Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 Sport DV Jón Arnar Magnússon heima í stofu á Króknum ásamt sonum sínum, Krister Blæ og Tristan Frey. DV-mynd Þórhallur Asmundsson „Fer með mig eins og postulínsdúkku" - segir Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi sem þorir ekki að lofa verðlaunasæti í Sydney en telur sig eiga jafngóða möguleika og keppinautarnir „Maöur verður að nýta sér mót- byrinn til að fá meðbyrinn síðar meir,“ segir Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi sem kveðst fjarri því að vera hættur og eiga jafn- mikla möguleika og keppinautarnir á Ólympíuleikunum í Sydney næsta haust. „Ég held að miðað við það umtal sem ég hef orðið var við núna, að ég hafi verið hættur, þá verði það bara til að efla mann. Maður hefur bara verið spurður hvað maður sé að gera, hvaða atvinnu ég stundi og þegar ég segi að ég sé að æfa er gjarnan spurt: „Nú, ertu ekki hætt- ur?“ En þetta eflir mann bara hik- laust og maður verður að nýta sér mótbyrinn til að fá meðbyr síðar meir,“ segir Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi' og íþróttamaður ársins 1995 og 1996, en litlar fregnir ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG INTER SPORT Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavlk • 510 8020 • www.intersport.is hafa farið af honum undanfarið, enda árið fremur magurt sökum þrátlátra meiðsla sem hann hlaut á liðnum vetri. „Já, það gekk nú bara ekki neitt á árinu, nema þá á innanhússtímabil- inu, sem var ágætt, en svo var það bara búið. Þá var ég með Norður- landamet og fimmta sæti á heims- meistaramóti, bætti mig svo í stangarstökki á mótinu þarna á Ak- ureyri en það má segja að það hafi verið byrjunin á þessu öllu saman þegar stöngin brotnaði og laskaði á mér hnéskelina. Ég var að súpa seyðið af því allt þetta ár. Það var ekki hægt að æfa af neinu viti eftir þetta." Fljótur aö gleymast þegar illa gengur Þegar ég fór í æfingabúðir og ætl- aði að fara að taka á hlutunum var alltaf verkur í hnénu en ég sagði aldrei frá því, hélt bara að þetta mundi líða hjá en það gerði það ekki. Það endaöi svo með því að maður gat eiginlega ekki neitt." - Þannig að þetta hefur verið þjáningarfullt ár fyrir þig, bæði til líkama og sálar? „Já, maður hafði aldrei lent í neinu svona sem hefur alveg stopp- að mann af þannig að þetta var al- veg nýtt og að ýmsu leyti ný reynsla. Þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi þá er „pressan" fljót að gleyma manni og kannski stuðn- ingsaðilarnir haldi aö sér höndum, þetta fann maður um leið.“ - Ertu þá að tala um að það hafi þyngt undir fæti fjárhags- lega gagnvart stuðningi við þig? „Já, þegar svona gekk þá fóru að- ilar að velta því fyrir sér hvort þeir ættu að halda áfram enda er þetta spurningin um næsta ár. En ég veit ekki hvað skal segja, líklega er ástæðan sú að þekkingin á íþrótt- inni er ekki meiri en þetta. Tug- þrautin er geysilega erfið íþrótt og ef menn eru ekki hundrað prósent heilbrigðir þá segir þaö fljótt til sín. Gott dæmi um það er t.d. Tomas Dovrak. hann var búinn að vera meiddur síðastliðin tvö ár. Svo núna er allt í lagi með hann, hann kennir sér hvergi meins og það gekk mjög vel hjá honum núna í ár. Og Erki Nool hefur ekki gengið heill til skógar, þetta hefur ekki verið gott ár hjá honum þannig að menn verða að vera í hundrað prósent lagi ef þeir ætla að fara í gegnum þetta. - Hvernig er með hnéð og heils- una í dag? „Það er allt í lagi. Ég á sjálfsagt eftir að finna fyrir þessu og vita af því en það þolir álagið núna. Þetta er alveg gróið og var einhver út- vöxtur á hnéskelinni og meiðslin í náranum eru farin. Svo lengi sem ég fæ ekki bylmingshögg á hnéskel- ina þá held ég að hún verði í lagi. - Og nú er stórt ár fram undan? „Já maður verður að fara með sig eins og postulínsdúkku, maður verður að passa sig á öllu og vera ekki að glannast neitt og hlusta bara á skrokkinn, um leið og hann segir eitthvað, stoppa þá við. Maður hefur ekki beinlínis sinnt þeim við- vörunum hingað til.“ Hlutirnir hafa ekkert breyst - En hverjir heldurðu að mögu- leikar þínir séu á stóra mótinu, Ólympíuleikunum í Sydney 2000? „Ef maður er heill og allt gengur vel þá á ég alveg eins mikla mögu- leika og hinir. En kannski fólk hafi minni trú á mér núna, eins og það dæmdi mann í sumar. En hlutimir hafa ekkert breyst. Það hefur geng- ið mjög vel á æfingum núna og lítur mjög vel út. Ég bætti mig t.d. í kúlu- varpinu um daginn. Maður verður að halda dampi í gegnum þetta núna.“ - Er þetta mikið plan fyrir næsta ár? „Já, það má segja að sé búið að plana árið alveg. Þetta verður eigin- lega þrískipt, byrjar meö innan- hússtímabilinu þar sem hápunktur- inn verður Evrópumeistarmótið, svo kemur æfingatímbil frá því og fram að mótinu í Götsis í Austur- ríki sem er í júníbyrjun. Þá verður væntanlega stutt hlé og svo verður þetta óslitið má segja fram að ólympíuleikunum sem verða í lok september. Þetta verður langt og strangt tímabil." Áramótaheitiö aö bæta sig - Hvernig verður með jóla- steikurnar núna í ár? „Þær fara á sinn stað en verða jafnfljótar út aftur, þær setjast ekki á mig, það er engin hætta á því. Það á jú að æfa nokkuð stíft yfir hátíð- arnar og verða a.m.k. æfingar á að- fangadag og gamlársdag." - Hvert heldurðu að verði ára- mótaheitið hjá þér í ár? „Ég er nú ekki farinn að hugsa svo langt ennþá en það verður sjálf- sagt að koma sér í það ástand að maður geti keppt aftur og halda sér þannig. Það lítur allt út fyrir það núna og ætli takmarkið á næsta ári verði ekki að gera betur en maður hefur verið að gera, bæði innanhúss og utan. Ég þori t.d. ekki að lofa því að komast á pall í Sydney. Já ég held það sé ágætisáramótaheit, að bæta sig,li sagði Jón Arnar að end- ingu. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.