Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 6
ÍSúgeldar MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 . 26 Jóhannes Stefánsson veitingamaður: „Minn tími er búinn" „Ég er vaxinn upp úr þessari vit- leysu og hættur að brenna pen- inga,“ segir Jóhannes Stefánsson veitingamaður. En þrátt fyrir að vera nokkurn veginn vaxinn upp úr flugeldabrjálæðinu tekur hann nú þátt í gleðinni. „Ég er i rólegri kant- inum núna. Við leggjum saman í sjóð nokkur í götunni og kaupum nokkrar kökur og skjótum upp sam- an. Það er alltaf gaman að horfa á fallega ílugelda og ég hef það að reglu að kaupa frekar færri kökur og góðar heldur en að kaupa ein- hvem poka sem er að meirihluta eitthvert drasl,“ segir Jóhannes. En hann tekur ekki bara þátt í að skjóta flugeldum um áramót heldur skýst út i náttúruna og nýtur feg- urðarinnar sem hlýst af flugeldun- um. „Við forum alltaf nokkrir sam- an einu sinni á veturna i vélsleða- ferð. Þá tökum við með okkur góða flugelda og skjótum þeim upp í nátt- úrunni. Þetta er sérstaklega ánægjulegt þegar himininn er kol- svartur," segir Jóhannes. „Minn tími er búinn í þessu og ég læt öldina líða hægt og rólega frá mér og tek öllu með ró.“ -hól Jóhannes tekur þaö heldur rólega um þessi áramót en hann hefur skotið ær- lega af flugeldum á siöustu árum. DV-mynd Jakob Þór Pétursson framkvæmdastjóri: - og spáir í flugeldana Sleppir ára- mótaskaupinu Pétur Ormslev slapp meö skrekkinn fyrir nokkur árum þegar flugeldur skaust inn um eldhúsgluggann heima hjá honum. DV-mynd Pjétur Pétur Ormslev sölumaöur: Fékk flugeld inn um gluggann Þrátt fyrir að afskaplega gaman sé að skjóta og horfa á flugelda geta þeir haft alvarlegar afleiðingar. Pét- ur Ormslev og fjölskylda hans sluppu sannarlega með skrekkinn þegar flugeldur endaði ferð sína á inni á eldhúsgólfi þeirra hjóna fyrir nokkrum árum. „Við höfðum verið hjá tengdafólki mínu þetta gamlárs- kvöld og þegar heim kom og dymar að íbúðinni vom opnaðar fengum við ískaldan gust beint i fangið á okkur. Við gengum inn í íbúðina og uppgötvuðum glerbrot um alla ibúð. ♦ Þegar komið var inn í eldhúsið lá þar eins konar fallhlíf á sviðnu gólf- inu og glerbrot bókstaflega úti um allt,“ segir Pétur um aðfarimar þetta kvöld. „Það var lán í óláni að hún hafði ekki farið ofar því að ná- grannamir á efri hæðinni höfðu verið með gesti og ég get ekki hugs- að til þess hvað hefði gerst hefði v einhver verið heima þegar flauginni laust inn. Það tók okkur marga daga að þrífa upp glerbrotin og mik- ið var um skemmdir," segir Pétur. Að öllum líkindum hefur flugeldin- um verið skotið frá götunni og hann sveigt inn um gluggann en strekk- ingur var þetta kvöld. „Við vorum ótrúlega heppin þetta kvöld," segir Pétur og þá er bara að vona að lán- ið fylgi fjölskyldunni um ókomin ár. -hól „Flugeldamir kalla fram strákinn í manni og það fylgir þeim alveg sér- stök tilfinning," segir Jakob Þór Pét- ursson, framkvæmdastjóri og Qug- eldakappi. Hann segist hafa haft mik- inn áhuga á Qugeldum allt síðan hann byrjaði að vinna í íþróttahreyf- ingunni og hann haQ aukist smátt og smátt með árunum. „Þetta er rosa- lega gaman og það er viss tilfinning að horfa á Qugeldana þjóta upp í loft- ið og blómstra svo í alls konar lit- um,“ segir Jakob. „Þetta er ákveðin fullnæging þarna í kringum áramót- in, að standa í púðurreyknum, há- vaðanum og látunum og taka þátt í þessu.