Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2000, Page 7
33 "\T LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 45 m*r Litli bróðir Range Rover Minnsti Land Roverinn er jeppling- ur að nafni Freelander. Hann er aðeins fáanlegur með aldrifi og er ekki méð millikassa eins og aðrir Roverar eru frægir fyrir. Freelander er samt vel bú- inn bíll og að sumu leyti eins og minnkuð útgáfa af Range Rover. Hann er útkoma fyrsta samstarfsverkefnis BMW og Land Rover-verksmiðjanna. Vel búinn og ömggur Bíllinn sem DV-bílar höfðu til próf- unar var með 97 hestafla dísilvélinni, i útgáfu XEDi. í þeirri útfærslu kemur hann með HDC eða „Hill Descent Control" sem þýða mætti sem brekku- viðnám. Það virkar með rafeindastýr- ingu og notar hemlalæsivömina til að hafa stjóm á bílnum í bröttum brekk- um og færir jafnvel átak milli hjólanna ef þurfa þykir. Brekkuviðnámið held- ur þannig bílnum á 9 km/klst. og minnkar hraðann jafiivel niður í 7 km/klst. ef ójafnt er undir. Þessi bún- aður reyndist vel í prófun og auðveld- ar akstur í miklum halla niður á við tO muna þar sem nóg er að halda í stýrið og ýta á takkann sem er á gírstöng- inni. í bílnum er einnig spólvöm sem hjálpar mikið til í hálku. Aldrifið virk- ar svo þannig að afturdrifið tekur ekki við sér fyrr en framhjól fara að spóla en þar á spólvömin að hjálpa við að skipta átakinu á milli hjólanna. Hemlalæsivöm er staðalbúnaður í þessari útfærslu Freelander og með há- tækniþekkingu BMW er boðið upp á eina af fullkomnustu læsivömum sem þekkist í jeppa í dag. Hún fær skilaboð frá hemlakerfmu 250 sinnum á sek- úndu og við prófun á malbiki, þöktu sandi, virkaði hún einstaklega vel og læsti aldrei hjóli þótt beygt væri snögg- lega. Þess háttar yfirborð er eitthvert það erfiðasta fyrir svona búnað og þvi merki um gott kerfi ef hann ræður vel við það. Þægindi í akstrí í hefðbundnum bæjarakstri er Freelander afar þægilegur bíll og þótt hann viðist mikill að framan kemur það ekki að sök i akstri. Fjöðrunin er Stór hliðarhólf rúma jafnvel litla skjalatösku og haldiö á þeim er mátulegt fyrir eina kókflösku sem rúllar þá ekki um allan bíl á meöan. einn aðalkostur hans og er ættuð frá Range Rover og skiptir þar litlu máli hvort ekið er á malbiki eða möl - mátulega stíf fjöðrunin bókstaflega rennur yfir allar ójöfnur án þess að þeir sem í bílnum em verði þess varir. Dísilvélin virkar vel í bæjarakstri og á milli 2500 og 3000 snúningum svaraði hún vel. Togið í henni var einnig all- gott á þessu snúningssviði og hélt jafn- vel við í fimmta gír í brattari brekkum borgarinnar. Þegar komið er út fyrir borgina er þægilegur ferðahraði um 90 km/klst. í fjórða gír eða 110 km/klst. í fimmta. Dísilvélin í Freelander er líka hljóðlát og lítið veghljóð í bílnum þannig að þjóðvegaaksturinn lagðist mjög vel í hann. Ekkí mikill torfærubfll í prófúnarakstrinum var komið að löngum snjóskafli á Krýsuvikurleið- inni sem var raunar snjór sem safnast hafði saman í eina dældina. Skaflinn var langur og mjór og hafði bráðnað til hliðanna þannig að aðeins var hægt að aka eftir honum miðjum. Greinilegt var að eitthvert ökutæki hafði komist yfir hann áður og þurft að hafa fyrir því. Á nokkrum stöðum var eins og hjól hefðu sokkið vel niður í blautan snjóinn. Ákveðið var að reyna við skaflinn með gát en eftir skamma stund sat bíllinn fastur á maganum í miðjum skaflinum. Þá komu í ljós helstu ókostir hans ásamt lítilli veghæð. Þar sem núna þurfti lítinn snúning til að losa hann kom í ljós að þegar afturdrifið kom inn við svona lít- ið viðnám hætti fram- drifið að snúa fram- hjólunum nema vél- inni væri snúið dug- lega en eins og áður sagði hentaði það alls ekki við