Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
30
Sport
Bland í poka
Juan Antonio Samaranch, forseti Al-
þjóða Ólympíunefhdarinnar, lét hafa
eftir sér í vikunni aö hann heiði hætt
störfum fyrr á þessu ári ef aðeins einn
fjórði hluti Ólympíunefiidarinnar hefði
snúist gegn honum.
Hinn 79 ára gamli Samaranch iá
undir miklum þrýstingi aö segja af sér
fyrr á þessu ári þegar margir meðlimir
Olympíunefhdarinnar urðu uppvísir að
alis kyns svikum og prettum og að hafa
þegið hinar ýmsu gjafir frá umsækjend-
um Ólympíuleikanna. Samaranch bað
um kosningu um það hvort hann ætti
að sitja í embætti áfram. 86 sögðu já en
aðeins 2 nei.
ítalski markvörðurinn Massimo
Taibi, sem er á mála hjá Manchester
United, hefur undanfama daga dvalið í
heimalandi sínu. Þar hefur hann verið
við æfingar hjá lærimeistara sínum
Lorenzo di Iorio, markvaröaþjálfara
hjá Napoli. „Taibi óskaði eftir hjálp
okkar við að koma honum í gott form
þannig að hann gæti barist fyrir sæti
sínu í Manchester-liðinu,“ sagði Filipo
Fusco, framkvæmdastjóri hjá Napoli.
Nigeriumaóurinn Kanu, sem leikur
með Arsenal, hefur enn ekki skrifað
undir nýjan samning við liðið. Kanu
vill fá 4,7 milljónir króna í vikulaun á
meðan Dennis Bergkamp, sem er hæst
launaði leikmaður félagsins, er með 4,1
milljón króna á viku. Arsene Wenger,
stjóri Arsenal, vonast til að geta náð
samningum við Kanu en hann segir fé-
lagið ekki tilbúið að ijúfa launaþakið.
Mikil meiðsli herja á leikmannahóp
Middlesbrough í ensku A-deildinni í
knattspymu. Nú síðast uröu framheij-
amir Brian Deane
og Hamilton
Ricard fyrir meiðsl-
um og era þar með 9
leikmenn liðsins
komnir á sjúkraiist-
ann en á honum era
leikmenn eins og Paul Ince, Paul
Gascoigne og Gary Pallister.
Coventry hefur gert samning við
Thomas Gustafsson, 26 ára gamlan
sænskan varnarmann sem leikiö hef-
ur með AIK í Sviþjóð. Gustafsson
verður þriðji Svíinn í herbúðum
Coventry en fyrir era markvörðurinn
Magnus Hedman og og bakvörður-
inn Roland Nilsson en Gustafsson er
einmitt hugsaður sem arftaki hans og
það var Nilsson sjálfur sem mælti
með landa sínum.
Isolde Kostner frá ítaliu sigraði í
risasvigi á heimsbikarmóti á skíðum
sem fram fór í Val D’Isere í Frakk-
landi í gær. Þýska stúlkan Hilde
Gerg varð önnur og Pemilla Wi-
berg, Svíþjóð, þriðja.
Kvennahandboltinn i Noregi nýtur
geysilegra vinsælda meðal þjóðarinn-
ar. í fyrrakvöld fylgdust 880.000
manns með beinni útsendingu TV 2 i
Noregi frá leik Noregs og Ukraínu i
HMkvenna í handbolta en 420.000
sáu leik Rosenborgar og R. Madrid i
meistaradeildinni á TV 3. -GH
Islenskir körfuboltamenn í bandaríska háskólaboltanum:
Vekja mikla athygli
- eiga eftir aö gera garöinn frægan meö landsliðinu, segir Axel Nikulásson
íslenskir körfuknattsleikmenn
hafa vakið mikla athygli í háskóla-
boltanum í Bandaríkjunum 1 vetur.
Axel Nikulásson, fyrrum landsliðs-
maður og þjálfari, hefur skynjað
þetta en hann búsettur í Bandaríkj-
unum og hefur fylgst grannt með ís-
lensku strákunum sem hann þjálfaði
marga hverja í unghngalandsliðinu.
„1 Bandaríkjunum er samkeppni í
körfuknattleiknum harðari en lýst
verður í stuttu máh en einungis 1%
leikmanna með menntaskólaliðum
nær því að keppa á háskólastigi,"
segir Axel.
Logi slegiö í gegn
Meðal þeirra sem í ár reyna fyrir
sér í Bandaríkjunum eru: Baldur
Ólafsson (Reykjavik) sem leikur með
Farleigh Dickinson-háskólanum í
fyrstu deild háskólaboltans en Bald-
ur er 206 cm á hæð, Morten
Szmiedowicz (Grindavík) sem er 210
cm. Hann er að gera góða hluti með
menntaskólaliði sínu í Virginía-fylki
og er fylgst grannt með honum af
sumum af stærstu háskólum Banda-
ríkjanna, Sævar Sigurmundsson sem
er 199 cm á hæð (Þorlákshöfh) og
Samaranch
íhugaði að
segja af sér
Juan Antonio Samaranch, for-
seti Alþjóða Ólympíunefndarinn-
ar hefur viðurkennt að hafa
íhugað afsögn í kjölfar hneyksl-
ismálanna varðandi Salt Lake
City.
Samaranch, eins og fjölmargir
meðlimir IOC, varð fyrir þung-
um ásökunum í kjöifar mútu-
mála og eftir að upp komst að
hann ásamt fleirum hafði þegið
gjafir frá aðhum sem sóttu um
að fá að halda Ólympíuleika.
