Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Page 10
10
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 T>V
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Síðasti bœrinn í dalnum
Frumkvöðlar og kaupsýslumenn nútímans hér á landi
hafa áttað sig á, að velsæld þjóðarinnar í náinni framtíð
felst ekki í að framkvæma gamla drauma um álver og
stórvirkjanir, heldur í að rækta menntun og hugvit þjóð-
arinnar á mestu framfarasviðum hvers tíma.
Dæmi um auðlindir nýrrar aldar eru hugbúnaðargerð
og önnur tölvutækni, erfðarannsóknir og líftækni. Slíkar
greinar kosta fyrst og fremst fjárfestingu í menntun og
hugviti, en síður í áþreifanlegum mannvirkjum, svo sem
verksmiðjum, orkuverum og stíflugörðum.
Ef þjóðfélag hyggst standast samkeppni við forustu-
þjóðir heimsins, verður það að unga út hæfu fólki á
þenslusviðum hvers tíma. Aðrar auðlindir hverfa alger-
lega í skugga þessarar kröfu og gera lítið annað en að
flækjast fyrir því, að þjóð komist í fararbrodd.
Mannvirki kosta gríðarlega peninga. Fjárfesting í
gamaldags atvinnuvegum á borð við raforkuvinnslu og
álvinnslu er gríðarleg á hvern starfsmann og gefur lítinn
arð í samanburði við þær greinar, sem eru í fararbroddi
efnahagsþróunar Vesturlanda á hverjum tíma.
Fjárfesting í auðlindum menntunar og hugvits kostar
miklu minna á hvern starfsmann og getur gefið ótrúleg-
an arð, sem íslendingar eru fyrst núna að átta sig á, að
sé innan seilingar, þegar íslenzk fyrirtæki á slíkum svið-
um hafa lyfzt úr engu til feiknarlegra verðmæta.
Við búum því miður við pólitísk stjómvöld, sem eru
frosin í gömlum tímum og hafa því ekki getað leikið það
eftir stjórnvöldum nágrannalandanna að vísa stórvirkj-
unum og stóriðju til þriðja heimsins og nota sparnaðinn
til að búa í haginn fyrir þekkingariðnað.
Slagurinn um Fljótsdalsvirkjun og Reyðarál er síðasti
slagur fortíðar og framtíðar í atvinnu- og efnahagslífl ís-
lands. Þar er á ferðinni gamall og úreltur draumur, sem
hefur breytzt í martröð byggðastefnu, er stefnir í tap-
rekstur á hvoru tveggja, orkuveri og stóriðju.
Stjórnvöld leggja ofurkapp á, að takmörkuðu fjár-
magni og lánsfjármöguleikum þjóðarinnar sé veitt í far-
veg martraðarinnar á Austurlandi í stað þess að snúa sér
í átt til framtíðarinnar og leggja sömu peninga í hugbún-
að og tölvutækni, erfðarannsóknir og líftækni.
Vandinn er auðvitað sá, að þjóðin lifir á þremur öld-
um í senn. Meðan hluti þjóðarinnar hefur sótt inn í 21.
öldina, lifa aðrir enn á 19. öldinni. Hinir síðarnefndu sjá
sér þá von bjartasta í lífinu að komast í tæri við atvinnu-
vegi, sem voru vaxtarbroddur 19. aldar.
í stað þess að mennta austfirzk ungmenni til aðildar
að veruleika 21. aldar eru ráðamenn nokkurra sveitarfé-
laga á Austurlandi að berjast fyrir því, að orku þessara
ungmenna verði beint að því að skaka á venjulegu skíta-
kaupi í bræðslupottum á Reyðarfirði.
Á sama tíma eru ýmsir aðrir foreldrar í landinu að
búa böm sín undir tíma, þar sem árlegar bónusgreiðslur
einar eru hærri en árslaun við bræðslupotta á Reyðar-
firði. Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu búa ekki við
dragbíta á borð við sveitarstjórnir á Austfjörðum.
Hvort sem Fljótsdalsvirkjun og Reyðarál verða að
veruleika eða ekki, marka þau þáttaskil í atvinnusögu
okkar. Þau eru síðasti bærinn í dal fortíðarinnar, áður
en við tekur nýr tími, þar sem heilabúið í mannfólkinu
verður eina auðlindin, sem máli skiptir.
Þjóðin mun láta herkostnaðinn við martröðina sér að
kenningu verði. En hún á enn kost á að spara sér alveg
þetta morð fjár og læra samt af reynslunni.
