Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 r»pa ítölsk rannsókn: Kynlíf fýrir kappleikinn - eykur getu íþróttamannsins Kynlíf gerir menn árásar- gjarnari, sem aftur eykur frammistöðu þeirra á íþrótta- vellinum sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar, ítalskr- ar rannsóknar. Þar kemur fram að testósterón-magn í mönnum hækk- ar því meira kynlífí sem þeir lifa og slíkt getur aukið getu þeirra sem íþróttamanna. Hormónið testó- sterón hefur áhrif á bæði kyngetu og árásargirni manna. Þetta gengur þvert á það sem margir hafa haldið fram hingaö til, að ef íþróttamenn neiti sér um kyn- líf þá hlaðist upp testósterón í lík- amanum sem síðan gerir þá hæfari á kappvellinum. Rannsóknin fór þannig fram að mælt var testósterón-magn í yfir 80 sjúklingum sem höfðu þjáðst af langtíma getuleysi fyrir og eftir meðferð. Fyrir meðferðina var hormónamagn þeirra einungis um tveir þriðju af því sem eðlilegt telst, en var samt ekki það lítið að skort- urinn hafi verið bein orsök getu- leysisins. „Það skipti engu máli hvaða aðferðir við not- uðum en um leið og okkur tókst að hjálpa mönnunum til að stunda kynlifað nýju þá jókst testósterón- magnið í líkama þeirra og varð eðlilegt “ segir Emmanuele Jannini. Á ekki við um aliar íþróttir Þriggja mánaða meðferð sjúk- linganna með ýmsum mismunandi aðferðum leiddi til þess að horm- ónamagn þeirra sem hlutu rétta meðferð jókst verulega. „Það skipti engu máli hvaða aðferðir við not- uðum, en um leið og okkur tókst að hjálpa mönnunum til að stunda kynlíf að nýju þá jókst testósterón- magnið í líkama þeirra og varð eðlilegt," segir Emmanuele Jann- ini, yfirmaður rannsóknarteymis- ins ítalska. „Þegar maður stundar kynlíf þá veldur testósterón því að hann þráir næstu samfarir." ítalimir telja að þetta eigi íþróttamenn að geta nýtt sér, því með þvi að stunda kynlíf, t.d. skömmu fyrir knattspyrnuleik auki þeir testósterónmagnið í lík- amanum og þar með árásargirni sína. En þeir taka þó jafnframt fram að þetta eigi varla við um all- ar íþróttir, heldur geti kynlíf Martin Keown, leikmaður Arsenal, fórnar hér höndum. Kannski hefði honum gengið betur í boltanum þennan daginn ef hann hefði stundað kynlíf skömmu fyrir knattspyrnuleikinn. skömmu fyrir íþróttaviðburðinn íþróttir sem krefjast árásargimi. eingöngu hjálpað þeim er stunda Vísindamenn á Nýja-Sjálandi: Mega búa til erfðabreyttar kýr - en fá ekki að nota gen úr mönnum Vísindamenn í Nýja-Sjálandi sLS S ÍJIJ-1 hafa fengið leyfi tU aö ala upP JjiZ/jliJJ tvo hópa af erfðabreyttum kúm - en þeir mega ekki notast við gen úr mönnum við erfðatilraunir sínar. Þess í stað verður genum kúnna sjálfa breytt til að þær framleiði öðruvísi mjólk en venjulegar kýr. Þetta er gert meö því að „eyða“ sumum genum kúnna og „fjölfalda" önnur. Annar hópurinn mun framleiða mjólk sem er rík af prótíninu Casein, en það er meginprótín mjólkurinnar sem hægt er að nýta til að framleiða matvöru af ýmsu tagi úr mjólkinni. Hinn hópur erfða- breyttra kúa mun framleiða mjólk sem hefur mjög lítið af efninu beta Rannsóknarhópurinn sem stendur að þessu verkefni hafði í viðbót við þessi verkefni sótt um að fá að erfða- breyta þriðja kúa- hópnum þannig að kýrnar framleiddu mennskt prótín. lactoglubulin, en það framkallar of- næmi hjá mörgu fólki. Rannsóknarhópurinn sem stend- ur að þessu verkefni hafði í viðbót við þessi verkefni sótt um að fá að erfðabreyta þriöja kúahópnum þannig að kýrnar