Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2000, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 19 „Tölvureiði“ er vaxandi vandamál: Þriðjungur notenda hefur gengið í skrokk á tölvu - gæti orðið alvarlegt heilbrigðisvandamál Tölvur eru orðnar verulega mikilvægur hluti daglegs lífs fólks og því getur það tekið á taugarnar þegar þær láta ekki að stjórn. Nú, þegar mikil- vægi tölvunnar sem atvinnutæk- is eykst hröðum skrefum, fjölgar í sífellu einkenn- um „tölvureiöi" þar sem fólk grípur til ofbeldis í ým- iss konar mynd þegar tölvurnar láta ekki að stjórn. Þegar slikt kemur upp á leiðir það oft til þess að fólk öskrar á vinnufélaga sína, lemur tölvuna eða grýtir jafnvel jaðarhlut- um tölvunnar frá sér í bræði. Þetta kemur fram I nýrri breskri rannsókn sem leiddi einnig í ljós að það sem fór langmest í taugaumar á fólki var þegar það glataði gögnum í kjölfar þess að tölva hrundi eða fraus. Tölvuvandamál af þessu tagi eru svo algeng meðal rúmlega fjórð- ungs þeirra sem vinna við tölvur að þau eiga sér stað vikulega. Annað sem fram kom í könnun- inni var að næstum þriðjungur Breta hafði gengið í skrokk á tölvu eftir að hún lét ekki að stjóm, 67% sögðust hafa orðið pirruð eða reið við tölvur og yfir 70% sögðust hafa bölvað tölvum sínum meðan á bar- áttunni við þær stóð. Vaxandivandi Rúmlega helmingur veikindadaga í Bretlandi tengist stressi á vinnu- stöðum samkvæmt rannsóknum. Því getur það leitt til alvarlegs heil- brigðisvandamáls ef tölvur, sem eru orðnar nauðsynlegar á flestum vinnustöðiun, eru sífellt að bila. Það Annað sem fram kom í könnuninni var að næstum þriðjungur Breta hafði gengið í skrokk á töivu eftir að hún lét ekki að stjöm, 67% sögðust hafa orðið pirruð eða reið við töivur og yfir 70% sögðust hafa toölvað tölvum sinum meðan á baráttunni við þær stöð. ýtir mjög undir streitu á vinnustöð- um sem svo aftur leiðir til fleiri veikindadaga. Bretar hafa nokkrar áhyggjur af þessari tölvureiði því hún virðist verða sífellt algengari, eins og fleiri tegundir reiði sem Tjallinn hefur skipað í flokka á síðustu árum. Þar fer fremst í flokki „umferðarreiði", þar sem fólk sleppir sér þegar illa gengur í umferðinni, og „flugreiði" þar sem flugfarþegar rjúka upp í trylltri reiði í flugvélum. Á síðasta ári voru 174 handteknir við lend- ingu á Heathrow- og Gatwick-flug- völlunum einum vegna slíkra uppá- koma en árið á undan voru þeir ein- ungis 98 í Bretlandi öllu. Ofurtölva reiknar út upphaf eyðni: Fyrsti maðurinn smitaðist um 1930 - tæpar 40 milljónir hafa smitast Vfsindamenn sem nýttu sér reiknigetu einn- ar kraftmestu tölvu í veröld- inni tilkynntu í síðustu viku að þeim hefði tekist að rekja uppruna eyðniveirunnar. Samkvæmt út- reikningunum kom veiran fyrst fram á sjónarsviðið árið 1930 eða þar um þil. Það voru Bette Korber og sam- starfsmenn hennar við Los Alamos- rannsóknarstöðina í Nýju-Mexíkó sem notuðu reiknilíkan til að reikna út stökkbreytingar á HIV- HlV-veiran varð til þegar SlV-veira fluttist frá simpansa til manns. Reiknað hefur verið út að þetta hafi gerst árið 1930 eða þar um bil. veirunni og finna þannig út hvenær veiran hefur fyrst flust milli simpansa og manna. Útreikningar tölvunnar eru í samræmi