Jónas Kristjánsson
Aftökustjórinn Bush
George W. Bush, sem segist
fylgja stjórnmálaspeki Jesú
Krists, hefur skipt um slagorð í
kosningabaráttu sinni. I stað þess
að vera „samúðarfullur íhalds-
maður“ er Bush nú orðinn „um-
bótamaður sem náð hefur ár-
angri“. Og á einu sviði hefur Bush
óumdeilanlega náð meiri árangri
en nokkur annar fylkisstjóri í ný-
legri sögu Bandaríkjanna. Hann
hefur látið taka 119 menn af lífi á
þeim fimm árum sem hann hefur
stýrt Texas. Enginn annar fylkis-
stjóri kemst nálægt þvi að ógna
forystu Bush á þessu sviði, nema
þá helst bróðir hans, Jeb Bush,
fylkisstjóri í Flórída, sem reynir
nú af mætti að fjölga aftökum í
fylkinu.
þeirra, stundum rétt áður en þeir voru
teknir af lífi. Tuttugu saklausum
mönnum hefur verið bjargað af dauða-
deildum í Flórída þar sem Jeb Bush
fylkistjóri reynir nú að stytta fresti og
fækka möguleikum til áfrýjunar. For-
setaframbjóðandinn, bróðir hans, hef-
ur staðið þannig að skipun manna í
nefnd sem hefur síðasta orðið um
fullnustu dauðadóma að meira en 99%
umsókna er hafnað. Nefndin hefur
tekið sér allt niður i korter til að af-
greiða umsóknir og fjarverandi nefnd-
armenn hafa sent synjanir sínar á
faxi.
FrlpnH tíAinHi Sérstaða Bandaríkjanna
Villimennska
Jón Ormur Halldórsson
Meðal þeirra manna sem George W. fyrirskipaði
nýlega aftöku á var ungur maður sem framdi glæp
sinn þegar hann var 17 ára gamall en Bandaríkin eru
nánast eina landið í heiminum sem leyfir aftökur fyr-
ir afbrot framin af unglingum. Forsetaframbjóðand-
inn fyrirskipaði einnig nýlega aftöku á manni sem
haldin var geðhvarfasýki sem ekki hafði fengist með-
höndluð þar sem fjölskylda hans hafði ekki keypt sér
sjúkratryggingu. Fyrir utan aftökur af þessu tagi,
sem i flestum löndum heims þykja forneskjuleg villi-
mennska, eru verulegar líkur á því að á meðal þeirra
sem Bush hefur látið taka af lífi séu algerlega sak-
lausir menn. Maður var til að mynda tek-
inn af lífí nú rétt fyrir síðustu jól eftir
að hafa verið dæmdur út á vitnis
burð eins glæpamanns sem síðar
dró framburð sinn til baka. Síð
ustu orð hans voru um þá þögn
sem ríkti í kringum þetta
ranglæti.
Aftökur á sak-
lausu fólki
Réttarfar í Texas er
með þeim hætti að reg-
inhneyksli þætti í flest-
um siðuðum samfélög-
um. Lítils háttar umbæt-
ur, sem fylkisþingið
samþykkti samhljóða í
fyrra, voru umsvifalaust
stöðvaðar af George Bush
sem beitti neitunarvaldi sínu.
Ríkið skipar yfirleitt óhæfa
verjendur fyrir fátækt fólk sem
sakað er um alvarlega glæpi, oft
menn sem misst hafa málflutn-
ingsleyfi fyrir afglöp, atvinnulausa
lögmenn eða menn sem enga
reynslu hafa af málflutningi. Að
auki hafa verjendur litla mögu-
leika til rannsókna og lítið fé
til að sinna vinnu sinni.
Blaðamenn, há-
skólastúdentar
og hugsjóna-
menn af ýmsu
tagi hafa hins
vegar bjargað
tugum manna
af dauðadeild-
um banda-
rískra fangelsa
með því að
sanna sakleysi
„George W. Bush hefur látið taka 119 menn af lífi á fimm árum. Réttarfariö
undir stjórn hans í Texas þætti villimannlegt og reginhneyksli í flestum sjð-
menntuöum löndum".
