Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 2
36 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 33'’^/" lar Reynsluakstur BMW Touring 318: Góð fjöðrun og sjálfskipting Vitaskuld er þaö afturendinn á Touring-bílnum sem gerir hann helst frá- brugðinn fólksbílnum. Langbaksformið gefur honum aukiö notagildi. Eins og á 5-línu langbaknum er hægt að Ijúka glugganum upp sérstaklega og óþarft að opna með hleranum öllum. Myndir DV-bílar, Hilmar Pór BMW 318 var tekinn til prófunar hér fyrir rúmu ári en nú er kömin lang- baksútfærsla af sama bíl. Fyrir után annað sköpulag á yfirbyggingu er helsta mismuninn að finna í því að nú er komin ný og betri sjálfskipting. Hún er raunar kölluð sportronic sem er annað heiti fyrir valskiptingu - sem sagt þess konar sjálfskiptan gírkassa að með þvi að færa skiptistöngina eitt hak til hliðar er hægt að handstýra skiptingunni. Þá verður kassinn ekki lengur sjálfskiptur heldur raðskipt- ur/handskiptur. Ökumaður getur ráð- ið hvaða gír hann notar hvetju sinni með þvi að velja einn gír upp eða nið- ur eftir því hvað hentar. Almennt séð nýtist valskipting best þannig að auðveldara er að skipta nið- ur og fá út meiri snúning og þar með betra viðbragð með handskiptiforminu en sjálfskiptingunni. En þegar BMW Hér sést skiptistöngin meö val- skiptiforminu vinstra megin viö sig. Fram af henni vinstra megin er tengirofinn fyrir ASC-stöðugleika- stýringuna - en sitt hvorum megin eru rofarnir fyrir rúðuvindurnar f fremri hurðunum! Touring 318 á í hlut verður að viður- kennast að sjálfskiptingin tók alltaf fram því skiptimunstri sem ég gat not- að. Hún svaraði alltaf á stundinni og skiptimunstur hennar er fuilkomnasta sjáífskiptimunstur sem ég hef átt sam- Skipti við. Góð stöðugleikastýring Eins og stallbakurinn var langbak- urinn búinn ASC-stöðugleikastýring- unni. Nú gafst gullið tækifæri til að prófa hana til hlítar. Hún er ótrúlega góð hvað varðar spymustýringu í átaki - spólvöm, ef við viljum nota það orð. Afturhjóladrif er oft rógborið sem afleitt í snjó og hálku. Ég prófaði BMW-langbakinn þannig að ég reyndi hann hvað eftir annað í verulega gler- hálli brekku, stöðvaði hann og tók ör- ugglega og óaðfinnanlega af stað aftur. Jafhvel þegar ég reyndi að gefa ótæpi- lega hafði stöðugleikastýringin vit fyr- ir mér - og bílnum - og sló af þannig að hann næði spymu og gæti spunnið sig upp. Annað var uppi á teningnum þegar stýringin var tekin af, sem hægt er að gera með einu handtaki á snertirofa. Þá var auðvelt að spóla - en jafnvel þá er hægt að fara mjúklega að og ná þokkalegu gripi. Taka ber fram að þrátt fyrir ASC snýst þessi bíll eins og aðrir á glærri hálku - þó minni hætta sé á því. Rétt er að taka fram að reynslu- bíilinn var búinn góðum, vel negld- um vetrardekkj- um. í rauninni 319 Þó þessir bílar séu enn af gömlum vana nefndir 318 væri réttara að kalla þá 319 því vélin sem áður var 1800 cc er nú orðin næstum 1900 cc. Hún gefúr 118 hö. sem dugar þessum bíl ágætlega. Hún gefúr góða milli- hröðun og samspil vélar og afbragðs sjáifskiptingar gerir bílinn mjög skemmtilegan í akstri. BMW kann líka lagið á því að búa bíla þannig úr garði að þeim verður ekið af miklu öryggi en jafnframt með tiifinningu fyrir því sem verið er að gera. Fyrir bragðið verður aksturinn