Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 6
haf Hversu oft ætlar OFL að hætta? Hljómsveitin OFL, sem er hvað þekktust fyrir lagið Takk fyrir jólin, Jesú, virðist eiga erfitt með að kveðja sviðsljós- ið. Um áramótin tilkynnti sveitin að hún væri að leggja upp laupana og hélt rokna kveðjutónleika á Gauknum. Sveitin virðist hins vegar farin að verða eins og Greifarnir og ætlar að halda enn eitt kveðjupartíið á Gauknum um helgina og það bæði föstudags- og laugardagskvöld. Sveitin er sem sagt að verða eins og Greifarnir og kallar úlfur, úlf- ur trekk í trekk. Þær eru ekki margar, hljómsveitirnar, sem hafa hárgreiöslustofu sem æfingahúsnæði eins og hljómsveitin 4. hæöin gerir. Hér mundar klipparinn og bassaleikar- inn Jökull skærin á háriö á söngkonunni Siggu og Biggi og Sammi fylgjast með aöförunum. Flestar hljómsveitir byrja á því að æfa í bílskúrum eða kjöllurum lengst úti í bæ. Hljómsveitin 4. hæðin æfir hins vegar á miðjum Laugaveginum, á hárgreiðslustof- unni Amadeus. „Við höfum spilað saman í fimm ár en einungis einu sinni troðið upp,“ segir Jökull sem stofnaði sveitina ásamt félaga sínum, Samú- el Inga Þórarinssyni, fyrir fimm árum. Síðan þá hafa Birgir Ólafs- son og Sigríður Eyþórsdóttir bæst við og þannig er sveitin fullskipuð í dag. Söngkonan dóttir Ellenar Kristjáns 4. hæöin er hreinræktað gítar- band, án trommara og hljómborðs- leikara, og spilar eingöngu frum- samið efni. Tvö lög hennar, Rósir og Stórfótur, hafa verið töluvert spiluð á útvarpsstöðvunum og sveitin er væntanleg með sinn fyrsta geisladisk i vor. Þegar gengið er niður Laugaveginn á kvöldin má oft heyra tónlist berast út af hárgreiðslu- stofunni Amadeus. Eigandi stofunnar, Jökull Jörgensen, er í hljómsveitinni 4. hæð en eftir iokun breytist hár- greiðslustofan í æfingahúsnæði. Hvers vegna hafið þið ekki komið fyrr fram á sjónarsviðið? „Við höfum ekki verið tilbúin fyrr en núna. Það er tímafrekt að semja góða tónlist og texta. Þetta hefur verið svona tilraunastarf- semi hjá okkur síðustu árin,“ segir Jökull sem komst í samband við söngkonuna Sigríði í gegnum smá- auglýsingar DV. „Hún auglýsti eftir þroskuðum spilurum I smáuglýsingum DV og við svöruðum og það var love at first sight. Ég myndi segja að hún væri ein af efnilegustu söngkonum landsins í dag,“ segir Jökull, en þess má geta að hún er dóttir Ellen- ar Kristjánsdóttur. Alvarlegir textar Textar hljómsveitarinnar eru ekkert léttvægt bull og mikið er lagt í smíðamar en það em Jökull og Sammi sem sjá um þá deild. „Við erum svo þroskaðir þannig að textarnir okkar eru annaðhvort pólitískir eða rómantískir. Þeir fjalla um stríð og frið, tilfinningar eða fjölskylduna," segir Jökull sem er ekki mjög hrifinn af textum Skítamórals og fleiri annarra ís- lenskra sveita. „Textagerð er á niðurleið. Það eru til svo mörg bönd sem em bara í því aö búa til stuð en mér finnst allt í lagi að til sé ein hljómsveit sem gerir aðra hluti,“ segir Jökull og skilgreinir tónlist bandsins sem „soft rock“. Andinn á hárgreiðslu- stofunni er góður og segir Jökull að miklu betra sé að