Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Qupperneq 7
24 + 25 Sport Úrvalsdeildin í körfubolta: KFÍ aö vakna KFÍ vann sinn þriðja heimaleik í röð á Snæfelli á laugardag 90-80 og er greinilegt er aö Isfirðingar eru að ná saman og allt annað að sjá liðið nú heldur en fyrir áramót. Hvað Snæfell varðar þá þurfa þeir heldur betur að taka sig saman í andlitinu ef þeir eiga að halda sæti sínu í deildinni, allan stöðugleika vantar í liðið, þeir eru að spila ágætis bolta á köflum en síðan detta þeir niður fyrir meðalmennsku og eru oft á tíöum alveg ráðlausir í sókn og vöm. Á fyrstu mínútum leiks voru KFI (41) 90 - Snæfell (33) 80 2-1,10-5,18-7, 22-9, 27-9, 33-13, 37-22, 39-31,(41-33), 45-33, 50-37, 56-46, 63-49, 71-51, 72-59, 78-66, 81-70, 90-80. Clifton Buch 34 Tómas Hermannsson 13 Vinko- Charal Pateii 12 Baldur I. Jónasson 11 Halldór Kristmannsson 11 Pétur Sigurðsson 5 Guðmundur Guðmanns. 2 Þórður Jensson 2 Fráköst: KFl (4-24) 28, Snæfell (7-19) 26. 3ja stiga: KFÍ18/7, Snæfell 23/7. Dómarar (1-10): Rögnvaldur Hreiðarsson og Kristinn Óskarsson (6). Gœöi leiks (1-10): 7. Kim Lewis Pálmi F Sigurgeirsson Baldur Þorleifsson Adonis Pomonis Jón Þ Eyþórsson Rúnar Sævarsson Ágúst Jensson Víti: KFÍ 14/8, Snæfell 23/19. Áhorfendur: 250 Maöur leiksins: Clifton Buch, KFI leikmenn Snæfells yfirspilaðir af liðsmönnum KFÍ, þeir voru alveg týndir og skoruðu aðeins 9 stig fyrstu tíu mínútur leiksins á meðan KFÍ skoraöi þrefalt meira, eða 27 stig. Barátta ísfirðinga í upphafi seinni hálfleiks og stórleikur Clifton Buch hélt Snæfelli alltaf í hæfilegri fjarlægð, þeir náðu mest að minnka muninn í 7 stig en það var aðeins á meðan ísfirðingar voru að pústa, svo gáfu þeir í aftur og náðu forystu sem Snæfell náði aldrei að grynnka á. Clifton Buch fór hamfómm í leiknum og skoraði 34 stig og hirti 18 fráköst, einnig var Vinkó mjög góður og ná þeir greiniiega vel saman. Hjá Snæfelii var það Kim Lewis sem var atkvæðamestur, með 24 stig og 7 fráköst. Ég held að aðstandendum KFÍ sé aðeins rórra eftir þessa tvo heimasigra, þeir eru nú komnir úr fallsæti og greinilegt að gamli góði baráttuandin er kominn aftur í liðið. Þeir hafa nú styrkt liðið með enskum leikmanni sem verður löglegur i næsta leik, á móti SkaUagrími, eftir tæpa viku. -AGA Undanúrslit í bikarkeppni kvenna í körfubolta: Keflavík og - í úrslit, Keflavík vann KR 44-43 og ÍS vann KFÍ 60-43 Bikarstemmingin var allsráðandi þegar íslands- og bikarmeistarar KR mættu Keflavík í undanúrslitum bik- arkeppni KKÍ í gærkvöldi. Dagskip- un beggja liða var vamarleikur og á hann vantaði ekki, í leikhléi munaði aðeins einu stigi á liöunum 24-23. Taugaveiklunin sem einkenndi fyrri hálfleikinn bráöi smá saman af liðunum í seinni hálfleiknum en spennan hélst allt til enda. Þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka náði Keflavík 3ja stiga for- skoti þegar Alda Leif Jónsdóttir skor- aði 44. stig þeirra, Linda Stefánsdótt- ir minnkaði muninn í 43-44 þegar rúm mínúta var eftir. Keflavik tapaði boltanum í sókninni og KR gat tryggt sér sigurinn með kröfu í næstu sókn, en vöm Keflavíkur var þétt, KR missti boltann þegar 7 sekúndur voru til leiksloka og Keflvíkingar Kristjana -A Magnúsdóttir skoraöi 17 7 stig fyrir IS sem mætir -.Keflavik í pikarúrslita- 1 ' leiknum í ár. fógnuðu ógurlega þegar leiktíminn rann út. „Bæði lið leika mjög sterka vöm og það sýndi sig í kvöld. Við treyst- um á það að leika þétta vöm gegn þeim og að sóknarleikurin myndi koma í kjölfarið. Við lentum undir í báðum leikjunum gegn þeim í deild- inni í vetur en unnum samt þannig að við létum það ekki á okkur fá að vera undir 1 leikhléi, við gefumst aldrei upp,“ sagði Alda Leif Jónsdótt- ir sem var stigahæst í sterku liði Keflavikur. Alda, Kristín Þórarins- dóttir og Anna María Sveinsdóttir léku best í liði Keflavíkur. Of ragar í sókninni „Við bjuggumst við alveg hörku- leik þannig að við þurftum að eiga góðan dag og allt að ganga upp. Vam- arlega gekk okkur vel en vorum alltof ragar í sókninni og var refsað fyrir það. Liðin em mjög jöfn en heimaleikirnir hafa verið drjúgir en það féll ekki okkar megin í dag,“ sagði Linda Stefánsdóttir sem lék mjög vel í liði KR ásamt Hönnu Kjartansdóttur. KR munaði mikið um að Guðbjörg Norðfjörð lék lítið með í seinni hálfleik þar sem hún fékk sína fjórðu villu þegar 14 mínút- ur vom eftir af leiknum og kom ekki inn aftur fyrr en undir lokin. Stig KR: Hanna Kjartansdóttir 10, Kristín Jónsdóttir 10, Emilie Ramberg 5, Hildur Sigurðardóttir 5, Guðbjörg Norðfjörð 5, Linda Stefánsdóttir 4, Guðrún Sigurðar- dóttir 2, Gréta Grétarsdóttir 2. Stig Keflavikur: Alda Leif Jónsdóttir 12, Erla Þorsteinsdóttir 11, Anna María Sveinsdóttir 7, Kristín Þórarinsdóttir 4, Kristín Blöndal 4, Bima Valgarðsdóttir 3, Marin Karlsdóttir 2, Eva Stefánsdóttir 1. ÍS í úrslit þriðja árið í röð Stúdínur tryggðu sér sæti í bikar- úrslitum kvenna, þriðja árið í röð, með öruggum 17 stiga sigri, 6(M3, á KFÍ í Kennaraháskólanum í gær. Þetta var fimmti sigur ÍS á KFÍ í vet- ur en gestimir byrjaðu leikinn þó mjög vel og leiddu stóran hluta fyrri hálfleiks. Eftir 12 mínútur var stað- an, 14-18 og Ebony Dickenson hafði gert 12 stig og KFÍ virtist í góðum málum. Þá tók Ósvaldur Knúdsen, þjálfari ÍS, leikhlé og Stúdínur sném leiknum við og komust yfir rétt fyrir leikhlé með góðum kafla og staðan í hálfleik var 29-27. ÍS-vörnin small saman í seinni hálfleik og hélt Ebony í 6 stigum í hálfleiknum og eftir að ÍS gerði 19 stig gegn 6 og komst í 38-29 var aldrei spuming um úrslitin. Stúdínur tóku 17 sóknarfráköst og þvinguðu 23 tapaða bolta og bæði það og að þær hittu úr 13 af 15 vítakskot- um hafði