Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Page 12
Unnar í Strömsgodset
Unnar Sigurösson knattspymu-
naöur skrifaði um helgina undir
Driggja ára samning við norska B-
leildarliðið Strömsgodset.
Unnar er 24 ára gamall hávaxinn
ramarmaður sem lék með Tinda-
tóli í 2. deildinni á síðastliðnu
sumri og hann varð annar marka-
hæsti leikmaður deildarinnar með
12 mörk. Unnari var boðið að koma
til reynslu og þjálfara Strömsgodset
leist svo vel á hann að gengið var frá
samningi á laugardaginn.
Unnar á að baki 9 leiki með Kefla-
vík í efstu deild en hann hefur einnig
leikið með Víði, Breiðabliki og
Skallagrími.
Annar Islendingur er í herbúðum
Strömsgodset en það er Stefán Gísla-
son.
Strömsgodset féll úr A-deildinni á
síðasta tímabili en hefur tekið stefn-
una á að endurheimta A-deildarsæt-
ið. -GH
Unnar Sigurðsson byrjaði vel með
Strömsgodset en eins og fram kemur
hér að ofan gekk hann í raðir félags-
ins um helgina. Unnar skoraði tvö
mörk fyrir Strömsgodset þegar liðið
lagði Start, 3-1, í leik um bronssætið
á innanhússmóti í Noregi í gær. Unn-
ar skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og
gerði því alls þrjú mörk fyrir félagið
í þeim tveimur leikjum sem hann
spilaði. Á þessu móti sigraöi Moss lið
Haugasund, 6-3, í vítakeppni.
íslendingaliðið Lilleström varð í
þriðja sæti á öðru innanhússmóti en
liðið lagði Molde í leik um þriðja sæt-
ið, 1-2. Indriói Sigurðsson og Rún-
ar Kristinsson léku báðir með Lille-
ström en Grétar Hjartarson á við
meiðsli að stríða. Brann sigraöi
Stabæk í úrslitaleik, 3-1. Pétur
Marteinsson lék með Stabæk.
Vala Flosadóttir
varð í öðru sæti á al-
þjóðlegu móti í
stangarstökki sem
fram fór í Zweibruc-
ken í Þýskalandi um
helgina. Vala stökk
4,30 metra eins og
sigurvegarinn,
Pavla Hamkova frá
Tékklandi, en hún
notaði færri tilraun-
ir en Vala.
Keppni i 2. deild karla á íslandsmót-
inu í innanhússknattspyrnu fór fram
í íþróttahúsinu við Austurberg um
helgina. KA, FH, Tindastóll og Þór,
Akureyri, unnu sína riðla og tryggðu
sér þar meö sæti í 1. deildinni að ári
en það kom í hlut Fjölnis, Magna,
Grenivik, KÍB og HK að falla í 3.
deildina.
Úrvalsdeildarlið Fylkis í knatt-
spyrnu tekur þátt i alþjóölegu móti á
Kýpur í mars en þar leika nýliðarnir
úr Árbænum gegn sænskum og rúss-
neskum liðum. Bjarni Jóhannsson,
þjálfari Fylkis, hefur góða reynslu af
þessu móti á Kýpur en hann fór með
Eyjamenn á eitt slíkt. -GH
Fyrsti landsliðshópur Atla Eðvaldssonar:
Fjórir nýliðar
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari
í knattspymu, valdi fjóra nýliða í
sinn fyrsta landsliðshóp sem tekur
þátt í Norðurlandamótinu í knatt-
spymu sem hefst á La Manga á
Spáni um mánaðamótin.
Nýliðamir eru allt leikmenn sem
léku undir stjóm Atla hjá KR en
það eru Þórhallur Hinriksson, Sig-
þór Júlíusson, Bjami Þorsteinsson
og Indriði Sigurðsson sem reyndar
nú er kominn til liðs við Lilleström.
Hópurinn er þessi:
Birkir Kristinsson, ÍBV...........65
Árni Gautur Arason, Rosenborg .... 4
Rúnar Kristinsson, Lilleström....79
Þórður Guðjónsson, Genk...........35
Ríkharður Daðason, Viking.........28
Hermenn Hreiðarsson, Wimbledon . 27
Bjarki Gunnlaugsson, Preston.....25
Helgi Kolviðsson, Mainz ..........18
Auðun Helgason, Viking............14
Pétur Marteinsson, Stabæk.........13
Tryggvi Guðmundsson, Tromsö .... 12
Sverrir Sverrisson, Fylki.........11
Bjami Guðjónsson, Genk .............7
Heiðar Helguson, Watford............7
Eiður S. Guðjohnsen, Bolton.........4
Amar Viðarsson, Lokeren ............3
Sigurður ö. Jónsson, KR.............3
Ólafur Ö. Bjarnason, Malmö..........2
Haukur Ingi Guönason, Liverpool ... 1
Indriöi Sigurösson, Lilleström......0
Þórhallur Hinriksson, KR............0
Sigþór Júliusson, KR ...............0
Bjami Þorsteinsson, KR..............0
Þeir Þórður Guðjónsson og Eiður
Smári verða aðeins með í leiknum
gegn Finnum. Hermann Hreiðars-
son og Heiðar Helguson missa af
leiknum gegn Færeyingum og Arn-
ar Þór Viðarsson verður ekki með
gegn Norðmönnum.
