Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 3
JL>V LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 43 Hjálmar skipta höfuð máli Það getur oft reynst erfitt að kaupa rétta gerð af Míðarhjálmum. Úrvalið er mikið og þeir eru allir eins en samt mismunandi. Þú veist aldrei hve miklu er óhætt að eyða á höfúðið á þér því ef þú metur það of hátt er eins víst að ávísanaheftið bíði þess aldrei bæt- ur. Vitlaus hjálmur getur verið laus á þér, alltaf verið að safna gufu á hlífðar- glerið, dælt lofti beint í augun á þér og bara yfirhöfuð hentað þér ifla. Þess vegna verður þú að vita hvað hjálmur er til að geta keypt þann rétta. Gamli hjálmurinn Nýir hjálmar eru dýrir enda lítur skattmann á þá sem lúxusvöru og tollar þá sem slíka. Oft er gott að spyrja sig hvers vegna mann langi í nýjan hjáim. Er það kannski út af því að liturinn á þeim gamla passar ekki lengur við lit- inn á nýja hjólinu eða sleðanum? Góður hjálmur af viðurkenndri tegund getur enst allt að sex ár. Þótt hann rispist ör- lítið af steinkasti eða slíku hefur það ekki áhrif á endingu og öryggi hans. Ef skipt er reglulega um hlífðarglerið og honum haldið hreinum getur hann enst þér vel. Það sem skiptir mestu máli er að hann passi og að þú lánir hann ekki einhveijum höfuðstærri sem vikkar innra byrði hans út. Ef þú lendir í slysi eða jafnvel missir hann harkalega skaltu hins vegar skipta honum út því að plastið hefur sitt krumpusvæði sem þrýstir saman innri vöminni í hjálmin- um þannig að við högg gefur það eftir. Hann verður því aldrei jafhgóður eftir og meiri hætta á að hann brotni og veiti ekki eins góða vöm og áður. Þá getur verið komið að því að þú þurfir að fara út að versla. Hvað þarftu í hjálmi? Þegar þú ert búinn að gera upp hug þinn um að kaupa nýjan hjálm þarftu að fara að spá í hvað henti þér og buddunni þinni. AMestir hjálmar eru með viðurkennda öryggisstaðla sem reyndar geta verið mismunandi eftir löndum. A-gerð af hjálmi er ömggari en B-gerð en það þarf samt sem áður ekki að þýða að dýrari A-týpan sé betri en sú ódýrari. Þeir sem eiga nóg af seðlum kaupa sér lúxus eins og fljótlos- andi hjáimagler, flottar strípur, end- ingargóðan svamp, betri loftræstingu og svo framvegis sem er þeim sem keyra mikið mjög mikilvægt. En ef þú hjólar bara á sunnudögum er þá ekki ódýrari hjálmur nóg fyrir þig? Best er að skoða einstaka þætti til að fræðast betur um þessa Muti. Hávaði Það hefur aldrei verið rannsakað vísindalega hvaða hjáimur er Mjóðlát- astur. Vindgnauð í hjálmi getur veriö afar pirrandi og þótt hjálmurinn eigi að vera Mjóðlátur hentar hann kannski höfúðlagi þínu illa og er þess vegna hávaðasamur. Það sem rann- sóknir sýna hins vegar fram á er hvað- an hávaðinn kemur og hvað við getum gert til að minnka hann. Versta vindgnauðið kemur frá loftflæðitrufl- unum fyrir framan þig. Loftflæði hjálmsins eða hvort harm hefúr verið prófaður í vindgöngum skiptir þá litlu máli. Fyrir hávaxna ökumenn er trufl- unin mest í kringum axlimar sem ger- ir hjálma með litla hlíf um hálsinn há- vaðasamasta. Fyrfr þá lágvaxnari lendir loftið á enni hjálmsins þannig að ef Mífðarglerið er illa fest eða ern- angrar illa eru þeir oft háværari. Til að minnka hávaða getur þú reynt að laga þessa þætti með því að fá þér auka hálshlíf eða með því að festa ör- yggisglerið betur. Hávaði getur haft varaMeg áhrif á heymina og við 60 kílómetra hraða ertu við hættumörk í 90 desíbela hávaða og ef þú stelst upp í 160 kílómetra er hávaðinn kominn upp í 110 desíbel sem er ekki gott í meira en fimm mínútur á dag. Þess vegna er oft besta ráðið að nota eymatappa. Dökktgler Það getur stundum verið gott að nota dökk gler í mikilli birtu, sérstak- lega í miðnætursólinni eða uppi á jökli, en þau eru oftar en ekki ólögleg. Þau .kosta oft á bilinu 5-10.000 krónur og aðeins hægt að fá þau í tegundir eins og Arai, Shoei, AGV, Shark, Suomy og FM. Passaðu þig á ódýrari eftirlíkingum því að þær passa oft illa og glerin em ekki eins tær. Notaðu þau heldur aldrei í myrkri því að það er stórhættulegt. Hægt er einnig að fá birtuaukandi gler, svipuð og í veiði- mannagleraugum, sem gefa betri birtu við