Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Side 3
20
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
29
Sport
Geir Sverrisson og Kristín Rós Hákonardóttir með viðurkenningar sínar í gær.
DV-mynd Pjetur
Iþróttamenn ársins úr rööum fatlaðra:
Kristín og Geir
- Kristín Rós valin fimmta árið í röð
Gudrti Bergsson er byrjaöur aö æfa á
ný með Bolton
eftir nárameiðsl-
in og getur lík-
lega spilað með
liðinu gegn Car-
diff i ensku bik-
arkeppninni í
knattspymu um
helgina.
Sigurður Jónsson fær sig hins vegar
ekki enn góðan í tánni en hann hefur
ekki getað leikið með Dundee United
í Skotlandi í rúma tvo mánuði. Sig-
urður lék með varaliðinu fyrr í vik-
unni en var slæmur á eftir og þarf nú
að fara til þriöja sérfræðingsins. Hin-
ir tveir hafa ekki getað kveðið upp úr
um hvort táin sé brotin eða löskuð á
annan hátt.
Guðjón Þórðarson hrósaði læri-
sveinum sínum i Stoke fyrir mikinn
baráttuanda í bikarleiknum við Darl-
ington í fyrrakvöld í samtali við
staðarblaðið Sentinel. Þar náði Stoke
að skora sigurmark í framlengingu,
manni færri.
Bjarki Gunnlaugsson er ánægður
með þrennuna sína fyrir Preston
gegn Wrexham í fyrrakvöld. Hann
var í annað sinn í byrjunarliði
Preston í vetur og hefur gert 4 mörk
i þeim tveimur leikjum. „Eg ætlaði að
sanna mig og held að ég hafi gert
þaö,“ var haft eftir Bjarka á frétta-
vefnum Teamtalk í gær.
Guðmundur Benediktsson hefur
ekki getað æft með Geel í Belgíu það
sem af er vikunni vegna meiðsla og
óvist er að hann spili með liðinu um
næstu helgi.
Andrew Forbes heitir piltur sem
gæti verið á leið til Lárusar Orra
Sigurðssonar og félaga i WBA.
Markaskor Forbes þaö sem af er vetri
þykir heldur betur athyglisvert þvi
hann hefur skorað 50 mörk, þar af 11
þrennur, fyrir utandeildalið sem heit-
ir Andover.
Alaves er komið í 7. sæti spænsku A-
deildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1
sigur á Racing Santander í gærkvöld.
Julio Salinas, fyrrum miðherji
spænska landsliðsins, skoraði sigur-
markið en hann er 37 ára og elsti ieik-
maður deildarinnar og lék í gærkvöld
sinn 400. leik í efstu deild.
Aberdeen vann Hearts, 3-1, í skosku
A-deildinni í knattspyrnu í gærkvöld
og er þar með komið með 9 stig í
neðsta sætinu. Kilmarnock er næst-
neðst með 12 stig.
Alexander Högnason og Áslaug
Ákadóttir voru
kjörin bestu leik-
menn meistara-
flokka karla og
kvenna hjá Knatt-
spyrnufélagi lA á
uppskeruhátíð fé-
lagsins um síð-
ustu helgi. Bald-
ur Aðalsteinsson og Dúfa Asbjörns-
dóttir voru útnefnd efnilegustu leik-
mennirnir. Þá fékk Garðar B. Gunn
laugsson, drengjalandsliðsmaður og
bróðir Arnars og Bjarka, Donnabik-
arinn svokallaöa.
-DVÓ/VS
Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR,
og Geir Sverrisson úr Breiöabliki
voru útnefnd íþróttamenn ársins í
röðum fatiaðra í gær.
Þetta er í annað sinn sem kjörið
fer fram með þessum hætti, það er
að velja karl og konu, en fyrir ári
urðu Kristín Rós og Pálmar Guð-
mundsson fyrir valinu. Þetta er því
fimmta árið í röö sem Kristín Rós
hlítur þennan titil.