“ Þegar talið berst að kostnað- inum við herlegheitin vill Jakob sem minnst segja en lætur þó hafa eftir sér að hann fái afslátt af Qugeldunum í gegnum vinnuna og auk þess taki vinir og vandamenn þátt í kostnaðin- um. Hann segist ekki spara mikið í Qugeldakaupum því rétt hlutfall sé milli ánægjunnar á gamlárskvöld og púðursins sem keypt er. Sleppir skaupinu Jakob segist meira að segja sleppa áramótaskaupinu og eyða tímanum sem skaupið er úti í bílskúr. „Það er alltaf allt svo troðið heima fyrir fram- an sjónvarpið að þar komast ekki aU- ir að.“ Svo þú fómar þér fyrir hina? „Já, ég fer út og virði fyrir mér birgð- imar af Qugeldunum í bílskúmum og litadýrðina í loftinu. Ég hef lika mjög gaman af því að spá í því hvaðan Qug- eldamir í loftinu em og hverrar gerð- ar. Ég þekki þetta samt allt. Svo skýt ég ef til vill nokkrum Qugeldum upp,“ segir Jakob og hlær við. Átta tommu tívolíbomba Kanntu ekki einhveija góða Qug- eldasögu? „Jú, einn vinur minn er með Qugeldadelluna eins og ég og eitt árið æQaði hann sér að sýna nágrönn- unum hvað hann gæti og sprengdi Jakob Þór Pétursson hlakkar of- boðslega til áramótanna og segir aö þau séu heilög stund hjá sér. eins og viQaus maður í um stundar- fjórðung. Auðvitað var litadýrðin rosaleg og allir mjög hrifnir nema kannski einn nágranni okkar sem æQ- aði sér að gera erm betur og sýna vin- inum í tvo heimana. Hann var með um átta tommu tívolíbombu sem er gríðarlega stór og skaut henni upp skömmu eftir að sýningu hins lauk. Þá varð svo hrikaleg sprenging að send- ingin varð eins og regnhlíf yQr öllum Hafnarfirði. Nágrannamir urðu mjög hrifiiir en honum brá svo mikið að hann hefur ekki sést úti síðan,“ segir Jakob og hlær dátt. Hann segist ávallt fylgja öllum reglum um skotelda og hvetur aðra til að gera það líka. „Þetta hefur hættur í fór með sér eins og menn vita en er fyllilega i lagi ef mað- ur kann að umgangast þetta. Ég er al- veg sammála því sem Öm Ámason sagði eitt sinn í viðtali, að Qugeldalaus maður er eins og eineygð, kínversk kona. Það lýsir stemmningunni mjög vel. Ég vona bara að það verði gott veður svo við getum öll notið litadýrð- arinnar sem lengst og best,“ segir Jak- ob að lokum og er greinilega farið að klæja i lófana. -HG Björgunarsveit Ingólfs og Alberts: Nafnasamkeppni Björgunarsveitimar hafa um árabil selt Qug- elda til styrktar starfi sínu. Nú er svo komið að Björgunarsveit Ingólfs og Alberts hafa sameinast og sinna þær nú bæði Reykjavík og Seltjamamesi. Af því tilefni verður efnt til nafnasamkeppni sem haldin verður á sölustöðum þeirra um áramótin. Tólf heppnir munu fá 25.000 króna Qugeldaúttekt af innsendum tillögum og sá sem sendir inn nafn- ið sem verður fyrir valinu fær jöklaferð fyrir tvo í vinning. Sölustaðir björgunarsveitanna era á eft- irtöldum stöðum: Gróubúð Grandagarði, Björgun- arstöðinni við Bakkavör á Seltjamamarnesi, Tónabæ, Spönginni i Grafarvogi, við Ikea í Holta- görðum, á Laugaveg 164, Hólagarði í Breiðholti og við BT tölvur, Skeifunni. Um aldamótin er úrval- ið af Qugeldum hjá þeim aldrei meira. Alls era á boðstólum 250 tegundir Qugelda í öllum stærðum og gerðum. Hægt er að velja um þrjár tegundir af fjölskyldupökkum sem era á verðinu 1.500 kr., 3.200 kr. og 4.900 krónur. í fyrsta sinn á íslandi verður kynnt KöQugos en það er risagos sem til er í þremur stærðum og það stærsta logar í 3 og 1/2 mínútu. Þá er mikið úrval af partíhöttum, skraut- borðum, flautum og Qeira fyrir áramótin. Þeir sem kaupa fyrir meira en 5000 kr. fá 500 króna af- slátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.