Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 4
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 rmi - þjónusta boöin viöskiptavinum fyrir áramót Síminn GSM hefur ákveð- ið að bjóða viöskiptavin- um sínum hraðvirka gagnaflutningsþjónustu í gegn- um GSM-kerfið. í þessu skyni hefur Síminn GSM valið FoneSt- ar hugbúnaðinn frá Netverki en FoneStar gerir notendum kleift að flytja tölvupóst yfir þráðlaus símkerfi meö mun öruggari og hagkvæmari hætti en áður hef- ur verið mögulegt. Tilraunir Símans GSM með FoneStar eru á lokastigi og búist er við að viðskiptavinum bjóðist þjónustan um miðjan desember ef prófanimar ganga að óskum. Farsímamarkaðurinn er í gríöarlega örum vexti um þessar mundir. Þeir sem ferðast mikið starfs síns vegna þurfa á lausn- um að halda sem gera þeim kleift með einfóldum hætti að hafa hagkvæm og örugg sam- skipti við vinnustað sinn, hvar sem þeir eru staddir. Öruggari gagnasendingar Flutningsgeta farsima er hins vegar enn sem komið er lítil og truflanir á sambandi hafa áhrif á sendingar gagna. Hugbúnaður Netverks, FoneStar, sem settur er upp í tölvu viðskiptavinarins, leysir þessi vandamál með þró- aðri samskiptatækni og gerir það að verkum að sending gagna á borð við tölvupóst og afls kyns viðhengi verður mun öruggari. Með því að stytta sendingartíma um allt að 80 prósent, lækkar einnig kostnaðurinn sem þessu fylgir. „Gangi aflt að óskum verður Siminn fyrsta fjarskiptafyrir- tæki heims, sem getur boðið við- Flutningsgeta far- síma er enn sem komið er lítil og truflanir á sambandi hafa áhrif á send- ingar gagna. Hug- búnaður Netverks, FoneStar, sem sett- ur er upp i tölvu við- skiptavinarins, leysir þessi vandamál með þróaðri samskipta- tækni. skiptavinum sínum lausn af þessu tagi,“ segir Magnús Ög- mundsson, framkvæmdastjóri farsímaþjónustu Landssímans. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið, við stefnum að því að verða áfram með þeim fyrstu til að bjóða upp á nýja tækni sem eyk- ur flutningsgetu, hraða og þæg- indi í farsímakerfinu." „Við hjá Netverki erum mjög ánægð með þá ákvörðun Lands- símans að velja FoneStar," segir Holberg Másson, stjórnarfor- maður Netverks. „Landssíminn tók FoneStar til prófunar í haust og það samstarf hefur gengið mjög vel. Við erum í samning- um við allmörg erlend símafélög um kaup á FoneStar og öðrum nýjum vörum sem við erum að þróa. Það ferli sem við höfum nú gengið í gegnum með Landssím- anum mun nýtast okkur vel í þeirri vinnu,“ segir Holberg Másson. m UilJJilíJilj' Holberg Másson, stjórnarformaður Netverks, er að vonum ánægður með samninga fyrirtækisins við Símann GSM. Síminn GSM kaupir FoneStar af Netverki Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju: Netið verulega góður vettvangur - fyrir lyfsala sem ber skylda til aö veita upplýsingar I ! Ingi Guðjónsson ( I er framkvæmda- M ö ■! I U { stjóri Lyfiu, en I fyrirtæki hans j opnaði nú fyrir fi'iiiiiiiiiiiiiiiifiiiitiiiiYfftiiiitfrfiiíJ skömmu Heilsu- vef Lyfiu, sem hýstur er meðal fiölda aðildarvefia hjá netmiðlinum Vís- ir.is. DV-Heimur hafði samband við Inga til að forvitnast um Heilsuvef- inn og byrjaði á að spyrja hann að því hvert væri markmið Lyfiu með vefnum. „Helsta markmiðið er að veita fag- lega og aðgengilega umfiöllun um heilbrigðismál, þá aðallega málefni er snerta lyf, lyfiameðferðir og heilsuvörur," segir Ingi. „Það er tfl mjög mikið magn af heilsutengdum upplýsingum á Netinu sem því mið- ur eru mjög misjafnar að gæðum í skjóli þess að ekki eru tU neinar al- þjóðlegar reglur eða löggjöf um upp- lýsingar varðandi lyf á þessum vett- vangi. Að visu hafa verið búnar tU reglur í einhverjum löndum hvað þetta varðar, en þar sem Netið er að mestu án landamæra dugir það oft skammt.