Kristín hefur verið lömuð frá því
hún var 18 mánaða gömul en þá
fékk hún vírus í höfuðið sem gerði
það af verkum að hún varð spastísk
vinstra megin. Hún byrjaði að æfa
sund árið 1982 og hefur mörg und-
anfarin ár verið ókrýnd sundrottn-
ing heims í sínum flokki og hefur
unniö til fjölda gullverðlauna á
heims- og ólympíuleikum auk þess
sem hún á í dag 5 heimsmet í 50
metra laug og í 25 metra laug.
Islensku keppendurnir á Evrópu-
meistaramótinu í sundi i 25 metra
laug hefja keppni á mótinu í Lissa-
bon 1 dag. Friðfinnur keppir í 100
metra flugsundi, Öm Arnarson í 200
metra skriðsundi, Lára Hrund
Bjargardóttir í 100 metra skrið-
sundi, Jakob Jóhann Sveinsson í 50
metra bringusundi, Ómar Snævar
Friðriksson í 200 metra skriðsundi
og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir í 100
metra baksundi.
Öm Arna'rson er með bestan ár-
angurinn fyrir mótiö í sinu sundi
en hann er í 18. sæti af 28 í 200
metra skriðsundi í innilaug í Evr-
ópu í dag.
„Ég á von á góðum árangri ís-
Geir Sverrisson keppir í frjálsum
íþróttum en fotlun hans er að á
hægri handlegg vantar fyrir neðan
olnboga. Hann byrjaöi að æfa frjáls-
ar íþróttir árið 1987 en þá hafði
hann æft sund í nokkur ár.
Geir hefur verið mjög sigursæll á
sínum ferli bæði í sundi og frjálsum
íþróttum. Á þessu ári var honum
boðin þátttaka á Paralympics Revi-
val í Þýskalandi en boð um þátttöku
á slíku móti fá aðeins sterkustu ein-
staklingar í heiminum i hverri
grein. Þá var Geir valinn í landslið
ófatlaðra til þátttöku í 4x400 metra
boðhlaupi í Evrópubikarkeppni
landsliða sem fram fór í Króatíu í
sumar.
Hér innanlands er Geir ósigrandi
í sínum flokki en hann hefur einnig
keppt með ófótluðum hér heima,
meðal annars á Meistaramóti ís-
lands og í bikarkeppni FRÍ. -GH
lensku keppendanna hér í Lissabon.
Hvort það dugi til íslandsmeta eða
annarra afreka veröur bara að
koma í ljós. Það eru allir í finu
formi en þetta er alltaf spuming um
aö halda haus þegar á hólminn er
komiö. Þegar ólympíuleikar eru
fram undan ríkir óvissa og maður
veit ekki í hvemig formi bestu
sundmennimir era. Hér era saman-
komnir allir bestu sundmenn Evr-
ópu aö undanskildum Rússanum Al-
exander Popov. Allar aðstæður hér
eru til fyrirmyndar," sagði Magnús
Tryggvason, formaöur landsliðs-
nefndar SSÍ, í samtali við DV í gær-
kvöld.
-JKS
Vill spila I Newcastle
Kevin Keegan, landsliðsþjálfari Englands í knattspymu, vill helst
mæta Þjóðverjum í undankeppni HM á sínum gamla heimavelli í
Newcastie, St. James Park. Leikir Englands í keppninni verða ekki háö-
ir á Wembley vegna endurbyggingar þjóðarleikvangsins. Keegan væri
líka til í að spila á Anfield í Liverpool, öðrum fyrrum heimavelli sínum,
eða þá á Old Trafford, velli Manchester United. „Það er ekki aðalatriðið
að spila á sem stærstum velli heldur þar sem stémningin er best,“ segir
Keegan. -VS
Evrópumeistaramótið í sundi í Lissabon:
íslendingarnir
eru í fínu formi
- heQa keppni á mótinu í dag
Roy Keane
hleypur af
11 stlð eftir ad
íjl hafa þrumað
boltanum í
\ mark Valencia
i gærkvöld.
Grótta/KR ekki langt frá því að komast í undanúrslit annað árið í röð:
Þröstur hetjan
- skoraði sigurmark Víkinga í framlengingu sekúndu *fyrir leikslok
Víkingurinn Þröstur Helga-
son endaði bikarævintýri 2.
deildar liðs Gróttu/KR með
því að skora sigurmark á síð-
ustu sekúndu framlengingar
og tryggja Víkingum 31-32 sig-
ur í ótrúlegum spennuleik í 8
liða úrslitum bikarkeppni HSÍ
á Seltjamamesinu í gær. Leik-
urinn var frábær skemmtun
og hafði upp á allt að bjóða.