skemmtilegur og áhyggjulaus. Hér er hægt að endurtaka það sem sagt var um stallbak- inn: „Óhætt er að fullyrða að virkt ör- yggi, akstursöryggi, er eitt það besta í þessum bíl sem finnst í þessum stærðar- flokki. Hvað óvirkt öryggi - árekstursör- yggi - áhrærir er BMW 3 fyrsti bíllinn sem er með líknarg- ardínur sem staðal- búnað. Þetta eru loft- pulsur sem sprengj- ast niður úr loftinu yfir hliðargluggum til vamar ef bíllinn verður fyrir höggi á hlið af ákveðnum þunga. Bíllinn er einnig með hliðar- belgi í framsætisbökum og að sjálf- sögðu með hefðbundna líknarbelgi fyr- ir ökumann og framsætisfarþega. Þannig er BMW 3-Iínan nýja fyrsti ijöldaframieiddi bíll- inn með sex líknar- þelgi. Þar að auki eru líknarbelgir á hlið fyrir aftursætis- farþega fáanlegur aukabúnaður í þenn- an bíl þannig að sá sem vill vera afar vel varinn getur haft 8 líknarbelgi í BMW-. inum sínum.“ „Það er ekki að- eins að þessi fjöðrun stuðli að afbragðs veggripi heldur er hún líka afar dugleg að eyða ójöfnum - venjulegar hraðahindranir eins og þær tíðkast í borg Ingibjargar valda þess- um bíl furðu litlum óþægindum." Innandynur Sæti eru frekar hörð í þrjú-línunni almennt en þau eru vel formuð og þægileg. Tæknimenn BMW hafa fund- ið rétt jafnvægi milli mýktar og mót- unar. Innanrými í bílnum er allgott, líka aftur í, þó eins og i svo mörgum bílum sé þægilegast að ekki þurfi fleiri BMW 318i - nokkrar tölur Vél: 4 strokka, 1895 cc, 118 hö. v. 5500 sn.mín., snúningsvægi 180 Nm v. 3900 sn.mín. Jafnvægisásar sem gefa þýðari gang. Hröðun 0-100 10,9 sek. Hámarkshraði 202 km/klst. Eyðsla skv. meginlands- staðli: 11,4-6,2-8,1 lálOOkm m.v. borgarakstur-langkeyrslu-meðaltal. Drif á afturhjólum, rafeinda- stýrð stöðugleikastýring. 4 gíra tölvustýrð sjálfskipting með val- skiptingu. Fjöörun framan: MacPherson með stöðugleikabúnaði (anti-dive). Fjöörun aftan: Langarmar og tvívirkir stefnuarmar og jafnhæðar- stilling (anti-dive, anti-squat). Læsivaröar diskabremsur (ABS) allan hringinn. Lengd-breidd-hæö: 4478 1739 1415 mm, hjólahaf 2725 mm. Farangursrými: 435/1345 I. Beygjuradíus: 5,25 m. Eigin þyngd: 1365 kg. Dekk: 205/55x16. Verö: frá kr. 2.750.000 (handskipt- ur), 2.890.000 (sjálfskiptur). Umboö: B&L, Grjóthálsi. en tveir að deila með sér rýminu þar. Farangursrými er prýðilegt en senni- lega geldur bíllinn þess að nokkru að vera langbakur þannig að meiri dynur verður í innanrými hans held- ur en í bíl með skotti, raunar meiri en ég haföi búist við frá þessum framleiðanda, þessari árgerð. Vera má líka að vetrardekk- in hafi aukið á þennan dyn. Miðað við hvað í þennan bil er lagt er verðið ekki hærra en við er að búast. Grunn- verð á handskiptum bíl af þessu tagi er 2.990.000 krónur. Sjálfskiptingin er á 140 þúsund. Reynslubíllinn var á álfelgum sem kosta 120 þúsund þannig að heildarverð hans var 3.250 þúsund krónur. -SHH Kostir: Rásfesta, fjöðrun, auðveld stjómun, góð sjálfskipting, virk stöðugleikastýring. Ókostir: Fullmikill innandynur. Afturhlerinn opnast hátt upp og er ekki fyrir þegar menn at- hafna sig aftan viö bílinn. Heföbundinn 318-framendi og ekki leynir sér hvernig tíöarfarið var meöan bíllinn var í reynsluakstrinum. Vel séð fyrir eigendum Chrysler/Jeep Nú, þegar ljóst er orðið að Jöfur mun ekki starfa öllu lengur, ekki