Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 2
20 + 21 Sport Blcrnd í polca Þjóðverjar stefna að góðum árangri í Evrópukeppni landsliða í handknatt- leik 1 Króatiu í janúar. Þeir kalla landsliðið saman til æfinga strax eft- ir áramótin. Dagana 7.-9. janúar tek- ur liðið þátt í 4-landa móti á Kanarí- eyjum ásamt Spánverjum, Slóvenum og Portúgal. Helgina á eftir veröa síð- an leiknir tveir landsleikir við Spán- verja á heimavelli. Gianlucca Vialli, knattspyrnustjóri ■ Chelsea, er sagð- ur reiðubúinn að kaupa Ro- berto Baggio frá Inter Milano fyrir fjórar millj- ónir punda. Baggio lýsti þvi yfir í vikunni að hann vildi fara frá Inter. Vialli og Baggio hafa um árabil verið miklir vinir. Svo gœti farið að Dean Holdsworth færi frá Bolton til Lundúnaliðsins QPR. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Bolton en hann kom þangað frá Wimbledon fyrir rúmum tveimur árum. Gerry Francis, stjóri QPR, er tilbúinn að greiða Bolton 750 þúsund pund fyrir leikmanninn. Forráóamenn Portsmouth hafa augastað á Joe Kinnear sem næsta knattspyrnustjóra liðsins en Alan Ball var vikið úr starfl í síðustu viku. Kinnear hefur náð fullri heilsu aftur eftir hjartaáfallið í fyrra en þá var hann við stjórnvölinn hjá Wimbledon. Matthew Le Tissier hjá Sout- hampton segir að hann sé tilbúinn að yfirgefa félagið og leika þess í stað meö liði í B-deildinni. Hann hefur verið út i kuldanum í vetur og ef ekki verður breyting á ætlar hann að skoða sín mál eftir jól. Celtic er á höttunum eftir öðrum Brasilíumanni. Fyrr i vikunni keypti liöið vamarmanninn Rafael Scheidt og núna er miövallarspilarinn Moz- art dos Santos kominn í spilið. Hann er 19 ára gamall og þykir hið mesta efni. Hann er falur fyrir 3 milljónir punda og hafa mörg lið í Evrópu ver- ið með hann undir smásjánni. Jólahlaöboró handknattleiksdeildar FH verður haldið að Hraunholti á laugardaginn. Húsið verður opnað klukkan 19 og hefst borðhald klukkan 20.30. Aðgangur er krónur 1500 og greiðist við innganginn. Boöið verður upp á skemmtiatriði og diskótek. Fyrsta bikarmót Skiöasambandins í skíðagöngu í vetur verður haldið i Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina og hefur ekki áður verið haldið mót svo snemma á tímabilinu. Flestir bestu göngumenn landsins eru skráð- ir til leiks, þar á meðal þeir landsliðs- menn sem i vetur hafa stundað æflng- ar í Noregi og Svíþjóð. Belgíski landsliðsmaðurinn Branko Strupar sem leikur með Genk í Belg- íu, liði bræðranna Þórðar og Bjarna Guðjónssona, gæti verið á leið til enska A-deildarliösins Derby. Jim Smith, stjóri Derby, yfirgaf Pride Park, heimavöll Derby, áður en leik Derby og Burnley var lokið á laugardaginn en Smith hélt þá til Belgíu til að fylgjast með Strupar í leik gegn Mechelen. Derby hefur leitað logandi ljósi að sterkum sóknarmanni enda hefur lið- inu gengið illa að skora mörk. Liðið reyndi meðal annars að kaupa Eið Smára Guðjohnsen en án árangurs. Nú vonast Smith eftir því að fá Strup- ar en hann hefur boöiö Genk 220 milljónir króna fyrir leikmanninn. Þýski sundmaðurinn Mark Warn- ecke, sem varð Evrópumeistari í 50 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi um síðustu helgi, þarf að gang- ast undir aðgerð á hné á morgun. Þar með er ljóst að hann missir af heims- bikarkeppninni sem fram fer í Shang- hai og Hong Kong í næsta mánuði. Jóhannes