Þótt George Bush og bróðir hans, Jeb,
séu í hópi áköfustu áhugamanna um
aftökur í Bandaríkjunum vekur þetta
ekki sérstaka eftirtekt í bandariskum
stjómmálum. Allir helstu frambjóð-
endur til forseta þar í landi eru fylgjandi dauðarefs-
ingu. í Evrópu þykja aftökur hins vegar svo fordæm-
anlegar að ríki fá ekki aðild að neinum evrópskum
stofnunum, eins og Evrópusambandinu eða Evrópu-
ráðinu, nema þau leggi niður dauðarefsingar. í
Bandaríkjunum styður líka mikill meirihluti almenn-
ings dauðarefsingu, þótt ekkert bendi til þess að af-
tökur hafl neina þýðingu sem .vörn gegn glæpum. í
umræðum í fjölmiðlum vestra um þessi mál kemur
líka oft fram sú skoðun að ættingjar hinna myrtu eigi
rétt á því að ná fram hefndum gegn meintum morð-
ingjum með þessum hætti. Ættingjar fórnarlamba
kjósa líka oft að vera viðstaddir aftökur og fáum
þar vestra virðist þykja þessi frumstæða
hefndarhugsun forneskjuleg. Jeb
Bush fylkisstjóri hefur notað
þau rök að langur frestur á
aftökum meintra morð-
ingja sé órréttlátur gagn-
vart ættingjum hinna
myrtu. George Bush,
bróðir hans, sem ekki
þreytist á því að lýsa
Jesú Kristi sem hin-
um sanna leiðtoga lífs
síns, virðist sömu
skoðunar þótt ekki
þurfi víst mikla rann-
sókn á guðspjöllunum
til að finna eitthvað
aðrar áherslur hjá
Jesú Kristi. Stemningin
þar vestra í þessum efn-
um er hins vegar með
þeim hætti að áhugi Ge-
orge Bush á aftökum
meintra sakamanna og
áhugaleysi hans um umbætur
á siðlausu réttarkerfi í Texas
kostar hann ekki fylgi
margra kjósenda.
Þetta er þvert á
móti talið
styrkja hann
í augum kjós-
enda. Andúð
margra Evr-
ópumanna á
villimensku
Bush í réttar-
fari hefur
hins vegar
komið upp á
yfirborðið í
evrópskum
fjölmiðlum að
undanfómu.
roðanir annarra
Hótanir Kínverja
„Bandaríkin gátu þar til nú fært góö rök fyrir því
að Taívanar liðu ekki önn fyrir hótanir Kínverja og
að þeir vissu aö þeir væru óhultir svo fremi sem
: þeir létu vera að lýsa yfir sjálfstæði. En kínversk
stjómvöld eru nýbúin að gefa út „hvítbók" þar sem
þeir hóta að gera árás á Taívan, ekki aðeins ef það
lýsir yfir sjálfstæöi, heldur einnig ef, að mati Kín-
: verja, leiðtogar eyjarinnar eru tregir í taumi í sam-
: einingarviðræöum. Og kínversk stjómvöld ein
áskilja sér réttinn til að ákveða hversu lengi er of
lengi. Þessi nýja stefna Kínverja er ákjósanlegri en
j sú að skjóta flugskeytum sem geta borið kjamorku-
sprengjur í hafið nærri Taívan, eins og þeir gerðu
1996. En það er það besta sem hægt er að segja um
hana.“
Úr forystugrein Washington Post 24. febrúar.
Ekkí leiðinleg, Ritt
„Athyglisverö er auðvitað líka endurkoma Ritt
Bjerregaard sem ekki einasta er rökrétt og verð-
skulduð fyrir einn hæfileikarikasta stjómmála-
mann sinnar kynslóðar, heldur getur hugmyndin
um nýja ríkisstjórn nú fengið aukið svigrúm. Við
hlökkum til framhaldsins, leiðinlegt verður það
ekki.“
Úr forystugrein Aktuelt 24. febrúar.
Brostnar vonir
„Stríðið heyrir nú fortiðinni til, sagði Clinton
forseti í Kosovo fyrir þremur mánuðum. En þar er
enginn friður og engin sátt. Það sýna
örvæntingarfullar tilraunir friðargæsluliða til að
reyna að stöðva nýja öldu ofbeldis í Mitrovica. Allar
vonir hafa brostið. Sameinuðu þjóðunum, sem bera
ábyrgö á stjórninni, hefur mistekist að bola
öfgamönnum úr Frelsisher Albana frá völdum í
bæjum og borgum, að styðja hófsöm öfl til
samvinnu, koma á lögum og reglu og stöðva
glæpastarfsemi.“