“ Áreiðanlegar upplýsingar í ljósi þessa segir Ingi það vera mjög erfitt fyrir fólk að átta sig á því hvaða upplýsingar um lyf á Netinu séu áreiðanlegar. „Það er hins vegar markmið okkar aö á Lyfiuvefnum geti fólk gengið aö áreiðanlegum og faglegum upplýsingum sem hægt sé að treysta. TU að svo megi verða munum við fá tU liðs við okkur ís- lenskt fagfólk í þessum geira, lækna, hjúkrunarfræðinga og lyfiafræðinga ásamt fleirum, tfl að fialla um hin ýmsu mál er snerta heUbrigði," seg- ir Ingi. Á HeUsuvefnum er almenningi veittur aðgangur að Lyfiubókinni, en hún hefur að geyma upplýsingar um öll algeng lyf sem fást hér á landi. Fjáflað er um ýmsa eiginleika lyfi- anna eins og t.d. verkun, skömmtun og algengustu spumingum er svar- að. Fólk getur einnig lagt inn spurn- ingar tU lyfiafræðings á HeUsuvefn- um um ýmislegt sem tengist lyfium og tengdum vörum. Þetta ætti að koma mörgum vel, því ýmsar spurn- ingar brenna án efa á fólki sem erfitt „Neytendur krefjast meiri og betri upplýs- inga um vörur og þjón- ustu á lyfjamarkaðnum í dag heldur en áður og biðja meira um upplýs- ingar sem ekki ha fa leg- ið á lausu áður. Það er auðvitað hið besta mál, því upplýstir sjúklingar eru miklu betur í stakk búnir til að taka ákvarð- anir og bera ábyrgð á eigin heilsu en hinir sem minna vita um þessi mál.“ getur verið að fá svör við. Á vefnum er einnig að finna nokk- ur próf þar sem einstaklingar geta skrifað inn upplýsingar um sjálfa sig og fengið ýmsar upplýsingar út frá því. Nú eru komin upp próf um reyk- ingavenjur og þyngdarstuðul og ætl- unin er að bæta fleiri prófum af þessu tagi við á næstunni. Góður vettvangur En telur Ingi aö Netið sé heppilegt til að fjáfla um málefni af þessu tagi? „Já, ég myndi segja að Netið væri mjög heppilegt til þess. Samkvæmt lyfialögum er apótekum skylt að veita neytendum upplýsingar inn lyf og ég held að Netið sé mjög góður vettvangur fyrir slíka fræðslu. Þar er hægt að hafa ítarlega umfiöllun sem auðvelt er að breyta og uppfæra ef þörf er á, auk þess sem það kostar ekki mjög mikið að halda út slíkum upplýsingavef miðað við aðrar leiðir sem til eru. í dag hafa meira en 80% landsmanna aðgang að Internetinu og það er ódýrt fyrir almenning að afla sér upplýsinga á því. Þá eru einnig ýmsir möguleikar fyrir hendi s. s. fréttaklúbbar eða félagsskapur þar sem fólk getur skipst á skoðun- um. Auk þess má nýta sér tölvupóst með ýmsum hætti," segir Ingi. Hann bætir við að það sé mjög ein- falt að tengja saman upplýsingar á Netinu, tengja ákveðna umfiöllun t. d. við aðrar heimasíður sem gætu haft nánari upplýsingar, eða þá milli skyldra málefna innan sama vefiar. „Neytendur krefiast meiri og betri upplýsinga um vörur og þjónustu á lyfiamarkaðnum í dag heldur en áður og biðja í dag meira um upplýs- ingar sem ekki hafa legið á lausu áður,“ bætir Ingi við. „Það er auðvit- að hið besta mál, því upplýstir sjúk- lingar eru miklu betur í stakk búnir til að taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin heilsu en hinir sem minna vita um þessi mál. Aukin þekking leiðir óhjákvæmilega til betri meðferðar og betri lífsgæða og ég held að Intemetið sé mjög góður vettvangur til að ýta undir þessa þróvm.