Karl Guðjónsson lék á miðjunni hjá MWMaastricht sem tapaði, 1-0, fyrir Nijmegen í hol- lensku A-deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. MW er í 15. sæti af 18 lið- um. PSV vann útisigur á Ajax, 1-3, i uppgjöri efstu liðanna og skoraöi Ruud van Nistelrooy öll mörkin fyrir PSV. Liö hans er meö 38 stig, Ajax 35 og Heerenveen 34. Panathinaikos, lið Helga Sigurðs- sonar í grísku knattspyrnunni, hefur gert „lifstíðarsamning" við hinn 35 ára gamla Pólverja Krystof Warchy- cha. Hann hefur leikið með félaginu í 10 ár og verður þar eins lengi og hann spilar knattspyrnu. -JKS/GH/VS FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 Eiður Smári Guðjohnsen: „Besta markið á ferlinum" Sam Allardyce, knattspyrnustjóri enska B-deildar- liðsins Bolton, á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni með mark Eiðs Smára Guöjohnsen í leiknum gegn Wimbledon í fyrrakvöld og stjórinn hrósar Eiði há- sterkt í breskum fjölmiðlum í gær. Allardyce segir markið eitt þaö besta sem hann hefur séð. „Eiður hefur skorað 10 mörk í 20 leikjum. Félagar hans í liðinu hafa verið aö búa til færi fyrir hann en sjáifur hefur Eiður oft veriö að skapa sér færin upp á eigin spýtur. Eiður hefur sýnt mér það aö hann er orðinn klassaleikmaður og hvað eftir annað fór hann illa með varnarmenn Wimbledon í leiknum. Ég vO sjá Eið leika jafn vel í deildinni og hann hefur verið að gera í bikarleikjunum," sagði Allardyce. „Þetta er besta markið sem ég hef skorað á ferlinum. Ég ákvað að fara fljótlegustu leiðina að markinu. Ég fór fram hjá nokkrum leikmönnum Wimbledon, að ég held, og þegar ég var kominn í færi beið ég eftir aö markvörðurinn færi niður,“ sagði Eiður. Hjá Sky var tilþrifum Eiðs líkt við sjálfan George Best. Eiður fékk gullið marktækifæri rétt á eftir en honum brást bogalistin. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu og ég vil ekki að vera með neinar afsakanir. Úr svona færi á að skora,“ sagði Eiöur. -GH Hætta þrír í Grindavík? Útlit er fyrir að þrír leik- manna knattspyrnuliðs Grinda- víkur leggi skóna á hilluna fyrir næsta tímabil. Baráttujaxlinn Hjálmar Hallgrímsson hefur lík- lega leikið sitt síðasta tímabil og þá er óvíst að Ólafur Ingólfsson verði með Grindavikurliðinu vegna anna í námi og vinnu, að sögn Jónasar Þórhallssonar, stjórnarmanns í knattspyrnu- deild Grindavíkur. Varnarmaðurinn Sveinn Ari Guðjónsson er þegar fluttur til Djúpavogs þar sem hann var ráð- inn framkvæmdastjóri fisk- vinnslufyrirtækis en þessir þrír eru í hópi reyndustu manna Grindavíkurliðsins. -bb/VS Bland í noka Sigurður „RavanellV' Hallvarðs- son, bjarg- vættur Þróttara úr Reykjavík í 1. deildinni í knatt- spyrnu í sumar og oft áður, er genginn til liðs við 3. deildar lið Hauka. Það virðist því enn veröa bið á því að þessi gamal- kunni markaskorari leggi skóna á hilluna. Haukar hafa einnig fengið Elmar Atlason og Helga Þóró- arson sem léku með FH i 1. deildinni 1998. Spœnsku bikarmeistar- arnir i Valencia eru í vondum málum eftir að hafa tapað fyrri viðureignnni í 2. umferð bik- arsins, 0-3, fyrir B-deildarliðinu Osasuna. Bæði Barselónuliðin, Espanyol og Barcelona, máttu sætta sig við markalaus jafntefli. Bar- celona gegn C-deildarlið- inu Poli Almeira en Esp- anyol gegn B-deildarliði Albacete. Önnur spcensk A-deild- arliö sem töpuðu fyrir neðri deildarliðum eru