Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 4
22 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 Sport DV Bland í noka Tœlenski knattspyrnumaöurinn Ki- aisuk Senamuang er genginn í raöir enska b-deildar liðsins Huddersfield Town. Hér er á ferðinni 26 ára gamall sóknarmaður. Hann reyndi fyrir sér hjá Middlesborough í fyrra en komst ekki á samning hjá félaginu. ítalska lióið Inter Milano er á góðri leið með að ganga frá kaupum á kól- umbíska varnarmanninum Ivan Cor- doba sem leikur með argentíska lið- inu San Lorenzo. Honum hefur verið boðinn fimm ára samningur og er vonast eftir að hann geti farið að leika með Inter 1 janúar. Willy Reynders var í gær ráðinn þjálfari hjá Sint Truiden í Belgíu og leysir af hólmi Poll Peters sem rek- inn var í vikunni. Reynders var reyndar látinn taka pokann sinn hjá Lokeren í ágúst sl. Robbie Fowler er allur að koma til eftir ökklameiðslin sem hann hlaut í leik gegn Everton fyrir nokkrum vik- um. Fowler lék með varaliðinu gegn Sunderland í vikunni og skoraði eitt mark í 4-0 sigri. Forsvarsmenn Derby County eru að vonast eftir að hægt veröi að ganga frá kaupunum á Colin Hendry frá Glasgow Rangers fyrir helgina. Derby þarf að borga 180 milljónir króna fyr- ir þennan sterka vamarmann. Rangers selur bara ekki leikmenn þessa dagana en gengið hefur verið frá kaupum á finnska vamarmannin- um Tero Pentilla frá Haka. Skoska liðið greiddi 35 milljónir króna fyrir finnska landsliðsmanninn. ítalska liðið Lazio er sterkasta fé- lagslið Evrópu nú um stundir sam- kvæmt styrkleikalista sem gefinn var út í gær. í næstum sætum koma AC Milan, Rangers, PSV, Roma og Barcelona. Manchester United er í 12. sæti á listanum. Arsenal gerir ráð fyrir að ráðist verði i byggingu á nýjum leikvangi sem á að verða tilbúinn fyrir keppn- istimabilið 2003-2004. Leikvangurinn á að taka 60 þúsund en gamli Higbury tekur rúmlega 38 þúsund. Roy Keane gæti verið á forum frá Manchester United til Juventus sem tilbúið er að greiða um 1.850 milljón- ir króna fyrir kappann að því er breskir fjölmiðlar greindu frá í gær. Italska liðið er sagt reiðubúið að greiða leikmanninum um 480 milljón- ir í árslaun. Hinn úrlegi haustfundur KR-klúbbs- ins verður haldinn á Sex baujunni, Eiðistorgi, fimmtudaginn 18. nóvem- ber klukkan 20.30. Grikkir sigruðu Búlgari, 1-0, i vin- áttulandsleik í knattspyrnu í Aþenu i gær. Enska knattspyrnufélagið Bolton seldi enn einn leikmanninn í gær þegar Andy Todd fór til Blackbum fyrir 90 milljónir króna. Faðir hans, Colin Todd, þykir nú lik- legur til að taka við stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Blackburn. Aðrir sem til greina koma eru Graeme Souness, Joe Kinnear, David Moyes og Dave Bassett. Aðstandendur golfmóta atvinnu- manna telja það mikinn hvalreka að fá Tiger Woods á meðal keppenda. Því til sönnunar má nefna að Woods fékk um 70 milljónir króna fyrir það eitt að mæta á mót sem hefst í dag í Kuala Lumpur. Spænski kylfingurinn Sergio Garcia hefur sagt kylfusveini sínum upp störfum. Sá heitir Jerry Higginbot- ham og er Bandaríkjamaður. „Þetta var best fyrir báða aöila. Ég var óá- nægður og ég held að hann hafi verið það líka,“ sagði Garcia í gær. Brasilíumenn komust heldur betur í hann krappan í gær er þeir léku vin- áttuleik í knattspymu gegn liði Ástr- alíu. Ástralir komust í 2-0 en Bröss- um tókst að jafna metin með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Mörkin skomðu þeir Ron- aldinho og Fabio Junior. A Nicolas Anelka, sem seldur var til Real Madrid á Spáni frá Arsenal, er byrjaður að reita forráðamenn Real til reiði. Hann hefur lýst því yfir að láni spænska liðið hann til Italíu eins og rætt hefur verið um muni hann aldrei aftur snúa til Real Madrid. Austurríski lyftingamaðurinn Wern- er Höller er fallinn á lyfjaprófi og ef síðara lyfjaprófið staðfestir lyfjaát missir hann af HM í Aþenu. -JKS/-VS/-SK Þrjár efstu í gólfasfingum í flokknum 15 ára og eldri. Harpa Hlff Bárudóttir, Gróttu, sigraði. Önnur varð Bergþóra Einarsdóttir og þriðja Sigríður Harðardóttir úr Gróttu. Haustmót Fimleikasambandsins: Siffékk Sif Pálsdóttir úr Ármanni, sem er 12 ára gömul, fékk flest stigin á haustmóti Fimleikasambands ís- lands í frjálsum æflngum sem