Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Side 3
-U\ ' LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
37
í íyrra varð strax ljóst að vélsleðaí-
þróttin er aftur komin til að vera og
gekk allt mótahald vel og var vel sótt
af áhorfendum. En betur má ef duga
skal og á þessu ári er búið að skipu-
leggja mót í tugatali hérlendis, bæði ís-
lands- og Evrópumeistaramót, að ekki
sé minnst á heimsmeistarakeppni í
vélsleðaakstri sem haldin verður á
Ólafsfirði 6.-7. maí næstkomandi. Þar
af leiðandi hefur verið mikil sala í
sleðum, auk þess sem menn hafa verið
að kaupa eða smíða sér keppnissleða.
Við skulum aðeins forvitnast um
nokkra skæða vélsleðakappa sem ætla
að gera stóra hluti í ár.
Þórir—Polarís
Þórir Gunnarsson er einn okkar
fremstu ökumanna í snjókrossi og hef-
ur hann keppt á vélsleðum síðan 1989
og á að baki 3 íslandsmeistaratitla, þar
af einn í snjókrossi
1997. Þórir hefur alltaf
keppt á Polaris og hef-
ur ekki í hyggju að
breyta því. Hann hefur
fest kaup á einum
verklegasta vélsleða
landsins sem er af
gerðinni Polaris EDGE
800. Sleðinn er fram-
leiddur hjá Polaris en
þaðan fer hann í gagn-
gerar breytingar hjá
„tjún-fyrirtæki“ sem
heitir PRO 5 og er út-
koman vægast sagt frá-
bær. í sleðann er settur
800 rúmsentímetra
mótor sem skilar 140
hestöflum og fjöðrunin
er einnig gerbreytt.
Þórir segir að veturinn
leggist mjög vel í sig og
hann sé i góðu likam-
legu formi, en hann er
nýbúinn að fá sleðann
og notar allan þann frí-
tíma sem gefst til að
keyra og kynnast nýja
sleðanum.
Að sjáifsögðu ætlar Þórir sér að
sigra en hann sagði jafnframt að hann
gerði ekki betur en hann gæti og ætti
sína góðu og slæmu daga. Þetta með
heimsmeistaramótið er náttúrlega með
ólíkindum og vinnan sem unnin hefur
verið er að skila sér á rétta staði, sagði
Þórir að lokum.
Alexander—Lynx
Alexander Kárason heitir maðurinn
sem átti hugmyndina að heimsmeist-
aramótinu og hafði samband við WSA,
sem er heimssamband keppnismanna
á vélsleðum. Hann hefur keppt nokkuð
reglulega síðan 1993 og varð Norður-
landsmeistari 1998 og svo íslandsmeist-
ari í fyrra. Alexander er nýbúinn að fá
nýjan keppnissleða frá Lynx, af gerð-
inni Rave Cross 2000, en það er sér-
smíðaður keppnissleði sem aðeins er
framleiddur í 7 eintökum frá verk-
smiðju og fá þvi færri en vilja. Sleðinn
er með 747 rúmsentímetra vél og er um
160 hestöfl.
Alexander segir veturinn leggjast
vel í sig og gott sé hve mikil nýliðun
hefur orðið í sportinu. Hann hefúr
ásamt Stefáni Bjamasyni og Árna Gr-
ant stofnað keppnislið Lynx á íslandi,
„Team Lynx“, og. ætla þeir félagar
meðal annars að fara á Evrópumeist-
aramótið í Östersund i Svíþjóð. Eins
og áður sagði er Alexander upphafs-
maðurinn að heimsmeistaramótinu á
Ólafsfirði í vor og vinnur hann nú
hörðum höndum ásamt félögum sínum
í Vélsleðaklúbbi Ólafsfjarðar að því
gera það að veruleika. Hann vildi
koma því á framfæri að hann lýsir fúll-
um stuðningi við nýja keppnissam-
bandið í mótorsportinu, MSÍ, og telur
að það sé það besta sem komið hefur
ann en hann er með styrkingar á þeim
svæðum sem mest þörf er fyrir þær.
Einnig er hann með mun léttara húdd
en aðrir sleðar. Þessi sleði er því mjög
léttur og lipur. Hvað vélina snertir þá
er hann mjög frábrugðinn öðrum sleð-
um. Tekin var venjuleg 600 rúmsentí-
metra vél og hún stækkuð (boruð út) í
674 rúmsentímetra. Einnig er hann
með aðra gerð af púströri og engan
hljóðkút. Þessar breytingar gera sleð-
ann 26% kraftmeiri. Hann er því kom-
inn upp i ein 135 hestöfl sem er allgott
í 190 kílóa þungum sleða.
Sárfaúinn til að standa
á honum
Stýrið er ailt öðruvísi en í öðrum
sleðum. Bæði er það mun hærra og
með öðru formi. Þetta er gert til að
auðvelda aksturinn í mjög erfiðum að-
Takið eftir laginu á stýrinu. Það er svona til þess að auðveldara sé aö standa sleöann og
hanga til hliðar í kröppum beygjum.
fyrir vélsleðasportið hingað til.