Oviedo 2-3 fyrir Logrones (B), Real Mallorca 1-2 fyr- ir Ourense (B), Alaves 0-1 fyrir Real Union (C) og Real Betis 0-1 fyrir Mer- ida (B) en öll fá þau tæki- færi að bæta fyrir slæma frammistöðu á heimavelli í seinni leik liðanna. -VS/ÓÓJ Þýska bikarkeppnin í handbolta: Wuppertal skellti Lemgo góður leikur Heiðmars Felixsonar Wuppertal vann óvæntan sigur á Lemgo, 26-24, í 16- liða úrslit- um þýsku bikar- keppninn- ar í hand- knattleik í gærkvöld, eftir framlengingu. Staðan að lokn- um venjulegum leiktíma var 22-22. Heiðmar Felixson átti góðan leik með Wuppertal og skoraöi 4 mörk, eitt þeirra úr vítakasti. Dagur Sig- urðsson spilaði einnig vel og gerði 2 mörk. Markahæstir voru Stig Rasch með 8 mörk og Ingo Strauss með 7. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Magdeburg sem vann B- deildarlið HGErlangen á útivelli, 25-28. „Þetta var ekki nógu góður leikur en við unnum þó án þess að lenda í teljandi vandræðum," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magde- burg, við DV eftir leikinn. Essen steinlá í Frankfurt, 28-21, en Patrekur Jóhannesson lék ekki með Essen vegna tognunar, sem ekki er alvarleg. Úrslitin í bikarkeppninni: Wuppertal - Lemgo............26-24 HG Erlangen - Magdeburg .....25-28 Frankfurt - Essen............28-21 Bad Schwartau - Bielefeld ...38-18 Aue - Flensburg..............23-30 Gummersbach - Post Schwerin . . 31-24 Minden - Leutersbach ........30-23 Kiel - Nordhorn............í kvöld -VS Heiðmar Felixson lék vel gegn Lemgo. Enski deildabikarinn: Dramatik - Arnar skoraði úr víti, Leicester áfram Þaö fylgdi mikil dramatík báð- um leikjum enska deildabikars- ins sem fram fóru í gær. Tveir leikir fóru fram í keppninni, ann- ar í átta liða úrslitum en hinn í 16-liða úrslit- um og enduðu þeir báð- ir í vítakeppni. Líkt og Eiður Smári Guðjohn- sen átti mikinn þátt í að koma Bolton áfram í undanúrslit kvöldið áður, skoraði Arnar Gunnlaugsson af miklu öryggi úr fyrstu víta- spyrnu Leicester sem sló út Leeds, 4-2, í um- ræddri vítakeppni. Leicester komst þar með í átta liða úrslitin og spilar við Fulham í næstu umferð. Þetta var fyrsti leikur Amars með aðal- liðinu á tímabili eftir langvinn meiðsli en hann kom inn á í upp- hafi framlengingar. Leeds lék ein- um manni færra alla framleng- inguna eftir að Lucas Radebe var rekinn út af. Tvö síðustu víti Leeds af fjórum hittu ekki mark- ið og Muzzy Izzet skoraði úr síð- ustu spyrnu Leicester og tryggði sigurinn. í hinum leik kvöldsins vann West Ham Aston Villa 5-4, í víta- keppni eftir að leiknum hafi lokið með 2-2 jafntefli. t þeim leik var ekki aðeins dramatík tengd víta- keppninni því bæði lið skoruðu mark á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Ian Taylor og Dion Dublon komu Aston Villa tvisvar yfir í leiknum en Frank Lampard og Paolo Di Canio jöfnuðu, Di Canio af öryggi úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins. Það kom síðan aftur í hlut Gareth Southgate að misnota víti fyrir Aston Villa í bráða- bana en líkt og með Englandi á EM 1996 lét hann markvörð verja frá sér vítið. Báðir fr amkvæmdastj ór ar liðanna, John Gregory (Aston Villa) og Harry Redknapp (West Ham), hrósuðu honum fyr- ir það hugrekki sem hann sýndi með að ganga fram og taka víti, minnugur umrædds dags fyrr rúmum þremur árum. Shaka Hislop markvörður West Ham, var hetjan með