Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 4
32 MIÐYIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 -1 * * — Unglingaflokkur kvenna í körfubolta: - Keflavík sterkt í unglingaflokki kvenna í ár Önnur umferð unglingaílokks kvenna fór fram I Seljaskóla um síð- ustu helgi og þar voru fimm lið mætt til leiks og úr varð bráðskemmtileg og jöfn keppni. Eins og í fyrstu umferð náði þó enginn að ráða við sterkt Keflavík- urlið sem vann alla fjóra leikina sína og hefur nú unnið átta fyrstu leiki vetrarins. Keflavíkurliðið byggir mikið á sterkri breidd og að margar leggja til við stigaskorun liðsins. Þannig skoruðu fimm leik- menn yfir sjö stig að meðaltali í þessum fjórum leikjum en leiktími er 2 sinnum 18 mínútur. KR kom á óvart og hreppti annað sætið en KR hefur aðeins tapað ein- um leik í vetur eftir að hafa byrjað í 2. deild. KR tapaði aðeins fyrir Keflavík og það í jöfnum leik. Grindavík datt niður um eitt sæti í þetta skiptið en þar eru margar bráðefnlegar stúlkur sem eiga örugglega eftir aö blómgast seinna í vetur. Mikla athygli vakti Petr- únella Skúladóttir sem er enn í stúlknaflokki en var óumdeilanlega besti vam- armaður þessarar um- ferðar, stal bæði boltan- um oft og varði ófá skot. ÍR-liðið er allt á fyrsta ári en stóð sig samt mjög vel, sérstaklega seinni daginn. Tindastóll feilur í 2. deild að þessu sinni en liðið var væng- brotið bæði vegna meiðsla og svo að meistaraflokkur- inn var að spila á sama tíma. -ÓÓJ Til vinstri er Grindavíkurliðið sem endaði í 3. sæti en að neðan er KR-liðið sem hefur komið á óvart í vetur, endaði nú í 2. sæti og hefur aðeins tapað einum leik í vetur. Togast á um leikmenn Flest öll lið í unglingaflokki kvenna eru með leikmenn á fullu í meistaraflokki. Félögin eru oftast ekki að spila i meistaraflokki þeg- ar umferð er í unglingaflokkinum en um þessa helgi þurftu bæði Grindavík og Tindastóll að láta sína leikmenn þegar sömu félög mættust í l.deild kvenna. Þetta er auðvitað mjög slæmt og breytir hlutfollunum mikið milli liða en sérstaklega er staða Tinda- stóls slæm þvi liðið var einnig að spila báða daganna er fyrsta um- feðrin fór fram í október. Tindastóll hefur lika misst leik- menn í álagsmeiðsli en fyrir þessa helgi var meistaraflokkurinn ekki búinn að leika leik í einn mánuð eða síðan síðasta mót í unglinga- flokki fór fram. Fáránleg staðreynd sem er ótrúlegt að ekki sé hægt að koma betur í veg fyrir. Urslit leikjanna . . . 65-39 (28-13) 21 - Petrúnella KR-Grmdavík . . Hrund Þórsdóttir Skúladóttir 15. ÍR-Keflavík......... 41-55 (17-28) Ragnhildur Guömundsdóttir 12 - Guðrún Ósk Karlsdóttir 12. Tindastóll-Keflavik . 53-65 (22-27) Dúfa Dröfn Ásbjömsdóttir 15 - Guörún Ósk Karlsdóttir 16, Bára Lúðvíksdóttir 16. fR-Grindavík........35-45 (13-23) Halla Jóhannesdóttir 15 - Sólveig Gunnlaugsdóttir 23. KR-Tindastóll....... 68-40 (32-19) Hildur Siguröardóttir 24 - Tinna Björk Guðmundsdóttir 13. Grindavík-Keflavík 26-50 (16-31) Sólveig Gunnlaugsdóttir 13 - Bonnie Lúövíksdóttir 17. ÍR-TindastóU ........60-32 (32-13) Eva María Grétarsdóttir 15 - Tinna Björk Guömundsdóttir 9. KR-Keflavík......... 60-72 (32-34) Hildur Siguröardóttir 30 - Bonnie Lúðvíksdóttir 17, Svava Ósk Stefánsdóttir 17. TindastóU-Grindavík 39-58 (19-27) Sigurlaug Bjarnadóttir 13 - Sólveig Gunnlaugsdóttir 23. KR-ÍR............... 60-51 (30-21) Hildur Sigurðardóttir 23 Ragnhildur Guðmundsdóttir 11. Stigahæstar í 2. umferð Hildur Sigurðardóttir, KR......94 Hrund Þórsdóttir, KR ...........69 Sólveig Gunnlaugsdóttir, Grindav. 59 (3 leikir, 19,7 að meðaltali) Bonnie Lúðvíksdóttir, Keflavík .. 53 PetrúneUa Skúladóttir, Grindavík 45 María Anna Guðmundsdóttir, Kef. .. 39 Halia Jóhannesdóttir, ÍR.......39 Eva María Grétarsdóttir, ÍR .... 37 Ragnhildur Guðmundsdóttir, ÍR . 37 Bára Lúðvíksdóttir, Keflav.....36 Lokastaðan í 2. umferð Keflavík 8 (4 sigrar - 0 töp), KR 6 (3-1), Grindavík 4 (2-2), ÍR 2 (1-3), TindastóU 0 (04). Lokastaðan f 1. umferð Keflavik 8 (4 sigrar - 0 töp), Grindavík 6 (3-1), ÍR 2 (1-3), TindastóU 2 (1-3), Njarðvik 2 •' 3). Hildur í KR: 30 stig gegn Keflavík í Hildur : Sigurðardóttir hjá KR fór mikinn í 2. umferð unglingaflokks kvenna og skoraði 23,5 stig að meðaltali í fjórum leikjum. Hildur átti þannig mikinn þátt í því að hjálpa KR- liðinu til að ná öðru sætinu í umferðinni og hefur KR nú unnið 6 af 7 leikjum sínum í unglingaflokki kvenna í vetur. Hildur Sigurðardóttir er 18 ára körfuboltakona úr KR og hún vakti mikla athygli i Seljaskóla um síðustu helgi í 2. umferð unglingaflokks kvenna. Hildur, sem var valinn besti nýliði 1. deildar kvenna í fyrra er hún lék með ÍR skoraði 23,5 stig að meðaltali í leik, þar af skoraði hún 30 stig, tók 14 fráköst og gaf 8 stoðsendmgar gegn toppliði Keflavíkur. Þar þurftu stúlkumar að sunnan að hafa mikið fyrir því að leggja KR-liðið að velli. Hildur var mjög ánægð með gengi liðsins en kvartar aðeins yfir að þær séu svolítið fáar og það hái þeim í jöfnum leikjum eins og gegn Keflavík. Hildur byijaði að æfa körfubolta þegar hún var 7 ára. Hún er frá Stykkishólmi en kom til Reykjavíkur í fyrra er hún fór í FB í Breiðholti. Eftir eins árs viðdvöl hjá ÍR fór hún til KR þar sem hún leikur nú stórt hlutverk. Hildur hefur prófað flestallar íþróttir, eins og fótbolta, frjálsar, golf eða allt það sem hún komst í en þakkar nú íþróttakennara sínum i Stykkishólmi, Maríu Guðnadóttir, það að fá sig til að byrja í körfunni. Hildur stefnir hærra og dreymir um að komast út í skóla en hún lék sína fyrstu A- landsleiki í vor og er framtíðarleikmaður þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.