Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 2
20
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000
Sport
Hvað finnst þér?
Hver er að þínu mati
besti handknattleiks-
maður heims um þessar
mundir?
(Spurt á EM í Krótatíu)
Guðmundur Hrafnkelsson:
Það eru margir góöir en eftir
góða umghugsun held ég að
það sé Peter Gentzel,
markvörður Svía.
Patrekur Jóhannesson:
Að mínu mati er besti
aihliða handboltamaðurinn í
sókn og vöm Svíinn Magnus
Wislander.
Valdimar Grimsson:
Þegar stórt er spurt veröur oft
fátt um svör og ég get
hreinlega ekki gert upp á milli
manna.
Gústaf Bjarnason:
Það er engin spuming í
mínum augum. Staffan Olsson
er sá besti.
Sigurður Bjarnason:
Ég þarf ekki aö hugsa mig
lengi um. Ég tel Staffan Olsson
besta handboltamann heims.
DV
Nýtt keppnisgólf
Á Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu er leikið á nýjum keppnisgólfum sem
rutt hafa sér til rúms til að verja leikmenn sérstaklega þegar þeir detta í gólfið.
Leikmenn láta mjög vel af þessum nýjungum sem þeir segja til mikilla bóta. Þetta
umrædda gólf er frekar mjúkt viðkomu og gefur aðeins eftir þegar fast er ýtt á það.
Það var stofnun í Salt Lake City í Bandaríkjunum sem hannaði gólfið en nokkur lið
í NBA-deildinni bandarísku í körfuknattleik tóku þau í notkun fyrir nokkrum árum.
Danskir og norskir handknattleiksáhugamenn liggja ekki á liði sínu hér í
Króatíu. Hátt í eitt hundrað Danir og sami fjöldi frá Noregi fylgdu landsliðum sínum
tO Króatíu. Þessir flokkar setja svip sinn á leikina og hvetja sína menn tO dáða.
KúabjöUumar frægu fylgja Norðmönnunum og dönsku stuðningsmennimir eru
málaðir í andliti í öUum regnbogans litum. -JKS
Svíar og Slóvenar
- sækjast eftir næstu Evrópukeppni
Svíar og Slóvenar hafa sótt um að halda næsta Evrópumót í
handknattleik sem haldið verður 2002. Ákvörðun um hvor þjóðin
heldur keppnina verður tekin á fundi Handknattleikssambands
Evrópu í Zagreb síðar í vikunni. Báðar þjóðimar leggja töluvert
undir tO að halda keppnina en ekki kæmi óvart að reynsla Svía
fyrir mótaleikjahaldi vegi þungt þegar ákvörðum verður tekin.
Evrópukeppnin í handbolta hefur fjórum sinnum áður verið
haldin. Fyrst var hún í Portúgal 1994, síðan á Spáni 1996, ítaliu
1998 og núna í Króatíu. -JKS
Davíð B. Sigurðsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins:
Ogleymanlegt
DV, Króatíu:
Davíð Sigurðsson, sem verður
sextugur á þessu ári, þarf varla að
kynna fyrir íslenskum handbolta-
áhugamönnum. Hann hefur fylgt ís-
lenska karlalandsliðinu í hand-
knattleik eins og skugginn áUar göt-
ur síðan 1986. Davíð hefur verið
með liðsstjórn liðsins á sinni könnu
og innt hana af hendi af mikfili
samviskusemi. Davíð er að sjálf-
sögðu með liðinu á Evrópumótinu í
Króatíu þar sem hann hefur ærinn
starfa og umsjón með að allir hlutir
tengdir liðinu séu á réttum stað á
réttum tíma.
- Hvemig atvikaðist það að þú
gerðist liðsstjóri íslenska lands-
liðsins í handknattleik?
„Ég var í upphafi formaður hand-
knattleiksdeOdar Aftureldingar en
þar byrjaði ég 1972. Ég var um aO-
nokkra hríð í því starfi, eða þangað
tU Friðrik Guðmundsson kom að
máli við mig og bað mig um að
koma með sér í stjóm HSÍ. í fyrstu
var ég formaður mótanefndar en
síðan var ég meö í landsliði kvenna
i ein þrjú ár. Síðan lá leiðin fljótlega
í það starf sem ég er í í dag. Ég var
nú aðstoðarmaður Guöjóns Guð-
mundssonar tU margra ára og unn-
um við saman með þetta. Þarna
upphófst áhuginn að sýna einhvem
lit i því að standa sig í starfi með ís-
lenska landsliöinu og aðstoða það
eins og hægt var. Ég er varla á
öUum þessum tíma búinn að missa
úr leik.“
Ferðirnar skipta orðið
mörgum tugum
- Hvað heldur þú að utanlands-
ferðir þínar með landsliðinu séu
orðnar margar?