“ Umfjöllun um heilsuvörur Ingi segir einnig að á Heilsuvef Lyfiu muni verða ítarleg umfiöllun um heilsuvörur af ýmsu tagi og með- ferðir sem byggja á slíkum vörum. „Við munum taka á þeim málum út frá lyfiafræðilegu sjónarmiði, þ.e. tekið verður á því faglega af lyfia- fræðingum. Eins og við vitum þá er oft verið að fullyrða ýmislegt sem Tveir íslenskir lyfjavefir verða til: Þarfaþing fýrir almenning mega þó ekki selja lyf Síðan Netið varð jafn almennt og raun ber vitni hefur starfsemi af ýmsu tagi þrifist á verald- arvefnum. Meðal þess sem náð hef- ur miklum vinsældum erlendis eru vefsíður sem fialla um heilsu og sjúkdóma og selja sumar hverjar lyf, bæði hefðbundin lyf sem hægt er að kaupa í lyfiaverslunum og einnig óheíðbundin lyf. Erlendar netlyfiaverslanir af Vefirnir bjöða báðir fjölbreytta þjónustu og fræðslu um málefni sem varða heilsu og lækningar. Þarerþö ekki hægt að kaupa lyf enda er bannað sam- kvæmt íslenskum lyfja- lögum að selja lyf með póstverslun. þessu tagi hafa komist í fréttir endr- um og sinnum hér á landi, þegar í ljós hefur komið að hægt er að panta í þeim lyf sem eru lyfseðils- skyld hér á landi eöa jafnvel ólögleg. En þetta hefur ekki dregið úr vin- sældum vefsíðanna hvorki hér á landi né erlendis. Lyfiaversl- anir eins og www.drugstore.com eru gríðarlega vinsælar bæði hvað varðar heimsóknir og sölu. Tvær í einu Þaö má því segja að það hafl ein- ungis verið tímaspursmál hvenær vefsíður sem fialla um þessi málefni myndu skjóta upp koflinum hér á landi. Það gerðist loksins nú fyrir skömmu og ekki var nóg meö að ein slík síða hæfi göngu sína heldur voru þær tvær sem voru opnaðar með svo að segja á sama tíma. Þetta voru Heilsuvefur Lyfiu ann- ars vegar og hins vegar Netdokt- or.is. Þær bjóða báðar upp á fiöl- breytta þjón- ustu < og fræðslu um málefni sem varða heilsu og lækningar. Þar er þó ekki hægt að kaupa lyf enda er bannað samkvæmt íslenskum lyfialögum að selja lyf með póstverslun. Engu aö síður eru hinir islensku lyfiaveflr mikið þarfaþing því þar er aö finna mikið magn upplýsinga sem hingað til hefur oft á tíðum ver- ið erfltt að nálgast. Einnig bjóða báðir þessir vefir notendum sínum að senda fyrirspumir til fagfólks sem síðan reynir að svara eftir bestu getu. -KJA Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju segir að viðtökurnar við Heilsuvef Lyfju hafi verið verulega góðar síðan vefurinn hóf starfsemi sína. hægt er að taka misjafnlega trúan- legt um heilsuvörur, sérstáklega á Netinu. Við munum hins vegar fiafla um slík mál á faglegan og áreiðan- legan hátt.“ DV-Heimur spyr Inga að lokum að þvi hverjar viðtökurnar hafl verið við Heilsuvefnum síðan hann hóf starfsemi. „Þær hafa verið alveg gríðarlega góðar. Mjög margir hafa komið inn á vefinn og skoðað sig um og nú þegar hafa mjög margir t.d. nýtt sér þá þjónustu að leggja inn fyrirspurnir til lyfiafræðings Heilsu- vefiarins," segir Ingi Guðjónsson að lokum. -KJA Lego Racers: Kappakstur á kubbabílum - akstursleikur fyrir yngri kynslóðina m amix Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa hellt sér inn á tölvu- leikjamarkað- inn síðustu misserin er Lego-fyrirtækið, sem allir kannast við, en fyrirtækið hefúr framleitt kubba af ýmsum stærðum og gerð- um fyrir unga jafiit sem aldna um árabil. Lego-tölvuleikimir eru einnig gerðir með unga jafht sem aldna í huga, en þeim er þó aðallega beint að yngri kynslóðinni. Nokkrir Lego- leikir koma út á íslandi fyrir þessi jól og er Lego Racers sennilega einn sá athyglisverðasti þeirra, en ætlast er til að hægt sé að spila leikinn frá sex ára aldri. Leikurinn er, eins og nafnið bend- ir til, kappakstursleikur þar sem keppendur keyra um á Lego-bilum. Annaðhvort keppir maður við allt að fimm tölvustýrða andstæðinga eða gegn einum vini sínum og stendur valið um 12 mismunandi kappakstursbrautir sem hver hefur sína sérstöðu. Þegar maður vinn- ursvo fleiri og sterkari and stæðinga fær maður afnot af kubbunum sem þeir notuðu í sína bíla, og þannig getur maður stöðugt verið að endurbyggja og endurbæta kappakstursbíla sína. Byggðu þinn eigin bíl Áður en út í keppnina er haldið fá spilarar