Grótta/KR byrjaði leikinn
af krafti, nýtti sex fyrstu sókn-
ir sínar og var yfir nánast all-
an fyrri hálfleik. Víkingar
jöfnuðu fyrir hlé og höfðu síð-
an frumkvaíðið það sem eftir
var leiksins en það er ekki
hægt að bóka neitt gegn barátt-
uglöðum Seltirningum sem
hleyptu Víkingum aldrei frá
sér og komust loks yfir 5 mín-
útum fyrir leikslok eftir að
hafa skoraði þrjú mörk í röð.
Valgarð Thoroddsen jafnaði
og tryggði Víkingi framleng-
ingu en á síðustu mínútunni
fengu bæði lið tvo möguleika á
að eiga síðasta skotið en glopr-
uðu bæði boltanum í bæði
skiptin í mikilli taugaspennu.
Víkingar komu ferskir inn í
framlengingu og skoraðu tvö
fyrstu mörk hennar og virtust
klára leikinn er Þröstur Helga-
son kom þeim í 29-31 þegar ein
og hálf minúta var til
leiksloka. En heimamenn
margsönnuðu seiglu sína í
þessum leik og enn og aftur
náðu þeir að jafna. Eftir að
Zoltan Bellanyi jafnaði leikinn
úr víti 13 sekúndum fyrir
leikslok fékk Gisli Kristjáns-
son rautt fyrir að tefja, leiktím-
inn rcmn út og flestir bjuggust
við annarri framlengingu.
Mjög góðir dómarar leiks-
ins, Stefán Amaldsson og
Gunnar Viðarsson, úrskurðuðu
þó að sjö sekúndur væra eftir
og þær nýtti Þröstur vel. Hann
tók við boltammr rétt innan
miðju, lék upp að punktalínu
og þrumaði boltanum í netið og
skoraði sitt 12. mark í leiknum,
þaö fjórða í framlengingu og
níunda eftir hlé.
„Ég hugsaði eiginlega ekki
neitt þama í lokin, við ætluð-
um að reyna að spila okkur í
gegn og það þróaðist þannig að
ég fór beint upp í skotið enda
sennilega svona markagráðug-
ur. Við bjuggumst við erfiðum
leik, þetta var finn sigur og
góð æfing fyrir úrslitaleikinn,"
sagði Þröstur Helgason, hetja
Víkinga, í gær.
„Við áttum að klára þetta,
við erum ekkert verra lið en
þeir, það var skandall og
óheppni að við féllum í fyrra,
við erum með sterkt lið núna
og þetta var okkar klaufaskap-
ur,“ sagði Einar Baldvin Áma-
son, fyrirliði Gróttu/KR, sem
gerði mikilvæg mörk í lokin.
Alexander Pettersons átti
mjög góðan leik fyrir heima-
menn og gerði 12 mörk, þar af
niu í fyrri hálfleik, og átti auk
þess 6 stoösendingar.
Mörk Gróttu/KR: Alexander
Pettersons 12, Zoltan Bellanyi 6/1,
Sverrir Pálmason 4, Gísli Krist-
jánsson 4, Einar Baldvin Ámason
3, Alfreð Finnsson 2. Hreiðar Guð-
mimdsson varði 13 skot og Sig-
tryggur Dagbjartsson 1.
Mörk Víkinga: Þröstur Helga-
son 12, Sigurbjöm Narfason 7, Val-
garö Thoroddsen 5, Ingimundur
Helgason 3/1, Hjalti Gylfason 3,
Hjörtur Amarson 2. Hlynur Morth-
ens varði 2 skot og Sigurður Sig-
urðsson 13. -ÓÓJ
Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu:
„Góður dagur fyrir United"
- sem vann góðan sigur á Valencia og Barcelona burstaði Sparta Prag
Manchester United lék á köflum
frábæra knattspymu gegn Val-
encia í meistaradeild Evrópu á
Old Trafford í gærkvöld. Liðið
vann með þremur mörkum gegn
engu og hefði sigur getað orðið
enn stærri. Spænska liðið fékk að
vísu sín tækifæri en fór illa með
þau. Ole Gunnar Solskjær þakkaði
það traust að vera valinn í byrjun-
arliðið með góðu marki.
