Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 2
38 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 4 #/ar Mitsubishi Carisma er bíll sem sprettur úr farvegi sem er hagstæður fyrir okkur því hér tvinnast saman það besta úr evrópskum og japönskum hönnunar- og tækniheimi en Carisma er smíðuð í NedCar-verksmiðjunum í Hollandi sem eru samstarfsverkefni Mitsubishi í Japan, Volvo og hollenska ríkisins. Árangurinn er líka harla góður því með Carisma stökk fram á sjónarsvið- ið bíil sem er ailt í senn, evrópskur og japanskur, en um leið alþjóðlegur. Carisma kom upphaflega fram á sjónarsviðið í janúar 1995 en haustið ‘97 einnig með 1,8 lítra vél. Nú er Carisma komin í endurbættri útgáfu. Nýtt útlit er komið á framenda, bætt innrétting og ýmsar aðrar endur- bætur og fágun. Carisma er framleidd í fjórum gerðum: Classic, Comfort, Sport og Elegance. Hekla hefúr hins vegar valið að markaðssetja þessa nýj- ustu gerð Carisma í sport-útgáfú, bæði með 1,6 og 1,8 litra vélum, handskipta og sjálfskipta. Vegna verðs og búnaðar lék mest forvitni á að reyna þennan nýja bíl með minni vélinni, 1,6 lítra, 100 ha„ og bæði handskiptan og sjáifskiptan. Ljúfur sjálfskiptur Með sjálfskiptingu er þessi nýja Carisma sérlega ljúfur bíll. Skynvædd sjálfskiptingin, INVECS-II, nemur og skilur akstursmáta þess ökumanns sem er við stýrið hveiju sinni og aðlag- ar skiptimynstrið aksturslagi hans. Þegar ég tók við bílnum hjá Heklu var greinilegt að skiptingin átti eftir að að- laga sig mínu aksturslagi. Það tók tvær til þrjár stuttar ökuferðir að hún færi að svara eins og ég vildi og eftir það var aksturinn sérlega ljúfur. 100 hestöflin sem hljóðlát vélin skilar frá sér eru fyllilega nógu mörg til að sjálf- skiptingin skili sínu vel en þeir sem vOja sportlegri eiginleika í sjálfskipt- um bíl þurfa að velja sér stærri vélina, 1,8 lítra, sem er 125 hestöfl, til að fá þá eiginleika að fúllu. Eiginleikar þessarar skynvæddu Honda CR-V 2,0, 4x4, ssk. 11/97 blár, ek. 37 þ. V. 2.070.000 Mazda 323F 5 g. 09/98 grænn, ek. 18 þ. V. 1.250.000 Honda Accord exi, ssk. 4 d. ■91 102 H. 690 0. Honda Prelude 2.2. VTI 2 d. 93 1151). 1.490 þ. Honda Accord ceupé, VG 2d. '99 3 0. 3.540 h. Honda Shuttle 2,2, LSI 5d. '99 100. 2.290 h. Honda Accnrd LSI, ssk. 4d. ‘95 100 0. 1.250 0. Honda Civlc 1.5, LSI 4d. ■97 38 0. 1.180 0. Honda Clvlc Sl, ssk. 4 d. '97 33 0. 1.150 0- Honda Clvlc LSI, 5g. 5d. '98 22 0. 1.570 0. Honda CR-VHVi, ssk. 5d. '98 65 0. 1.950 0. Ford Mondeo Ghla sl. 5 d. '96 46 0- 1.250 0. Dalkalsu Terlos 4x4, ssk.5 d. '98 14 0- 1.390 0. MMC Lancer GLXI, 5 g. 4 d. '98 23 0. 1.190 0. MMC Carisma GDI, ssk. 5d. '98 52 0. 1.500 0. MMC Lancer, 5 g. 4d. '91 92 0. 499 0. MMC Lancer, ssk. 5 d. '92 58 0. 640 0. MMC Lancer GL, 5g. 4d. '93 115 0. 590 0. MMC Lancer STW AxA 5d. '93 89 0. 799 0. MMC Spacewagon, ssk. 5d. '93 137 0. 990 0. Suzukl Vllara JLX, 5 g. 5d. ‘98 800. 1.260 0. Suzukl Sldeklck, 5g. 5d. '93 105 0- 870 0. Suzukl Vltara, 5 g. 3d. '97 180. 1.280 0. Toyota Corolla XLI, 5 g. 3 d. '95 86 0. 