æfa í hár- greiðslustólunum heldur en á 4. hæð í fjölbýlishúsi en þar æfði bandið áður og þaðan er nafn sveit- arinnar komið. Á næstunni mun sveitin láta að sér kveða á börum borgarinnar og það er um að gera fyrir vegfarendur sem eiga leið um Laugaveginn á kvöldin að leggja við hlustir þegar gengið er fram hjá Amadeusi. Nýtt par? Rauðhausinn Egill Helgason virðist vera genginn út. Alla- vega sést hann æ oftar í fylgd Brynhildar Birgisdóttur, dag- skrárgerðarmanns á Bylgjunni. Parið dúkkar upp í tíma og ótíma á hinum ýmsu kaffihús- um og virðist fara nokkuð vel á með þeim. Hjónasvipinn vantar allavega ekki með þeim og er nokkuð ljóst að ef til barneigna kemur þá verða þar hreinræktaðar rauðrófur á ferð. Pál 1 óskar Dr. Love er sjálfskipaður kynlífsfræðingur götunnar. Hann leysir úr tilfinningaflækjum lesenda Fókuss og gesta Fókusvefsins á Vísi.is. Einungis er hægt að svara völdum bréfum en þeir sem eru virkilega þurfandi geta leitað á náðir Dr. Love í síma 908 1717. Bréf til Dr. Love: KÆRI DR. LOVEl Ég er 32 ára UNG kona og hef aldrei fengiö fuii- nægingu. Ég hef átt 4 kærasta og kynlífiö hjá okkur var svo sem ágætt, þeir kvörtuöu aiia- vega ekki. En börnin létu bíöa eftir sér og smám saman slitnaöi upp úr samböndunum. Nú er ég á lausu og mér fmnst þaö nú ekki mjög kveniegt aö sofa hjá hverjum sem er. Ég er aö hugsa hvort eitthvaö sé eiginlega aö mérl Hvaö á aö gerast þegar maöur fær fullnæg- ingu? Af hverju eru allir aö segia aö þaö sé svo gott? Er ég kannski búin aö fá fullnægingu og fannst þaö bara ekkert spes? Hvernig er best aö fá þaö? - Elsku Dr. Love, þú veröur aö hjálpa mér af því aö þetta er NEYDARTILFELUIII María Svar Dr. Love: Elsku María, faröu og rúnkaöu þérl Hvers vegna hefur þaö aldrei gerst að KARL- MENN spyrji mig út í þetta? Jú, strákar kunna nefnilega aö rúnka sér. Þeir æfa sig í því á hverjum degi. Þeir eru sko búnir að klára heimaverkefnin þegar þeir fara svo aö stunda kynlíf á fullórðinsárunum. Stelpurnar ekkil Þú þarft aö LÆRA aö rúnka þér, fá svo fullnæg- ingu og leyfa karlmönnum að veita sér hana án þess að þjást af mannskemmandi sektarkennd á eftir! Stelpur eru þannig byggðar að það er mun erfiöara fyrir þær að skoöa og pæla í kyn- færum sínum heldur en fyrir strákana. Þær geta aðeins virt fýrir sér leggöngin, skapa- barmana og snípinn meö aðstoö SPEGILS. (Handhægu speglarnir I snyrtitöskunum ykkar eru fullkomnirtil þess!) Þegar snípurinn er nuddaður eða fær rétta örv- un og ertingu leiðir það smám saman til mikill- ar orkulosunar sem er kölluð fullnæging. Sum- ir vilja meina að þetta ástand sem viö komumst í við fullnægingu sé þetta raunverulega „high“ sem erum öll að reyna að ná þegar viö förum á fyllirí eða dópum. (Sem Dr. Love mælir EKKI með! Rúnkið ykkur frekar, takk.) Snípurinn hefur sama hlutverki að gegna og kðngurinn á karlmönnunum - næmasta og mest kynörvandi svæðiö á líkamanum, fyrir utan tunguna og fingurgómana. Hann er oft lít- il kúla eða totur rétt fyrir ofan legopið, stundum risastór, stundum næstum ósýnilegur. Það er frábært að nudda hann og svæöið í