„Þetta var góður dagur fyrir
United í tvennum skilningi. í
fyrsta lagi frábær úrslit og það að
Roy Keane skrifaði undir nýjan
fjögurra ára samning viö félagið.
Hann átti góðan leik og kórónaði
frammistöðuna með marki,“ sagði
Alex Ferguson, knattspymustjóri
United, eftir leikinn.
Hector Raul Cuper, þjálfari Val-
encia, sagði sína menn ólánssama
að mæta enska liðinu í þessum
ham en hrósaði engu að síður lið-
inu fyrir góða baráttu.
Það opnuðust allar flóðgáttir
hjá Sparta Prag þegar það missti
mann út af á 38. mínútu.
Barcelona tók þá þegar leikinn í
sínar hendur og áður en yfir lauk
voru mörkin orðin fimm talsins.
„Það var við ramman reip að
draga eftir að við urðum einum
færri,“ sagði Ivan Hasek, þjálfari
Sparta.
Eyjólfur Sverrisson og félagar í
Hertha Berlín töpuðu fyrir Porto á
útivelli. Sigur Porto var sanngjarn
og átti Ungverjinn Gabor Kiraly
stórleik í marki Hertha. Þýska lið-
ið var hársbreidd frá því að jafna
leikinn undir lokin þegar Michael
Preetz átti skalla í stöngina og
fram hjá. Eyjólfur lék allan leik-
inn og komst ágætlega frá sínu.
Fiorentina heppið
Fiorentina mátti kallast heppið
að sleppa með jafntefli í Bordaeux
en heimamenn áttu mun hættu-
legri færi í leiknum.
-JKS
MEISTARADEILDIN
A-riðill:
Porto - Hertha Berlin ......1-0
1-0 Drulovic (78.)
Barcelona - Sparta Prag .... 5-0
1-0 Kluivert (44.), 2-0 Luis Enrique
(45.), 3-0 Guardiola (59.), 4-0 Kluivert
(63.), 5-0 Luis Enrique (76.)
Porto 2 2 0 0 3-0 6
Barcelona 2 ] 1 0 6-1 4
Hertha 2 0 1 1 1-2 1
Sparta P. 2 0 0 2 0-7 0
B-riðill:
Bordeaux - Fiorentina.......0-0
Manchester Utd - Valencia . . 3-0
1-0 Keane (38.), 2-0 Solskjær (47.), 3-0
Scholes (69.)
Fiorentina 2 1 1 0 2-0 4
Manch. Utd 2 1 0 1 3-2 3
Valencia 2 1 0 2 3-3 3
Bordeaux 2 0 1 1 0-3 1
Keppni i meistaradeildinni heldur
áfram 29. febrúar og þær Ijórar umferð-
ir sem eftir eru verða þá leiknar með
viku miilibili.
Lið Fiorentina saknaði markaskorara
síns, Garbriels Batistuta, sem var í
leikbanni.
Giovanni Trappatoni, þjálfari Fiorent-
ina, sagði liðið með góða stöðu en það
væri langt frá því öruggt áfram
Mario Jardel hjá Porto er
markahæstur í meistaradeildinni með 6
mörk.
Luis Van Gaal, þjálfari Barcelona, sem
hefur verið undir miklum þrýstingi
síðustu vikumar, gat andað léttar
eftir sigur í gærkvöld.
-JKS/VS
Ekki tapað 112 ár
Víkingar hafa ekki tapað í átta liða
úrslitum bikarsins í 12 ár og aðeins tvisvar
í 18 leikjum í átta liða úrslitum frá upphafi
keppninnar. Þeir verða því í
undanúrslitunum í sjötta sinn á síðustu 10
árum. Víkingar hafa ásamt FH oftast komist
alla leið í úrslitaleikinn eða típ sinnum og
unnið bikarinn oftast eða sex sinnum. -ÓÓJ
-
NBA-DEILDIN
Urslitin í nótt:
Boston - Denver...........115-90
Walker 20, Pierce 15 -
McDyess 20, Billups 19.