670 0. Tovota Corolla, ssk. 4tí. '92 117 0. 730 0. Toyota Corolla, ssk. 4d. '96 49 0. 950 0. Toyota Corolla GL, 5g. 4d '92 113 0. 780 0. Tovota Corolla G6 3d. ‘98 42 0. 1.190 0. Toyota Tourlng 4x4, 5 g. 5 d. '91 1300. 620 0. Volvo S40, ssk. 4 tí. '96 21 0. 1.820 0. VW Goll Manhattan, 2,0 5 tí.'QÖ 41 0. 1.290 0- VWVento GL, ssk. 4 d. '93 50 0. 990 0. (Qj HONDA NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Simi 520 1100 Reynsluakstur Mitsubishi Carisma Sport 1,6: Góður sjálfskiptur, sprækari handskiptur Framendinn hefur breyst mest á milli gerða - ákveðnari lína og sportlegra útlit. skiptingar njóta sín ekki síður þegar draga þarf úr hraða eða þegar ekið er niður brekku því þá vinnur hún með ökumanninum sem gerir aksturinn enn liðlegri. Sprækur handskiptur í seinni umferð var röðin komin að Carisma með sömu vél en handskipt- um gírkassa. Hér njóta öll hundrað hestöflin sín til fulls. Með því að renna Sé horft á framhornið frá þessu sjónarhorni kemur falleg línan best fram. léttilega á milli gíra er hægt að toga ótrúlega gott viðbragð út úr þessari vél og það kemur jafnframt á óvart hversu hljóðlát hún er þótt snúningurinn sé farinn að aukast. Það er greinilegt að sú mikla þróun véltækni sem átt hefur sér stað hjá Mitsubishi á liðnum árum og gat af sér GDI-tæknina nýtist vel hér því aflnýt- ingin er greinilega mjög góð. Þessi 1,6 lítra vél er einnig spameytin sem er ekki síðri kostur. Vélin er farin að skila fullu snún- ingsvægi rétt innan við 2000 snúninga á mínútu og heldur því vel en há- markssnúningsvægið, 137 Nm, er kom- ið við 4000 snúninga. Hámarksafl, 100 hö., næst við 5750 snúninga. lítra vélinni en 14 tomma með 1,6 lítra vélinni). Umhverfi ökumanns er einfalt, stjómtæki og hnappar einfaldir og þægilegir í notkun. Hólf og hirslur em i góðu lagi og hanskahólfið er rúmgott þótt loftpúð- inn taki sitt pláss þar fyrir ofan. Vélin, 1,6 lítrar að rúmtaki og 100 hestöfl, er fyllilega nógu aflmikil til að þjóna flestum. þessum stærðarflokki er 1,6 lítra útgáf- an fyllilega nógu góður kostur hvað varðar vélarafl. Sá handskipti er það sprækur að vandséð er hvað við höfum að gera við öllu meira afl, miðað við vegakerfi og hámarkshraða. Skyn- vædd sjálfskiptingin sér einnig til þess að 100 hestöflin em nægileg til að skila sjálfskiptingunni vel en vissulega má leiða að því getum að enn sportlegri eiginleikar náist úr sjálfskiptri Carisma með stærri vélinni, enda hest- öflin fjórðungi fleiri. -JR Góður búnaður Carisma Sport er ágætlega búinn bíll. Af staðalbúnaði má nefna öryggis- púða fyrir ökumann og farþega auk hliðarárekstrarpúða, ABS-hemlalæsi- vöm, hreyfitengda þjófavöm, rafdrifn- ar rúðuvindur með slysavöm í fram- sætum, útvarp með kassettutæki, ál- bryddingu á miðstokki, rafstýrða og upphitaða hliðarspegla, þokuljós að framan og álfelgur (15 tomma með 1,8 Að aftan er breytingin minni en heildaryfirbragðið er gott. Farangursrýmið er rúmgott og að- gengi gott. Mælaborð er snoturt og þægilegt í notkun Gott verðbil Með því að