Guðmundur—Arctic Cat
Guðmundur Gíslason, aðstoðar-
framkvæmdarstjóri B&L, lét í desem-
ber flytja inn fyrir sig sérhannaðan
keppnisvélsleða frá Arctic Cat. Sleðinn
er af gerðinni Snow Pro frá Arctic Cat,
sem B&L er með umboð fyrir, en þenn-
an sleða er ekki hægt að kaupa í búð
þar sem um sérsmíðað keppnistæki er
að ræða, aðeins smíðað fýrir keppn-
islið Arctic Cat. Hann er með vél frá
Black Magic og með sams konar íjöðr-
un og venjulegur sleði, nema hann er
með stiilanlega gasdempara. Ekkert
sem ekki þarf í keppni er sett á þenn-
an sleða. Sem dæmi þá eru ekki ljós á
honum að framan og engir mælar eins
og hraðamælir eða snúningsmælir.
Þetta er gert aðallega til að létta sleð-
stæðum. Þróunin erlendis hefúr verið
í þá átt að menn standi allan tímann á
sleðanum. Dæmi um það er núverandi
heimsmeistari, Blair Morgan, sem
keyrir Arctic Cat Snow Pro-sleða, sá
eini sem getur staðið allan tímann.
Kosturinn við þetta aksturslag virðist
helst felast í því að ökumaður sér bet-
ur það sem er fram undan og einnig á
hann að geta tekið betri lendingar eft-
ir löng stökk.
Ókosturinn er að fáir geta staðið á
sleðanum alla keppnina því það reynir
mjög mikið á styrk og þol ökumanns-
ins. Sagt er að mótorkross á vélhjólum
sé erfiðasta íþrótt í heimi og vélsleða-
krosskeppni er ekki mjög frábrugðin
þeirri keppnisgrein. Þvi þurfa keppnis-
menn á vélsleðum að vera í mjög góðu
líkamlegu formi bara til að geta klárað
keppni. B&L hafa fengið til landsins 3
sleða af þessari gerð
og keyrir Helgi
Reynir frá Ólafsfirði
einn þeirra og einn
bíður eftir öku-
manni inni í sýn-
ingarsal. DV-bílar
hittu aðeins á Guð-
mund um daginn
áður en hann hélt
norður til æfinga
með sleðann sinn og
lagði fyrir hann
nokkrar spuming-
ar.
í hvaða mótum
ætlar þú að keppa í
vetur?
Stefnan er að
taka þátt í sem flest-
um.
Hvað finnst þér
um uppganginn í
sportinu?
Menn eru að taka
við sér aftur eftir
lægð. Þetta sport
virðist vera mjög
nátengt efnahagslíf-
inu því það er mjög
dýrt, enda eru lúx-
ustollar á vélsleð-
um, ólíkt því sem
gerist t.d. í flug-
sportinu. Áhuga-
menn um flug fá
ódýrt bensín og
borga mjög lága tolla. Einnig má benda
á það að við borgum vegaskatt þegar
við kaupum bensínið en ekki notum
við vegakerfið! Einkennilegt er því
hvemig ríkið viil skattleggja áhugamál
landsmanna.
Miklar sviptingar eiga sér einnig
stað innan félaga sem tengjast sport-
inu. Auðvitað era sviptingar í félags-
málum vélsleðaáhugamanna eins og
hjá öðrum. Mitt álit á því er að gott
mál sé að menn stofni félög og fram-
kvæmi góða hluti sem snerta sportið.
Samt skulu höfð í huga heildarhags-
munamál vélsleðamanna, eins og bar-
áttan við ríkið um að lækka aðflutn-
ingsgjöldin á keppnissleðum. Ég vil
taka það skýrt fram að B&L styður öll
félög sem vinna að þvi að bæta og
þjóna vélsleðamönnum. Hlutverk um-
boðsaðila er að þjóna sínum viðskipta-
vinum á sem bestan hátt og ekki get-
um við gert neinn greinarmun þar á.
Hvað keppni varðar þá er fyrirhug-
uð heimsmeistarakeppni hér á landi í
vor og það verður mjög spennandi að
fá atvinnumenn til okkar. Þetta mun
hleypa fersku blóði í sportið því að við
getum margt lært af þessum mönnum.
Em einhveijar nýjungar í sleðum
frá Arctic Cat sem þið sjáið um að selja
hérlendis?
Já, við erum að fá nýjar vélar á
næsta ári. Þær eiga að vera enn þá
spameytnari og kraftmeiri. Hægt er að
skoða heimasíðu Arctic Cat á slóðinni
www.arcitc-cat.com en þar era allar
Guömundur Gislason við Arctic Cat sleðann sinn sem
er sérhannað keppnistæki.
nýjustu upplýsingar um sleðana.
Einnig höfum við stóraukið þjónust-
una hjá okkur. Sem dæmi erum við
núna með sérstaka símatíma á verk-
stæðinu sem er nýtt og glæsilegt og
með þrautþjálfuðum mönnum.
-NG
Fara með keppnislið til Wales
- þáttpökkuð dagskrá hjá KTM-mönnum allt árið
KTM-mótorhjól hófu innreið sína
á íslenskan mótorhjólamarkað 1994.
