. Rebrov skoraði fyrir Úkraínu úr víta- spymu á 68. mínútu en 11 mín- útum síðar jafnaði Miran Pavl- in og þar með vann Slóvenía samanlagt, 3-2. Slóvenar eru þar með komnir í lokakeppni stórmóts í fyrsta skipti. Tyrkir og Danir áfram Tyrkir komust áfram á 0-0 jcifntefli gegn írum í Bursa og útimarkið í 1-1 jafntefli þjóð- anna í Dublin á dögunum var_ þeim því afar dýr- mætt. Danir fylgdu eftir 5-0 sigrin- um í ísrael með því að vinna sannfærandi 3-0 sigur í Kaup- mannahöfn. Ebbe Sand og Bri- an Steen Nielsen skoruðu á fyrstu 14 mínútunum og hinn íslenskættaði Jon Dahl Tomas- son bætti þriðja markinu við um miðjan síðari hálfleik. 1-VS Tímasetningin er vandamál - segir umboðsmaður Ríkharðs en Hamburger leitar að manni fyrir Yeboah Ríkharður Daðason kemur til greina sem arftaki Anthonys Ye- \boah í sókninni hjá Hamburger SV. Umboðsmaður Ríkharðs Daða- sonar, landsliðsmanns í knatt- spymu, segir að nú sé það í hönd- um forráðamanna Hamburger SV hvort þeir vilji kaupa Ríkharð af Viking Stavanger. Rfkharður og Lars Petter Fosdahl, umboðsmaður hans, voru í stuttri kynnisferð í Hamborg fyrr í vikunni eins og fram kom í DV i gær. Fosdahl sagði við Stavanger Af- tenblad í gær að sé alvara á ferð- inni hjá Þjóðverjunum muni þeir hafa samband við Viking fljótlega. „Þetta var góð ferð fyrir Ríkharð, sem fram að henni var í vafa um hvort hann hefði áhuga á að fara til Þýskalands. Vandamálið er tíma- setningin. Hamburger er að leita að sóknarmanni í staðinn fyrir Ant- hony Yeboah sem hættir hjá félag- inu næsta vor. Rikki hefur ekki áhuga á að spila hálft tímabil í Nor- egi og fara svo til Þýskalands. Það kann að vera honum í óhag í sam- keppninni við aðra sóknarmenn sem Hamburger er að skoða,“ sagði Fosdahl. Ekki er gert ráð fyrir að Hamburger bjóði meira en 70-80 milljónir króna í Ríkharð þar sem félagið hefur haldið nokkuð að sér höndum í leikmannakaupum. Þá hafa þýsku félögin ekki borgað eins háar fjárhæðir fyrir leikmenn og tíðkast í Englandi og á Ítalíu. Geta hæglega greitt 120 milljónir Stavanger Aftenblad hefur hins- vegar eftir Hans-Gúnter Klemm, íþróttafréttamanni hjá Kicker í Þýskalandi, að um hærri upphæð gæti verið að ræöa. „Ef þeir hjá Hamburger telja Rík- harð á annað borð nægilega góðan, geta þeir hæglega greitt fyrir hann 120 milljónir. Ég tel ekki líklegt aö hann verði keyptur fyrr en næsta sumar þegar samningurinn hjá Ye- boah rennur út,“ segir Klemm. Holger Hieronymus fram- kvæmdastjóri er ánægður með fundinn með Ríkharði og Fosdahl. „Ríkharður er áhugaverður leik- maður. Hann og umboðsmaður hans hittu okkur og ræddu fram- tíðna. Hann er einn af þeim sem koma til greina til aö taka við af Ye- boah, segir Hieronymus. -VS Christian Dailly, varnarmaður Skota, hirðir boltann af tánum á Jamie Redknapp, miðjumanni Englendinga, í nágrannaslagnum á Wembley í gærkvöld. Reuter Bikarkeppni kvenna: Brjálaðar - góður Haukasigur í Eyjum Geirnegld - Valsvörnin lokaði á Hauka og Hlíðarendaliðið í 8-liða úrslit „Við vorum ekkert allt of ánægðar að dragast gegn ÍBV í Eyjum í bikarnum þar sem hin liðin fengu öll frekar auðveldan mótherja. Við vitum alveg hvað það er erfitt að koma í þessa ljónagryfju en við vorum mjög vel stemmdar. Við höfum unnið héma með því að vera brjálaðar og við vorum ákveðnar í að vera það i kvöld. Vömin small saman og markvarslan fylgdi í kjölfarið og þá kemur þetta allt saman. Þegar við höfum unnið leiki þá hefur baráttan verið 