Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 Neytendur Oryggi barna í bílum - töluvert um ranga notkun öryggisbúnaðar Ekki er nóg að hafa öryggisbúnað fyrir börnin í bílnum ef hann er ekki rétt notaður. Ýmislegt athyglisvert kom fram í könnun á notkun öryggisbúnaðar fyrir böm í bílum sem Umferðar- ráð, Árvekni og Slysavarnafélagið Landsbjörg gerðu fyrir utan leik- skóla í 31 sveitarfélagi nú fyrir stuttu. öryggisbúnaður er sem betur fer mikið notaður því 88% þeirra rúm- lega 1700 bama sem könnunin náði til notuðu einhvern öryggisbúnað á leið sinni í leikskóla. En könnunin leiddi einnig í ljós að 19% þessara bama notuðu eingöngu bílbelti. Nokkuð var um aö of smávaxin börn sætu á bílpúða með bilbelti þó að þau hefðu frekar átt að vera í barnabílstól. Bílbelti er hannað fyr- ir fullorðna og ætti ekki að nota nema í neyð fyrir böm á aldrinum 2ja-6 ára. Of ung fyrir bílbeiti Allt of algengt er að ung börn noti eingöngu bílbelti. Ef það liggur yfir maga barns og á hálsi er bam- ið of lítið til þess að nota bílbelti. Það á annað hvort að vera í bama- bílstól/ beltisstól eða á bílpúða með baki. Líffæri ungra bama liggja ut- arlega í kviðarholi og eru þar af leiðandi ekki eins vel varin og hjá fullorðnum. Ef bílbelti þrýstir harkalega á maga barns getur það valdið skaða á innri líffærum. Margir halda að hættulegast sé að bílbeltið liggi á hálsi bamsins, það er hins vegar ekki það sem er hættulegasta held- ur höggið sem kemur á magann við árekstur - eins og að ofan er lýst. Það er ekki fyrr en við 8-10 ára ald- ur sem börn geta notað bílbelti án aukabúnaðar. Þyngdin skiptir máli Allt of mörg böm eru látin hætta of snemma að nota bamabílstól. Barnabílstólar eru miðaðir við ákveðna þyngd og best er að barn noti stólinn þar til það hefur náð þeirri hámarksþyngd sem bamabíl- stóll er gerður fyrir. Ekki er æskilegt að setja bam á bílpúða fyrr en það er orðið a.m.k. 15 kg. Áður en bílpúði er keyptur er áríðandi að prófa hann í bílinn til að tryggja að hann hæfi bæði barni og bíl. Bílbeltið verður að sitja rétt á barninu. Oft eru bílpúðar með baki (svokallaðir beltisstólar) heppi- legri en venjulegur bUpúði þar sem slíkur búnaður veitir barni meiri stuðning. Slys geta einnig orðið ef barnabU- stöU er ekki festur samkvæmt leið- beiningum. Þá getur stóUinn kastast til í árekstri. Dæmi eru um að í alvarlegum árekstri hafi bamabU- stóU kastast út úr bU vegna þess að bUbeltið sem átti að halda honum var ólæst þegar óhappið varð. Það er því ljóst að foreldrar og aðrir forráðamenn barna verða að vera vel vakandi þegar kemur að öryggi barna í bUnum. -GLM Þessi girnilegi lambakjötsréttur er góður og fljótlegur í amstri hversdagsins. Lambakjötsboll- ur í pítubrauði Þessi gimUegi lambakjötsréttur er góður og fljótiegur í amstri hvers- dagsins. Uppskrift 600 g lambahakk eða nautahakk 1 lítUl laukur 3 msk. niðursoðinn jalapeno- pipar 1 msk. hunang 1 tsk. salt 1/2 tsk. svartur pipar 2 msk. olía 1 agúrka 1 tsk. salt 2 stór hvítiauksrif 1/2 tsk. chiliduft 1/2 tsk. cajunpipar 2 dl hrein jógúrt. Aðferð Setjið hakkið í skál. Afhýðið lauk- inn, saxið hann smátt og blandið saman við. Bætið við chUipipar, hunangi, salti og svörtum pipar. Blandið kjötdeigið vel og mótið úr því tólf stórar kjötboUur. Steikið þær þar tU þær verða gulbrúnar. Skerið agúrkuna í litla teninga, stráið salti á þá og leggið á disk með fargi ofan á. HeUið vökvanum sem myndast burt eftir 15 mínútur. Pressið hvit- laukinn og blandið saman við agúrkuna ásamt jógúrtinu og krydd- inu. Berið kjötboUumar fram í pítu- brauði og hafið jógúrtsósuna og salat með þeim. -GLM Hressing í skammdeginu Hér á eftir fara nokkur ráð um hvaöa bætiefni er gott að taka þegar ýmsir kviUar taka að hrjá mann í skammdeginu. 