Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Side 12
Védís Verslómær laumar sér upp í þriðja sæti listans með lagið Hann. Þetta er endurgerð á ballöðu poppkóngsins Jackson, Ben. Dæmigert að landinn skuli falla fyrir væmnasta lagi Thriller-sýningarinnar. Fáum eitthvað hresstí staðinn. vikuna 24.2- 02.3 2000 vika Topp 20 (OV) Orginal (órafmagnað) Sálin hans Jóns míns Vikur á lista 0 3 (02) The Doiphins Cry Live 4r 13 (03) Hann („Ben“ úrThriller) Védís HervörÁrnadóttir (Versló) t 4 (04 ) OtherSide Red Hot Chilli Peppers t 9 (05) MariaMaria Santana 9 06 Freistingar Land&synir t 2 (07) Re-Arranged Limp Bizkit n z (08) Show Me the Meaning of Being Lonely Backstreet Boys t 6 (09) Sexbomb (Remix) Tom Jones t 9 10 Cartoon Heroes Aqua / 3 @ The Great Beyond R.E.M. 8 @ GoLetltOut Oasis t 4 (13) IHaveaDream Westlife n 4 (l4) SexxLaws Beck 14 8 7 5) Under Pressure (Rah Mix) Queen & David Bowie 4" 9 (16) / Learned from the Best Whitney Houston 4r 11 (77) RainbowCountry Bob Marley& FunkstarDe Luxe 4r 7 (78) Backinmylife Alice Deejay t 3 (79) What a girl Wants Christina Aquilera t 10 (20) Caught out there Kelis t 3 Sætin 21 til 40 (S) toppiag vikunnar 21. If 1 Could Turn Back the Hands ofTime R. Kelly n 11 . 22. American pie Madonna X 1 4 vikunnar 23. Kiss (When the Sun Don’s Shine) Vengaboys -f 3 24. BetterBeGood Páll Óskar 6 X njíttalistanum 25 ^ Quarashi 'f- 6 JoJ stendur i stað 26. Viltu fiitta mig i kVÖId Greifarnir og EinarÁgúst t 7 ^ hækkar sia frá 27 Only God Knows Why Kid Rock t 2 ■ stðjstu viku 28. Girl with the Sparkling Eyes Bellatrix t 4 i lækkar sia frá 29. Whatever You Need Tina Turner f 2 síðjstu viku 30 Feelinsogood Jennifer Lopez X 1 fall vikunnar 31. Dr. love Smokinbeats j 4- 6 32. Northen Star Melanie C. 4 7 33. Byebyebye Nsyne X 1 34. Glorious Andreas Johnson 4 5 35. PureShores All Saints t 2 36. Okkarnótt Sálin hans Jóns mins 4, 12 37- Takeapicture Filter X 1 38. Backatone Brian McKnight 4 4 39- Tonite Phats& Small ! 4 5 40. off the wall (enjoy yourself) Wisdome X 7 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá íslenskum rokkhundum að sambrýndu Gallagher-bræðurnir í Oasis eru að koma með sína fjórðu plötu. Dr. Gunni kíkti á málið. Noel nugsar til framtíðar Nýja Oasis-platan heitir „Stand- ing on the Shoulder of Giants“. Noel sá setninguna á röndinni á nýju 2 punda myntinni, skrifaði hana niður í fylliríi en gleymdi einu ess-i aftan við „shoulder“. Þetta er tilvitnun í vísindamann- inn Sir Isaac Newton sem skrifaði vini sínum árið 1676: „Ef ég hef séð lengra en aðrir er það af því ég hef staðið á öxlum risa.“ Það má deila um hvort Oasis hafi séð lengra en aðrar sveitir, en svo sannarlega hafa þeir staðið á öxlum risa. Þeir sem lengst vilja ganga kalla tónlist sveitarinnar sálarlausa stælingu á Bítlunum kryddaða með Sex Pistols og Stone Roses. Flestir þekkja sögu Oasis og „Brit“-rokkið sem hún stóð fyrir á síðustu öld. Þó „Brit“ sé harla þreytt klisja er Oasis enn þá grið- arlega vinsæl hljómsveit á Bret- landi, enda bræðumir áskrifendur að forsiðum slúðurblaðanna og alltaf nægir skandalar í kringum þá. Fyrsta smáskifan af nýju plöt- unni, rokklagið „Go Let It Out“, fór beint í fyrsta sæti smáskífulistans og það má búast við öðru eins þeg- ar stóra platan kemur út eftir helgi. Vill ekki gera fullkomna plötu Noel hefur ekki dópað i tvö ár og Liam hefur róast, enda orðinn pabbi (og syngur m.a.s. um það í sínu fyrsta frumsamda lagi á nýju plötunni). Samt er nýja platan sú sýrðasta til þessa og innan um rokkið glittir í áhrif frá danssen- unni, enda Mike „Spike“ Stent (Massive Attack, Björk) á tökkun- um. Við hlið bræðranna standa nýir menn; Gem (úr Heavy Stereo) á gítar, Andy Bell (úr Ride og Hurricane #1) á bassa og trommar- inn Alan White. Noel fannst skrýt- ið fyrst að sjá ekki Bonehead og Guigsy, sem höfðu verið með síðan 1993, á sviðinu, „en aðalmunurinn er að Oasis er tónlistarlega miklu betri núna því Gem og Andy eru svo góðir hljóðfæraleikarar," segir hann. Noel viðurkennir að síðasta plata, „Be Here Now“, hafl verið „pub rock bollocks", en hann er stoltur af þeirri nýju: „Fyrstu þrjár plöturnar voru fyrir lýðinn, lögin voru til að syngja á fylliríi. Á þess- ari plötu heyrist betur hvaða tök við höfum á hljóðfærunum. Ekki endilega hvað við erum góðir, held- ur hversu góðir við getum orðið í framtiðinni." Noel sér fram á langa framtið í rokkinu, jafnvel það að Oasis hætti að spila á tónleikum og verði hljóð- verssveit, eins og Bitlamir gerðust 1966. „Ég gæti unað mér vel í hljóð- verum sem eftir er, að búa til tón- list. Þessi plata er góð, en næsta verður enn betri, og þannig á við- horf þitt að vera til þess sem þú ert að gera. Ég myndi ekki vilja búa til fullkomna plötu þvi þá væri ég bú- inn að vera. Ég heyri smágalla í öllum nýju lögunum, en samt er þetta besta plata sem þú átt eftir að heyra þetta árið. Og svo koma 10-20 Oasis-plötur á eftir þessari.“ Engin ógnun á sjóndeildarhringnum Noel er opnari fyrir tónlist en Liam, sem helst hlustar ekki á tón- list sem kom út eftir 1969. Eitt af því sem Noel langar til að gera er sólóplata. „Já, mig langar að drífa það af áður en ég verð of gamall og úr sambandi við það s.em er að ger- ast i klúbbum og á tónleikum." Sú plata yrði meira í dansgírnum, seg- ir Noel, enda er hann mikill aðdá- andi Chemical Brothers og Fatboy Slim. En hvernig skyldi Noel líta á stöðu Oasis? „Ég vona að okkar verði ekki minnst sem „stærsta bands tíunda áratugarins sem hvarf á nýjum áratugi“,“ segir hann. „Ég sé ekki neitt á sjóndeildarhringnum sem gæti ógnað okkur. Ég sé hvorki neina nýja tónlist vera að þróast né nýjar stjörnur vera að fæðast. Næstu flmm árin gætu því alveg eins orðið okkar.“ Og Noel er stoltur af litla bróður og bætir við: „Við þurfum ekki endilega að gleðja aðdáendur okkar og verða gamlir popparar sem spilasitjandi og strjúka á sér hök- una. Ég vil halda æskugleðinni og stælunum og það ætti að vera auð- velt eins lengi og Liam stendur fyr- ir framan hljóðnemann. Ef ég sem enn þá lög þegar ég verð 43 ára mun hann syngja þau eins og hann sé 21 árs.“ Risavaxið hvítasunnurokk Um hvítasunnuna, 10. og 11. júní, verður Laug- ardalurinn vettvangur stærstu tónleikaveislu sem hefur farið fram á íslandi. Búist er við allt að tólf erlendum atriðum sem spila í Skautahöllinni og Laugardalshöllinni og um allan Laugardalinn veröa svo smærri atriði. Nú er unnið að því aö bóka erlendu böndin og er þeim skipt í fjóra hópa eftirtónleikum: goðsagnir rokksins, dans/teknó, nýtt rokk og djass/heimstónlist. Það ætti að koma í Ijós á næstu tveim vikum hvaða hljóm- sveitir koma hingað en ekki var hægt aö toga eitt einasta nafn upp úr skipuleggjendunum. Þeir segjast ekki vilja koma af stað kjaftasögum eða vekja falskar vonir. Fullyrt var þó að samningavið- ræður stæðu yfir við stór nöfn og áhugaverð. Sé litið á hvaða bönd verða „á ferðinni" á festi- vöiunum í sumar má slá því fram með miklum fyrirvara að einhver af þessum böndum gætu mætt á klakann í júní: The Cure, Gomez, Pearl Jam, Oasis, Iron Maiden, Groove Armada, Rage Against the Machine, Moby, Beastie Boys, Leftfield og R.E.M., en við seljum það auðvitað mun ódýrar en við keyptum það. Þeim sem vilja frekari upplýsingar er bent á heima- síðu festivalsins: www.reykjavikfestival.is, en þar birtist dagskráin jafnóðum og hún skýrist. Veröa Pearl Jam í Höllinni í júní? f Ó k U S 25. febrúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.