100% en svo þegar við höfum tapað þá höfum við verið á hæl- unum,” sagði Harpa Melsted, fyrirliði Haukastúlkna, sem unnu sigur á liði ÍBV í Eyjum í gær, 22-25. ÍBV skoraði fyrsta mark leiksins en þaö var í annað skiptið af tveimur sem lið- iö var yfir. í stöðunni 2-1 kom góður kafli hjá Haukunum sem skoruðu fjögur mörk gegn aðeins einu marki heimastúlkna. Þá misstu þær leikmenn út af velli í 2 mínút- ur og ÍBV nýtti sér það og jafnaði. Staðan í hálfleik var 10-10. f seinni hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og juku muninn hægt og síg- andi. Mikið var um mistök í sóknarleik ÍBV og nýttu Haukarnir sér það til fulls og sigruðu örugglega, 22-25. Markvörður Hauka, Hjördís Guðmundsdóttir, fór á kostum í markinu, varði 16 skot og skor- aði tvö mörk en Hanna G. Stefánsdóttir var einnig sterk í hominu. í liði heima- manna var Amela Hegic markahæst en fátt var um fína drætti hjá liðinu. Mörk iBV: Amela Hegic 8/4, Ingibjörg Jóns- dóttir 3, Hind Hannesdóttir 3, Guöbjörg Guö- mannsdóttir 3, Anita Andreasen 3, Mette Einars- sen 2. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 8, Luk- recija Bokan 4. Mörk Hauka: Hanna G. Stefáns- dóttir 7/1, Harpa Mel- sted 5, Inga Fríöa Tryggvadóttir 4, Tinna B. Halldórsdóttir Hjördis Guðmundsdótt- ir 2/1, Auður Hermanns- dóttir 2 Sandra Anulyte 1, Ragnheiður Guð- mundsdóttir 1. Varin skot: Hjördís Guð- mundsdóttir 15, Ásdís Kristjánsdóttir. Fyrsti sigur Aftur- eldingar Afturelding, neðsta lið 1. deildar, vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu með því að leggja KA að velli i hörku- leik á Akureyri. Mosfells- stúlkur sigruðu, 21-22, eftir að staðan var 12-12 í hálfleik. Mörk KA: Ama Pálsdóttir 5, Heiða Valgeirsdóttir 4, Ásdis Sigurð- ardóttir 4, Þórunn Sigurðardóttir 4, Inga Dis Sigurðardóttir 2, Martha Hermannsdóttir 1, Hulda Ásmunds- dóttir 1. Mörk Aftureldingar: Jolanta Lindaite 7, Edda Eggertsdóttir 5, Ingibjörg Magnúsdóttir 5, Iris Sigurðardóttir 2, Inga M. Ottósdóttir 2, Elísabet Jóhannsdóttir 1. Auðveldur ÍR-sigur fR var ekki í vandræðum með b-liö Stjömunnar í Garðabæ og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitunum með 7-16 sigri. -JGI/JJ/VS Valsmenn höfðu sigur í lokin gegn Haukum í 16 liða úrslit- um bikarsins í Strandgötunni í gær, 20-21, og em í 25. sinn í 27 ára sögu bikarsins komnir í 8 liða úrslit. Spenna einkenndi þennan bikarslag. Fyrir leikinn var mikil spenna tengd þvi hvort Geir Sveinsson, þjálfari Valssliðsins, myndi spila með, sem hann gerði, leikurinn sjálfur var hnífjafn og spennandi og eftir hann hélt Geir Sveinsson öllu opnu og áframhaldandi spennu í sínum málum er hann lofaði engu um hvort hann spilaði næsta leik. Það fór öragglega samt um Geir í upphafi leiks. Valsmenn byrjuðu í sókn en áður en hann og Júlíus Jónasson komust í vömina höfðu Haukar gert tvö fyrstu mörkin úr hröðum gagn- sóknum á fyrstu 2 mínútunum. Loks þegar þeir Geir og Júlí- us komust í vömina þurfti samt ekki að spyrja að því, Haukar gerðu aðeins eitt mark á næstu 13 mínútum í 12 sóknum og Valsmenn komust í 3-7. Haukar náðu að minnka muninn í eitt mark fyrir hlé, 9-10, og í seinni hálfleik hélst leikurinn svo jafn. Sóknarleikur liðanna í gær var slakur og það var einkum framtak Bjarka Sigurðssonar í seinni hálfleik sem bjargaði Val og tryggði sigurinn ásamt góðri vöm og markvörslu Axels. Bjarki kom fyrst inn á í seinni hálfleik og skoraði þá 5 mörk úr 6 skotum, þar af lykil- mark af endalínunni í lokin. „Ég þurfti ekki að sanna neitt því við erum saman í þessu sem ein heild. Við vorum staðráðnir í að bæta okkar leik, vorum skelfílegir gegn ÍBV og ætluðum ekki að valda okkur né stuðn- ingsmönnum aftur vonbrigð- um,“ sagði Bjarki i leikslok. Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, sagði úrslitin áfall. „Við lékum sóknarleikinn undir getu, það kom líka stemning með Geir og herti Valsvömina og Valsliðið saman en við áttum að vinna þennan leik.“ Mörk Hauka: Aliaksandr Sham- kuts 3, Kjetill Ellertsen 3, Jón Karl Björnsson 3, Halldór Ingólfsson 3, Gylfi Gylfason 2, Sigurður Þórðarson 2, Óskar Ármannsson 2/2, Petr Baumruk 1, Sigurjón Sigurðsson 1. Jónas Stefánsson varði 10/1 skot. Mörk Vals: Markús Michaelsson 6, Bjarki Sigurösson 5, Daníel Ragn- arsson 3, Snorri Guðjónsson 3, Davið Ólafsson 2, Júlíus Jónasson 2. Axel Stefánsson varði 18 skot. -ÓÓJ NBA-DEILDIN Urslit leikja í nótt: Boston - Cleveland......114-103 Pierce 30, GriíTm 23 - Kemp 27, Sura 14. Philadelphia - Miami .... 93-98 Lynch 26, Iverson 24 - Mourning 27, Mashbum 19. Charlotte - Dallas.......104-99 Jones 24, Coleman 21 - Pack 27, Finley 16. Detroit - New Jersey .... 109-107 Hill 32, Laettner 20 - Marbury 35, Van Hom 30. Orlando - Portland .......79-81 Gatling 21, Armstrong 13 - Wallace 13, Sabonis 11. Minnesota - LA Clippers . . 85-87 Gamett 23, Sealy 17 - Odom 22, Nesby 20. Utah Jazz - New York .... 98-90 Malone 33, Stockton 17 - Sprewell 24, Camby 18. Phoenix - Chicago .......105-81 Gugliotta 18, Hardaway 18 - Brand 19, Artest 14. Seattle - Golden State . . . 111-108 Baker 23, Payton 21 - Jamieson 27, Foyle 16. Ge'"rí,',“'a0nvon vteuV®«'an Þýska bikarkeppnin í handknattleik: Guðmundur skoraði ad koma he aði síðan vel ásamt LLf° 0g for tvisvar út af í tv» 0 Petta vömina og var < <Æfi. ^ anægður með að við sénm í,nS og blkaríeikir eru nv íiðinu eru margir af >2“ k°mnir áfram. Þetta var 0 g °r fyrst °S fremst stlga bama inn og þ“S-g°??u félö&um 0g það ng k°ma heim- 1 smeykur um að við ?,-,-fylgdl aðeins ánævinir,, Var 3118 ekiíi erfítt að ---------- Hauka i gær. .rtrt.r Fram vann á Akureyri: „Karakter" - sagöi Sebastian, hetja Framara Guðmundur Hrafnkelsson landsliðs- markvörður er kominn á blað meðal markaskorara síns nýja Iiðs, Nordhom. Hann skoraði mark yfir endilangan völlinn þegar lið hans vann Gensungen auðveldlega í bikamum í gærkvöld, 29-17. Úrslitin í 32-liða úrslitum bikarsins: Herdecke - Gummersbach...........24-30 Nordhom - Gensungen..............29-17 Kiel - Wilhelmshaven.............28-23 Essen - Grambke..................33-27 Wuppertal - Willstátt. ..........26-21 Aue - Grosswallstadt.............24-21 Post Schwerin - Fredenbeck ......22-16 Frankfurt - Eisenach..............27-23 östringen - Flensburg.............20-28 Göppingen - Magdeburg ............20-31 Hameln - Bad Schwartau ...........21-28 Melsungen - Lemgo.................23-29 HG Erlangen - Saarbrúcken ........35-23 Bielefeld - Dessau................27-22 Angermund - Leutershausen.........21-25 Minden - Wetzlar................