Sjálfur þáði Samaranch gjafir
sem voru langt umfram leyfileg
mörk. Samaranch sagði í gær að
hann hefði sagt af sér ef fjórð-
ungur meðlima IOC hefði farið
fram á afsögn. Mikill meirihluti
studdi hann hins vegar í leyni-
legri atkvæðagreiðslu. -SK
Jogbra brjóstahaldari
Hannaður
af konum
fyrir ko
Heildsöludreifing:
Ágúst Ármann hf
Lýður Vignisson (Stykkishólmi)
keppa með háskólaliði í Alabama
sem bauð þeim skólastyrk vegna
getu þeirrar í íþróttinni, Njarðvík-
ingurinn Logi Gunnarsson hefur í
vetur slegið í gegn með menntaskóla-
hði sínu í New Jersey og Axel segist
fá reglulega símhringingar frá há-
skólum sem áhuga hafa á þessum
sterka leikmanni. Loks má nefna
Reykvíkinginn Jón Amór Stefánsson
sem leikur í einu sterkasta mennta-
skólaliði Bandaríkjanna (Artesia
High School í Los Angeles) og er þar
í byrjunarliði þrátt fyrir að vera
yngsti maður þess.
f fyrsta leik liðsins á þessu tíma-
bili stimplaði Jón sig inn með 19 stig-
um, þ. á m. 4 þriggja stiga körfur.
í nýjasta hefti timaritsins
SLAM, sem er víðlesnasta körfu-
knattleikstímarit Bandaríkjanna, er
fjallað um Artesia-liðið sem besta
menntaskólalið Bandarikjanna. Dag-
blaðið USA Today telur Artesia
þriðja besta menntaskólalið Banda-
ríkjanna þannig að ljóst má vera að
íslendingar eiga verðuga fulltrúa á
þessum vettvangi.
Jón Arnór og Morten nefndir
sérstaklega
„Vert er að geta þess að fjöldi
menntaskólaliða hér skiptir þúsund-
um. Bæði Jón Amór og Morten hafa
undanfarin tvö ár verið nefndir sér-
staklega í hópi efnilegra leikmann í
árbókinni „Blue Ribbon" sem fjallar
um háskólalið en legguf einnig mat á
leikmenn í menntskólaliðum sem lík-
legir em til afreka í framtíðinni.
Aldrei áður hafa íslenskir leikmenn
verið nefndir til sögunnar á þessum
vettvangi," segir Axel.
Axel er ekki sammála því sem
Stefán Ingólfsson ritaði í DV á dögun-
um en þar talaði Stefán um að hæfl-
leikafólki í körfuknattleik hefði
fækkað á höfuðborgarsvæðinu. Axel
bendir á fjölgun Reykvíkinga í
drengja- og unglingalandsliðinu.
Mikil og jákvæö þróun
„íslendingar mega vera nokkuð
sáttir við þróun íslensks körfubolta
sL ár sem hefúr m.a. einkennst af
framfórum og fjölgun i hópi leik-
manna sem ná tveggja metra hæð.
Mikil og jákvæð breyting hefur orðið
á undanfomum árum og leikmenn
eins og Friðrik Stefánson, Fannar
Ólafsson, Hjalti Jón Pálsson, Her-
mann Hauksson, Guðmundur Braga-
son o.fl. em að gera góða hluti með
félagshðum sínum og með íslenska
landsliðinu.
Fleiri hávaxnir leikmenn bíða síns
tækifæris, en í Bandaríkjunum er
mikih fjöldi efnilegra leikmanna sem
eiga öragglega eftir að gera garðinn
frægan með íslenska landsliðinu er
fram í sækir.“
„Þegar Stefán segir mikinn
skaða að miðherjar á íslandi geti
ekki lengur brúkað stutt sveifluskot
er hann að nota rangan mælikvarða
á getu hávaxinna leikmanna. Ég vil
þó nota tækifærið og þakka honum
fyrir að hafa með einni setningu
gert undirritaðan auk Einars Bolla-
sonar að fyrirmynd íslenskra mið-
herja því báðir notuðum við stutt
sveifluskot í eina tið. Ástæður okk-
ar Einars voru þó frekar að vega
upp á móti mikilli þyngd, lítihi hæð
og minni stökkkrafti. En hrósið ylj-
aði og er hér þakkað," segir Axel.
-GH
Allt að verða
til í Sydney
Undirbúningur í Sydney í
Ástralíu vegna Ólympíuleikanna
á næsta ári er í fuhum gangi og
gengur samkvæmt áætlunum.
Gerð mannvirkja er að ljúka.
Á dögunum var lokið við að
byggja afar glæsilega tennishöh
og var hún ein eftir af mann-
virkjunum. Fyrirliði ástralska
landsliðsins sem á dögunum
tryggði sér sigur í heimsmeist-
arakeppni landsliða, Davis-bik-
arnum, opnaði höhina sem ekki
er nein smásmíöi. Ahs eru 16
vellir í höhinni og við einn
þeirra era sæti fyrir 10 þúsund
áhorfendur,
Höhin kostaði enga smáaura.
Lokakostnaður hljóðaði upp á
litla 1,8 milljarða króna.
-SK
Axel Nikuiásson segir marga efnilega körfuboltamenn í Bandaríkjunum.
I kvöld
Urvalsdeildin í körfuknattleik:
Skailagrímur-Njarðvík ......20.00
Grindavík-KFÍ ..............20.00
KR-Hamar....................20.00
Haukar-Snæfell..............20.00
Keflavík-Akranes ...........20.00
1. deild kvenna í körfuknattleik:
KR-Keflavík ................18.00
1. deild karla 1 körfuknattleik:
ÍS-Þór Þorlákshöfn..........20.15
Sendið til:
íþróttamaður ársins
DV - Þverholti 11
105 Reykjavík