Philadclphia - Ilouston . . . .83-73
McKie 16, Snow 16 -
Francis 18, Mobley 14.
Atlanta - LA Clippers.....99-81
Rider 38, Mutombo 16 -
Taylor 22, Olowokandi 17.
Charlotte - Golden State .113-106
Jones 30, Cloeman 17 -
Starks 28, Jamison 26.
Cleveland - Chicago.......107-93
Sura 29, Kemp 21 -
Benjamin 15, Perdue 13.
New Jersey - Milwaukee . .107-90
Marbury 25, Van Hom 20 -
Robinson 25, Alllen 14.
Sacramento - LA Lakers . .103-91
Webber 20, Williams 19 -
O'Neal 27, Bryant 27.
Utah - Dallas.............85-79
Malone 29, Russel 13 -
Cabelios 19, Nowitzki 15.
Seattle - Minnesota.......110-94
Payton 36, Baker 22 -
Granett 22, Szczerbiak 16.
Patrick Ewing og lið hans, New
York Knicks, fengu í gær sekt, Ewing
700 þúsund krónur og Knicks 1,8
milljónir. Ástæðan er sú að Ewing,
sem ekkert hefur leikið í vstur vegna
meiðsla, hefur ekki farið að reglum
NBA-deildarinnar um að veita fjöl-
miðlum aðgang að sér á ákveðnum
tímum.
Sport
Danir á varðbergi gagnvart íslandi: „Óttast íslendinga meira en Búlgari" Danir virðast almennt á því að íslendingar verða erfiðir andstæðingar í undankeppni HM í knattspyrnu, ef marka má viðbrögð þeirra við drættinum í Tokyo í fyrradag. Ummæli vamarmannsins Rene Henriksens eru athyglisverð en hann sagði við Politiken að hann óttaðist íslendinga meira en Búlgari. „Ég er ekkert smeykur við Búlgari því þeir hafa ekkert sýnt síðustu árin. Ég ótt- ast íslendinga mun meira því þeir eiga marga góða leikmenn víös vegar um Evrópu,“ sagði Henriksen. Morten Olsen, sem tekur við danska liðinu næsta sumar, tekur í sama streng. „íslendingar verða hættulegir, þeir eru líkamlega sterkir og leika mjög skipulega og sýndu í síðustu Evrópukeppni að þeir eru ekki bara hættulegir á heimavelli,“ sagði Olsen við Politiken. -VS
Bitlausir
Valsarar
- engin fyrirstaöa fyrir fríska Framara
Framarar áttu ekki í neinum
vandræðum með bitlausa Valsara á
Hlíðarenda í gærkvöldi þegar liðin
mættust í 8 liða úrslitum bikar-
keppninnar. Fram sigraði 19-22 eft-
ir að hafa náð fjögurra marka for-
skoti í hálfleik, 7-11.
Leikurinn fór rólega af stað en
Framarar voru mun ákveðnari og
náðu tveggja marka forskoti, 1-3,
eftir að Valur hafði skorað fyrsta
mark leiksins. Framarar, sem léku
ákveðna 5-1 vöm og klipptu út miðj-
una hjá Val, vora ekki á því að láta
forystuna af hendi, þeir juku mun-
inn smám saman og leiddu með fjór-
um mörkum í hálfleik.
Framarar hófu seinni hálfleikinn
af krafti, skoruðu fyrstu tvö mörkin
en Valsmenn komu loks til baka,
skoruðu fimm mörk á móti einu og
minnkuðu muninn í tvö mörk.
Lengra komust þeir ekki, Framarar
með Robertas Pauzuolis í farar-
broddi bættu einfaldlega í leik sinn
og tryggðu sér öruggan sigur.
Valsarar voru undarlega meðvit-
undarlitlir í þessum leik. Þeir léku
engan vegin af eðlilegri getu, létu
varnarleik Fram koma sér úr jafn-
vægi í alltof langan tíma og náðu
sér aldrei á strik í sóknarleiknum.
Davíð Ólafsson, Sigfús Sigurðsson
og Axel Stefánsson léku þeirra skást
en ungu strákamir i liðinu sem og
jaxlamir Júlíus og Geir voru slakir.
