Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 XD"V útlönd ■— ... * *) stuttar fréttir Pantaði morð á Netinu Þriggja bama móöir í Stokk- hólmi auglýsti eftir leigumorð- ingja á Netinu sem gæti hrint fyrrverandi eiginmanni hennar fyrir lest. Konan, sem haföi misst forræðið yflr börnum sinum, bauð blíöu sína fyrir morðið. Stöðva vopnaútflutning Bandarísk yfirvöld ætla að stöðva útflutning á skotvopnum og skotfærum til Kanada. Út- flutningur hefur aukist mjög að undanfömu og þykir óljóst í hverra hendur vopnin fara. Fyrirskipar rannsókn Forseti þýska þingsins, Wolf- gang Thierse, sem sjálfur er jaíh- aðarmaður, skip- aði i gær þing- nefnd að senda Jafnaðarflokknum lista með spurn- ingum um meðal annars íjármögn- un kosningahar- áttu ílokksins og ferðir stjómmálamanna sem þýsk- ur banki greiddi. Kyrkti systur sína 15 ára jórdanskur piltur kyrkti 14 ára systur sína þar sem hann taldi að hún hefði átt í ástar- ævintýri og þar með verið fjöl- skyldunni til skammar. Viö krufningu kom í ljós að stúlkan var hrein mey. 130 þúsund pillur Norskir tollveröir gripu tvo menn á Gardermoenflugvelli með 130 þúsund valíumtöflur í bak- pokum sínum. Mennimir voru að koma frá Taílandi. Prestar Svía í verkfall Sænskir prestar íhuga nú að fara í verkfafl í fyrsta sinn vegna kjaramála. Ríkir nú mikil óvissa um brúðkaup og skímarathafnir. Prestarnir taka ákvörðun í næstu viku. Rannsókn á fjöldagröf Javier Solana, yfirmaður utan- ríkismála hjá Evrópusambandinu, hvatti í gær rússnesk yflrvöld til að láta fara fram rannsókn vegna meintra fjöldamorða í Tsjetsjeníu. Þýskur sjón- varpsmaður tók myndir af rúss- neskum her- mönnum fleygja líkum í fjöldagröf í Grosní. Aftaka gagnrýnd Mannréttindasamtökin Am- nesty International gagnrýndu i gær harkalega aftöku langömm- unnar Betty Lou Beets í Texas í fyrrinótt. Sögðu þau hana ekki hafa fengið réttlát réttarhöld. Kristilegum spáð ósigri Jafnaðarmenn eru með 8 pró- sentustiga forskot á kristilega demókrata í Slésvík-Holtseta- landi samkvæmt skoðanakönn- unum sem birtar voru í gær. Kos- ið verður á svæðinu á morgun. Sprengt á N-írlandi Enginn særðist er sprengja sprakk við stöð breska hersins utan við Londonderry á N-írlandi í gær. Forskot Bush minnkar Fylgi George Bush, ríkisstjóra í Texas, hefur minnkað í Virgin- íu samkvæmt skoðanakönn- unum sem birtar voru i gær. Könnun- in sýndi að Bush nýtur fylgis 48 pró- senta kjós- enda en öld- ungadeildarþingmaðurinn John McCain 37. Fyrr í mánuðinum var forskot Bush 23 prósentustig. McCain hefur háð litla sem enga kosningabaráttu í Virginíu. Thatcher notaði alþjóðlega hlerunarkerfíð Echelon: Lét njósna um ráðherra sína Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, not- færði sér alþjóðlega njósnakerfið Echelon til þess að láta fylgjast með tveimur ráöherra sinna 1983. Þetta er haft eftir kanadískum leyniþjón- ustumanni, Mike Frost. Ráðherramir tveir, sem ekki hafa verið nafngreindir, voru ekki grun- aðir um svik. Thatcher fannst hins vegar sem þeir væru ósammála henni í vissum málum. Frost full- yrðir þetta í bandaríska sjónvarps- þættinum 60 Minutes sem sendur verður út á morgun. Frost, sem kveðst hafa starfað fyr- ir kanadísku leyniþjónustuna 1972 til 1992, heldur þvi fram að löndin flmm sem reka njósnakerfið, Banda- ríkin, Bretland, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland, geti sniðgengið eigin lög gegn njósnum um borgarana meö því að biðja annað rekstrarland að gera það fyrir sig. Frásögn Frosts kemur á sama tíma og þrýstingur á framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins um að rannsaka Echelon eykst. Evrópu- þingið birti á miðvikudaginn skýrslu um Echelon þar sem því er haldið fram að kerfið sé notað til iðnaðamjósna. Dómsmálaráðherra Frakklands, Elisabeth Guigou, sagði á franska þinginu að full ástæða væri til að fara varlega með viðkvæmar upplýsingar sem sendar séu um fjarskiptahnetti. Bæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, vísa ásökunum um iðnaðamjósnir á bug. Með Echelon, sem sett var á Margaret Thatcher lét fylgjast meö ráö- laggirnar í upphafl kalda stríðsins, herrum sem ekkl voru sömu skoöunar og er hægt að fylgjast með símtölum, hún. Símamynd Reuter símbréfum og tölvupósti. Þúsundir Serba mót- mæla í Mitrovica Um 