1) Liðabólgur: Andoxun- arefni (beta-karótín, C- og E-vítamin, selen, sink, kopar og magnesíum). 2) Blóðleysi, þreyta, fólvi: Járn, B12-vítamín og fólínsýra. 3) Kransæðasjúkdómar: Fitusýrur (fiskalýsi), andoxunarefni (sjá liðabólg- ur). 4) Minni háttar augn- kviUar, s.s. augnsæri, blóðhlaupin augu, augnangur, augn- pokar, náttblinda og augnþurrkur: Fitusýrur, A- og C- vítamin, ýmis B-vítamín sink. 5) Melt- ingartrufl- anir, upp- þemba, vind- gangur, ristUerting: C- vítamín og ýmis B-vítamín. 6) MunnkviUar, s.s. sár i munnvik- um, sár í munni, varaþurrkur, tungusærindi: Járn, B2-, B3-, B6-vítamín, fólínsýra, B12- vítamín. 7) Húðkvillar, s.s. þurr húð, gróf eða sprimg- in húð, flasa, exem og húðbólga: Sink, fltusýrur, jám, 8) C-vítamín, B6- vítamín. 9) Neglur: hvítir blettir eða brotnar neglur: Sink. 10) Beingisnun og beina- og liða- kviUar: Kalk, hugs- anlega D-vítamín. 11) Lágur blóð- sykur, þróttieysi: C- vítamín, B-vítamín, e.t.v. trýpófan, sink, mangan, kalíum. 12) Fyr- irtíða- spenna: Fjölvítamin, steinefnapiUur, fitu- sýrur, E-vítamín, e.t.v. B6-vítamín. 13) Ófrjósemi: Fjölvítamín, steinefnapiUur, fitusýrur. 14) Hósti, kvef og sýking- ar almennt: Fjölvítamín og steinefni (með rífleg- um skömmt- um af C- vítamíni og B-vítamín- um. (Heimlld: Heilsubók ijöl- skyldunnar). -GLM Bætt ónæmi Fylgið eftirfarandi leiðbeining- um tU að auka viðnám gegn algengum sýkingum. Forðist aUt ruslfæði og mikið unnin matvæli, s.s. smjörlíki, hvítt hveiti og sykur, Minnkið kaffi- og tedrykkju, dragið úr neyslu á salti, rauðu kjöti og kjúklingum. Takið ekki lyf, sérstaklega sýklalyf og stera, nema nauðsyn krefji. Sýnt hefur verið fram á að ofnotkun sýklalyfja skemmir ónæmiskerfið og margar lífverur eru orðnar ónæmar fyrir þessum lyflum. Reykið ekki og drekkið í hófi. AUar reykingar eru taldar veikja ónæmiskerfið, svo og óhófleg drykkja. Hreyfið ykkur oft og reglulega, helst í sólskini og dagsbirtu; göng- ur, hjólreiðar, sund og önnur létt hreyfing örva blóðstreymi og auka framleiðslu á T-eitilfrumum. Borðið mikið af ferskum ávöxt- um og grænmeti (helst lífrænt ræktuðu), heilhveitibrauði og baunum. Drekkið grasa- og ávaxtate og ferskan ávaxtasafa. Forðist streitu eftir mætti, gæt- ið þess að sofa vel og gefa ykkur tíma tU hvUdar og tU þess að láta fara vel um ykkur. Farið í nudd eða einhverja aðra meðferð sem ykkur þykir notaleg. Hugsið aUtaf jákvætt. Margt bendir tU þess, einkum hjá krabbameins- og alnæmissjúk- lingum, að jákvæð afstaða tU tU- verunnar og heUsunnar geti hald- ið einkennum í skefjum og jafnvel i stöku tilfeUi stuðlað að bata. Takið bætiefnatöflur reglulega; andoxunarefni á borð við A- vítamín eða beta-karótin, C- vltamín og E-vítamín og steinefn- in selen, sink, jám, kalk, magnesíum og mangan hjálpa tU við að vemda líkamann gegn skaðlegum áhrifum sindurefna. Notið grös sem styrkja ónæmis- kerfið, s.s. sólhatt (veiru-, bakter- íu- og.sveppaeyðandi) gingseng og hengiblóm. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.