mikið að segja um að ÍS-lið- ið kemst í HöUina þriðja árið í röð. Stig IS: Kristjana B. Magnúsdóttir 17 ( 8 fráköst, 4 stolnir), Hafdís Helgadóttir 13 (10 fráköst), SteUa Rún Kristjánsdóttir 11, Svana Bjamadóttir 6, Jófríður Halldórs- dóttir 4, Þórunn Bjamadóttir 4, Georgia Kristiansen 3, Júlfa Jörgensen 2. Stig KFl: Ebony Dickenson 20 (12 fráköst), Sigríður Guðjónsdóttir 13, Sólveig Péturs- dóttir 5, Tinna B. Sigmundsdóttir 3, Helga Ingimarsdóttir 2. .. ÚRVALSDEILDIN Grindavík 14 11 3 1235-1064 22 Njarðvík 13 10 3 1192-1012 20 KR 14 10 4 1110-1001 20 Haukar 13 9 4 1091-994 18 Tindastóll 14 9 5 1189-1104 18 Hamar 14 7 7 1072-1152 14 Skallagr. 14 6 8 1194-1273 12 Ketlavík 14 6 8 1298-1130 12 Þór A. 14 5 9 1118-1282 10 KFÍ 14 5 9 1127-1175 10 Snæfell 14 4 10 1017-1131 8 ÍA 14 1 13 868-1193 2 Snœfell tapaöi sinum 7. útileik í röð, sem er ijórða lengsta taphrina fé- lagsins, á meðan KFÍ, sem tapaði fyrstu 4 heimaleikjum vetrarins, vann sinn þriðja heimaleik í röð. Næstu leikir fara fram á fimmtudag og þá mætast Grindavík-Þór A., Hamar-ÍA, Haukar-Keflavík og Snæ- feU-TindastóU. -ÓÓJ NBA-DEILDIN Aðfaranótt sunnudags: New Jersey-DaUas..........98-95 Ceballos 36, Davis 13, Nowitzki 11 - GiU 23, Marbury 20, Van Hom 12. Vancouver-Orlando ........82-85 Harrington 16, Abdur-Rahim 16, Dickerson 16 - Abdul-Wahad 16, Atk- ins 16, Garling 14. SA Spurs-New York.........96-83 Duncan 33 (15 fr.), Porter 18 (11 fr.), Johnson 14 - Houston 17, ChUds 16, Johnson 12, Ewing 12. Sacramento-Utah ........101-104 WiUiams 22, Webber 21, Anderson 15 - Malone 24, RusseU 24, Stockton 22 (13 sto.) Charlotte-Boston ........110-96 Coleman 24, Jones 18, CampbeU 16, MiU- er 16 - Potapenko 18, Forston 16, Barros 14. Atlanta-Washington.......111-93 Rider 28, Jackson 20, Henderson 19, Mutombo 17 (19 fr„ 6 vs.) - HamUton 19, Strickland 19, Howard 18. Chicago-Detroit ..........98-92 Kukoc 22, Brand 20, Artest 16, Carr 15 - Mills 20, Laettner 19, Hunter 15, Curry 15. Philadelphia-Indiana .... 103-97 Iverson 37, HiU 16, Geiger 10 - MiUer 28, Perkisn 16, Smits 14, Rose 13. LA Lakers-Portland........91-95 Bryant 28, O’Neal 17 (16 fr.), Harper 15 - Smith 27, Stoudamire 22, WaUace 19, Pippen 15. Phoenix-Cleveland........101-88 Kidd 16 (12 sto.), Rogers 16, Gugliotta 15 - Kemp 20, Sura 12 (10 sto.), Bryant 10, Henderson 10. Aðafaranótt laugardags: Boston-Seattle ........ 111-86 A. Walker 21, Pierce 21, Anderson 19 - Baker 19, Lewis 14, Payton 13. Washington-Indiana . . . .123-113 Howard 36, Strickland 27, Smith 20 - Rose 21, MiUer 21, D. Davis 15. Miami-Atlanta............101-79 Mashbum 28, Mouming 20, Thorpe 14 - Jackson 18, Henderson 14, Rider 12. Denver-Phoenix...........99-101 McDyess 26, LaFrentz 22, Stith 14 - Kidd 24 (12 sto.), Robinson 24, GugUotta 21 (15 fr.). Golden State-Cleveland . . 