Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Qupperneq 6
6
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 XD"V
útlönd
■— ...
* *)
stuttar fréttir
Pantaði morð á Netinu
Þriggja bama móöir í Stokk-
hólmi auglýsti eftir leigumorð-
ingja á Netinu sem gæti hrint
fyrrverandi eiginmanni hennar
fyrir lest. Konan, sem haföi misst
forræðið yflr börnum sinum,
bauð blíöu sína fyrir morðið.
Stöðva vopnaútflutning
Bandarísk yfirvöld ætla að
stöðva útflutning á skotvopnum
og skotfærum til Kanada. Út-
flutningur hefur aukist mjög að
undanfömu og þykir óljóst í
hverra hendur vopnin fara.
Fyrirskipar rannsókn
Forseti þýska þingsins, Wolf-
gang Thierse, sem sjálfur er jaíh-
aðarmaður, skip-
aði i gær þing-
nefnd að senda
Jafnaðarflokknum
lista með spurn-
ingum um meðal
annars íjármögn-
un kosningahar-
áttu ílokksins og
ferðir stjómmálamanna sem þýsk-
ur banki greiddi.
Kyrkti systur sína
15 ára jórdanskur piltur kyrkti
14 ára systur sína þar sem hann
taldi að hún hefði átt í ástar-
ævintýri og þar með verið fjöl-
skyldunni til skammar. Viö
krufningu kom í ljós að stúlkan
var hrein mey.
130 þúsund pillur
Norskir tollveröir gripu tvo
menn á Gardermoenflugvelli með
130 þúsund valíumtöflur í bak-
pokum sínum. Mennimir voru
að koma frá Taílandi.
Prestar Svía í verkfall
Sænskir prestar íhuga nú að
fara í verkfafl í fyrsta sinn vegna
kjaramála. Ríkir nú mikil óvissa
um brúðkaup og skímarathafnir.
Prestarnir taka ákvörðun í
næstu viku.
Rannsókn á fjöldagröf
Javier Solana, yfirmaður utan-
ríkismála hjá Evrópusambandinu,
hvatti í gær rússnesk yflrvöld til
að láta fara
fram rannsókn
vegna meintra
fjöldamorða í
Tsjetsjeníu.
Þýskur sjón-
varpsmaður tók
myndir af rúss-
neskum her-
mönnum fleygja líkum í fjöldagröf
í Grosní.
Aftaka gagnrýnd
Mannréttindasamtökin Am-
nesty International gagnrýndu i
gær harkalega aftöku langömm-
unnar Betty Lou Beets í Texas í
fyrrinótt. Sögðu þau hana ekki
hafa fengið réttlát réttarhöld.
Kristilegum spáð ósigri
Jafnaðarmenn eru með 8 pró-
sentustiga forskot á kristilega
demókrata í Slésvík-Holtseta-
landi samkvæmt skoðanakönn-
unum sem birtar voru í gær. Kos-
ið verður á svæðinu á morgun.
Sprengt á N-írlandi
Enginn særðist er sprengja
sprakk við stöð breska hersins utan
við Londonderry á N-írlandi í gær.
Forskot Bush minnkar
Fylgi George Bush, ríkisstjóra
í Texas, hefur minnkað í Virgin-
íu samkvæmt
skoðanakönn-
unum sem
birtar voru i
gær. Könnun-
in sýndi að
Bush nýtur
fylgis 48 pró-
senta kjós-
enda en öld-
ungadeildarþingmaðurinn John
McCain 37. Fyrr í mánuðinum
var forskot Bush 23 prósentustig.
McCain hefur háð litla sem enga
kosningabaráttu í Virginíu.
Thatcher notaði alþjóðlega hlerunarkerfíð Echelon:
Lét njósna um
ráðherra sína
Margaret Thatcher, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, not-
færði sér alþjóðlega njósnakerfið
Echelon til þess að láta fylgjast með
tveimur ráöherra sinna 1983. Þetta
er haft eftir kanadískum leyniþjón-
ustumanni, Mike Frost.
