Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 JL>"V útlönd Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain missti aldrei vonina þegar hann var stríðsfangi í Ví- etnam. Hann hefur sýnt sama bar- áttuanda með þvi að sigra í forkosn- ingunum í Michigan siðastliðinn þriðjudag. Nú þorir enginn að full- yrða lengur hver verður forsetaefni repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Sigur McCains yfir George Bush, ríkis- stjóra í Texas, í Michigan var óvæntur. Þremur dögum áður hafði Bush sigrað i forkosningunum í S- Karólínu. Bush hlaut einkum atkvæði íhaldsmanna og kristilegra hægri- manna í S-Karólínu. En umfram allt hlaut hann atkvæði repúblikana. Óháðir og demókratar, sem tóku þátt í forkosningum repúblikana í S-Karólínu, voru alltof fáir til að bjarga John McCain. McCain breytti um tón í Michigan hlaut Bush 72 prósent af atkvæðum repúblikana. Haldist þetta mynstur getur McCain búist við erfiðleikum. Á þriðjudaginn verða forkosningar í Washington, Virginíu og Norður-Dakóta. 1 þeim fá einungis repúblikanar að taka þátt. McCain þarf þvi að vinna flokksfélagana á sitt band og hann hefur þegar breytt um tón. I sigurræðu sinni á þriðjudags- kvöld kom McCain því fram eins og ekta repúblikani. Hann bar sig sam- an við Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandarikjanna, og kvaðst vera stoltur af því að vera íhalds- maður. McCain kvaðst elska Repúblikanaflokkinn og hvatti alla repúblikana til að koma yfir til sín. Talsmaður kosningabaráttu Bush, Ari Fleischer, svaraði um hæl. „Stærsti munurinn á John McCain og Ronald Reagan er sá að repúblikanar voru hrifnari af Reag- an. Maður getur ekki kallað sig Ronald Reagan vilji repúblikanar ekki kjósa mann,“ sagði Fleischer í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni. Bush var ekki lengi að lýsa sig sem sigurvegara meðal repúblik- ana. Hann fullyrti að demókratar hefðu kosið McCain í forkosningum repúblikana til þess að reyna að ryðja braut fyrir sinn eigin fram- bjóðanda í forsetakosningunum í haust. Léleg vörn Bush Þetta hefur þótt léleg vörn. Sá repúblikani sem á að reyna að ná Hvíta húsinu aftur af demókrötum verður að eiga hljómgrunn meðal þeirra sem eru utan raða eigin flokksmanna. George Bush eldri mistókst það 1992 og hann tapaði. Bob Dole mistókst það 1996 og hann tapaði. En McCain virðist hafa þennan hæfileika. Samkvæmt skoðanakönnun CNN og Gallup í þessari viku telja sífellt fleiri Bandaríkjamenn að McCain hafi talsvert meiri möguleika á að sigra A1 Gore, frambjóðanda demókrata, heldur en George Bush. Yrði kosið á milli McCain og Gore í forsetakosningunum hlytu repú- blikanar 55 prósent átkvæða en demókratar 39 prósent. Færi Bush fram gegn Gore sigruðu repúblikan- ar með 50 prósentum á móti 45. Það er innan skekkjumarka. Að loknum sex forkosningum hef- ur McCain sigrað í þremur þeirra og tapað einum. íhinum tveimur tók hann alls ekki þátt. Þessi niður- staða gerir hann að baráttumanni og sigurvegara og Bandaríkjamenn elska sigurvegara. Hægrisveifla En menn reikna þó með því að Eftir sigurinn í forkosningunum í Michigan hvatti McCain repúblikana til að stíga um borð í lest hans og taka þátt í baráttu hans fyrir aö hljóta útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins. McCain hefur nú breytt um tón og reynir að sannfæra repúblikana um að hann sé repúblikani í anda Reagans. segir Charles Lawson, fyrrverandi skólafélagi McCains í sjóliðsfor- ingjaskólanum. Gleymdi björguninni Stjórnmálabarátta McCains í Bandaríkjunum hefur vakið athygli í Víetnam. Síðastliðinn miðvikudag birtu víetnömsk dagblöð mynd af McCain eftir að honum hafði verið bjargað af þorpsbúunum sem hann hafði ætlað að gera árás á úr flugvél sinni. Vietnamar halda því fram að vel hafi verið farið með McCain í fanga- vistinni. Hið opinbera blað Saigon Giai Phong skrifar að McCain hafi viljandi gleymt björgunarmönnum sínum. ístaðinn fullyrði hann að hann hafi verið pyntaður á meðan hann var stríðsfangi. , ,Öldungadeildarþingmaðurinn hefur greinilega gleymt þvi að hon- um var bjargað og björgunarmenn hans hefðu auðveldlega getað drepið hann því að hann hafði