við það sem áður hefur verið talið um upp- tök eyðni. Smit viö simpansaslátrun „Það er mikilvægt að átta sig á upphafi eyðnifaraldursins, bæði til að skilja betur hvemig það hefur átt sér stað að veiran fluttist milli simpansa og manna og einrilg til að auðveldara verði að átta sig á því hve hratt veiran dreifist meðal manna,“ sagði meðal annars í skýrslu Korber og félaga. Næstum 40 milljónir manna hafa smitast af HlV-veirunni um allan heim. Vísindamenn telja að veiran hafi orðið til þegar forfaðir hennar, veiran SIV sem finnst í öpum, kom sér fyrir I manneskju í vesturhluta Mið-Afríku. Viða i Afrlku veiðir fólk og slátrar simpönsum, en veir- an getur auðveldlega smitast með blóðblöndun á meðan á slátrun stendur. Elsta dæmi um HlV-veiru í blóði manns er frá árinu 1959, en það fannst í sýni sem tekið var úr manni af Bantu-ættbálknum f land- inu sem nú er kallað Kongó. Víða fAfrfku veíðir fólk og slátrar simpönsum en veímn getur auð- veldlega smitast með blóðblöndun á meðan á slétrun stendun Veður Veðrakerfi geta komið af stað mígrenköstum samkvæmt nýrri rannsókn taugasérfræð- inga við Cal- gary-háskóla í Kanada. Þeir hafa fundið vísindalegar sannanir fyr- ir því að mígrensjúklingar hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir hafa kvartað yfir því að veðrið hafl áhrif á ástand þeirra. Rannsóknin sem Kanadamenn- irnir gerðu beindi sjónum að tengslum mígrenkasta og sérstaks veðurfyrirbæris í Kanada, Chin- ook-vindinum. Það eru heitir vestlægir vindar sem blása í Al- berta. Að sögn vísindamannanna er vindurinn heppilegur til þess- ara rannsókna vegna þess að upp- haf hans er hægt að skilgreina ná- kvæmlega og hann hefur miklar breytingar á veðri í for með sér. Einstaklingsbundnar orsakir Með því að bera saman dagbæk- ur 75 mígrensjúklinga við breyt- ingar á veðri vegna Chinook- vindsins komust þeir að því að 32 þeirra voru líklegri til að fá mígrenköst þá daga sem Chinook stóð yfir heldur en þá daga sem vindurinn lét ekki á sér kræla. Jafnframt sýndu sjúklingarnir ýmis persónubundnari einkenni, Ný rannsókn á mígreni: mikilvægur áhrifaþáttur - getur valdið migrenköstum sumir voru t.d. líklegri tO að fá mígrenkast ef vindurinn var í hvassara lagi, aðrir fengu mígrenköst dagana fyrir Chinook- vindinn og svo framvegis. Vitað er af því að margir mis- munandi hlutir í umhverfi fólks geta ýtt undir eða valdið mígrenköstum og er það mjög ein- staklingsbundið. Því hvetja vís- indamenn fólk sem fær migren til að halda dagbækur og reyna þannig að finna út hvaða hlutir ýta undir mígren þess. Þannig er mögulegt að gera ráðstafanir til Með því að bera sam- an dagbækur 75 mígrensjúkllnga vlð breytingar á veðrí vegna Chlnook-vinds- ins komust þeir að því að 32 þeirra voru Ifk- logrl til að fé mígrenköstþá daga s&m Öhinook stóð yfir h&ldur en þá daga sem vlndurinn lót ekki á sér krmla. að draga úr mígreninu áður en Kanadabúarnir 32 gert nú eftir fylgjast með því hvort von sé á einkennin koma fram. Þetta geta rannsóknirnar með þvi einu að Chinook-vindi næstu daga. Veður og vindar geta orsakað mígrenköst hjá mörgum en það er einstaklingsbundið hvaöa þættir veðursins eru áhrifavaldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.