Ráðherramir tveir, sem ekki hafa
verið nafngreindir, voru ekki grun-
aðir um svik. Thatcher fannst hins
vegar sem þeir væru ósammála
henni í vissum málum. Frost full-
yrðir þetta í bandaríska sjónvarps-
þættinum 60 Minutes sem sendur
verður út á morgun.
Frost, sem kveðst hafa starfað fyr-
ir kanadísku leyniþjónustuna 1972
til 1992, heldur þvi fram að löndin
flmm sem reka njósnakerfið, Banda-
ríkin, Bretland, Kanada, Ástralía og
Nýja-Sjáland, geti sniðgengið eigin
lög gegn njósnum um borgarana
meö því að biðja annað rekstrarland
að gera það fyrir sig.
Frásögn Frosts kemur á sama
tíma og þrýstingur á framkvæmda-
stjóm Evrópusambandsins um að
rannsaka Echelon eykst. Evrópu-
þingið birti á miðvikudaginn
skýrslu um Echelon þar sem því er
haldið fram að kerfið sé notað til
iðnaðamjósna. Dómsmálaráðherra
Frakklands, Elisabeth Guigou, sagði
á franska þinginu að full ástæða
væri til að fara varlega með
viðkvæmar upplýsingar sem sendar
séu um fjarskiptahnetti. Bæði Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
og James Rubin, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, vísa
ásökunum um iðnaðamjósnir á
bug.
Með Echelon, sem sett var á
Margaret Thatcher lét fylgjast meö ráö- laggirnar í upphafl kalda stríðsins,
herrum sem ekkl voru sömu skoöunar og er hægt að fylgjast með símtölum,
hún. Símamynd Reuter símbréfum og tölvupósti.
Þúsundir Serba mót-
mæla í Mitrovica
Um 4 þúsund Serbar söfnuðust
saman í Mitrovica í Kosovo í gær.
Hétu Serbarnir þvl að standast
þrýsting Albana og hvöttu aðra
Serba til að snúa aftur til borgar-
innar. Friðargæsluliðar í brynvörð-
um bílum komu í veg fyrir að Ser-
barnir færu yfir í borgarhluta
Albana.
Marko Jaksic, leiðtogi Serbneska
þjóðarráðsins í Kosovo, sagði full-
yrðingar Vesturlanda um að
Serbar í Mitrovica væru verkfæri
Slobodans Milosevics Júgóslavíu-
forseta ósannar< „Til þess að hrekja
okkur héðan segja þeir að Milos-
evic sé á bak við þetta allt,“ sagði
Jaksic við mikinn fognuð mann-
fjöldans. „Við tilheyrum ekki
Milosevic. Við erum bara þeir sem
þorðu að vera um kyrrt,“ sagði
Jaksic einnig.
Margir göngumanna báru spjöld
Um 4 þúsund Serbar komu saman í
Mitrovica í Kosovo í gær.
gegn NATO og spjöld með áletrun-
um þar sem hvatt var til að hryðju-
verk Albana yrðu stöðvuð. Serbar
voru reiðir í gær yflr þvi að yfir-
maður Sameinuðu þjóðanna í
Kosovo, Bemard Kouchner, hefði
ekki hitt þá að máli í gær. Hann
hefði ávarpað Albana er þeir efndu
til fjöldamótmæla.
Friðargæslusveitimar í Kosovo
staðfestu í gær frétt um að byssa
þýska herforingjans Klaus Rein-
hardts hefði verið dregin úr hylk-
inu er hann reyndi að stilla til frið-
ar meðal Albana sem safnast höfðu
saman brúnni í Mitrovica sem
skiptir borginni milli Serba og
Albana.
Reinhardt er sagður sætta sig við
hvaða refsingu sem er fyrir að hafa
tapað byssu sinni. í breska hemum
eru 28 daga laun dregin af mönnum
fyrir að tapa vopni sínu.