Karl Gunnlaugsson, umboðsaðili
hjólanna, hefur verið keppandi á
KTM frá þeim tíma og vann meðal
annars íslandsmótið í sandspymu
1995. Árið 1999 var sérstaklega gott
hjá KTM og voru hjólin söluhæst í
flokki torfæruhjóla það ár ásamt því
að keppnislið KTM íslands / Coca-
Cola vann íslandsmótið í enduro og
vann Einar Sigurösson öll mót árs-
ins. Einnig keppti Karl Gunnlaugs-
son í heimsmeistaramótinu í „All
terrain raily" í Arabísku fursta-
dæmunum með göðum árangri
framan af.
Fyrir næstu vertíð hefur KTM-
umboðið ákveðið að styrkja Viggó
Viggósson með KTM 380 SX keppn-
ishjóli fyrir motocrosskeppni sum-
arið 2000 ásamt því sem hann mun
aka KTM 300 EXC í enduromótum
ársins. Einar Sigurðsson mun aka
KTM 380 SX-keppnishjól eins og Viggó Viggós-
son fékk afhent viö hátíðlegt tækifæri á
Sportcafé um daginn.
KTM 250 SX í motocross og KTM 300
EXC í enduro-keppni ársins. Karl
Gunnlaugsson mun aka KTM 380
EXC í enduro-mótum ársins og
KTM 660 LC4-Raily í UAE desert
challenge-keppninni í
Arabísku furstadæmun-
um. KTM verður einnig
með keppnislið og mun
kappkosta að aðstoða
aðra keppendur sem
aka KTM-hjólum. Um
páskana er svo stefnan
að Einar og Viggó fari
til Bretlands í æfinga-
búðir hjá Kurt Nicol,
keppnisstjóra KTM-liðs-
ins sem keppir i heims-
meistaramótinu í
motocross. Kurt Nicol er margfald-
ur Bretlandsmeistari í motocross og
ætti að geta kennt strákunum eitt-
hvað. Keppnislið KTM ísland /
Coca-Cola mun einnig taka þátt í al-
þjóðamótinu í enduro, Wales 3
Days, sem fer fram í Wales í júní.
Til gamans og kynningar á
motocross-keppnum ársins mun
KTM ísland lána útvarpsmanni FM-
957 KTM-hjól til keppni í öllum fiór-
um mótum ársins. Stóri draumur-
inn er svo að senda íslenskan kepp-
anda á KTM LC4-Rally-hjóli í Paris-
Dakar-keppnina um áramótin en
hvað verður verður tíminnn að
leiða í ljós. -NG
Nissan Terrano II 2,4, 5 g. 1995
vínrauður ek. 98 þ. 1.490.000
Toyota Corolla 1,6 GLi, 5 d. 1993
rauður ek. 79 þ. 680.000
Honda Prelude 2,2 v. 2d. '03 115 b. 1480 þ.
Honda Accord coupé V, 2d. '98 3þ. 540 9.
Honda Accord LSI, uk.. 4d. '95 100 9. 1-250 9.
Honda Accord EX 2,0,5 g., 4 d. '87 18011. 320 8.
Honda Clvlc1.5LSI.5o.. 3d. ‘98 469. 1.2709-
Honda Civlc 1,5 LSI. 4d. '98 24 9. 1.250 9.
Honda Civlc Sl. ssk., 4d. '97 33 9. 1.1509.
Honda Civlc LSI, 5 g.. 5d. '98 22 9. 1-570 9.
Honda CR-V RVI.ssk., 5d. '98 65 9. 1.950 9.
Honda Clvlc 1,3 DX,5g., 3H,'9Q 130 9. 3909.
Chiysler Voyager V8, uk., 5 d., '81 153 9. 980 9.
MMC Qarisma GDI, ssk.. 5d. '98 529. 1-500 9.
MMC Lancer, 5 g.. 4d. '91 92 9. 499 9.
MMCLancer.uk., 5d. '92 58 9. 640 9.
MMC Lancer GL, 5 g. 4lL '93 115 9. 590 9.
MMC Lancer SL 4xA. 5d. '93 89 9. 799 9.
MMC Spacewagon, uk.. 5d. '93 137 9. 990 9.
Suzukl Vltara V6, ssk., 5d. '96 45 9. 1.980 9.
Suzukl Vltara JLX, 5 g., 5d. '96 53 9. 1.250 9.
Toyota Corolla, uk., 4d. '96 56 9. 850 9.
Toyola Corolla, ssk., 4d. '92 117 9. 730 9.
Toyota Corolla, ssk.. 4d. '96 49 9. 950 9.
Toyola Corolla GL 5 g.. 4d. '92 113 9. 7609.
Volyo S40, uk.. 4 d. '96 219. 1.820 9.
VW Goll Manhattan 2,0, 5d. '96 419. 1.2909.
(H)
NOTAÐIR BILAR
Vatnagöröum 24
Sími 520 1100
Vélsleðar á hraðri uppleið
- hreint ótrúleg tæki komin í sportið