kring meö puttunum (putta sig), láta sleikja hann á sér eöa nota víbrator, titrandi egg eða önnur sexí leikföng með batteríum. Einnig er pottþétt að rúnka sér inná baði með sturtuhausnum, koma þá hæfilegum krafti á vatnið og dæla því í striö- um straumum á snípinn ... og fá það! BIG TIMEi! Og veistu hvað? Stelpur/konur geta fengið MARGAR TEGUNDIR af fullnægingu (og það oft I sama drætti) á meðan karlmenn fá að- eins eina?? Þær geta fengið „rafmagns“-full- nægingu, „náladofa", „stjörnuljósa", „kjarn- orkusprengju" „innávið" og „útávið"-fullnæging- ar! Og þær geta sko haldið áfram að fá geggj- aðar fullnægingar eftir fertugt líka! Og Dr. Love er að drepast úr afbrýðisemi út af þessu! Sorri, konur fá það EKKI af því einu aö láta karl- manninn hjakkast inn og út um leggöngin. Skiptir tippastærð þá sjaldnast neinu. Auk þess á maður ekki að leggja alla kynferðislegu áþyrgðina á heröar karlmannsins. Það er mjög dónalegt gagnvart honum. Getur veriö að þú hafir ætlast til þess að þessir 4 kærastar í lífi þínu ættu að sjá alfarið um allar ÞlNAR fullnæg- ingar? Getur veriö að þú hafir gert þér upp full- nægingu til að þóknast ÞEIM? Ég veit alveg af hverju þú ert að skrifa mér þetta þréf og af hverju þú skammast þín fýrir það eitt að vera kynvera. ÞETTA ER ALLT MAR- lU MEY AÐ KENNAi! Pældu í þvi! Þegar Mariu tókst aö eignast þarn án þess að þurfa að láta ríöa sér setti hún ákveðinn standard í kynlífi okkar hinna. Kynlíf okkar hinna varö sjálfkrafa ógeðfelldara, synd- samlegra og við áttum engan séns í að verða jafn perfekt og hún. - Við erum enn að greiöa þessa himinháu reikninga sem Maria mey (og aðdáendaklúbbur hennar) kraföist af okkur öld- um saman. Þú ert ein af þeim, enn þá ófull- nægð, veist ekkert í hvorn fótinn þú átt aö stíga og getur engan veginn upplifað þig sem kynver- an sem ÞÚ ERT! Og þaö kaldhæðnislegasta af öllu er að þú heitir í höfuðið á þessari umræddu tandurhreinu píu! Nennirðu þessu lengur? Nennirðu að lifa eftir rúmlega 2000 ára gömlum gildum sem búin voru til af karlmönnum fýrir það fyrsta - til að bæla niður konur? Ef ekki þá mæli ég með að þú mótmælir þessari Mariu mey-pælingu meö því að grípa spegilinn, skoða á þér píkuna, finn- ast hún frábær og falleg, finnast kraftaverk aö börn skuli geta komið þarna út, nuddir á þér snípinn, á hvaða hátt sem þú vilt, finnir fuilnæg- inguna hlaöast upp, láta svo einhvern gæja með HUGE-tittling riða þér frá öllum möguleg- um hliðum, breima eins og læða á lóðarii og öskra eins og Ijón þegar þú færð geggjuðustu fullnægingu sem þú hefur fengið! - Og ég get lofað þér því að það aö fá fullnægingu er það kvenlegasta sem þú getur mögulega gert! Áhugasömum um fullnægingar kvenna er bent á Betty Dodson sem er nokkurs konar Jóna Ingibjörg Bandarikjanna. Hún hefur haldið full- nægingarnámskeið fýrir konur í meira en 30 ár og fær enn þá brjálaðar fullnægingar á hverjum degi. Hún er 65 ára. Hún er meö pottþétta heimasíðu sem allir ættu að tékka á - www.bett- ydodson.com. Dr. Love 6 f Ó k U S 11. febrúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.