Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 jLj"W
frettir
Siv tefur stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi:
Urskurður skipulags-
stjóra úr gildi
- svigrúm fyrir lögformlegt umhverfismat á Fljðtsdalsvirkjun, segir Kolbrún Halldórsdóttir
Hydro frá því í Hallormsstað í fyrra
komnar út á tún. Samkvæmt þeirri
verkáætlun er gert ráð fyrir að
virkjanaframkvæmdir hefjist í júní
árið 2000 þannig að hægt sé að af-
henda álverinu orku árið 2003. En ef
úrskurður um álverið er ekki tilbú-
inn fyrr en næsta haust höfum við
alveg nægan tíma, enn eina ferðina,
til að fara með þá virkjun í lögform-
legt umhverfismat því ekki hefjum
við virkjanaframkvæmdir að hausti
til. Ein af ástæðum höfnunar ríksi-
stjómarinnar og Alþingis fyrir að
hafna umhverfismatinu var einmitt
tímaskorturinn. Nú stendur sú rök-
semd alls ekki lengur,“ segir Kol-
brún. -GAR
Siv Friðleifdóttir umhverflsráð-
herra hefur fellt úr gildi úrskurð
skipulagsstjóra ríkisins um mat á
umhverfísáhrifum 480.000 tonna ál-
vers í Reyðarfirði. Því liggur fyrir
að hvorki verður ráðist í byggingu
480 þúsund tonna álvers né 120 þús-
unda tonna fyrr en að fengnu nýju
lögformlegu umhverfismati. Það
getur fyrst legið fyrir eftir fimm
mánuði.
„Ástæða þess að ekki er fallist á
kröfu framkvæmdaraðilans um að
ekki sé þörf á frekara mati á um-
hverfisáhrifum 480.000 tonna álvers
er sú að ekki liggja fyrir nægar
upplýsingar til þess að hægt sé að
meta þau áhrif á viðunandi hátt,“
segir í frétt frá umhverfisráðuneyt-
inu.
Kolbrún Halldórsdóttir, alþingis-
maður Vinstri grænna, segir að nú
hafi skapast svigrúm til að setja
Fljótsdalsvirkjun í lögformlegt um-
hverfismat. „Siv ógildir í raun aUt
heila málið og það þýðir að gera
þarf nýja frummatsskýrslu. Þá geri
ég ráð fyrir það verði annar fram-
kvæmdaðili skrifaður fyrir henni
en í þessari skýrslu sem hefur ver-
ið í umfjöllun þvi það fyrirtæki,
Hraun ehf., var auðvitað aðeins
leppur fyrir óstofnað fyrirtæki sem
nú er til og heitir Reyðarál. Hvort
það fyrirtæki biður um mat á 120
þúsund eða 480 þúsund tonna ál-
Kolbrún Siv
Halldórsdóttir. Friöleifdóttir.
veri á eftir að koma í ljós,“ segir
hún.
Kolbrún segir að nýju úrskurðar-
ferli geti ekki lokið fyrr en í fyrsta
lagi næsta haust. „Nú eru allar sam-
þykktir ríkisstjórnarinnar og Norsk
Stjórnarkjör í FBA:
Deilt um orðskýringar
Lífeyrissjóðurinn Framsýn fjall-
aði í gær um nýafstaðið stjórnar-
kjör í FBA og samþykkti þar álykt-
un um að rangt væri að samráð
hefði verið haft við sjóðinn um und-
irbúning stjómarkjörsins. Fram
hefur komið að Framsýn og Lífeyr-
issjóður verslunarmanna vildu að
tveir kæmu í stjórnina frá þeim og
tveir frá svoköiluðum Orca-hópi,
sem keypti hlut i FBA síðastliðið
Milljónabætur
vegna slyss
DV, Akureyri:
Húsvíkingi á fertugsaldri hafa
í Héraðsdómi Norðurlands eystra
verið dæmdar 5,5 milljónir króna
í bætur auk vaxta og dráttar-
| vaxta vegna vinnuslyss sem
j hann lenti í árið 1995.
Maðurinn starfaði hjá fyrir-
tækinu Noröurvík ehf. við ný-
byggingu Borgarhólsskóla. Hann
rann til í bleytu á þakinu, féll
fram af því á vinnupall sem
brotnaði og síðan 6 metra niöur.