hald- ið var í íþróttahúsi Seltjarnarness. Ármenningar áttu raunar sigur- vegara í öllum flokkunum. Sif, sem keppti í flokki 12 ára og yngri, sigr- aði í öllum greinunum og hlaut samtals 32,7 stig. í sama flokki varð Svava B. Örlygsdóttir úr Ármanni í öðri sæti og í þriðja sæti lenti Auð- ur Guðmundsdóttir úr Ármanni. I flokki 13-14 ára sigraði Hrefna Halldórsdóttir, Ármanni, með alls 31.10 stig. Ásdís Guðmundsdóttir, mundsdóttir, Gróttu, varð i þriðja sæti. Bergþóra vann í elsta flokknum í elsta flokknum, 15 ára og eldri, sigraði Bergþóra Einarsdóttir, Ár- manni, en samanlagt hlaut hún alls 31,10 stig. Harpa Hlíf Bárðardóttir úr Gróttu lenti í öðru sæti með 30,65 stig og Lilja Erlendsdóttir úr Gerplu varð þriðja með 29,65 stig þannig að keppni þrigga efstu stúlkna var mjög jöfn og spennandi. -JKS OV Helga Guömundsdóttir, Vegamótum, Akranesi. Jóhannes Karl Guðjónsson atvinnumaöur í knattspymu. Kolbrun Yr Kristjánsdóttir, margfaldur íslands- meistari í sundi. Siguröur Jónsson landsliösmaöur og atvinnumaöur í knattspymu. Jón S. Jónsson, fýrrv. meistaraflokks- maöur ÍA í knattspymu. Karl Þóröarson, fyrrv. landsliösmaöur og atvinnumaöur í knattspymu Ingunn Ríkharösdóttir, fyrrv. sundkona ÍA. Þóröur Jónsson, fyrrv. landsliösmaöur í knattspymu. Marselía Sigurtxirg Guöjónsdóttir, húsmóöir á Akranesi. Þóröur Guöjónsson, landsliösmaöur og atvinnumaöur í knattspymu. Bjarni Guöjónsson, landsliösmaöur og atvinnumaöur í knattspymu. Guöjon Þoröarson knattspyrnustjóri Stoke City FC. Þóröur Guöjónsson, útgeröarmaöur á Akranesi. íþróttagarpar af Akranesi í frændgarði Guðjóns Þórðarsonar Guöjón Þóröarson, útvegsbóndi Ökrum, Akranesi. Þóröur Þóröarson, Vegamótum, Akranesi. Ríkhaöur Jónsson, einn fremsti knatt- spymumaöur hér á landi, fyrr og síöar. Ragnheiöur Ríkharösdóttir, skólastjóri í Mosfellsbæ. Ríkharöur Daöason landsliösmaöur og atvinnumaöur í knattspymu. Ragnheiöur Þóröardóttir, húsmóöir á Akranesi. Toshack rekinn Walesbúinn John Toshack, þjálfari Real Madrid, var í gær rekinn frá fé- laginu. Snemma í gærmorgun kom stjóm félagsins saman til fundar sem stóð yfir á þrjár klukkustundir. Nið- urstaða hans var að láta Toshack fara en ástæðuna má rekja til gengi liðsins á yfirstandandi tímabili. Liðið er í 8. sæti deildarinnar og það er staða sem stjómin sættir sig ekki við. Þetta er í annað sinn sem Toshack er rekinn frá Real Madrid. Hann gerði þá að meisturum 1989 en tæpum sex mánuðum síðara fékk hann reisupass- ann í kjölfar þriggja ósigra í röð í deildinni. Toshack hefur verið undir þrýstingi síðustu vikur og kom því brottvikning hans ekki á óvart. Vicente Del Bosque tekur við stjórn liðsins. -JKS ■ í r i L Toshack yfirgefur leikvang Real Madrid í gær. Guöjón Þórðarson: Margir frændur á Skaganum Guðjón Þórðarson, nýráðinn knattspymustjóri hjá enska C- deildarliðinu Stoke City og fyrrverandi landsliðsþjálfari, á marga frændur á Akranesi. Þetta sést vel á skemmtilegu grafi hér til hliðar og þar er mörg þekkt andlit að finna, marga íþróttagrpa sem ýmist eru að enn þann dag í dag eða hafa látið af íþróttaiðkun. -SK Styrkleikalisti FIFA: ísland í 48. sæti - Brassar á toppnum Alþjóða Knattspymusamband- ið, FIFA, gaf í gær út nýjan styrkleikalista og hefur staða efstu þjóða örlitið breyst frá því að síðasti listi var birtur. Brasil- íumenn sitja sem áður í efsta sætinu. Heimsmeistarar Frakka eru í öðru sæti en voru áður í þriðja sæti. Tékkar em í þriðja og duttu niður um eitt sæti. Spánn er í fjórða sæti eins og áður og í fimmta sæti era Þjóð- veijar. Islendingar eru í 48. sæti og detta niður um eitt sæti frá því síðast. Þjóðir fyrir neðan íslend- inga svo einhverjar séu nefndar eru Finnar og Svisslendingar. Þess má geta að frændur vorir Færeyingar eru í 112. sæti en 201 þjóð er á listanum. -JKS Hakkinen veðjar á Coulthard Finnski ökuþórinn Mika Hakkinen, heimsmeistari í Formula 1, er bjartsýnn fyrir hönd félaga síns hjá McLaren, Skotans Davids Coulthards. „Coulthard er ungur og hann hefur tekið gífurlegum framfór- um síðan hann kom til McLaren árið 1996. Hann mun fljótlega verða heimsmeistari," sagði Hakkinen í gær en hann hefur titilvömina 12. mars i Ástralíu. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.