í kvöld Aue, sem leikur í B-deildinni, vann óvæntan sigur á Grosswallstadt en önn- ur úrslit vora eftir bókinni. Wuppertal kom fram hefndum gegn Willstátt eftir ósigurinn í deildaleik liðanna um helg- ina. -VS Guðmundur Hrafnkelsson skoraði í bikarsigri Nord- horn. 1 eær. -ÓÓJ Óvænt á Nesinu Grótta/KR, efsta lið 2. deildar, kom á óvart með því að sigra 1. deildar lið ÍBV, 23-22, í 16- liða úrslitum bikarkeppni karla í handknatt- leik á Seltjamamesi í gærkvöld. í Hafhaiflrði vann HK sigur á 2. deildar liði ÍH, 25-31. Hjálmar Vilhjálmsson skoraöi 8 mörk fyrir HK og Guðjón Hauksson 6 en Guð- jón Gíslason og Ólafur Eiríksson skoraðu 5 mörk hvor fyrir ÍH Á Hlíðarenda vann 1. deildar lið ÍR-inga sig- ur á b-liöi Vals, 27-35. í 8-liða úrslitum leika því Stjaman, Víking- ur, Afturelding, Valur, Fram, HK, Grótta/KR og ÍR. -VS Fram vann sætan sigur á KA, 22-26, á Akureyri í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn var æsispennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora fyrstu mínútumar og eftir 10 mín. náðu Framarar forystu. KA-menn komust yfír strax í byrjun seinni hálfleiks en síðan ekki söguna meir. Framarar náðu tveggja marka forsystu og létu hana aldrei af hendi nema þegar um 7 mínút- ur vora tfl leiksloka en þá náði Guðjón Valur að jafna fyrir KA í 21-21. En Framarar létu ekki deigan síga heldur bættu við á ný og voru komnir í 4 marka forystu sex mínútum seinna. Eftir það var ljóst hver færi með sigurinn af hólmi. „Þetta var svakalega erfiður leikur. Ég er ánægðastur meö sigurinn vegna þess að við komum héma fyrir skömmu síöan og vorum rassskeUtir. Það var erfitt að koma héma aftur, það var mikUl kvíði í hópnum þegar við vorum dregnir gegn KA í bikamum en við erum búnir að stappa í okkur stálinu þessa tvo daga síðan síðasti leikur var og vor- um búnir að telja okkur trú um að við gætum þetta hér. Við sýndum ákveðinn karakt- er í stöðunni 21-21 en þá skipti máli að vera bara rólegir. Ef einhver æsingur er í gangi er betra að láta dæma á sig tvær tU þrjár leiktafir heldur en að missa boltann, fá á sig hraða- upphlaup og ódýr mörk. Betra að stUla upp og reyna að verjast,“ sagði Sebastian Alex- anderson, markvörður Fram, besti maður vaUarins, eftir leikinn. Mörk KA: Lars Walther 5/2, Haildór Sigfússon 4/1, Bo Stage 4/1, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Magnús A. Magnússon 3, Jóhann G. Jóhannsson 2, Heimir Ámason 1. Varin skot: Reynir Þór Reynis- son 7, Hafþór Einarsson 1 Mörk Fram: Robertaz Pazuolis 7, Vilhelm G. Bergsveinsson 4, Kristján Þorsteinsson 3, Guðmund- ur H. Pálsson 3, Björgvin Þ. Björg- vinsson 2, Gunnar Berg Viktorsson 2/1, Róbert Gunnarsson 2, Kenneth Ellertsen 2/2, Oleg Titov 1. Varin skot: Sebastian Alexand- erson 14/1. -JJ Birgir í baráttunni Birgir Leifur Hafþórsson er í 22.-32. sæti í sínum riðli eftir fyrsta keppnisdaginn í lokaúr- slitum undankeppninnar fyrir evrópsku mótaröðina í golfi en keppt er á Costa del Sol á Spáni. Birgir Leifur lék á 71 höggi í gær en fyrstir eru þeir Alastair Forysth frá Skotlandi á 65 högg- um og Ian Hutchings frá Suður- Afríku á 66 höggum. Birgir Leifur er í hópi 168 keppenda sem sluppu í gegnum tvær umferöir í undankeppn- inni. Þeim er skipt í tvo riðla á Costa del Sol og eftir annan hringinn á morgun verður fækkað niöur í 75. Það verða því á bilinu 35 og 40 sem komast áfram úr hvorum riðli. Tvo síð- ari daga mótsins er síðan keppt um sætin á evrópsku mótaröð- inni og þangað fara 35 þeir efstu. Birgir Leifur hefur því farið vel af staö og ætti með þessu áframhaldi að eiga mögu- leika á að ná þessu langþráða takmarki. -VS IRB hélt Nancy við efnið þar til í lokin - Nancy sigraði, 90-73, og Suðurnesjaliðið stóð sig vel Þrátt fyrir 17 stiga tap gegn franska liðinu Nancy náði sameinað lið