Maðurinn hlaut alvarleg meiðsli.
Var varanlegur miski metinn
25% og örorka 40%. Var
manninum gert aö bera þriðjung
tjónsins en vinnuveitanda hans
tvo þriðju, eða um 5,5, milljónir.
Veitt var gjafsókn í málinu. -gk
Athugasemd:
Nanný seld
á sannvirði
Ársæll Hafsteinsson, forstöðu-
maður lögfræðideildar Búnaðar-
j bankans, segir hróplega rangt að
bankinn hafi selt skútuna Narmý
á hálfvirði eins og sagði í fyrir-
sögn fréttar DV í gær. Skútan hafi
verið seld á sannviröi samkvæmt
mati reynds þýsks sérfræðings
sem taldi Nanný vera 7,4 milljóna
króna virði, en skútan var seld á
7,5 milljónir sl. haust. Ári áður
hafði bankinn leyst til sín skút-
una og fellt niður 14 milljóna
króna skuld þáverandi eiganda
við bankann og yfirtekið 2 millj-
óna króna skuld hans við spönsk
hafnaryfirvöld. Bankinn tók
þannig á sig 16 milljónir króna
vegna skútunnar.
„Yfirtökuverð i afsali til Bún-
aðarbankans segir ekkert til um
raunverulegt söluverðmæti skút-
unnar,“ segir Ársæll. -GAR
sumar, og að þessir aðilar kæmu sér
saman um formann.
„Það er óumdeilt að menn áttu
nokkra fundi í undirbúningi stjóm-
arkjörsins, að lífeyrissjóðirnir
gerðu tillögu um Magnús Gunnars-
son sem formann sem síðar varð
raunin og að enginn hefur gert at-
hugasemd við þá einstaklinga sem
völdust í stjóm FBA. Þetta er sam-
ráðið sem ég hef vísað til en því hef-
Margir nemendur era eflaust
þreyttir á tilbreytingarsnauðu köldu
nesti svo áram skiptir en framtaks-
samir nemendur í 5. bekk Klébergs-
skóla tóku málin í eigin hendur. Til
aö auka fjölbreytnina héldu þeir
tombólu í bílskúr eins nemandans til
ur aldrei verið haldið fram að sam-
eiginleg niðurstaða hafi náðst að
öllu leyti,“ sagði Eyjólfur Sveins-
son, nýkjörinn varaformaður stjórn-
ar FBA, í samtali í gærkvöld. „Það
hefði hins vegar aldrei náðst sátt
við aðra hluthafa um að þessir líf-
eyrissjóðir og aðilarnir sem mynd-
uðu Orcu-hópinn skiptu stjórn
bankans eftir einhverju helminga-
skiptafyrirkomulagi. Það kom ekki
að safna fyrir örbylgjuofni til að geta
hitað nestið sitt. Söfnuðust rúmlega
átta þúsund krónur en svo var gengið
í hús til að selja þær vörur sem eftir
vora og söfnuðust að lokum rúmar
tíu þúsund krónur. Nú geta bömin
tekið mat úr ísskápnum heima og hit-
annað til greina en að almenn sátt
væri um þá einstaklinga sem veld-
ust í stjórnina og ég tel að það hafi
tekist enda standa flestir af 20
stærstu hluthöfum bankans að þess-
ari niðurstöðu."
í útvarpsfréttum í gærkvöld kom
fram að tillaga lífeyrissjóðanna
tveggja fæli í sér að Halldór Bjöms-
son, varaformaður Framsýnar, tæki
sæti í stjórn bankans. -hlh
að hann í skólastofunni þannig að
fjölbreytnin í nestistímanum á eflaust
eftir að aukast og bragðlaukamir
verða ánægðari fyrir vikið. Raftækja-
verslun ríkisins bætti um betur
þannig að þau fengju þann ofh sem
þau kusu. -hól
Stoltir nemendur í 5. bekk Klébergsskóla kaupa örbylgjuofn til aö geta hitaö nestiö sitt í skólanum. Til aö sporna viö
þurru og köldu nesti hvern skóladag héldu þau upp á eigin spýtur tombólu og söfnuöust rúmar tíu þúsund krónur.