„Ég get bara ekki svarað því enda
ómögulegt aö ég muni það. Þær
skipta eflaust mörgum tugum. Þetta
er um fram aUt búinn að vera
skemmtUegur tími og ógleyman-
legur í aUa staði.“
- Hvað er það sem stend-
ur upp úr þegar þú lítur til
baka?
„Árangurinn á Ólympíu-
leikunum í Barcelona stendur
óneitanlega eftir i minning-
unni en þar náði liðið fjórða
sæti. Fimmta sætið á HM i
Kumamoto 1997 var einnig frá-
bær árangur. Aö fara með sig-
ur af hólmi i B-keppninni i Par-
ís var gott afrek enda þar aö
leika mörg sterk lið.“
- Lékstu einhvem tímann
sjálfur handbolta og hvenær
vaknaði áhugi þinn á íþróttinni?
„Nei, ég lék aldrei sjálfur en æfði
eitt ár með Ármanni. Áhuginn varð
til þegar það voru vandræði hjá Aft-
ureldingu á sínum tíma. Ég kom
strax að stjómunarmálum og mark-
miðið var að blása lífi í handbolt-
ann þar. Ég fór strax að leita mér
upplýsinga um handbolta og ann-
arra upplýsinga. í kjölfariö fór ég að
slitakeppni Evrópumótsins í fyrsta
sinn en þetta er í fjórða sinn sem
keppnin er haldin. Það er áfangi að
vera hér á meðal tólf bestu þjóða í
Evrópu í Mekka handboltans ef svo
má segja."
- í hvaða sæti verður íslenska
liðið í keppninni hér í Króatíu?
„Mér þætti ekki óeðlilegt að við
f
mið-
ið er
þriðja
sætið og
þangað
ætluðum
við okk- t
ur
áður
fikra mig áfram í þjálfun en þeirri
hlið sinnti ég töluvert og væri
kannski enn þá í henni hefði lands-
liðið ekki komið til.
Fjöldi góðra vina
- Er ekki margs að minnast á
tímanum með landsliöinu?
„Maður á mýgrút af merkilegum
og skemmtilegum atvikum sem á
dagana hefur drifið. Það er kannski
ekki neitt eitt sem stendur öðru
framar í þeim efnum. Maður á alveg
gifurlegan fiölda af góöum vinum í
gegnum handboltann bæöi heima
á íslandi og eins í útlöndum
sem fylgt hafa mér í gegnum
starfið. Maöur er farinn að
sjá mikið af nýjum andlit-
um og þá er kannski
kominn tími til að
pakka saman eins og
margir mínir kollegar
hafa gert.“
Finnst þér
handboltinn hafa
tekið breytingum
frá því að þú hófst
afskipi af honum?
Jú, aö sumu leyti
og mér finnst harka
meiri. Nú er meira
lagt upp úr varnar-
leiknum en það
verður auðvitað
ekki til lið nema
það leiki vöm að
einhverju viti.
Landsliðið frá
1986-92 var aö leika
góða vöm og það
færði okkur marga
sæta sigra.“
- Hvering er
staðan á is-
lenska landslið-
inu í dag?
„Við erum
hér inni i
úr-
-JKS
lentum í 3.-4.
sæti í riðl-
inum. Mér
sýnist að
það ætti að
getað geng-
ið eftir.
Mark-
en lagt var i hann.“
- Hver er besti handboltamað-
urinn sem leikið hefur með
landsliðinu á þeim tíma sem þú
hefur starfaö með því?
„Það er erfitt að svara þessari
spumingu. Við höfðum átt og eigum
fiöldann allan af góðum handbolta-
mönnum. Að fara að rifa einhvem
einn út úr get ég bara alls ekki
gert.“
- Hveijir verða Evrópu-
meistarar?
„Svíar er til alls lík-
legir og ég veðja á