Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Blaðsíða 2
18 jólnundirbúnitujuriim í r»x^ desember.: FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 Um það leyti sem eldavélar með bakarofnum eru að breiðast hér út flykkjast íslendingar til Vesturheims. Með þeim fluttist vinartertan, þá nýtilkomin i mat- armenningu íslendinga og þykir nú einhver sá íslenskasti réttur sem vitað er um í Vesturheimi. Sumarið 1997 kom 1728 síðna Canadian Oxford Dictionary. Þar eru tvö ný orð af íslenskum upp- runa, bæði úr matarmenning- unni, pönnukökur og vínarterta. Eftir að ofnar og fjölbreyttar bökunarvörur komust í seiling- arfæri urðu kökur áberandi í veislum, einkum um jól. Ýmsar tegundir - til dæmis gyðingakök- ur, hálfmánar, vanilluhringir og piparkökur - komu frá Dan- mörku og unnu hér hratt land í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. I^ramarhús með rjóma og rifsberjasultu voru einnig vin- sælar veislukökur, en þau voru oft borin fram í skál hálffylltri af strásykri. Þá ber að nefna vínartertuna svokölluðu - varla var haldin svo veisla eftir aldamótin 1900 að hún væri ekki bökuð og um jól var hún á boðstólum á hverju heimili, ásamt þeim smákökum sem áður voru taldar. Þessi kaka er fyrst og fremst lagkaka, enda oft kölluð því nafni. í Kvenna- blaðinu nr. 12 árið 1898 er vín- arterta nefnd sem dæmi til að skýra útlit á öðrum matrétti sem þá hefur verið litið þekktur, en hún alþekkt. Vín- arterta gat verið úr hrærðu deigi eða hnoðuð eftir atvikum. í Kvenna- fræðara Eiínar Briem er vín arkaka úr sóda- kökudeigi, bökuð í heilu lagi og síðan skorin í lárétt lög. Væri hún hrærð bök uðu konur oft hvert lag fyrir sig í ferköntuðu loki af blikkkössum - kex- eða smákökukössum. [•••] Ég var uppalin við að hún héti fjögrakökuterta, niðursneidd terta heitir hún á Ströndum, sveitaterta sums staðar nyrðra en randalín, randa- kaka eða randabrauð er einnig þekkt. - úr bókinni íslensk matarhefð eftir Hallgeröi Gísladóttur. Uvvskrift Hallgerður Gísladóttir, deildarstjóri þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Islands, með nýju bókina sína. „íslendingar eru mjög fastheldnir á sínar matarhefðir um jólin. Deilur um slíkt hafa jafnvel oröiö hjónaskilnaöarmál." íslensk matarhefð er enn sterk: íslendingar eru mjög fastheldnir - sérstaklega á matarhefðir um jólin, segir Hallgerður Gísladóttir sem tekið hefur saman í bók mikinn fróðleik um matarmenningu hér á landi Hallgerður Gísladóttir, deildar- stjóri þjóðháttadeildar Þjóðminja- safns íslands, hefur sent frá sér viða- mikla bók sem heitir íslensk matar- hefð. Bók þessi er full af fróðleik um matarhefð íslensku þjóðarinnar í gegnum aldimar og fram á okkar dag. Að baki þessari bók liggur mikil upplýsingaöflun og vinna sem eflaust hefur ekki verið hrist fram úr ermi. Bókin íslensk mat- arhefð, sem er 376 blaðsíður að stærð, er án efa kærkomin þeim fjöimörgu sem á einn eða annan hátt þurfa að fjalla um íslenskan mat og matarhefð. „Ég var búin að huga að þessum í langan tíma,“ sagði Hallgerður í sam- tali við DV. „Ég fór þó ekki að skrifa þessa bók í alvöru fyrr en í vor, en hafði þá verið að skrifa greinar og safna efni í mörg ár. Til að koma þessu saman fékk ég rannsóknarleyfi frá vinnu snemma í vor. Síðan hef ég bókstaflega verið heltekin af þessu verkefni." Hallgerður hefur at- vinnu sína af því að safna upplýsingum og fróðleik fyrir þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnsins. Hún segir að eftir vinnu þessarar bókar þá sé það ekki margt sem komi henni lengur á óvart hvað varðar matarhefðir Islendinga. Eflaust þykir mörgum öðrum þó fróð- legt að lesa um þessa hluti, enda er þar kominn á einn stað samantekt á mjög viðamiklu safni upplýsinga sem hingað til hafa ekki verið mjög að- gengilegar almenningi. Hefðin er sterk Er matarhefö landshlutabundin? „Það er mikið meira gert af því úti á landi að halda í gamlar matarhefðir en á höfuðborgarsvæðinu. Það kom mér t.d. á óvart þegar við vorum að safna i dagbók íslendinga 15. október í fyrra hvað hefðin er rík. Þá