Robertas Pauzuolis bar sóknar-
leik Fram uppi en hann ásamt þeim
Oleg Titov og Gunnari Berg mynda
óárennilegan múr í vörninni, múr
sem Valsmenn náðu aldrei að
brjóta.
Mörk Vals: Daviö Örn Ólafsson 5, Sig-
fús Sigurðsson 3, Snorri St. Guðjónsson
3, Markús Máni Michaelsson 2/1, Freyr
Brynjarsson 1, Daníel S. Ragnarsson 1,
Sigfús Sigurðsson 1, Bjarki Sigurðsson 1
og Július Jónasson 1.
Varin skot: Axel Stefánsson 13.
Brottvísanir: 6 minútur.
Mörk Fram: Robertas Pauzuolis 7,
Njörður Árnason 7/4, Gunnar Berg Vikt-
orsson 5/2, Guðmundur Helgi Pálsson 2
og Róbert Gunnarsson 1.
Varin skot: Sebastian Alexandersson
13/1.
Brottvísanir: 4 mínútur, Rautt spjald:
Róbert Gunnarsson.
-ih
Baráttusigur
HK-inga
- þegar þeir lögöu ÍR, 29-26
„Það var frábær stemning í hópn-
um og við sýndum mikinn karakter.
Þeir náðu að jafna nokkrum sinum
en við hifðum okkur afltaf jafnharð-
an upp aftur. Þessi leikur sýnir að
þegar viö berjumst og tökum vel á
erum við illviðráðanlegir,“ sagði
Óskar Elvar Óskarsson, fyrirliði
HK, eftir að hans menn komust í
undanúrslit bikarsins með þriggja
marka mun á ÍR, 29-26, í Digranesi
í gærkvöld.
Leikurinn var lengst af jafn en
HK hafði þó yfirleitt frumkvæðið.
Ragnar Óskarsson hjá ÍR og Óskar
Elvar Óskarsson hjá HK fóra fyrir
sínum mönnum í sókninni og var
Ragnar sérstaklega öflugur í fyrri
hálfleik, skoraði m.a. fimm af fyrstu
sjö mörkum síns liðs. HK komst
mest þremur mörkum yfir í hálf-
leiknum, 10-7 og 15-12 en í leikhléi
var staðan 15-13.
Sami gangur var á leiknum í sið-
ari hálfleik. HK komst alltaf 2-3
mörkum yfir en ÍR-ingar náðu alltaf
að jafna. Þessi barátta hélst allt
fram til leiksloka. ÍR-ingar
minnkuðu muninn úr 27-24 í 27-26
og fengu gullið tækifæri til að jafna
þegar rúm mínúta var til leiksloka.
Þá fengu þeir hraðupphlaup en Ólaf-
ur Sigurjónsson missti boltann og í
staðinn skoraði Samúel Árnason
fyrir HK úr hraðaupphlaupi og þar
með voru úrslitin ráðin.
Eins og Óskar sagði höfðu HK-
menn sigur fyrst og fremst á barátt-
unni og með henni getur liðið náð
langt í bikarkeppninni. Óskar var
bestur sinna manna en Samúel
sýndi einnig góð tilþrif. Hjá ÍR-ing-
um voru Ragnar og Ingimundur
bestir auk þess sem 17 ára örvhent
skytta, Einar Hólmgeirsson, átti
góða innkomu i síðari hálfleik.
Mörk HK: Óskar Elvar Óskarsson 9/4,
Samúel Ámason 5, Hjálmar Vilhjálmsson
4, Guðjón Hauksson 4, Alexander Amar-
son 3, Sverrir Bjömsson 3, Jón Bersi Ell-
ingsen 1.
Varin skot: Hlynur Jóhannesson 8,
Kristinn Guðmundsson 3.
Brottvisanir: 8 mín.
Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 10/5, Ingi-
mundur Ingimundarson 5, Erlendur Stef-
ánsson 3, Einar Hólmgeirsson 3, Ólafur
Sigurjónsson 2, Finnur Jóhannsson 2,
Bjami Fritzson 1.
Varin skot: Hrafn Margeirsson 7, Hall-
grimur Jónasson 5.
Brottvísanir: 8 mín. -HI