tækifæri til að byggja sinn eigin bíl á svipaðan hátt og hægt er með alvörukubbum. Þetta er veru- lega skemmtilegur hluti leiksins því það hefur áhrif á aksturseiginleika bílsins hvemig hann er byggður. Þegar maður vinn- ur svo Qeiri sterkari andstæðinga fær maður af- not af kubbunum sem þeir notuðu í sína bíla, og þannig getur maður stöðugt verið að endurbyggja og end- urbæta kappakstursbíla sína. En þetta er ekki bara spuming um að keyra hratt, heldur geta spilaram- ir náð sér i ýmsa orkuhluti meðan á keppninni stendur sem gerir þeim kleift að beita sérstökum brögðum, eins og t.d. gripkrókum og olíuslett- um til að hrefla andstæðinga sína. Suma þessara hluta má nota til að hafa áhrif á umhverfið, eins og t.d. til að sprengja upp hellismunna sem er búið að loka. Lego Racers styður öll helstu þrí- víddarkort og því hefúr hann útlitið í lagi. Grafikin er með því besta sem gerist í leikjum fyrir yngri kynslóð- ina. Það er því yfir litlu að kvarta þegar Lego Racers er annars vegar, nema þá helst að ekki er hægt að spila leikinn á Netinu sem vissulega gæti ver- gam- sér- stak- lega með tifliti til þess að maður smíðar ama eigin bíla sem áhugavert væri að reyna i keppni við aðra spilara. -KJA Lego Racers er kappakst- ursleikur sem allir geta spilað frá sex ára aldri. í honum er að finna fjölda Lego-kalla sem keppa við mann hver með sín- um akstursstílnum. Tarzan: Action Game: Apabróðir hoppar og skoppar og í tölvuleik fyrir vngri kynslóöina Teiknimyndin um Tarzan apabróður, sem nú er sýnd í kvik- mynda- húsum, verður án efa sú Tarzan hefur nóg við að vera í nýjasta tölvuleiknum frá Disney þar sem spilarinn stjórnar konungi og bróður apanna f sama ævintýri hægt er að sjá í kvikmyndahús- um um þessar mundir. sælasta meðal ungviðisins þessi jólin enda sjaldgæft að Disney-samsteypan sendi frá sér annað en klassísk stykki á þessum tíma árs. Fyrirtækið lætur heldur ekki sitt eftir liggja í markaðs- setningu á ýmsum aukahlutum sem tengjast myndinni og í dag eru tölvu- leikir orðnir sjálfsögð viðbót við slíkt aukahlutaflóð. Leikurinn Tarzan: Action Game er ætlaður fyrir yngri spilara svipað og sjálf myndin og fellur ágætlega að því hlutverki. Þetta er hopp- og skoppleik- ur í ætt við Crash Bandicoot og slíka leiki þar sem spilarinn færir sig frá vinstri til hægri í eins konar 2 og 1/2- vídd, hoppar yfir hættur og sprengir óvinveitt dýr upp með ávöxtum, sem eru undarlega hættuleg vopn í þeim heimi sem Tarzan býr í. Inn á milli koma fiölbreyttari verkefni, Tarzan syndir á stöku stað og spilarinn fær einstaka sinnum að stjóma öðrum sögupersónum en konungi apanna á leið sinni að settu markmiði. Kvikmyndinni fylgt Leikurinn er oftast hraður og alltaf mikið að gerast, hvort sem verið er að hlaupa undan hjörð af æstum bavíön- um eða renna sér á fleygiferð eftir trjá- stoftuun. Það er líka nóg við að vera, spilarar þurfa að hafa augun opin fyr- ir lausnum á ýmsum þrautum og fylgj- ast með leiðum að fóldum aukaborð- um sem hægt er að finna á nokkrum stöðum. Söguþráðurinn fylgir teiknimynd- inni mjög náið og því ætti þeim sem líkaði myndin að finnast gaman að því að stjóma sjálfir Tarzan i gegnum all- ar þær hættur sem hann lendir í í kvikmyndinni. Leikurinn er ætlaður spilurum 8 ára og eldri og ráða PC- tölvur með 166 MHz örgjörva og 24 MB vinnsluminni við að keyra hann. -KJA Þetta er hopp og skopp- leikur í ætt við Crash Bandicoot og slíka leiki, þar sem spilarinn færir sig frá vínstri til hægri i eins konar 2 og 112-vídd, hopp- ar yfír hættur og sprengir óvtnveM dýr upp með ávöxtum, sem eru undar- lega hættuleg vopn i þeim heimi sem Tarzan býr í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.