Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Page 11
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 11 Aldur er afstætt fyrirbrigði. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, fæðast einhvern veginn gamlir, en aðrir eru unglegir og friskir alla sina tíð. Það á ekki bara við um útlitið heldur einnig innri mann. Þetta góða fólk er ungt i anda. Það hefur ekki glatað eiginleikanum til að hlæja og skemmta sér; gera hæfilegt grin að sjálfum sér og öðrum. Maöur þarf nefnilega að haida í sér baminu; hafa gaman af því að leika sér og leyfa sér að hlakka til. Þeir sem búnir eru þessum góðu kostum vakna kátir á morgnana og sofna sælir. Þessir menn hafa góð áhrif á umhverfi sitt og eru því eftir- sóknarverður félagsskapur. Ungí anda Ég get ekki kvartað því minn betri helmingur er með þessa upp- lífgandi eiginleika. Konan sú er sem sagt ung í anda. Nú er fráleitt að við hjónakomin séum við aldur en vitum þó af því að við eigum börn á þrítugsaldri. Það er helst þegar við lítum framan í þau að við áttum okkur á því að við erum sjálf komin yfir þrítugt. Hitt veit ég að hitti konan mín aðrar um eða innan við tvítugt þá finnst henni tiltölulega litlu muna í árum talið. Hún á að minnsta kosti auðvelt með að setja sig í þeirra spor. Þetta þýðir um leið að þeir sem umgangast svo lífsglatt fólk þurfa að taka sig taki. Þannig hefur mín góða kona stundum bent mér á að af öllu íhaidssömu sé ég hvað ihaldssamastur. Ég breyti engu ótilneyddur. Það þurfi hreinlega að sparka í rassinn á mér svo ég sýni lífsmark. Þetta finnst mér of- sagt og hef bent konunni á að hin- ir íhaldssömu þurfi ekki að vera leiðinlegir. Ég kýs að nefna ekki hina raunverulegu ástæðu. Hún heitir hreinlega leti. Kannski veit konan að eiginmaðurinn er letingi en notar skrautyrði til þess að komast hjá því að kalla þá hátt- semi réttnefni. Táknmál barnanna Hvað sem því líður þá er ég ekki svo bölvanlegur í sambúðinni að ég sitji heima og horfi í gaupnir mér. Ég fer því oft með frúnni að hitta annað skemmtilegt fólk. Þannig áttum við ágæta kvöld- stund á dögunum í góðum félags- skap. Þar sannaðist enn og aftur að aldurinn er afstæður og árin að sjá út hæð annarra manna án þess að tala við þá og raða sér upp miðað við líkamsbyggingu. Nú var lögð fyrir okkur í foreldrahópnum heldur þyngri þraut. Okkur var gert að raða okkur upp eftir aldri. Þeir sem töldu sig yngsta í hópn- um áttu að raða sér upp fyrst og síðan koll af kolli upp eftir aldurs- stiganum. Nákvæmur fjöldi þeirra sem þama voru liggur ekki fyrir en ekki er fjarri lagi að áætla að á gófinu hafi verið á milli 20 og 30 manns. Auk foreldranna voru nokkrir starfsmenn sumarbúð- anna og að minnsta kosti eitt par af afa og ömmu sem mættu í stað foreldra sem voru vant við látnir. Enn sem fyrr var bannað að tala. Hver og einn varð að ætla sér stöðu í röðinni miðað við aldur. Það var auðvelt fyrir þá sem fyrstir röðuðu sér upp. Þar voru tvö eða þrjú böm og annað eins af unglingum. Þá voru afinn og amm- an nokkuð með sína stöðu á hreinu. Hvorki þau sjálf né aðrir í salnum efuðust um að þar færu aldursforsetamir. Þau fóru því strax á sinn réttmæta enda. Síðan var það hlutverk annarra að raða sér í aldursröð og gat reynst þraut- in þyngri. Aldur er nefhilega hug- arástand. Kannski örlítið aftar Þegar röðin hafði tekið á sig endanlega mynd og allir klárir með sína stöðu var þagnarbind- indið rofið. Menn voru beðnir að greina frá aldri sínum. Byrjað var á þeim yngsta og síðan koli af kolli. Það var þá sem ég sá að ann- að okkar hjóna hafði misreiknað aldurinn. Það var nefnilega svipað langt á milli okkar í röðinni og var þegar við röðuðum okkur eftir hæð. Þá var ekkert óeðlilegt við