115-103 Jamison 37 (18 fr.), MarshaU 25, Bla- ylock 22 (11 sto.) - Murray 38, Kemp 18, Fery 16. LA Clippers-Minnesota . . . 89-95 Odom 18, Taylor 14, Anderson 14 - MitcheU 20, Garnett 18, Jackson 17, Sealy 16. Staðan í deildunum AtlantshafsriðU: Miami (25-13), New York (24-15), PhUadelphia (24-17), Boston (19-21), New Jersey (17-23), Or- lando (17-24), Washington (13-29). MiðriðiU: Indiana (26-14), Charlotte (22-17), Detroit (21-18), MUwaukee (22-19), Toronto (20-19), Cleveland (16-25), Atlanta (14-25), Chicago (7-30). MiðvesturriðiU: Utah (26-12), San Antonio (26-15), Minnesota (21-16), Denver (17-21), Houston (15-24), DaUas (13-26), Vancouver (10-29). KyrrahafsriðiU: LA Lakers (33-8), Portland (30-10), Seattle (27-14), Sacra- mento (25-13), Phoenix (23-15), LA Clippers (10-29), Golden State (8-30). MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 DV DV Sport Haukamaðurinn Guðmundur Bragason hafði frekar hægt um sig gegn sínum fyrri féiögum í Grindavík í leik liðanna í Strandgötunni í gær. Hér er Guðmundur undir körfunni að skora án þess að Pétur Guðmundsson komi vörnum við. DV-myndir Hilmar Þór Maður leiksins: Pétur Guðmundsson, Grindavík. Undanúrslit í bikarkeppni KKÍ: urkom úrslit „Við vorum ekki að leika nógu vel í fyrri hálfleik, gerðum mörg mistök og vorum stífir í vöminni. Við lögð- um upp með það í síðari hálfleik að reyna að komast yfir, það skipti engu máli hvenær, bara að við næð- um því. Það tókst í blálokin. Við vorum samt ekki að spila okkar besta leik en það er kannski eðlilegt í svona leik. Það gekk vel eftir að við breyttum yfir í svæðisvöm og ég er mjög ánægður með að hafa komist í höllina. Nú vil ég bara fá Njarðvík í úrslitum svo að við fáum góðan Suð- umesjaslag,“ sagöi Einar Einars- son, þjálfari Grindvíkinga, eftir að þeir unnu ævintýralegan sigur á Haukum í Strandgötunni í undanúr- slitum bikarkeppni KKÍ í gærkvöldi. Þaö var Guðlaugur Eyjólfsson sem tryggði Grindavikingum sæti i bikarúrslitunum með þriggja stiga körfu þegar 24 sekúndur vom eftir og var þetta i fyrsta og eina skiptið sem Grindavíkingar vora yfir í leiknum. Góð byrjun Hauka Haukamir byrjuðu leikinn af miklum krafti, einkurn Bandarikja- maöurinn Stais Boseman, sem rað- aði niður körfunum í byijun leiks og gerði m.a. 12 af fyrstu 17 stigum Hauka. Haukamir náðu þannig þetta 8-12 stiga forystu sem þeir héldu að mestu í fymi hálfleik. Grindvíkingar náðu reyndar að jafha, 22-22, en Haukar svöruðu með 10 stigum í röð og staðan varð aftur þægilegri. Leikurinn einkenndist einkum af baráttu sem kom á kostn- að gæða leiksins. Munurinn á liðunum í hálfleikn- um lá þó einkum í því að Haukam- ir vom grimmar í vöminni, þó ekki endilega undir körfunni, heldur vörðu þeir mörg skot og stálu nokkrum boltum. Grindavíkingar náðu ekki að minnka þetta forskot svo heitið