framleiddu mennskt prótin. Það átti síðan að vera hægt að nýta til að þróa nýja meðferð við sjúkdómi í mönnum sem veldur hörðnun vegna um- myndunar vefja í bandvef. Strangar reglur En yfirvöld í Nýja-Sjálandi treystu sér ekki til að veita leyfi til þeirra rannsókna eftir að hafa feng- ið kvartanir frá ýmsum hópum eins og t.d. maóríum, frumbyggjum landsins, sem hafa mótmælt tilraun- unum af „menningarlegum ástæð- um“. Yfirvöld ætla hins vegar að taka þetta mál til nánari athugunar á næstunni. Og yfirvöldin hafa einnig sett mjög strangar reglur um þær til- raunir sem leyfðar hafa verið. Kýrn- ar verða geymdar á afmörkuðu, lok- uðu svæði og allt það sem verður framleitt úr mjólk þeirra verður haft innan svæðisins eða því fargað. Skýrt er tekið fram að þarna séu á ferðinni tilraunir sem fara fram við ströng skilyrði í einangrun og í af- markaðan tíma. Þannig ætla menn að koma í veg fyrir að nokkur ein- asta hætta sé á að erfðabreytingam- ar komist út í umheiminn. Nýsjálendingar ætia að framleiða kýr sem gefa af sér öðruvísi mjólk. .......■ -----.. - Microsoft-réttarhöldin: Viðræður hefjast í dag í dag munu lögfræð- ingar Microsoft og hins opinbera, sem standa um þessar mundir í stappi í Microsoft-málaferlunum, hittast til að reyna að finna lausn á deilum tölvurisans og hins opinbera utan réttarsalarins. Það er dómarinn Ric- hard Posner sem stendur fyrir sátta- fundinum en hann var fyrir stuttu út- nefndur af dómaranum í réttarhöld- unum, Thomas Penfleld Jackson, til að reyna að miðla málum og leysa deiluna án þess að málið þurfi að ganga alla leið fyrir dómstólum. Dagblaðið New ''•* "V® eflir heimildar- ■ manni að Posner 00*. ,J| muni á fyrsta \TmÆí*. æB hvemig " sam- Bill Gates. komulagi megi ná í málinu. Telur heimildarmaðurinn síðan að ef Microsoft hefúr ekki komist að sam- komulagi við hið opinbera um mála- lyktir í lok janúar séu líkur á að ná sáttum utan réttarsaiarins nær engar. /iiJyu / Nýr sölu- og þjónustuaðili Nýherja á Akureyri: Þjónusta efld á landsbyggðinni Tölvufyrirtækið Nýherji hefur nú undirritaö sam- starfssamning við Nett ehf. á . Akur- eyri. Undirritunin er í beinu sam- hengi við yfirlýsta stefnu Nýherja að ná víðtæku samstarfi við sölu- og þjónustuaðila utan höfuðborg- arsvæðisins, án beinnar eignarað- ildar af hálfu fyrirtækisins. Hópur viðurkenndra sölu- og þjónustuað- ila hjá heildsölusviði Nýherja stækkar nú ört en megináhersla er lögð á sjálfstæði þeirra og að eignarhlutar séu fyrst og fremst í eigu heimamanna. Hlutverk Nýherja er fyrst og fremst að bjóða upp á áhugaverða valkosti og lausnir - fyrirtækjum og stofnunum á tilteknu svæði til ávinnings í rekstri. “Þetta eflir alla okkar þjónustu, eins og gefur að skilja,“ segir Ás- mundur Agnarsson, tæknistjóri Nett ehf. „Við getum tekið að okk- ur stærri verkefni og boðið upp á stærri lausnir og þannig tekið þátt í umfangsmeiri útboðum. Við getum kallað tæknimenn Nýherja hingað norður ef við þurfum meiri mannskap í stór verkefni og leitaö til Nýherja ef þarf að af- greiöa pantanir sem eru of stórar fyrir okkar vörubirgðir. Einnig bjóðum við aðstoð okkar við verk- efni fyrir sunnan ef þurfa þykir. Sem dæmi um hvemig við getum aukið okkar þjónustu í kjölfar þessa samnings má nefna að hér hjá okkur eru ráðgjafar frá Ný- herja sem aðstoða bæði okkur og viðskiptavini okkar með uppsetn- ingu á Lotus Notes,“ segir Ás- mundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.