John F. Kennedy
átti sjálfur sök
á flugslysinu
Rannsóknamefnd hefur kom-
? ist að þeirri niðurstöðu að flug-
vél Johns F.
Kennedys hafi
lirapað 16. júlí í
fyrra vegna
mistaka hans
sjálfs. Rann-
sóknarmenn
fundu enga
tæknilega galla
í flaki flugvél-
arinnar og því er nú talið að
reynsluleysi Kennedys hafi leitt
til slyssins. Bandaríska sjón-
| varpsstöðin Fox News Channel
hefur þetta eftir heimildamönn-
um sem fylgst hafa með rann-
i sókninni. Talsmenn Flugöryggis-
S nefndar Bandarikjanna hafa ekki
ií viljað tjá sig um frétt sjónvarps-
stöðvarinnar. Hafi Flugöryggis-
nefndin komist að því að Kenn-
edy hafi átt sök á flugslysinu
gæti það stutt áætlun fjölskyldu
Carolyn Bessette, eiginkonu
Kennedys, og systur hennar
Lauren um málshöfðun gegn dán-
I arbúi Kennedys. Fox sjónvarps-
f stöðin kvaðst hafa heimildir fyr-
ir því að systir Kennedys,
^ Caroline, hefði boðið Bessette-
fjölskyldunni 10 milljónir dollara
til að falla frá málshöfðun.
Þingmenn Evr-
ópuþingsins I
viðskiptum við
vændiskonur
Maj-Britt Theorin, sem á sæti
á Evrópuþinginu fyrir Svíþjóð,
sakar karlkyns starfsbræður sína
um viðskipti viö vændiskonur.
Theorin segir þingmenn, sem
kaupa þjónustu kvenna á þennan
hátt, stuðla að þrælasölu.
Lögreglan í Strasbourg hefur
greint frá því að þegar vikulang-
ir fundir Evrópuþingsins, sem
haldnir eru í hverjum mánuði,
fara fram séu vændiskonur flutt-
ar til borgarinnar í langferðabif-
reiðum.
í fréttatilkynningu segir The-
orin að samkvæmt lögreglunni
séu það ekki bara sveitir Samein-
uðu þjóðanna í Kosovo heldur
einnig karlkyns stjórnmálamenn
í Strasbourg sem notfæri sér
þetta nýtískulega form þræla-
sölu. Sjálf kveðst Theorin ekki
hafa sannanir fyrir viðskiptum
Evrópuþingmanna við vændis-
konur. Hún hafi þó séð notaðar
gúmmíverjur og önnur merki
vændis í nágrenni þinghússins.
Lögreglan í Strasbourg segir
vændiskvennum ekki bara fjölga
þegar Evrópuþingið kemur sam-
an heldur einnig á ráðstefnum
Evrópuráðsins og öðrum stórum
ráðstefnum.
Þeldökkum líf-
vörðum Clint-
ons mismunað
Blökkumönnum í lífvarðasveit
Bills Clintons forseta finnst þeim
mismunað. Um
200 núverandi
og fyrrverandi
lífverðir hafa
nú stefnt vinnu-
veitanda stn-
um, lífvarða-
sveitinni. Líf-
verðirnh- segja
að gengið sé framhjá þeim við
stöðuhækkanir vegna húðlitar
þeirra. Þeir segja einnig að þeir
hafi sætt áreitni og verið aðmýkt-
ir vegna húðlitarins. Lífverðimir
200 krefjast um 2,5 milljóna doll-
ara í bætur fyrir hvem þeirra. Af
2300 lífvörðum sveitarinnar eru
um 200 blökkumenn.
Lífvarðasveitin vemdar
forsetann, varaforsetann og
fjölskyldur þeirra. Málið þykir
vandræðalegt fyrir stjóm Clint-
ons sem unnið hefur að því að
veita blökkumönnum há embætti.