því að verja vítið en félagar hans í liðinu nýttu fimm af sex vítum. West Ham mætir sigurvegaran- um úr leik Leicester og Fulham en í hinum leik undanúrslitanna mætast Bolton og Tranmere. -ÓÓJ Arnar Gunnlaugs- son skoraði af ör- yggi úr fyrstu víta- spyrnu Leicester gegn Leeds. Ná HK-ingar að hefna? HK-ingar fá möguleika til að komast í úrslitaleik bikarkeppninn- ar í handbolta í fyrsta sinn og bæta upp tap á sama stað því líkt og fyrir tveimur árum, þegar Framarar slógu þá út úr undanúrslituin- um í Framhúsinu, drógust liðin aftur saman í Safamýrina í ár. Dregiö var í beinni útsendingu sjónvarpsins i gærkvöld og í hinum leiknum mætast Víkingar og Stjörnumenn í Víkinni en leikirnir fara fram 9. febrúar næstkomandi. Hjá kvenfólkinu fengu þau tvö lið sem standa ofar i deildinni í vetur heimaleik. Valsstúlkur fá Stjömuna í heimsókn á Hlíðarenda og Grótta/KR tekur á móti ÍR-stúlkum á Nesinu en báðir þessir leik- ir fara fram 8. febrúar. -ÓÓJ lan Taylor hjá Aston Villa skorar fyrsta markið í spennuleiknum gegn West Ham í deildabikarnum í gærkvöld. Það var West Ham sem fagnaði sigri að lokum eftir vítaspyrnukeppni. Reuter Fyrsta jafnteflið gegn ítölum í Hollandi: Baráttu- stigi náð - Magnús Már jafnaði fyrir ísland í 20-20 íslenska landsliðið í handbolta, skipað eingöngu leikmönnum sem leika hér heima á íslandi, gerði 20-20 jafntefli gegn ítölum í gær í fyrsta leik á Haarlem handboitavik- unni í Hollandi eftir að ítalir höfðu leitt 7-10 í hálfleik. Þorbjöm Jensson landsliðs- þjálfari var nokkuð sáttur við fyrsta leik liðsins á mótinu sem stendur til 19. desem- ber og þátt taka auk þessara tveggja liða Rúmenía, Pólland, Holland og Egyptaland. ísland átti nokkuð erfiða byrjun í leikn- um, margir leikmanna íslenska liðsins voru að stiga sín fyrstu spor í landsliðinu og ítalir náðu góðri fomstu framan af leik. íslensku strákarnir tóku sig á er leið á og unnu loks seinni hálfleik, 13-10, og sýndu þjálfaranum hvað er í þá spunnið. Þetta var mikiil baráttuleikur og til marks um það kom fyrsta markið ekki fyrr en sjö mínútur voru liðnar af leiknum en það var einkum góð islenska vörn sem skil- aði jafnteflinu i seinni hálfleik. Þetta var sjöundi landsleikur þjóðanna frá upphafi en Island hafði unnið fyrstu sex landsleikina, þann fyrsta 1975 og þann sið- asta 1995, 23-20, en að sögn Þorbjöms var ítalska liðið að mestu skipað sömu leik- mönnum og léku í þessum leik í Austurríki fyrir rúmum fjórum árum. ítalir eru með leikreynt og hávaxið lið en fremstur í flokki fór skyttan Marcelo Montalto sem gerði alls sex mörk í leiknum. „Við eltum þá mestallan leikinn því við hleyptum þeim of mikið fram úr okkur í byrjun. Liðið okkar var svolítið óskrifað blað fyrir þennan leik og því fylgdu smáerf- iðleikar í byrjun. Það var þó margt mjög já- kvætt í þessum leik og þá sérstaklega það að fá ekki meira en 20 mörk á sig. Við get- um samt spilað betri vörn og við verðum að halda okkar dampi og gera áfram betur og betur því það er ýmislegt sem við getum lagað í sókn og vörn,“ sagði Þorbjörn. Allir fengu að spreyta sig Allir fengu að spreyta sig en gerð var undantekning á reglum IHF á tæknifundi mótshaldara og 15 leikmenn fá að vera á skýrslu í hverjum leik. Ragnar Óskarsson leysti skyttuhlutverkið hægra megin ásamt einu örvhentu skyttu liðsins, Daníel Ragn- arssyni og Alexander