sem bílaumboð að minnsta kosti, er líka ljóst að þangað verður ekki leit- að lengur um kaup á eða varahluti í Chrysler/Jeep. Raunar hafði því umboði verið sagt upp fyrir nokkru og tengslin milli Chrysler og Jöfurs verið afar losaraleg, svo ekki sé meira sagt. Bílaverkstæðið Bíljöfur í Kópa- vogi, sem að mestu eða öllu leyti byggðist á gömlum starfsmönnum Jöfurs, hefur löngum sérhæft sig í þjónustu við Chrysler/Jeep. í ný- legri fréttatilkynningu segir að verkstæðið hafi sérstakar bilanaleitartölvur frá Chrysler og stillingartölvur sem hvorar tveggja hafi verið uppfærðar til að gagnast bílum allt upp í ár- gerð 2000. Bílabúðin H. Jónsson & Co, sem áður var í Brautarholti, er nú kom- in í sama hús og Bíljöfur að Smiðju- vegi 70 í Kópavogi. Bilabúðin H. Jónsson hefur löngum sérhæft sig í varahlutum fyrir ameríska bíla og með hliðsjón af því hvemig málum er komið með Chrysler/Jeep á ís- landi hefur BHJ nú lagt sérstaka áherslu á að eiga góðan lager af varahlutum í þá bíla. Sérpöntun varahluta í gegnum BHJ ef með þarf gengur greitt fyrir sig. Stefna Daim- lerChrysler hefur frá samein- ingu Daimler Benz Bíljöfur og Bflabúöin H. Jónsson í Kópavogi þjóna eigendum Chrysler/Jeep á íslandi. Gagnvart minni mörkuðum i Evr- ópulöndum hefur þetta þýtt að Chrysler og undirmerki þess hluta samsteypunnar hafa færst undir umboð Mercedes Benz. Þvi má víst telja að þegar Chrysler kemur aftur til íslands með formlegum hætti, sem næstum örugglega verður inn- an fárra vikna, fer hann til Ræsis hf. og verður þar allt á einni hendi, sala nýrra bíla, þjónusta og „orig- inal“ varahlutir. Þar með má segja að þá verði Chrysler „kominn heim“ aftur því upprunalega var Ræsir hf. stofnað sem Chrysler-um- boð árið 1942 og þar var umboð fyr- ir Chrysler, Dodge, Plymouth og Fargo fram til 1965. SHH Ræsir hf. á Skúlagötunni - uppruna- lega stofnaö sem Chrysler-umboö. Nú má fullyröa aö Chrysler fari þang- aö aftur. og Chrysler verið sú að umboð fyrir framleiösluvörur fyrirtækisins væri aðeins eitt á hverju svæði, hvort sem bfilinn ber þríhymdu Benz- stjömuna eða þá fimmhyrndu frá Chrysler - sem raunar hefur nú ver- ið breytt í merki sem minnir á vængi. Chrysler hefur ekki verið áberandi á Évrópumarkaði en eftir sameininguna hefur þetta breyst. Þar sem Chrysler kemur nú inn aft- ur eða sem nýr aðili hefur megin- umhyggjan beinst að þeim sem þeg- ar eru orðnir viöskiptavinir Chrysler. Slegist um Kia-umboðið Um þessa helgi ræðst hverjir fá umboö fyrir Kia-bílana eftir að umboð þeirra, Jöfur hf„ fór á hausinn. Ástæðan fyrir taprekstr- inum er sögð vera að of lítil álagning var á öllum merkjum Jöfurs og því fór sem fór. Kia stefnir hins vegar í að verða vin- sælt merki ef marka má áhuga söluaðila á umboðinu en sam- kvæmt heimildum DV-bfla slást fimm um það umboð núna. Einn af þessum aðilum er Suzuki-um- boðið, sem selur Suzuki-vélhjól, og ljóst er að þar fengi merkið enga samkeppni frá öðrum bílteg- undum. Um helgina verða staddir hér forsvarsmenn verksmiðjanna frá Kóreu og í framhaldi af fund- um þeirra með söluaðilum ræðst hver hlýtur hnossið. Taka þarf tillit til þess hver geti tekið við sölu og hafi jafnframt nægilegt húsnæöi undir svo viðamikla starfsemi sem umsvif bílaumboðs eru. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.