bjóða Carisma í þessum tveimur gerðum, 1,6 og 1,8 lítra, býðst Carisma Sport á góðu verðbili. Með minni vélinni og handskipt- ingu kostar bíllinn kr. 1.595.000 en með sjálfskiptingu kr. 1.720.000. Með stærri vélinni, 1,8 lftra, er verðið á handskipta bílnum komið í kr. 1.795.000 og á þeim sjálf- skipta í kr. 1.920.000 Fyrir meg- inþorra kaup- enda bfla í Mitsubishi Carisma Sport 1,6 Lengd: 4.435 mm. Breidd: 1.695 mm. Hæð: 1.405 mm. Hjólahaf: 2.550 mm. Sporvídd, f/a: 1.475/1.470 mm. Veghæð: 155 mm. Þyngd: 1.160 kg. Snúningshringur bíls: 10,4 m. Vél: 4ra strokka, 16 ventla, 1.597 cc, 100 hö. v/5.750 sn.min. Snún- ingsvægi 137 Nm v/4000 sn. mín. Þjöppun 10,0:1. Rafstýrð fjölinn- sprautun. Stýri: Tannstangarstýri með hjálparátaki. Fjöörun: Sjálfstæð MacPherson gormafjöðrun framan, sjálfstæð gormafjöðrun aftan. Hemlar: Aflhemlar, kældir disk- ar framan, heilir diskar aftan. Hjól: 195/60R14. Verð: 1.595.000 handskiptur, 1.720.000 sjálfskiptur. Umboð: Hekla hf Yamaha MT-01 - framtíðarhjól fyrir kraftsjúka Útlit MT-01 minnir einna helst á „Streetfighter“-breytingarnar sem eru svo vinsælar f Bretlandi. Fyrir fjórtán árum kynnti Yamaha fyrst til sögunnar V-Max-hjól sitt og setti þar með nýjan standard á mótor- hjólaflóruna. Margir líktu því hjóli við mótorhjól á sterum, enda minnti margt i útliti þess á ofvaxið vöðvafjall, samanrekið og krafturinn lá í augum uppi. Mörgum fannst líka nóg um kraftinn í því tæki en fyrsta útgáfa þess var 146 hestöfl frá verksmiðju. En hvað skyldu þeir hjá Yamaha hafa gert núna þegar gamli góði Max er orðinn úreltur og salan farin að dvína? Yamaha kynnti nýja MT-01-framtíð- arhjólið á Tokyo Motor Show um dag- inn. Það sem þeir ætla að gera með því er að höfða til þeirra sömu og slefuðu yfir gamla V-Maxinum með enn kraft- meira og villtara hjóli sem verður eins og gamall tuskubjöm við hliðina á því. Þeir tóku stærstu fjöldaframleiddu vél úr mótorhjóli sem þekkist, 1600 rúm- sentímetra Road Star, og tróðu henni í TZ 250 grind. Nokkuð öfgakennt, er það ekki? Það sem þeir vildu fá með þessu var að minnka þyngdina og setja aðaláhersluna á vélina, enda sést varla annað fyrir henni. Hjólið er ekki ætlað sem brautarhjól, frekar sem tryllitæki sem er ekkert annað en vél á hjólum. Pústið er einnig hluti af grindinni svo að ökumaðurinn finni titringinn frá henni og hitann greinilega líka. Þar sem vélin tekur jaftimikið pláss og hún gerir er fjöðnmin höfð lárétt við hliðina á vélinni. Það sem lítur út eins og bensíntankur er í raun efri hluti grindarinnar, með stórum loft- inntökum á báðum hliðum. Bensinið er svo í litlum 8 lítra tank fyrir aftan vélina. Framendinn er að mestu feng- inn að láni frá R6-hjólinu. Hvort hjólið verður svona í fjöldaframleiðslu, það er ef að það kemst þá svo langt, er ekki gott að segja. Verður það þá enn þá með kolefnatrefjafelgum og stefhuljós- um á stýrisendum? Miðað við athygl- ina sem hjólið fékk í Tokyo sýnir það hvað Yamaha hugsar fram á við. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.