lakari skilyrði eins og rigningu, en þau em dýr lúxus. Komið að því að kaupa Regla númer eitt þegar hjáimur er keyptur er að skilja veskið efitir heima Hugsaðu vel um hjálminn þinn Hreinsaðu hann reglMega með heitu sápuvatni og losaðu þig við dauð- ar flugur eins fljótt og hægt er því ann- ars vilja þær festast við. Gott er að bóna hann líka en athugaðu að bónið sé plastvænt. Til að hreinsa hor og svita innan úr honum er best að nota mildan hreinsilög eða sérstakan hjálmahreinsi. Notaðu rakan klút og láttu hann þoma sjáifan. Notaðu mjúk- an klút, sérstaklega á glerið því að grófur eldhúspappír getur rispað það. Þegar hjálmur er mátaður er best að halda um hliðar hans og spenna ólina frá í fyrsta skipti sem þú ferð út að skoða og máta eimmgis. Áður en þú veist af getur þú verið búinn að láta plata inn á þig allt of dýrum hjálmi, haldandi að þú verðir eitthvað öraggari og betri ökumaður á eftir. Mátaðu aðeins þá hjálma sem era á rétta verðinu fyrir þig, mismunandi hjálmaframleiðendur bjóða oft sömu Mutina í misdýrum hjálmum. Ouch! Þessi er alltof þröngur Einlitur hjálmur er kannski ekki eins eftir- sóknarverður og nýjasta tíska í hjálmastrípum en hann er öragglega ódýrari. Þú sérð hvort sem er ekki litinn á honum þegar þú ert búinn að setja hann á þig. Það getur verið betra fyrir samferðamenn þína í umferðinni að sjá þig ef þú ert með litsterkan hjálm sem rennur ekki saman við svarta litinn á hjólinu og þér sjálfúm. Hvítir hjálmar era bestir en flestum frnnst þeir líka Ijótastir. innra byrðið hefúr lagað sig að fyrri eiganda svo að hann mun alltaf passa þér illa. Kauptu þá heldur ódýran, nýj- an hjálm sem passar þér vel. Notaðir? Kauptu aldrei notaðan hjálm, hversu ódýr sem hann er. Þú veist aldrei í hveiju hann hefur lent og ... hengja hjálminn á spegilinn. Það er ekki bara það að hann gæti dottið heldur hvílir allur þungi hjálmsins á hominu á speglinum sem skemmir innra byrðið og minnkar þannig öry'ggi hans. ... sefja hann út í glugga. Hita- breytingamar fara illa með plastið. ... sitja eða standa á honum. Vegna gatsins framan á þeim gætu komið litlar sprungur sem sjást ekki innan á piastinu. ... mála eða setja límmiða á hjálm úr Polycarbonate. Efnin skemma plastið. ... geyma harða hluti innan í honum. Þeir skemma innra byrði hans. Hin gulina regla er: Vittu hvað þú kaupir og láttu það svo endast. -NG Alveg eins og þegar þú kaupir skó skaltu leita aðstoðar sölumannsins Hjálmurinn mátaður Hjálmur sem passar er aðalatriðið. Hjálmur sem er laus er hávaðasamur og hættMegur en of þröngur hjálmur veldur höfuðverk. Ódýr hjálmur sem passar vel er miMu öraggari en dýr sem passar ekki. Byijaðu á að mæla ummálið á höfðinu á þér í ennishæð til að fá einhveija hugmynd um hvaða stærð þú átt að máta. Settu hjálminn á þig með því að toga festingarnar út og gættu að því að hægt sé að festa lausa endann á ólinni svo að hann blakti ekki í vindinum. Hjálmurinn á að vera þéttur alls staðar án þess að vera of þröngur. KinnaMífamar eiga að halda við andlitið svo að hjálmurinn færist ekki fram en ekki koma í veg fyrir að þú getir talað. Firrndu hvort að hann passar vel við enni því að á auknum hraða þrýstir hann meira á þar heldur en annars staðar. Þú ættir að geta troð- ið fingri þar á milli. Þú þarft að hafa að minnsta kosti 3 sentímetra bil á milli augnabrúna og efri brúnar glersins til að sjá vel. Hallaðu höfðinu aftur og at- hugaðu hvort hjálmurinn snertir bak- ið. Ef hann gerir það getur hann vald- ið hálsmeiðslum við óhapp. Varaðu þig á of þungum hjáfrni því að hann þreytir hálsinn. Prófaðu að opna glerið og loftræstinguna með hanskaklæddri hendi. Síðast en ekki síst áttu að geta tekiö hann af þér án þess að missa bæði eyrun um leið. Aldur hjálmsins Allir hjálmar hafa sinn líftíma og oft er það þannig að hjálmurinn getur ver- ið orðinn nokkuð gamall þótt nýr sé í búðinni. Geymsla fer ekki illa með hjálm ef gengið er rétt frá honum. Út- flólublátt ljós eyðileggur þá ekki eins og áður fyrr en passaðu þig á hjálmi sem hefúr verið geymdur í sólarljósi þar sem að hitabreytingamar veikja hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.