Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2000, Side 2
20 MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2000 Sport Hvað finnst þér? Fram og Stjarnan leika til úrslita í bikarkeppni karla í handknattleik. Hvort liðið hampar bikarnum? Örtt Stefánsson Þetta verður hörkuleikur en ég held að Stjaman vinni bikar- inn í ár. Arnar Nielsen: Eigum við ekki að segja að það sé komin tími á að Stjarnan vinni titil. Sœmundur Freyr Árnason: Mér er hlýtt til Framara. Ég á heima í hverfi liðsins og vona að það vinni bikarinn. Gudlaugur Júlíusson: Þetta er erfiður leikur jafnra liða. Eigum við ekki að segja að Stjarnan hafi þetta á endanum. Máni Guóvarðarson: Það er mín tilfinning að Stjaman vinni bikarinn eftir mjög jafnan og spennandi úrslitaleik. r>v KJAVí'iv W‘JJ Tveir hópar Svía slógust innbyrðis Til slagsmála kom á vináttuleik IFK Gautaborgar og FC Kaupmannahöfn í Danmörku um helgina. Tveimur hópum sænskra áhangenda laust saman. Svíamir komu með sænska liðinu til Kaupmannahafnar og studdu þeir flestir sænska liðið. Einhveijir Svíanna voru hins vegar stuðningsmenn Helsingborgar í Svíþjóð og studdu þeir danska liði. Skipti engum togum að til harkalegra slagsmála kom og lögreglan handtók átta bullur. Danimir unnu leikinn, 2-0. gg Bretar falla enn á lyfjaprófum Enn einn breski frjálsíþróttamaðurinn féll á lyfjaprófi um helgina en slíkt er að verða daglegt braut á Bretlandseyjum. Stangarstökkvarinn Mike Edwards er sá síðasti sem fallið hefur á próf- inu en Alþjóða frjálsíþróttasambandið tilkynnti um helgina að blanda af ólöglegum lyfjum hefði fundist í sýnum sem tekin voru á síðasta ári. Frjálsar íþróttir í Bretlandi hafa orðið fyrir mörgum áfóllum undanfarið og nægir þar að nefna Linford Christie og Mark Richardson. Þormóöur Egilsson, fyrirliöi íslandsmeistara KR í knattspyrnu og nýkrýndur íþróttamaöur Reykjavikur 1999. „Móöí“, eins og hann er jafnan kallaöur, hóf nám í viöskiptafræöi viö Háskóla íslands um áramótin síöustu og æfir sex sinnum í viku meö féiögum sinum i KR. > Þormóður Egilsson, íþróttamaður Reykjavíkur 1999: Stefni ekkert frekar á viðskiptafræðinginn „Ég er að sjálfsögðu ánægður með þessa útnefningu og hún kom skemmtilega á óvart. Þetta er auðvit- að viðurkenning til KR-liðsins í heild sinni fyrir glæsilegan árangur á árinu 1999,“ segir Þormóður Egilsson, fyrir- liði íslandsmeistara KR í knattspymu og nýkrýndur íþróttamaður Reykja- vikur 1999. Þormóður hóf undirbúning fyrir komandi keppnistímabil í knattspym- unni í nóvember sl ásamt félögum sínum í KR: „Ég æfi sex sinnum í viku með KR og það má segja að við séum á ferð- inni út um allt. Við æfum á gervigras- inu í Laugardal, i nýju höllinni í Reykjanesbæ, Reiðhöllinni í Víðidal og einnig í KR-heimilinu. Þetta er auðvitað erfltt á þessum árstíma og maður fær hroll þegar maður lítur út um gluggann og sér ekkert nema snjó.“ - Tekur knattspyrnan ekki mik- inn tíma frá fjölskyldunni? „Vissulega. En ég er í þessu og þetta tekur sinn tíma. Fjölskyldan sættir sig við þetta eins og er og á meðan er ég í þessu af fullum krafti." - Ert þú farinn að hugleiða hvað þú verður lengi i þessu? „Ég er ekki farinn að spá í þá hluti. Maður er alltaf að sjá fréttir af hand- boltamönnum sem eru að eftir að þeir verða fertugir þannig að maður hlýt- ur að eiga eftir mörg góð ár í knatt- spyrnunni." - Önnur áhugamál en knatt- spyrnan? „Fjölskyldan er þar vitaskuld efst á blaði og ég reyni að gefa mér eins mikinn tíma með fjölskyldunni og ég get. Ég er ekki enn farinn að halla mér að golfinu eða veiðinni, einfald- lega vegna þess að það er ekki tími fyrir fleiri áhugamál í bili. En hver veit nema ég taki golfið og veiðina fyr- ir síðar meir.“ - Hverjar telur þú líkurnar á því að KR geti varið íslandsmeistara- titilinn? „Það er erfitt að segja til um það en ég get þó ekki séð annað en við eigum góða möguleika. Við erum staðráðnir í að verja titilinn en það eru örugg- lega mörg félög sem eru staðráðin í að náa honum af okkur." - Eins og staðan er i dag. Hvaóa lið heldur þú að komi til með að veita KR mesta keppni í sumar? „Mér sýnist að mjög mörg lið geti orðið mjög sterk í sumar og líklega verða fleiri sterk lið í deildinni næsta sumar en í fyrra. Ég held að Skaga- menn komi sterkir til leiks og einnig get ég nefnt lið eins og Fram, Keflavík og jafnvel Fylki. Þetta verður án efa spennandi og skemmtilegt mót,“ sagði Þormóður. Hann hóf nám í viðskiptafræði við Háskóla Islands um áramótin en segist óákveðinn varðandi framhaldið: „Ég ákvað að prófa þetta. Ég stefni ekkert frekar á viðskiptafræðinginn en við sjáum til hvað gerist." -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.