Amarson spilaði sem fremsti maður í 5:1 vöm fyrri hluta leiks. Alexander skoraði meðal annars tvö mörk eftir hraðaupphlaup en það vom línumenn liðsins, hann og Magnús Már Þórðarson, sem skoruðu rétt tæpan helming marka liðsins, átta af 20. Alexander fékk reyndar tækifæri í stöðunni 19-19 til að skora úr hraðaupphlaupi og koma íslandi í fyrsta sinn yfir en ítalirnir komust upp með að brjóta á honum, náðu boltanum og komust aftur yfir aftur, 20-19. Það var síðan Magn- ús Már sem jafnaði leikinn áður en ís- lenska vörnin varðist síðustu sókn ítala. Mörk Islands: Magnús Már Þórðarson 5, Alex- ander Arnarson 3, Ragnar Óskarsson 3, Ingi- mundur Ingimundarson 3, Sverrir Björnsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Amar Pétursson 1, Hilmar Þórlindsson 1, Ólafur Sigurjónsson 1. Sebastian Alexandersson byrjaði í markinu og lék fyrri hálfleikinn en í hálfleik tók Bergsveinn Bergsveinsson við og var Þorbjörn ánægður með frammistöðu þeirra beggja. -ÓÓJ Nafn íþróttamanns Nafn:........................... .................................. Sími_____ Heimilisfang--------------------—-----------------------—-------------------- Sendið til: íþróttamaöur ársins DV - Þverholti 11 105 Reykjavík Leeds mætir Roma - Arsenal dróst gegn Deportivo La Coruna Dregið var til 4. umferðar í UEFA- bikamum í Sviss í gær. Ensku liðin sem eftir eru í keppninni drógust gegn liðum frá Ítalíu og Spáni. Leeds mætir AS Roma og verður fyrri leik- urinn í Róm. Arsenal á fyrri leikinn gegn spænska liðinu Deportivo La Coruna á Highbury í Lundúnum. Nú- verandi UEFA-meistarar, Parma, leika gegn Werder Bremen og eiga fyrri leikinn á heimavelli. Leikjunum er annars skipt niður frá 1 upp í 8 og er þá þegar ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum keppninnar. Leikur 1. er viðureign Parma og Werder Bremen. Leikur 2. er viður- eign Juventus og Celta Vigo. 3. viður- eign AS-Roma-Leeds, 4. viðureign Real Mallorca og Monaco, 5. viður- eign Slavia Prag og Udinese, 6. viður- eign Borussia Dortmund og Gala- tasaray, viðureign 6. Atletico Madrid og Lens og 8. viðureignin er leikur Arsenal og Deportivo La Coruna. I 8-liða úrslitum mætast síðan sig- urvegarar í 4. og 6. leik, 8. og 1. leik, 2. og 7. leik og loks í 3. og 5. leik. Fyrri leikimir í 16-liða úrslitunum verða 2. mars og þeir siðari 9. mars. 8-liða. Viðureignimar í 8-liða úrslit- unum verða 16. og 23. mars. -JKS + Nokkur lið i þýska handboltanum standa illa fjárhagslega: Niðurskurður boðaður - þjálfari og leikmenn Schutterwald lækkaöir í launum Fjárhagsstaða nokkurra liða í þýsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik er mjög bágur. Nú er svo komið fyrir einu þeirra, Schútterwald, að það boðar niðurskurð í launum frá og með næstu áramótum. Félagið ætlar að lækka laun þjáfara, leikmanna og starfsmanna um helming ellegar geta menn tekið poka sinn. Schútterwald hefur gengið afleitlega á þessu tíma- bili og er langneðst í deildinni. Liðið hefur tapað 14 leikjum og gert eitt jafntefli. Þetta hefur haft m.a. þau áhrif að áhorfendur hafa mætt illa á heimaleikina hjá liðinu. Áætlað er að tapið verði um 15 milljónir þegar tímabilinu lýkur í vor. Forsvarsmenn vilja nú grípa strax í taumana og horfa til framtíð- ar með uppbyggingu í huga. Þess má geta að félagið heldur upp á 100 ára afmæli á næsta ári. Schútterwald er ekki