Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
Utlönd
Stuttar fréttir dv
Kohl vísar ásök-
unum um
mútur á bug
Helmut Kohl, fyrrverandi
kanslari Þýskalands, vísaði í gær
á bug ásökunum um að kristileg-
ir demókratar hefðu þegið mútur
gegn því að greiða fyrir sölu 36
stríösvagna til Sádi-Arabíu. í gær
ákváðu báðir stjórnarflokkamir,
jafnaöarmenn og græningjar, að
fara fram á rannsókn vegna máls-
ins. Þingið á þó eftir að sam-
þykkja rannsóknina.
Rannsóknin mun aðallega bein-
ast að því hvers vegna vopnasal-
inn Karlheinz Schreiber greiddi
kristilegum demókrötum árið
1991 1 milljón marka. Gjöfin var
athent í verslunarmiðstöð í Sviss.
Samkvæmt tímaritinu Der Spi-
egel mútaði stórfyrirtækið Thys-
sen embættismanni í varnarmála-
ráðuneytinu tO þess að greiða fyr-
ir vopnasölunni.
Kohl hefur viðurkennt að hafa
tekið ákvörðun um sölu striðs-
vagnanna til Sádi-Arabíu í sept-
ember 1990 vegna innrásar íraka í
Kúveit. Vagnana átti að nota þar
sem sýkla- og efnavopnum kynni
aö hafa verið beitt.
Bresk lögregla
óttast hryöju-
verk um jólin
Breska lögreglan hefur aukiö
viðbúnað sinn af ótta við að írsk-
ir lýðveldissinnar, sem andvígir
eru friðarsamkomulaginu á N-ír-
landi, ráðgeri hryðjuverk um jól-
in og áramótin. Breska blaðiö Gu-
ardian hafði það eftir háttsettum
rannsóknarlögreglumönnum að
talin væri fyllsta ástæða til að ótt-
ast um öryggi almennings í kjöl-
far upplýsinga frá írlandi og Bret-
landi. Hefur lögregla gert stórum
fyrirtækjum viðvart. Öryggiseftir-
lit hefur verið hert við opinberar
byggingar í London.
Jeffrey Archer í vondum málum:
Fleiri uppljóstr-
anir á leiðinni
Breska dagblaðið Daily Star ætlar
að krefla rithöfundinn og ihalds-
manninn Jeffrey Archer lávarð um
endurgreiðslu á skaðabótum sem
það var dæmt til að greiða honum
fyrir tólf árum fyrir að staðhæfa að
hann hafi sængað með vændiskonu.
Archer hefur nú hætt við fram-
boð sitt til borgarstjóra London fyr-
ir íhaldsflokkinn eftir að upp komst
að hann fékk vin sinn til að bera
ljúgvitni fyrir sig í meiðyrðamálinu
gegn dagblaðinu. íhaldsflokkurinn
hefur dregið til baka leyfi til handa
Archer að sitja í efri deild breska
þingsins. Þá íhugar lögreglan að
ákæra hann fyrir glæpsamlegt at-
hæfi.
Daily Star þurfti að greiða Archer
hálfa milljón punda í skaðabætur og
700 þúsund pund í málskostnað.
Forráðamenn þess ætla að krefja
rithöfundinn um endurgreiðslu á
þeirri upphæð, auk vaxta, eða sam-
tals þrjár milljónir punda.
„Við getum greint frá því að okk-
ur hafa borist margar upphringing-
ar með ábendingum um um hluti
sem vert er að rannsaka," sagði í yf-
irlýsingu frá Daily Star.
Ted Francis, vinurinn sem gaf
Archer falska fjarvistarsönnun fyr-
ir málaferlin gegn blaðinu, hefur
sagt að hann ætli að greina enn
frekar frá því sem þeim hefur farið
í milli. Francis mun hafa tekið öll
símtöl þeirra upp í tuttugu ár.
Archer hefur haft hægt um sig frá
því upp komst um strákinn Tuma
og hefur læst sig inni á heimili sínu
sínu. Blaðamenn hafa setið um hús-
ið allan sólarhringinn síðan Archer
tilkynnti um helgina að hann væri
hættur við framboðið.
Veggspjöld og annað fyrir kosn-
ingabaráttuna verður eyðilagt þegar
kosningaskrifstofunni verður lokað
í vikulokin.
Michael Ancram, formaður
íhaldsflokksins, sagði að siðanefnd
flokksins myndi taka mál Archers
til skoðunar.
William Hague, leiðtogi íhalds-
manna, ítrekaði í gær að flokkurinn
gæti enn unnið borgarastjórakosn-
ingamar í maí. Samkvæmt skoð-
anakönnunum nýtur Verkamanna-
flokkurinn meiri stuðnings.
Steven Norris, kaupsýslumaður
og fyrrum ráðherra, varð í öðru
sæti í prófkjöri íhaldsflokksins og
er talið líklegt að hann verði borgar-
stjóraefni íhaldsmanna.
Taílendingar hafa þann ágæta sið að koma syndum sínum fyrir í sérstökum bátum sem þeir síðan senda niður eftir
ám landsins. Þessi mynd var tekin í taílensku höfuðborginni Bangkok í gær þar sem ung skólastúlka biðst fyrir eft-
ir að hafa sett syndabátinn á flot. Taflendingar trúa því að árandinn geti bænheyrt þá.