4 þúsund Serbar söfnuðust saman í Mitrovica í Kosovo í gær. Hétu Serbarnir þvl að standast þrýsting Albana og hvöttu aðra Serba til að snúa aftur til borgar- innar. Friðargæsluliðar í brynvörð- um bílum komu í veg fyrir að Ser- barnir færu yfir í borgarhluta Albana. Marko Jaksic, leiðtogi Serbneska þjóðarráðsins í Kosovo, sagði full- yrðingar Vesturlanda um að Serbar í Mitrovica væru verkfæri Slobodans Milosevics Júgóslavíu- forseta ósannar< „Til þess að hrekja okkur héðan segja þeir að Milos- evic sé á bak við þetta allt,“ sagði Jaksic við mikinn fognuð mann- fjöldans. „Við tilheyrum ekki Milosevic. Við erum bara þeir sem þorðu að vera um kyrrt,“ sagði Jaksic einnig. Margir göngumanna báru spjöld Um 4 þúsund Serbar komu saman í Mitrovica í Kosovo í gær. gegn NATO og spjöld með áletrun- um þar sem hvatt var til að hryðju- verk Albana yrðu stöðvuð. Serbar voru reiðir í gær yflr þvi að yfir- maður Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, Bemard Kouchner, hefði ekki hitt þá að máli í gær. Hann hefði ávarpað Albana er þeir efndu til fjöldamótmæla. Friðargæslusveitimar í Kosovo staðfestu í gær frétt um að byssa þýska herforingjans Klaus Rein- hardts hefði verið dregin úr hylk- inu er hann reyndi að stilla til frið- ar meðal Albana sem safnast höfðu saman brúnni í Mitrovica sem skiptir borginni milli Serba og Albana. Reinhardt er sagður sætta sig við hvaða refsingu sem er fyrir að hafa tapað byssu sinni. í breska hemum eru 28 daga laun dregin af mönnum fyrir að tapa vopni sínu. John F. Kennedy átti sjálfur sök á flugslysinu Rannsóknamefnd hefur kom- ? ist að þeirri niðurstöðu að flug- vél Johns F. Kennedys hafi lirapað 16. júlí í fyrra vegna mistaka hans sjálfs. Rann- sóknarmenn fundu enga tæknilega galla í flaki flugvél- arinnar og því er nú talið að reynsluleysi Kennedys hafi leitt til slyssins. Bandaríska sjón- | varpsstöðin Fox News Channel hefur þetta eftir heimildamönn- um sem fylgst hafa með rann- i sókninni. Talsmenn Flugöryggis- S nefndar Bandarikjanna hafa ekki ií viljað tjá sig um frétt sjónvarps- stöðvarinnar. Hafi Flugöryggis- nefndin komist að því að Kenn- edy hafi átt sök á flugslysinu gæti það stutt áætlun fjölskyldu Carolyn Bessette, eiginkonu Kennedys, og systur hennar Lauren um málshöfðun gegn dán- I arbúi Kennedys. Fox sjónvarps- f stöðin kvaðst hafa heimildir fyr- ir því að systir Kennedys, ^ Caroline, hefði boðið Bessette- fjölskyldunni 10 milljónir dollara til að falla frá málshöfðun. Þingmenn Evr- ópuþingsins I viðskiptum við vændiskonur Maj-Britt Theorin, sem á sæti á Evrópuþinginu fyrir Svíþjóð, sakar karlkyns starfsbræður sína um viðskipti viö vændiskonur. Theorin segir þingmenn, sem kaupa þjónustu kvenna á þennan hátt, stuðla að þrælasölu. Lögreglan í Strasbourg hefur greint frá því að þegar vikulang- ir fundir Evrópuþingsins, sem haldnir eru í hverjum mánuði, fara fram séu vændiskonur flutt- ar til borgarinnar í langferðabif- reiðum. í fréttatilkynningu segir The- orin að samkvæmt lögreglunni séu það ekki bara sveitir Samein- uðu þjóðanna í Kosovo heldur einnig karlkyns stjórnmálamenn í Strasbourg sem notfæri sér þetta nýtískulega form þræla- sölu. Sjálf kveðst Theorin ekki hafa sannanir fyrir viðskiptum Evrópuþingmanna við vændis- konur. Hún hafi þó séð notaðar gúmmíverjur og önnur merki vændis í nágrenni þinghússins. Lögreglan í Strasbourg segir vændiskvennum ekki bara fjölga þegar Evrópuþingið kemur sam- an heldur einnig á ráðstefnum Evrópuráðsins og öðrum stórum ráðstefnum. Þeldökkum líf- vörðum Clint- ons mismunað Blökkumönnum í lífvarðasveit Bills Clintons forseta finnst þeim mismunað. Um 200 núverandi og fyrrverandi lífverðir hafa nú stefnt vinnu- veitanda stn- um, lífvarða- sveitinni. Líf- verðirnh- segja að gengið sé framhjá þeim við stöðuhækkanir vegna húðlitar þeirra. Þeir segja einnig að þeir hafi sætt áreitni og verið aðmýkt- ir vegna húðlitarins. Lífverðimir 200 krefjast um 2,5 milljóna doll- ara í bætur fyrir hvem þeirra. Af 2300 lífvörðum sveitarinnar eru um 200 blökkumenn. Lífvarðasveitin vemdar forsetann, varaforsetann og fjölskyldur þeirra. Málið þykir vandræðalegt fyrir stjóm Clint- ons sem unnið hefur að því að veita blökkumönnum há embætti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.