eina liðið sem stendur illa. Nettelstedt, Frank- furt og Minden eru sögð eiga við sama vandamál að stríða. Launakostnaður liðanna í úrvals- deildinni er mikill og skærustu stjömumar hafa hátt í 40 milljónir króna í árslaun. Það spáðu þvi marg- ir fyrir nokkrum árum að þessi hái launakostnaður myndi fyrr en síðar segja til sin. Spænsk og frönsk félög stóðu ffammi fyrir miklum íjárhags- vanda á sínum tíma en eru núna að rétta úr kútnum. -JKS Sport 2% ITALIA Bikarinn, 16-liða úrslit Bologna - Inter Milano ... 1-3 (2-5) Piacenza - Roma...........0-3 (1-3) Parma - Cagliari.........2-2 (2-3) Fiorentina - Perugia.....2-0 (2-1) Udinese - Venezia.........2-0 (2-3) Lazio - Ravenna .........4-1 (5-2) AC Milan - Atalanta......3-0 (5-3) Juventus - Napoli .. . .(3-1) í kvöld Bikarmeistarar Parma féllu gegn botnliði A-deiIdarinnar, Cagliari, sem hefur ekki unnið deildaleik í vetur. Sinisa Mihajlovic skoraöi tvívegis úr aukaspyrnum fyrir Lazio gegn B- deildarliði Ravenna. Simon Inzaghi og Alen Boksic skoruöu hin mörk toppliðsins. Christian Vieri skoraði tvö marka Inter gegn Bologna. -VS NBA-DEILDÍN Úrslit leikja í nótt: Boston - Utah Jazz .......86-96 Walker 36, Anderson 14 - Malone 27, Eisley 15. Indiana - Chicago.........102-91 Croshere 21, Smits 19 - Willoughby 21, Benjamin 16. Charlotte - Minnesota ... 103-98 Coleman 20, Jones 19 - Sealy 27, Brandon 16. New Jersey - Cleveland . . 111-101 Van Horn 27, Marbury 23 - Kemp 36, Person 22. Orlando - Millwaukee . . . 99-116 Atkins 15, Abdul-Wahad 15 - Allen 29, Robinson 25. Philadelphia - Toronto .... 93-91 Iverson 37, Hughes 12 - Carter 19, McGrady 18. San Antonio - Houston . . . .83-77 Duncan 20, Robinson 14 - Francis 24, Anderson 13 - Vancouver - Sacramento .106-109 Bibby 26, Dickerson 22 - Webber 21, Stojakovic 17. j) ÞÝSKALAND | Frankfurt - Leverkusen...1-2 1-0 íjörtoft (20.), 1-1 Beinlich (47.), 1-2 Beinlich (87.) Kaiserslautem - Freiburg . . . 0-2 0-1 Ramdane (57.), 0-2 Korell (86.) Unterhaching - Hamburger .. 1-1 0-1 Mahdavikia (26.), 1-1 Seitz (67.) Wolfsburg - Ulm .........1-2 < 0-1 van de Haar (38.), 0-2 van de Haar (47.), 1-2 Biliskov (62.) Schalke - Dortmund 0-0 Bayern M. 16 10 3 3 31-13 33 Leverkusen 16 8 7 1 27-17 31 Hamburger 16 7 7 2 33-18 28 Bremen 16 7 5 4 34-22 26 1860 M. 16 7 5 4 26-20 26 Dortmund 16 6 7 3 20-13 25 Stuttgart 16 7 3 6 19-18 24 Kaisersl. 16 7 2 7 20-28 23 Hertha 16 5 7 4 22-24 22 Schalke 16 4 9 3 21-19 21 Unterhach. 16 5 5 6 17-18 20 Wolfsburg 16 5 5 6 21-29 20 Freiburg 16 5 4 7 23-22 19 Rostock 16 4 5 7 22-35 17 Ulm 16 4 4 8 16-25 16 Duisburg 16 2 7 7 17-24 13 Frankfurt 16 3 2 11 17-24 11 Bielefeld 16 2 5 9 12-29 11 Stefan Beinlich tryggði 10 leikmönn- um Leverkusen mikilvægan sigur í Frankfurt með marki, hans öðru í leiknum, rétt fyrir leikslok. Skömmu áður var Zoran Mamic hjá Leverku- sen rekinn af velli en með sigrinum er lið hans áfram á hælum Bayern Múnchen. Unterhaching, sem leikur í fyrsta skipti i efstu deild, hefur enn ekki * tapað heimaleik og Hamburger, nýja liðið hans Rikharðs Daóasonar, mátti sætta sig við jafntefli þar. Helgi Kolviósson lék allan leikinn með Mainz sem gerði 0-0 jafhtefli við Mönchengladbach í B-deildinni. Mainz er í 9. sæti með 22 stig en efst eru Köln með 37 stig, Cottbus með 31 og Núrnberg með 27 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.