Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Page 3
JLlV LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 Lexus kemur í Kópavoginn Glæsibíllinn Lexus kemur á ís- lenskan markað um miðjan mars þegar Toyota- umboðið í Kópavogi býður kaupendum sínum fólksbil- ana IS 200 og GS 300. Lexusjeppinn RX bætist síðan i hópinn um veturnætur. Lesus er í raun lúxusbíla- framleiðsla Toyota og er ætlað að keppa við helstu lúx- usbíla heims. Á íslandi miðast sú keppni eink- um við Mercedes Benz og BMW. Lexus IS verður á við- ráðanlegu verði fyrir marga, eða ná- lægt 2,7 milljónum króna; GS bíl- amir verða milli 4,5 og 5 milljóna króna. Verð jeppans liggur ekki fyr- ir að sinni. Lexus IS 200 er með 6 strokka tveggja lítra vél. Hún er af VVT-i kynslóð Toyota- véla, þar sem skammstöfunin stendur fyrir breytilega ventla- opnun og inn- spýtingu (Vari- able Valve Tim- ining-injection). Hún er 155 hest- öfl með 195 Nm snúningsvægi við 4600 sn. mín. Val er um 6 gíra handskiptingu eða 4 gira ECT-iE skynvædda sjálf- skiptingu. Af staðalbúnaði má Lexus IS 200 er vel búin iúxusdrossía á viðráðanlegu verði. bílar 39 Lexus GS 300 keppir við fólksbíla i dýrari kantinum. nefna hitastýringarkerfi (AC, stund- um ranglega nefnt sjálfvirkur kæli- búnaður), 6 diska geislaspilara í mælaborði ásamt útvarpi með 6 há- tölurum, skriðstilli (með sjálfskipt- ingunni), ijóra líknarbelgi, hitaða útispegla, læsivarðar bremsur og rafeindastýrða spólvörn. GS 300 er með 225 ha 6 strokka vél, 298 Nm v. 4000 sn. min., með 5 gíra sjálfskiptingu sem einnig má stýra handvirkt ef svo býður við að horfa. Lexusbílarnir fá hlutdeild í sýn- ingar- og sölusvæði Toyota á Ný- býlaveginum. -SHH Torskilið Sé beygt inn í Túnin í Mosfellsbæ kemur í Ijós að svokölluð miðlína er mjög svo hægrisinnuð - aðeins mjóir bílar á leið inn í Túnin geta haldið sig rétt- um megin við hana. Spurning hver réttarstaða bílsins á mjórri akreininni er ef til áreksturs kemur. pírumpár á Vesturlandsvegi Sums staðar tíðkast að listamenn kríti myndir á stéttir og torg en lít- ið mun vera um þá listgrein hér- lendis. Hins vegar eru til menn sem hafa atvinnu af vegmerkingum og fara ugglaust eftir einhverjum fyrir- mælum þar að lútandi, að minnsta kosti í bland. Á Vesturlandsveg i Mosfellsbæ, við gatnamót sem kennd eru við Tún, hafa nú verið teiknuð bein strik og bogin sem ugglaust eiga að vera til einhverra hagsbóta fyrir umferð af Vesturlandsvegi og inn á hann um þessi gatnamót. Þessi teikn eru hins vegar þannig að menn þurfa nokkurn tíma til að átta sig á hvað þau þýða; þeir sem koma snöggt að hafa ekkert ráðrúm til þess. Pírumpárið er meira að segja gert utan um og yfir miðlínuna sem fyr- ir var án þess að gera tilraun til að má hana út og verður að virða veg- farendum til vorkunnar þó þeir átti sig ekki á þessum strikum sem óvænt verða fram undan þeim, og það jafnvel utan úr myrkri - ef þau eru ekki bara hulin snjó. Þeir sem tíðum eiga leið þarna um hljóta að taka viljann fyrir verkið og vona að ekki hljótist verra af því. -SHH Sá sem hefur nógan tíma, birtu og önnur æskileg skilyröi getur meö góðum vilja spáð í hvaö strikamerkin viö Tún í Mosfellsbæ eiga hugsanlega aö þýöa. Ytri jaörar akreina hafa ekki verið strikaöir sem í góöu skyggni gæti þó veriö til glöggvunar. Mynd DV-bilar SHH r Ný Ijósmyndabók um jeppaferðir: r A hálendi Islands út er komin ný ljósmyndabók með myndum af okkar fallega landi en það sem gerir þessa sér- staka er yrkisefnið sem í þetta sinn er ofurjeppar í náttúru ís- lands. Tæknimyndir gefa bókina út og hefur Kjartan P. Sigurðsson tekið vel flestar myndirnar í bók- inni en Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur sá um texta sem er á íslensku, þýsku, frönsku og ensku. Bókin er uppfull af fallegum myndum sem lýsa ævintýraheimi hálendisins sem er engum fær nema á til þess gerðum farartækj- um eins og ofurjeppum og fuglin- um fljúgandi. Hún skiptist í kafla um sögur hálendisferða, sumar- ferðir, vetrarferðir og sérútbúnað fyrir ofurjeppa og er tilvalin fyrir alla sem hafa ánægju af ferðalög- um með þessum hætti. Hér getur einnig verið um forvitnilega bók fyrir erlenda ferðamenn að ræða þar sem þessi markaður hefur opnast mikið á undarfornum miss- erum og mikil gróska þar á ferð- inni. Það er líka gaman að sjá að verið er að gefa út bók með lifandi myndum af fólki og farartækjum við þessar aðstæður og er það til- breyting frá annars ágætum bók- xun um svipað efni. -NG Rafsuöuviögerö uppi á jökli þar sem gert er við dempara með tveimur 12 volta rafgeymum. Góöur útbúnaður er nauðsynlegur á hálendi íslands og ekki síst kunnátta fjallafaranna. Mynd 4X4: KPS Vörpulegir Terrano II jeppar af árgerö 2000 - með breytingum viö allra hæfi. Næst okkur á myndinni er einn á 38 tommu dekkjum, þá á 33 tommu og loks einn óbreyttur meö öllu. Mynd DV-bílar PÖK IH kynnir breyttan Terrano II Ingvar Helgason hf. kynnti 2000 árgerðina af Nissan Terrano II um síðustu helgi og sýndi við það tæki- færi breytta jafnt sem óbreytta bíla af þessari gerð. Breytingamar á nýrri árgerð eru einkum fólgnar í nýjum framenda með nýju grilli og margspegla fram- ljósum. Framendinn er nú orðinn áþekkur stóra Patroljeppanum og nýjustu gerð king cab. Enn fremur eru nú allar gerðir Terrano II með ABS-hemlakerfi og tvo líknarbelgi. Mælaborð og inn- rétting bílsins hefur fengið nýtt og léttara yflrbragð. í fyrra bauðst Terrano II fyrst með sjálfskiptingu og jók það á vinsældir bílsins til muna, enda þykir hún eiga einkar vel við 2,7 1 túrbódísilvélina sem bíllinn er boðinn með. Þrátt fyrir endurbætur á bílnum og aukningu á staðalbúnaði hefur, að sögn Nissanumboðsins Ingvars Helgasonar hf., tekist að halda verð- inu nánast óbreyttu frá fyrri árgerð. Ódýrasti þriggja hurða bíllinn kost- ar samkvæmt verðlista 2.179.000 krónur en ódýrasti 5 hurða bíllinn er á 2.419.000 krónur. Ódýrasti 5 hurða dísiljeppinn er verðlagður á 2.575.000 krónur. -SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.