Til viðbótar þessum 23 manna hópi
eru leikmenn sem ekki geta verið
með vegna anna með sínum liðum og
þar má neftia Helga Sigurðsson,
Arnar Grétarsson, Sigurð Jónsson,
Brynjar Bjöm Gunnarsson og Lárus
Orra Sigurðsson. Fyrsti leikur fs-
lendinga á mótinu er gegn Norð-
mönnum þann 31. janúar, 2. febrúar
verður leikið gegn Finnum og gegn
Færeyingum þann 4. febrúar.
-GH
Þórhallur Hinriksson, einn
nýliðanna í íslenska landsliðinu.
Grand Prix-mót í borðtennis:
Guðmundur og Lilja
urðu hlutskörpust
Guðmundur Stephensen og Lilja
Rós Jóhannsdóttir úr Víkingi sigr-
uðu í opnum flokki karla og
kvenna á Grand Prix-móti í borð-
tennis í gær þar sem Víkingar
unnu gullverðlaun í öllum þeim 11
flokkum sem keppt var í.
Guðmundur sigraði félaga sinn,
Adam Harðarson, í úrslitum, 3-0
(21-13, 21-12 og 21-16).
Lilja Rós hafði betur gegn Ingi-
björgu Jóhannesdóttur úr Vikingi,
3-0.
-GH
Lilja Rós.
553-3818
Fyrir EFtir T . | Fyrir EFtir
Frír pruFutfmi f vatnsnuddi Frír pruFutfmi í vatnsnudd
Aloe Vera
komin til að vera
TRIM /\F0RM
Heimatrimform
Berglindar
Leigjum út trimformtæki,
sendum um land allt.
Við leiðbeinum þér að ná árangri
Símar: 586-1626 og 896-5814
Opið:
• virka daga kl. 8-22
Grensásvegi 50,
sími 553-3818
Kvennahandbolti:
Ótrúlega
dýrmætt
„Þessi tvö stig sem við fengum
hér í Eyjum eru ótrúlega dýrmæt
í þessari baráttu. Það hefur alltaf
verið rosalega erfitt að koma
hingað og ætla að hirða öll stigin
enda tekst manni það ekki alltaf.
Þetta er virkilega mikilvægt fyrir
okkur því aö mér sýnist að það
dragi í sundur með átta efstu lið-
um og 3-4 lið eru að skOja sig frá.
Það var því einfaldlega spuming
um að halda sér í þessari
toppbaráttu og það tókst," sagði
Gunnar Gunnarsson þjálfari
Gróttu/KR, eftir sigur á iBV,
24-25, á fostudaginn.
Mörk ÍBV: Anita Andreassen 7,
Ingibjörg Jónsdóttir 5, Andrea
Atladóttir 4, Amela Hegic 3/2,
Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Hind
Hannesdóttir 2, Mette Elnarsen 1.
Varin skot: Lukrecija Bokan 4,
Vigdís Sigurðadóttir 11/1.
Mörk Gróttu/KR: Alla Gorgorian
7/2, Brynja Jónsdóttir 4, Jóna Björg
Pálmadóttir 4, Kristín Þórðardóttir 3,
Eva Þórðardóttir, Ágústa Edda
Bjömsdóttir 3, Selma Grétarsdóttir 1.
Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 20.
í Valsheimilinu tókst Val að
innbyrða sigur á Stjörnunni með
góðum endaspretti. Lokatölur
urðu 20-16, en Stjarnan leiddi í
hátfleik, 9-10.
Mörk Vals: Sigurlaug
Rúnarsdóttir 6/2, Gerður B.
Jóhannsdóttir 4/3, Arna Grlmsdóttir
3, Brynja Steinsen 3/1, Eivör P.
Blöndal 2, Anna Steinsen 1, Helga
Ormsdóttir 1. Varin skot: Berglind f.
Hansdóttir 22/2.
Mörk Stjörnunnar: Nína K.
Björnsdóttir 8/3, Ragnheiður
Stephensen 5/1, Anna Blöndal 1,
Sigrún Másdóttir 1, Guðný
Gunnsteinsdóttir 1. Varin skot:
Sólveig Halldórsdóttir 20/3.
-JGI/GH
2. DEILD KARLA
Selfoss-ÍR-b . . 38-21
Grótta/KR-Fjölnir 22-21
Breiðablik-ÍH 36-22
Grótta/KR 11 11 0 0 294-227 22
Breiðablik 13 10 0 3 369-299 20
Selfoss 12 8 1 3 336-287 17
Fjölnir 12 6 1 5 308-301 13
Fram-b 12 4 2 6 282-281 10
Þór 9 3 2 4 222-231 8
ÍR-b 11 3 2 6 265-289 8
fH 10 2 0 8 242-282 4
Völsungur 12 0 0 12 267-388 0
1. DEILD KARLA
Þór Þorl.-Stafholtstungur .... 97-50
Selfoss-ÍV .................117-121
Breiðablik-Stjaman ...........67-70
Valur-ÍR......................84-76
Þór Þ. 12 11 1 1010-774 22
ÍR 12 10 2 1012-819 20
Valur 12 8 4 901-785 16
Stjarnan 12 7 5 922-864 14
ÍV 11 7 4 860-900 14
Breiðablik 11 5 6 752-768 10
Stafholtst. 12 3 9 796-993 6
Selfoss 12 3 9 892-999 6
fs 12 3 9 785-889 6
Höttur 12 2 10 797-936 4