muninn enda er ég að kalla höfð- inu hærri en hún. Hitt veit ég að aldursmunur okkar er ekki telj- andi, rétt um 8 mánuðir sem ég hef betur í þeim efnum. Konan lét sér ekkert bregða þeg- ar unglingarnir greindu frá aldri sínum, sem og þeir sem voru að potast á þrítugsaldur. Hins vegar sá ég að hún fór heldur að ókyrr- ast þegar þeir sem stóðu skammt frá henni reyndust vera um og yfir þrítugt, annaðhvort starfsmenn sumarbúðanna eða foreldrar með frumburð sinn á ellefta ári. Innst inni vissi konan mín nefnilega að frumburður okkar hjóna á ekki eftir nema rétt um þrjú ár í þrí- tugt. Það var því ólíklegt annað en móðir nær þrítugs manns ætti að skipta ekki máli, að minnsta kosti ekki þegar konan min á í hlut. Við ákváðum í vetur að yngri dóttir okkar, á ellefta ári, hefði gagn og gaman af því að fara í sumarbúðir barna í útlöndum. Raunar var það svo að konan stakk upp á þessu og ég sam- þykkti. Það er þekkt kerfi á heim- ilinu. Ég tel mig hafa það sem kall- ast frestandi neitunarvald í ýms- um málum. Því beitti ég ekki í þessu tiifelii enda málið hið besta. Félagið sem stendur að sumarbúð- unum kaliaði því saman þau böm sem eiga að fara, sem og foreldra þeirra. Tilgangurinn var að hrista hópinn saman. Fararstjórar og forráðamenn fé- lagsins greindu frá starfinu í sum- arbúðunum, leikjum og störfum barnanna þegar þar aö kemur. Þar munu hittast börn frá ýmsum löndum og frá öllum heimsálfum. Jafnt er skipt milli kynja og aldur- inn er sá sami en þau tala hvert sitt tungumálið. Það sögðu for- ráðamennirnir að væri ekki vandamál meðal bamanna. Þau væru ótrúlega íljót að kynnast og notuð táknmál og bendingar í stað tungumálsins. Raðað eftir hæð Þessir sömu forráðamenn brugðu síðan á leik með foreldra bamanna. Fundurinn var haldinn í skólasal þar sem gólfpláss var nóg. Foreldrarnir voru því beðnir að stiga úr sætum sínum út á gólf. Tilgangur stjórnendanna var að gefa foreldrunum innsýn í heim bamanna þegar þau kæmu ókunn- ug í sumarbúðirnar, hittu þar fjölda annarra bama og yrðu að tjá sig án þess að geta notað tungu- málið. Tekið skal fram að farar- stjóri fylgir hverjum fjögurra barna hópi og enska er opinbert mál í búðunum. Það er hins vegar Laugardagspistill Jónas Haraldsson aðstoðanitstjórí ekki gert ráð fyrir því að börnin geti beitt því tungumáli umsvifa- laust sín á milli. Foreldramir voru fyrst beðnir að mynda hring í skólasalnum eft- ir hæð. Þeir sem lægstir voru vexti röðuðu sér upp fyrst og síðan koll af kolli. Bannað var að tala saman enda gengið út frá því að enginn talaði sama tungumálið. Þetta gekk furðuvel hjá foreldra- hópnum. Hver og einn horfði á næsta og mátaði sig. Þannig mynd- aðist fljótt röð frá hinum lágvöxn- ustu tU hinna hávöxnustu. Tals- vert bil var eðliiega milli okkar hjóna þar sem ég er nokkru há- vaxnari en hún. Fyrst þeir yngstu Fyrst þetta tókst svona vel gengu sumarbúðamenn heldur lengra. Það er tiltölulega auövelt vera örlítið aftar í röðinni, jafnvel ekki fjarri föður sama manns. Um það bil 29 Konan mín hugsaði því hratt og sama gerði sú kona sem næst henni stóð. Það vildi nefnilega svo til að ég stóð við hlið mannsins hennar, enda á svipuðum aldri og hann. Áður en að því kom að þær gæfu upp aldur sinn tipluðu þær lipurlega á tánum til hliðar við röðina og stungu sér snarlega upp að hlið eiginmanna sinna. Þær bliknuðu heldur ekki þegar þær tilkynntu aldur sinn á réttum stað í aldursröðinni, líkt og aldrei hefði annað staðið til. Eftir á flissuðu þessar tvær rétt eins og smástelpur og töldu fráleitt að þær gætu verið giftar þessum gömlu köllum. Þær væru ekki deg- inum eldri en tuttugu og níu - í huganum að minnsta kosti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.