Full búð af nýjum vörum
Kjólar
toppar
píls
jakkar
peysur
buxur
Opið:
mán.-fim.
föstudaga
laugardaga
sunnudaga
10-18
10-19
10-18
13-17
Oxford Street Faxafeni 8 108 Reykjavík sími: 533 1555
Loka hringnum
í desember
Rússneskir herforingjar hafa gef-
ið sveitum sínum í Tsjetsjeníu skip-
un um að loka hringnum umhverfis
Grosní fyrir miðjan desember. Nú
þegar hafa rússneskir hermenn um-
kringt um 80 prósent borgarinnar,
að því er rússneska fréttastofan
Interfax fullyrti í gær.
Rússneskar sveitir hafa nú full yf-
irráð yfir vegum til Grosní, höfuö-
borgar Tsjetsjeníu, úr vestri og
norðri. Þeir hafa einnig að hluta til
yfirráð yfir umferð úr austri, sam-
kvæmt því sem Interfax hafði eftir
aðalstöðvum rússneska hersins í N-
Ossetíu. Harðir bardagar hafa átt
sér stað við bæinn Urus-Martan fyr-
ir sunnan Grosní. Urus-Martan hef-
ur mikla hernaðarlega þýðingu og
hefur rússneskum hermönnum ver-
ið skipaö að gera árás á bæinn fyrir
lok vikunnar. Skæruliðar í bænum
hafa varist með loftvamabyssum,
flugskeytum og sprengjuvörpum, að
þvi er Interfax greinir frá.
Rússar segjast nú hafa náð um
Flóttabarn frá Tsjetsjeníu.
Símamynd Reuter
helmingi Tsjetsjeníu á sitt vald frá
því að þeir gerðu innrás þar 1.
október síðastliðinn.
Bjartsýni í Seattle
Bandarískir embættismenn eru
bjartsýnir á að samkomulag náist í
næstu viku um að hefja nýjar
samningaviðræður um heimsvið-
skipti, þrátt fyrir ágreining helstu
viðskiptaþjóða heims um landbún-
að og fleiri mál. Heimsviðskipta-
stofnunin fundar í Seattle í næstu
viku.
Bradley skammar
Bill Bradley, sem sækist eftir út-
nefningu demókrataflokksins fyrir
forsetakosning-
arnar í Banda-
ríkjunum á
næsta ári, sak-
aði í gær þingið
og Hvíta húsið
um að hafa mis-
tekist að draga
úr áhrifum fjár-
magnsins á bandarisk stjórnmál.
Hann sagði að þótt forseti og þing-
leiðtogar hefðu ákveðiö að beita
sér fyrir kosningalagaumbótum
fyrir fjórum árum væru stórgróss-
erar enn allsráðandi í Washington.
Gegn einangrun
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagöi í gær að Bretar
yrðu að standa vörð gegn lokkandi
röddum einangrunarstefnunnar,
eins og hann kallaði það, og brúa
bilið milli Evrópu og Bandaríkj-
anna.
Rannsókn á flugslysi
Samgönguráðherra Egyptalands,
Ibrahim Demiri, sagði í gær að
Hosni Mubarak Egyptalandsforseti
hefði staðist þrýsting Bandaríkj-
anna um að gera rannsóknina á
flugslysinu i októberlok að glæpa-
rannsókn.
Bílasprengja í Finnlandi
Tveir menn létust i öflugri bíla-
sprengju í miðborg Jakobstads í
Finnlandi í gær.
Clinton til Kosovo
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hélt i morgun frá Búlgaríu áleiðis
til Kosovo. Búist
er við að Banda-
ríkjaforseti
hvetji Albana til
að láta af hefnd-
araðgerðum gegn
serbneska minni-
hlutanum í hér-
aðinu. Clinton
mun heimsækja bandaríska her-
stöð í Kosovo og þakka hermönn-
um fyrir störf þeirra.
Fékk æðiskast í flugvél
Kanadísk farþegavél með yfu
200 manns á leið frá Calgary til
Halifax varö að nauðlenda í Ont-
ario þegar farþegi gekk berserks-
gang og réðst inn í flugstjórnar-
klefann.
Prestur kókaínsali
Brasilísk lögregla greip í gær
kaþólskan prest sem var á leið um
borð i flugvél til Amsterdam með 11
kiló af kókaini. Hagnaðurinn átti að
renna til dagheimilis kirkju hans.
Þriðja ákæran
Rússinn Alexander Nikitin kem-
ur fyrir rétt í dag í þriðja sinn
vegna ákæru um njósnir og land-
ráð fyrir að hafa greint norskum
umhverfisverndarsamtökum frá
hættu vegna kjamorkuúrgangs frá
rússneska flotanum.
Þrýsta á Indónesa
Richard Holbrooke, sendiherra
Sameinuðu þjóöanna, sá með eigin
augum í gær að
A-Tímorbúar í
flóttamannabúð-
um á V-Tímor
þorðu varla að
ræða við hann af
ótta við hefnd
vígasveitar-
manna. Hol-
brooke var þó sagt að indónesísk
yfirvöld gerðu lítið til þess að
koma í veg fyrir áreitni vigasveit-
armanna. Litiö er á heimsókn Hol-
brookes sem þrýsting á Indónesíu
til að binda enda á illa meðferð á
flóttamönnum.