komið til að drepa þá,“ skrifaði blaðið. Það vísaði jafnframt til myndar þar sem sést er verið var að bjarga McCain úr Truc Bach vatninu i Hanoi eftir að hann var skotinn niður í árásartlugi yfir Vfetnam 1967. Utanríkisráðuneytið í Hanoi hefur vísað á bug fullyrðing- um McCains um pyntingar. Öldungadeildarþingmaðurinn fór í heimsókn til Víetnams 1993 til þess að ræða örlög bandarískra her- manna sem saknað var eftir her- þjónustu í Víetnam. McCain hefur barist fyrir því að koma á eðlilegum samskiptum Bandaríkjanna og Ví- etnams. íheimsókn sinni til Ví- etnam hitti McCain víetnamska hermanninn sem bjargaði honum úr Truc Bach vatninu í Víetnam- stríðinu. Sagöur heilaskaöaður Andstæðingar McCains segja hann hafa skaðast á heila vegna fangavistarinnar í Víetnam og benda á skapofsa hans máli sínu til sönn- unar. McCain viðurkennir að hann reiðist stundum. Það sé í lagi á með- an menn hafi hemO á skapi sínu. Hann segir fregnir af skapofsa sínum stórlega ýktar. McCain hefur lagt fram hundruð síðna frá læknum sem sýna að hann er heill á geði. „John hristir upp í mönnum. Hann er trúr sannfæringu sinni,“ segir einn besti vinur McCains á þingi, öldungadeildarþingmaðurinn Fred Thompson. Boðskapur McCains er einfaldur: „Ég mun aldrei ljúga að ykkur og ég vil eyðileggja jámþríhyrninginn í Washington sem samanstendur af þrýstihópum, fé stórfyrirtækja og misbeitingu valds.“ McCain gerir oft grín að sjálfum sér. Hann sagði nýlega frá þvi á kosningafundi að hann hefði farið með börnin sín fjögur í skólann að loknu sumarleyfi þar sem konan hans, Cindy, hefði verið á ferðalagi. Allt gekk vel þar til skólastjórinn kom og sagði: „Mér finnst það frá- bært hjá öldungadeildarþingmann- inum að fylgja barnabörnunum í skólann." Byggt á Washington Post, Bush láti aftur til sín taka. En það hafa ýmsir bent á mikilvægan pólítískan vanda hjá Bush. Þvi meir sem hann fullyrðir að McCain sé miðjumaður sem ekki sé hægt að sætta sig við þvi meir gerir Bush sjálfan sig að þeim íhalds- manni sem hann hefur áður fullyrt að hann sé ekki. Bush sakar McCain um að biðla til demókrata. Áður hafði hann látið þau orð falla að hann væri sá eini sem gæti feng- ið demókrata til að greiða repúblikönum atkvæði í forseta- kosningunum. „Bush hefur sveigt talsvert langt til hægri,“ segir bandaríski sagn- fræðingurinn Allan Lichtman. „Bush hefur AÍj | þetta kannski fram á vor en nú lítur út fyrir að hann verði miklu veikari frambjóð- andi þegar liða tekur á haustið,“ segir bandaríski stjórnmálafræð- ingurinn John Aldrich. Stjórnmálafræðingar benda á samkvæmt reynslunni komist sá inn í Hvíta húsið sem hlýtur flest atkvæði miðjumanna. A1 Gore berst í miðjunni en keppinautur hans um útnefningu demókrata, öldunga- deildarþingmaðurinn Bill Bradley, hefur sveigt til vinstri. A1 Gore hefur getað glaðst yfir því að Bush og McCain hafa skaðað hvor annan með skítkasti. Það get- ur orðið verra þrátt fyrir að McCain hafi nú breytt um tón og reyni að breyta þeirri mynd sem menn hafa af honum sem uppreisnarmanni. McCain, sem fæddist í ágúst 1936, er stríðshetja. Bæði faðir hans og afi voru aðmírálar í sjóhernum og hann fylgdi í fótspor þeirra með því að ganga í sjóliðsforingjaskóla Bandaríkjanna. Meö þeim neöstu í bekknum Hann hafði hins vegar meiri áhuga á skemmtunum en náminu og var með þeim neðstu i bekknum þegar hann útskrifaðist 1958. Hon- um tókst þó að verða flugmaður í sjóhemum. í 23. árásarferð sinni yf- ir Víetnam var hann skotinn nið- ur. Þegar þeir sem tóku hann til fanga komust að því að faðir hans var for- ingi í sjóhemum buðu þeir honum frelsi. En McCain afþakkaði og sat fanginn í fimm og hálft ár. Af þeim sat hann í einangrun í tvö ár og sætti oft pyntingum. Þegar McCain var látinn laus 1973 sneri hann heim. Hjónaband hans fór fljótt út um þúfur og hann kvæntist aftur og hellti sér fljótlega út í stjórnmál. „Ég held að þegar John kom aftur frá Víetnam hafi honum fundist að hann þyrfti að vinna það upp sem hann fór á mis við. Hann skipti um gír og hefur veriö í yfirdrifi síðan,“ mm Erlent Miðjumoð besta leiðin í Hvíta húsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.