Raftækjaverslun ríkisins bætti um betur. DV-mynd
Nemendur taka málin í eigin hendur:
Söfnuðu sjálfir fyrir örbylgjuofni
- orðnir þreyttir á þurru og köldu nesti
stuttar fréttir
I viðunandi horf
Sveitarstjómir Djúpavogshrepps
og Hornafjarðar skora á ríkisvaldið
að koma samgöngumálum milli sveit-
arfélaganna í viðunandi horf og út-
hluta innkomnu sérleyfi aftur hið
; fyrsta.
íslendingar vonsviknir
í fréttum Reuters í gær var greint
f'rá því að utanrík-
isráðherra íslands
heföi lýst yfir von-
brigðum sínum
með þá áætlun að
mengun frá Sella-
field yrði stöðvuð á
næstu 20 árum.
Halldór Ásgríms-
son kom fram í útvarpsþætti hjá BBC
4, þar sem rætt var um Sellafield, og í
ýmsum breskum og írskum fjölmiðl-
um. Vísir.is greindi frá.
í takt við framleiðni
Samtök iðnaðarins leggja áherslu á
að áfram verði haldið á þeirri braut að
markaðsvæða hagkerfið og færa um-
hverfi fyrirtækja hér á landi í það horf
! sem best gerist í heiminum. Launa-
kjör þurfa að þróast hér í takt við
framleiðni og vera í samræmi við það
sem gerist í nágranna- og samkeppnis-
löndum okkar, segir í ályktun Sam-
taka iðnaðarins. Vísir.is greindi fiá.
í mál
Óli Jón Gunnarsson, fyrrverandi
bæjarstjóri Borgarbyggðar, hefúr
stefnt Borgarbyggð vegna meintra
vangoldinna launa og tengdra gjalda.
Vísir.is greindi frá.
Hratt gengið
Forsætisráðherra, Davíð Oddssyni,
finnast laun for-
svarsmanna
FBA afar há og
sagði hann í
samtali við
fréttastofu RÚV
að of hratt væri
gengið um gleð-
innar dyr.
Keikó ekki úr kvínni
Ekkert verður af því að háhym-
ingnum Keikó verði sleppt lausum úr
kvínni og i Klettsvík í dag.
Neitaði að afhenda
Læknir í Bandaríkjunum, sem
neitaði að afhenda sjúkrastofnun sem
hann vann fyrir sjúkraskýrslur sjúk-
linga sinna án samþykkis j)eirra og
var rekinn af yfirmönnum sinum,
| vann mál gegn stofnuninni fyrir áfrýj-
i' unarrétti.
íslenskudeild styrkt
Meðal Vestur-íslendinga í Kanada
stendur yfir fjársöfiiun til að tryggja
framtíð íslenskudeildar og styrkja ís-
lenska bókasafnið í Manitoba-háskóla
í Winnipeg. Ríkisstjóm íslands, Eim-
skipafélag íslands hf. og Háskólasjóð-
ur Eimskipafélagsins taka þátt í söfh-
unmni með samtals 50 m.kr. framlagi.
Vísir.is greindi frá.
Umferðarátak
Lögreglulið á Suðvesturlandi
munu á tímabilinu frá sunnudeginum
27. febrúar til laugardagsins 4. mars
nk. standa fyrir sameiginlegu átaki i
umferðarmálum. Að þessu sinni verð-
ur sérstök áhersla lögð á notkun ör-
yggisbelta í bifreiðum og annars ör-
yggis- og vemdarbúnaðar, s.s. ung-
bamabílstóla, bamabUstóla og
sætispúöa. Visir.is greindi frá.
Ráðherra víki sæti
Bandalag háskólamanna krefst
þess í stjómsýslu-
kæra sinni tU
menntamálaráðu-
neytisins vegna
uppsagnar fjár-
málastjóra Þjóð-
minjasafhsins að
menntamálaráð-
herra og aUir und-
| irmenn hans í ráðuneyfinu víki sæti
við meðferð málsins. RÚV greindi frá.
Kaupin gangi til baka
Að mati Fjármálaeftirlitsins er
þeim sem verklagsreglur viðkomandi
fyrirtækis taka tU ekki heimUt að
selja óskráð bréf sin. Eftirlitið telur
eðlUegt að verðbréfakaup sem fela í
j sér brot á verklagsreglum verði látin
ganga tU baka þar sem því verður við
komið. Vísir.is greindi frá. -AA