Reykjanes- bæjar að sýna mjög góðan leik er liðin mættust í Evr- ópukeppninni í körfuknatt- leik í Nancy í gærkvöld. Lokatölur urðu 90-73 eftir nauma forystu Nancy í leik- hléi, 49-46. „Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og við héldum al- veg í við þá. Það var svo um miðjan síðari hálfleikinn að við gáfum eftir og misstum þá frá okkur,“ sagði Sigurð- ur Ingimundarson, þjálfari liðsins, eftir leikinn og bætti við: „Þetta franska lið er mjög sterkt. Það var enn sterkara nú en í leiknum heima og nú lék besti leik- maður þess, Bandarikjamað- urinn Pat Durham, aðalhlut- verkið en hann var ekki með í fyrri leiknum. Við réðum ekkert við hann og Durham skoraði 39 stig í leiknum," sagði Sigurður. Lið ÍRB gaf eftir þegar staðan var 63-60 Nancy í vil. Eftir það gekk sóknarleikur- inn ekki upp. Leikmenn ÍRB náðu ekki góðum skotfærum í sókninni og sigur Frakk- anna var öraggur. „Þrátt fyrir þetta tap var þetta ljómandi gott lengst af og við getum verið ánægðir með þessa niðurstöðu. Leik- urinn var jafn um miðjan síðari hálfleikinn en þá komu 6-8 sóknir þar sem ekkert gekk. Þetta var samt mun betri leikur af okkar hálfu en fyrri leikurinn heima,“ sagði Sigurður Val- geirsson, fararstjóri liðsins, í samtali við DV í gærkvöld. Stig ÍRB: Chianti Roberts 18, Guðjón Skúlason 17, Her- mann Hauksson 16, Fannar Ólafsson 10, Kristján Guð- laugsson 3, Hjörtur Harðar- son 2, Elentínus Margeirsson 2. -SK Bland í neka Ray Ortiz hefur verið rekinn úr starfl þjálfara danska körfu- knattleiksliðsins Holbæk og David Solomon frá Bandaríkj- unum ráðinn í hans stað. Eirik- ur Önundarson hefur verið í aðalhlutverki hjá Holbæk það sem af er tímabilinu og skoraði 12 stig fyrr í vikunni þegar liðið tapaði, 58-76, fyrir Horsens. Hol- bæk er neðst í A-deildinni með 2 sigra í 12 leikjum. Marokkó sigraði Bandaríkin, 2-1, í vináttulandsleik í knatt- spymu í gærkvöld. Argentinumenn bundu enda á sigurgöngu Spánverja meö því að sigra þá, 0-2, í vináttu- landsleik í knattspymu í Sevilla í gærkvöld. Spánverjar höfðu ekki tapað í 12 leikjum í röð. Kily Gonzalez og Mauricio Pochettino skomðu mörk Arg- entínu. Frakkar og Rússar, sem léku með íslandi í riðli i Evrópu- keppni 21-árs landsliða í knatt- spymu, féllu út í 16-liða úrslit- um keppninnar í gærkvöld. Frakkar töpuðu, 2-1, á Ítalíu og samanlagt 3-2, þrátt fyrir að Thierry Henry kæmi þeim yfir á 2. mínútu. Rússar lágu fyrir Slóvakíu, 3-1, og samanlagt 4-1. Spánn, Holland, Króatía og Tékkland komust einnig í 8-liöa úrslitin í gær. Sindri Bjarnason, sem lék með Val í sumar, veröur aðstoöar- þjálfari og leikmaður 3. deildar liös Fjölnis í knattspyrnu næsta sumar. Sindri lék áður með Leiftri og á 55 leiki að baki I efstu deild. Fjölnismenn eru stórhuga og ætla að styrkja lið sitt enn frekar fyrir næsta tíma- bil. Guójón Þórðarson er áfram að- almaöurinn í íþróttafréttum Sentinel, stærsta dagblaösins 1 Stoke og nágrenni. í gær var sagt að viðbrigðin hjá honum væm mikil, eftir leiki í París, Moskvu og Kiev með landsliði íslands tækju við heimsóknir til Wycombe Wanderers og leikir viö stórveldi á borð við Mans- field. íbúar Stoke hafa fengið tæki- færi til að láta sínar skoðanir á yfirtöku íslendinganna i ljós á vefsíöu Sentinel. Meirihlutinn fagnar breytingunum en Gary Megson fær hlýjar kveðjur. Sumir era þó æfir og sjá ekkert vit í aö láta íslendinga fá völdin í félaginu. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.