þessar að- stæður. Vélina virtist líka vanta afl á lág- snúningi og vildi helst drepa á sér nema gefið væri vel inn. Það má nefna á móti að dekkin sem undir bilnum voru hentuðu heldur engan veginn í akstri við svona að- stæður og grófari dekk hefðu eflaust hjálpað mikið. Gdður ferðabfll Freelander er þægilegur í allri um- gengni og gott pláss í honum fyrir fimm. Hurðimar eru stórar og maður situr hátt í bílnum þannig að útsýni er gott yfir fyrirferðarmikið húddið. Reyndar kemur það ekki að sök því að hann er vel rúnnaður á homum og því lítil hætta á að reka hann utan í, t.d. þegar bakkað er í stæði. Mjög gott Tölulegar upplýsingar Land Rover Freelander XEDi Vél: dísil, túrbína með millikæli. Strokkafjöldi: 4. Rúmtak: 1998 rúmsentímetrar. Hestöfl: 97 v/4200 sn. Snúningsvægi: 210Nm/v2000 sn. Viðbragð 0-100: 14,6 sekúndur. Eyösla í blönduóum akstri: 7,7 lítrar. Gír og drif: 5 gíra með sídrifi. Hemlar: Læsivarðar diskabremsur. Fjöörun framan: Sjálfstæð gorma- fjöðrun með jafnvægisstöng. Fjöörun aftan: Sjálfstæð gormafjöðr- um meö samsíða liðum. Lengd: 4382 mm. Breidd: 1805 mm. Hæö: 1757 mm. Hjólahaf: 2555 mm. Veghæó: 193 mm. Sporvídd framan/aftan: 1534/1545 mm. Farangursrými: 563/1313 lítrar. Verö: 2.830.000. Umboö: B&L. Eins og sjá má opnast afturhleri vel og allur í einu en rúöan fellur upp í fals og sér rafmagnsbúnaður um aö hún falli kirfilega aö stöfum. Innanrými er gott og nóg af hólfum alls staðar, t.d. er annaö hanskahólf undir stýrinu ef vel er gáö. Grand Vitara dísill sýndur um helgina Suzuki bílar í Skeifunni sýna um helgina Grand Vitara dísil sem er ný viðbót við þær þrjár bensínvélar sem einnig er hægt að velja í þessa nettu jeppa. Dísilvélin er 2-4 strokka, 87 ha., með snún- ingsvægi upp á 216 Nm þeg- ar við 2000 snúninga á mln- útu, sem hlýtur að teljast gott fyrir bil sem er aðeins 1475 kg aö eigin þyngd. Eyðsla samkvæmt meginlandS' staðli er 7,4-10,5-8,6 miðað við lang- keyrslu-borg- arakstur- meðaltal. Þessar eyðslutölur Eini útlitsmunurinn á dísilútgáfunni af Suzuki Grand Vitara er loftinntak á vélarhúsi dísilbílsins sem ekki er aö finna á bensínbílunum. Grand Vitara dísill er fáanlegur hvort heldur vill með 5 gíra hand skiptingu eða 4 gíra sjálfskiptingu. Með handskiptingu eru sambærilegar eyðslutölur um hálfum lítra minni í hverju tilviki. Að búnaði til er enginn murnu' á Suzuki Grand Vitara dísil og bensin- bílunum, nema hvað læsivarðir hemlar eru aukabúnaður á dísilbílnum. Grand Vitara dísill kostar frá 2.395.000 krónum og er þá íslensk ryðvöm innifalin. Sýningin er opin laugardag og sunnudag, klukkan 12-17 báða dagana. -SHH eiga við sjálf- skipta bíl- inn. -NG Plúsar: Fjöðrun Innanrými Hljóðlátur Einfaldar línur einkenna framendann líkt og aöra hluta bílsins og auöveldar þaö öll þrif. pláss er í honum þegar búið er að fella niður sætin og kostur hversu vel hefúr verið hugsað fyrir því að hafa geymsluhólf um allan bílinn. Freeland- er er þvi þægilegur borgarjeppi og hentar vel tU ferðalaga ef ekki er farið í miklar vegleysur. Við þarmig aðstæð- ur er helst tU of lágt undir hann, eða 193 mm undir lægsta punkt. Fyrir þá sem langar í fuUvaxinn Range Rover er þessi jepplingur ágætis stökkpaUur, enda mun ódýrari heldur en stóri bróðir. Verðið er reyndar í hærri kant- inum fyrir jeppling, eða 2.350.000 kr. fyrú ódýrustu útfærsluna og upp í 2.830.000 kr. fyrir þennan. Brekkuviönámshnappurinn er á þægilegum staö, ofarlega á gír- stönginni. Minusar: Vantar afl á lágsnúningi Hljómtæki Skemmtilega hönnuö linsulaga Ijós, auk utanáliggjandi hástæös bremsu- Ijóss, gefa afturhluta bílsins skemmtilegan svip.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.