Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Page 7
heimasíöa vikunnar Parið Guðrún Eva Mínervu- dóttir rithöfundur og Hrafn Jök- ulsson rannsóknarblaðamaður og rithöfundur hafa ekki sést mikið á götum borgarinnar upp á síðkastið. Ástæða er sú að þau fóru í mánaðarlanga ferð um Króatíu en eftir heimkomuna hafa þau haldið til á sveitabýli og setið þar við skriftir. Eflaust fer vel um þau fjarri glys og glaumi umheimsins að sinna sínum helstu hugðarefnum og margt óvitlausara fyrir rithöfunda. Blaðamaður Fókuss heyrði að skötuhjúin væru í bænum um þessar mundir til að ná í matvæli og meiri pappír og sló á þráðinn. Hrafn svarar en vill lítið tjá sig um sveitahreiðrið. „Já, þú getur svo sem fjallað um þetta ef þér finnst það frétt,“ segir rannsókn- arblaðamaðurinn sem er vanur að skrifa um Franklin Steiner, meintan flkniefnabarón, og aðra slíka fugla. Hann komenterar þó eftir smáhik: „Jah, jú, við erum uppi í sveit og ég er að fara að taka bílpróf og svona.“ Það er Hrafn Jökulsson og Guðrún Eva Mínervudóttir dvelja nú á sveitabýli þar sem þau sitja við skriftir. greinilegt að Hrafni líður vel í þessa dagana og því síður fjöl- sveitinni. Að minnsta kosti yirð- miðlaumfjöllun. ist hann ekki sækja í hringiðuna Heimasíða vikunnar er http://www.is- landia.is/~juljul/julli/andlmal/amal.htm Framtíðarspá og drauma- ráðningar á Netinu „Kærleiksvefur Júlla" er heimasíða vikunnar að þessu sinni. Hún er búin til af Dalvík- ingnum Júlíusi Júlíusarsyni, sem er þekktur fyrir að gera flottar vefsíður, og setti hann m.a. upp glæsilega jólasíðu fyrir áramótin. Kærleikssíða Júlla er væmin í meira lagi og hæflr því vel sem heimasíða vikunnar þar sem Val- entínusardagurinn og konudag- urinn eru nýbúnir. Hér er að finna ástarljóð og önnur róman- tísk ljóð, sem og heilræði og fyr- irbænir. Einnig getur fólk látið spá fyrir sér og draumar eru einnig ráðnir. Sætar engla- og rósamyndir prýða síðuna og allar stelpur ættu að fá sting í hjartað við það eitt að sjá þær. Þetta er síða sem yljar manni pottþétt um hjartaræturnar. 11:35 'M X ‘ 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.