skrifuðu sex þúsund manns dagbók þennan dag. Það var mjög víða að hefðbund- in íslenskur heimilismatur var á borðum þennan dag. Þá voru margir að borða Sumarið 1997 kom 1728 síðna Canadian Oxford Dictionary. Þar eru tvö ný orð af íslenskum uppruna, bæði úr matarmenning- unni, pönnukökur og vínarterta. ! eftir Margaret Matthiasson Vínarterta (uppskrift mömmu) 1 bolli smjör 1 bolli sykur 2 egg, þeytt 1 tsk. vanilla 1/4 bolli mjólk 1 1/2 tsk. lyftiduft 4 bollar hveiti (bœtiö 3 í fyrst og síöan nógu til aö búa til mjúkt deig) Fvlling 1 kg sveskjur 1 bolli sykur 1 tsk. vanilla 1/2 tsk. möluð kardimonunufræ 1/2 bolli sveskjusafi (eöa eins mikiö og þarf) Hrærið saman smjör og sykur. Bætið við eggjum og vanillu, siðan mjólk, hveiti og lyftidufti. Skiptið í 7 jafna hluta. Fletjið hvem út á nálægt 23 cm plötu og skerið í kring. Bakið í 130 heitum ofni þar til þær eru ljósbrúnar. Fylling: Sjóðið sveskjur í vatni þar til þær reynast meyrar þegar stimgið er í þær gaffli. Hreinsið burt steinana og maukið í mat- kvöm. Bætið við sykri og kar- dimommufræi og hrærið vel. Bæt- ið eins miklu sveskjusoðið í eins og þarf. Sjóðið þar til sykurinn er bráðnaður og maukið er af réttri þykkt til að smyrja þvi og hrærið í á meðan. Kælið. Bætið í vanillu. Smyrjið á milli laga. - úr bókinni Islensk matarhefö eftir Hallgeröi Gísladóttur. slát- ur, þ.e. blóðmör og lifrarpylsu og ýmsa slíka rétti. Þetta var á þeim tíma sem sláturtíð var í gangi, en það kom mér samt á óvart hvað slíkur matur var víða á borðum íslendinga. Langtímageymsla í súr Hvaö hefur haldiö sér til þessa dags af matarhefö fyrri alda á íslandi? „Það eymir eftir af flestu þessu, þó matarréttimir sjálfir hafi margir týnst. Það eru enn notaðar sömu verkunaraöferðirnar. Söltun var þó lítið notuð hér á fyrri öldum, en þeim mun meira súrsað. Slík langtíma- geymsla í mjólkursúr er nokkuð sér- íslenskt fyrirbæri. Þetta er ekkert ósvipaö marineringu. Geymsla í súr þekkist ekki í þessu mæli í öðrum löndum, þvi þar höfðu menn nóg af salti. Hér voru menn með full búr af tunnum með soðnum mat sem geymd- ur var í sýru. Þá var ekki heldur mik- ið um kom hér á landi og því lítið bruggað af kornöli til hversdags- drykkjar eins og algengt var í öðrum löndum. í staðinn voru sýrudrykkir. í Noregi og víðar þekktu menn þó líka geymslueiginleika sýrunnar. Þar var sýrð mysa m.a notuð sem hversdags- drykkur líkt og hér var.“ Kvöldskattur og vökustaur Þá eru það gömlu jólafostuveisl- umar sem jólahlaðborðin hafa tekið við af víða. Þær hétu „kvöldskattur“ fyrir norðan og „vökustaur" fyrir austan. I þessum landshlutum var minna um það að menn væru með sérstakar veislur á Þorláksmessunni eins og var fyrir vestan og sunnan. Það eru því mjög miklar landshluta- skiptingar í matarhefð íslendinga." Er matarheföin sterkari um jól en á öðrum tíma ársins? „Já, mikið meira en á öðmm tím- um ársins. íslendingar eru mjög fastheldnir á sínar matarhefðir inn jólin. Deilur um slíkt hafa jafnvel orðið hjónaskilnaðarmál. Sjálf er ég úr stórum systkinahóp og þar eru rjúpur á aðfangadagskvöld sem þurfa að vera matreiddar á sérstak- an hátt, bæði með hvítri og brúnni sósu. Þeir tengdasynir og dætur sem ekki hafa viljað tileinka sér þetta eru bara í virkilega vondum málum. Annars er það dálitið merkilegt hvað við íslendingar höfum sett neyslu á mat samkvæmt gömlum hefðum niður á ákveðinn tíma árs- ins. Þar er þorrinn og þorrablótin t.d. sérstakt fyrirbæri, ekki síst á síöari árum. Auðvitað er svo mjög mikið til af sögum og vísum til í kringum matar- gerð. Það er þó aðeins lítið brot af því í þessari bók. Ég er hins vegar byrjuð að safna efni í annað bindi af þessari bók sem ég mun vonandi koma í verk að skrifa áður en alltof mörg ár líða,“ sagði Hallgerður Gísladóttir. -HKr. Vínaiterta eða randalín: íslendingar allra tíma falla fyrir randalín. Vínartertan er þekkt undir ýmsum nöfnum, svo sem niðursneidd terta, sveitaterta, randalín, randakaka og randabrauð. Það íslenskasta sem til er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.