geti í fyrri hálfleik og í leikhiéi munaöi 13 stigum, 43-30. Leikurinn virtist ætla að hafa sama gang í síðari hálfleik. Vöm Hauka var betri og þeir juku for- skotið ef eitthvað var. Munurinn var mestur 16 stig, 47-31, en yfirleitt í kringum 10 stig. Svæðisvörnin breytti leiknum En þegar um 6 mínútur vora eft- ir ákvað Einar Einarsson þjáifari að breyta vöminni og breytti yflr í svæðisvöm í stað maður á mann. Þetta riðlaði nokkuð sóknarleik Hauka og Grindvíkingar komust smátt og smátt inn í leikinn. Spennan fór aö magnast og Guð- laugur Eyjólfsson náði að minnka muninn í 61-57 með þriggja stiga skoti. Bragi Magnússon svaraði í sömu mynt fyrir Hauka, 64-57, en þá tóku fjögur stig í röð við hjá Pétri Guðmundssyni og þá var munur- inn 3 stig, 64-61. Bragi svaraði aftur með þriggja stiga körfu, 67-61, þegar tæpar 2 mínútur voru eftir og þá leit út fyrir að sigurinn væri í höfn. En annað átti heldur betur eftir að koma á daginn. Fyrst kom þriggja stiga karfa hjá Pétri, 67-64. Haukar misstu boltann í næstu sókn og Grindvíkingar fengu þrjú vítaskot en nýttu aðeins eitt, 67-65. Áfram hélt svæðisvömin að stríða Haukum sem töpuðu boltanum og Guðlaugur skoraði framangreinda þriggja stiga körfu, sem réöi úrslitum þrátt fyrir að Haukar gerðu örvæntingafulla tiiraun til að hafa sigur. Haukarnir svekktir Haukamir hljóta að vera svekktir að hafa ekki haldið því forskoti sem þeir höfðu ailan leikinn. En svæðis- vömin virtist koma þeim í opna skjöldu og við það varð leikur þeirra ómarkviss. Stais Boseman átti stór- leik í fyrri hálfleik en hafði heldur hægt um sig í síöari hálfleik. Bragi Magnússon átti síðan sterka inn- komu í lokin en lítið bar á mönnum eins og Jóni Amari og Guðmundi. Grindvikingar eiga hrós skilið fyrir baráttuna undir lokin sem skil- aði þeim sæti í bikarúrslitunum. Einari þjálfara veröur einnig aö hrósa fyrir svæðisvömina sem var frábær hjá lærisveinum hans. Pétur og Guðlaugur vora þeirra bestu menn en Brenton Birmingham hafði óvenju hægt um sig íleiknum. Njarðvík-KR í kvöid Það fæst úr því skorið í kvöld hverjir mótherjar Grindvíkinga verða í úrslitaleiknum en Njarðvík tekur á móti KR í kvöld í síðari undanúrslitaleiknum. -HI Haukar(43) 67 - Grindavík (30) 68 4-0, 15-7, 22-22, 32-22, 36-27, (43-30), 48-33, 59-47, 61-57, 67-61, 67-68. Stais Boseman 23 Bragi Magnússon 15 Guðmundur Bragason 9 Jón A. Ingvarsson 9 Ingvar Guðjónsson 8 Marel Guölaugsson 3 Fráköst: Haukar 21, Grindavík 25. 3ja stiga: Haukar 7/19, Grindavík 9/18. Dómarar (1-10): Helgi Bragason og Sigmundur Herbertsson (6). Gœöi leiks (1-10): 7. Víti: Haukar 12/15, Grindavík 11/17. Áhorfendur: Um 500. Pétur Guömundsson 19 Brenton Birmingham 15 Guðlaugur Eyjólfsson 14 Alexander Ermolinski 7 Bjami Magnússon 7 Dagur Þórisson 6 + -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.