Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 8
28 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 f&Ugeldar Sigurjón Ólafsson útgáfustjóri: Leikföngum fórnað Sigurjón Ólafsson með son sinn Dag Sölva. DV-mynd E.ÓI. inn ærlega Það eru ekki bara karlmennimir sem flokkast sem brennuvargar. Til eru konur sem hafa ekki síður gam- an af þessu og vinna jafnvel við að skjóta flugeldum. „Ég er alveg hræðilega skotglöð. Við hjónin vinnum bæði hjá KR-flugeldum og erum þvi mikið í kringum þetta. Ég hef alltaf haft ofboðslega gaman af þessu en síðastliðin 10-11 ár hefur þetta loðað við mig. Ég hef einu sinni haldið mig á mottunni en það var þegar ég gekk með son minn,“ segir Karólína Jónsdóttir í vesturbænum. En þrátt fyrir að hafa hlíft syninum í móður- kviði varð hún völd að því að hann varð dauðhræddur við flugeldana þegar hann var á unga aldri. Þá hafði hún gleymt sér lítillega í æs- ingnmn og valdið því að syninum varð um og ó. „Syni mínum, sem var tæplega eins árs, varð svo um ákafa minn eitt skiptið að hann hélt sig innandyra tvö næstu gamlárs- kvöld. Það árið byrjaði ég á röngum enda eða skaut þeim allra stærstu upp í byrjun þannig að hann dauð- skelfdist," segir Karólína. Nokkurra daga aölögun Sonur Karólínu er nú orðinn fimm ára og byrjaður að taka virk- an þátt í skemmtuninni. Hann þarf þó nokkurra daga aðlögun og er byrjað að skjóta upp nokkrum dög- um fyrir áramót. En Karólína skýt- ur ekki bara flugeldum í garðinum heima hjá sér. „Ég hef unnið við ár- legar flugeldasýningar hjá íþróttafé- laginu mínu og hef þá sérstöðu að vera eina konan. Því fæ ég að kveikja á þeim fyrstu og það er sko skemmtilegt, að standa fyrir miðju og horfa á flugeldana beint fyrir ofan sig,“ segir Karólína og hlakkar til næstu daga. -hól Karólína meö syninum Haraldi Björnssyni. Hann var innandyra tvö gamlárskvöld eftir aö móöir hans skaut honum skelk í bringu meö flugeldaáhuga sínum. DV-mynd Pjétur „Ég byrjaði snemma að fikta meö eld, var sífellt að kveikja í hinu og þessu, m.a. varð mér á að kveikja í ruslatunnunni í bamaherberginu mínu svo skíðlogaði við litla hrifn- ingu foreldranna. Þessi áhugi minn hélt áfram og við vinirnir í vestur- bænum keyptum oft saltpétur í Melabúðinni og bjuggum til sprengj- ur úr honum og svo auðvitað flug- elda þegar nær dró áramótum," seg- ir Sigurjón Ólafsson útgáfustjóri. Sigurjón er fæddur seint á árinu, eða 30. desember. Þeir sem eiga af- mæli svona seint á árinu geta átt von á því að sjálft afmælið fyrir- farist eða að vægi þessi verði léttara í öllum spenningnum um áramótin. En því var ekki fyrir að fara hjá Sig- urjóni því hann óskaði þess heitast að fá peninga í gjafir til að fjár- magna sín flugeldakaup þegar hann var yngri. „Tilefnið var óspart not- að og ekki öllum til ánægju. Dagam- ir milli jóla og nýárs fóru þannig í að sprengja. Þá var ýmsum leikfóng- um fómað í tilraunaskyni og tindát- amir og flugvélamódel vom vel fall- in til þess. Ég held að ég hafi verið búin að sprengja fyrir lífstíð þegar ég komst á unglingsár. f dag er ég nánast hættur að kaupa flugelda og mér líður ágætlega," segir Sigurjón. -hól Vérum varkár b um áramótin verið að útbúa öflugar sprengjur, svokallaðar rörabombur, með skelfi- legum afleiðingum. Við erum að tala um sundursprungnar hendur, augnslys og stærri áverka á líkaman- um. Það er mjög mikilvægt að for- eldrar setji reglur um þessi kaup og átti sig á því að sölustaðir era opnað- ir strax eftir jól eða þann 27. desem- ber og að böm allt niður í 12 ára fá að kaupa minni háttar dót sem þau fara svo að fikta við,“ segir Herdis. Tilkynnið til lögreglu Herdís ráðieggur fólki einnig að vera almennt á verði vegna eldri unglinga sem kunna að útbúa röra- bombur og tilkynna það til lögreglu hafi það einhvern grun um slíkt. Að sögn Herdísar eigum við íslending- ar met í flugeldasprengingum á gamlárskvöld og miðað við það magn sem sent er á loft þá eru slys- in sem betur fer ekki mörg. „í ár óttast ég hins vegar að meira áfengi verði haft um hönd en áður, það var farið að bera á því um síðustu áramót en neyslan gengur alltaf upp og niður. Fyrir 13 árum þegar ég var að vinna á sjúkravakt- inni var mikið fyllirí en svo fór þetta að verða fjölskyldukvöld. Læknir á slysadeild sagði mér hins vegar að hann héldi að þetta væri að breytast aftur til hins verra. Ég vil líka koma því að að það er afar mikilvægt að nota hlífðargler- augu. Fyrir 6 árum hóf ég áróður hér á landi fyrir notkun hlífðargler- augna við meðhöndlun skotelda. Þessa hugmynd átti danskur læknir og hefur hún skilað góðum árangri þar í landi. Fyrir skömmu talaði ég við augnlækni hér á landi og sagði hann mér að gleraugun hefðu fækk- að augnslysum, sérstaklega þessum minni háttar. Þeir sem eru að fikta og verða fyrir verstu augnslysunum nota ekki gleraugu. Ég hef tvö dæmi um drengi sem ekki hlutu alvarleg augnslys heldur skemmdu bara gleraugun og má segja það að þessi áróður hafi komið í veg fyrir slys. Ég mæli með því líka að „stóru strákarnir" noti hlífðargleraugu," segir Herdís Storgaard að lokum. -GLM Aö sögn Herdísar Storgaard, framkvæmdastjóra Árvekni, eru slys á börnum í tengslum viö flugelda alltof algeng um ára- mótin. Karólína Jónsdóttir: Skelfdi son- Þrátt fyrir að áramótin séu til fagnaðarláta og gleði era þau líka tími margra slysa sem verða áf völdum flugelda. Það er því ýmislegt sem foreldr- ar og forráðamenn bama ættu að hafa í huga þegar böm og fullorðnir sprengja upp gamla árið. DV leitaði til Herdísar Storgaard, fram- kvæmdastjóra Ár- vekni, um góð ráð i meðferð flugelda. „Tímabilið milli jóla og nýárs er stundum það versta hvað varðar slys á drengjum á aldrinum 8-15 ára. Þeir kaupa margir minni háttar púður- kerlingar og eru að fikta við að taka þær í sundur og útbúa stærri sprengjur eða að kasta þessu í aðra. Á liðnum áram hafa þessir drengir verið að lenda í verstu slysunum. Eldri drengir frá 15 til 18 ára hafa ■ :3*S M .... i »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.