Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 DV á ég að segja við hana? - DV leggur karlmönnum heppilegar „pikköpplínur" í munn Fráskildir eru stór markhópur sem er í stöðugri makaleit með mis- jöfnum árangri. Þetta er sumt að því sem þeir segja: „Ég þekkti mömmu þína vel. Mik- ið ertu lík henni.“ „Ertu nokkuð yngri dóttir þriðju konunnar minnar af fyrsta hjóna- bandi?“ „Má ég koma með þér heim og strauja nokkrar flíkur?“ Orö eru til alls fyrst. Þau eru lykillinn aö hjarta konunnar og þá er vandinn Skátar og útivistarfólk sækir ef aö finna réttu oröin. til vill ekki mikið hefðbundna Jafnvel sterkustu og huguöustu karlmenn geta lagt árar algerlega í bát þegar þeir þurfa aö ávarpa ókunna konu. „Þú ert fyrirsæta er það ekki?“ „Ég studdi Kvennalistann bak við tjöldin." Tölvufræðingar eiga á brattann að sækja í kvennamálum því þeir eru álitnir hálfgerðir eða algerir „nördar" sem hugsi aðeins um net- samskipti og bæt. Þeir ættu að prófa þetta: „Hefurðu séð heimasíðuna mína?“ „Ég er með fleira en harðan disk handa þér?“ „Ég gæti nú vel hugsað mér að taka afrit af þér.“ skemmtistaði en þetta er meðal þess sem má búast við að skáti eða van- ur útilegumaður segi þegar hann mangar til við stúlku; „Gingonggúlígúlígúlígúlí.." „Má ég koma heim með þér og sýna þér nokkra hnúta?“ „Vissir þú að það er hægt að gera það í snjóhúsi?" Við erfiðar aðstæður Flestir telja að það sé fyrst og fremst á skemmtistöðum eða álíka samkomum og samkvæmum sem reynir á hugmyndaflug manna við að ávarpa konur. Það er ekki alls kostar rétt því karlmenn eru alltaf að hitta konur við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður. Lítum á nokkrar virkilega erfiðar aðstæður: A biðstofunni Það er ekki sennilegt að menn og konur séu í rómantískum hug- leiðingum á biðstofum lækna slíkt gerir ekki boð á undan sér og hér eru nokkrar tillögur sem kannski brjóta ísinn: „Kemurðu oft hingað?“ „Má ég setjast héma. Ég er hættur að smita.“ „Má bjóða þér að nýta afsláttar- skírteinið mitt?“ „Viltu koma með mér í leir- bað?“ I strætó Það virðist vera sterk hefð fyrir þvi að á íslandi þegja menn í strætó nema unglingar sem masa á leið heim úr skólanum. Hið ómögulega getur alveg gerst og drauma- prinsessan getur dúkkað upp í leið 13 þegar síst skyldi. Hvað áttu þá að segja? „Bensinn minn er nefnilega bilað- ur. Þess vegna er í strætó." „Getur þú sagt mér hvort ég er í réttum vagni?“ „Má ég fylgja þér heim svo skríll- inn á stoppistöðinni sé ekki að áreita þig.“ Nokkrar séríslenskar Hér mætti rifja upp nokkrar lín- ur sem hvergi er hægt að segja nema á íslandi. í þessu fámennis- þjóðfélagi er sagt að sé auðvelt að verða frægur en í myrkri skemmti- staða er vont að greina eitt andlit frá öðrum. Þá getur verið gott að gefa sérstöðu eða uppruna og ætt- emi til kynna með hnitmiðaðri llnu. Dæmi: „Ég fékk Hummer í afmælis- gjöf.“ „Pabbi minn samdi frumvarpið um gagnagranninn.“ „Ég versla aldrei í Bónusi. Ég á Bónus.“ Og þetta að lokum Fyrir utan þær sérhæfðu línur sem hér hafa verið nefndar eru síð- an mýmargar sem eru hafnar yfir allar aðstæður og era líklegar þótt þær hljómi væmnar, til þess að bræða hjörtu mestu ísdrottninga. Dæmi: „Ég sé enga vængi en þú hlýtur að vera engill.“ „Viltu klípa mig svo ég viti að mig er ekki að dreyma.“ „Má ég bjóða þér í glas eða viltu bara peninginn." „Hér er tíkall. Hringdu heim og segðu að þú komir ekki fyrr en á morgun.“ „Þú ert svo sæt að ég gæti étið þig. Hvar viltu að ég byrji?“ -PÁÁ Hvað Það eru áreiðanlega margir karl- menn sem finnst það nær óyfirstíg- anlega erfitt verkefni að ávarpa ókunnuga manneskju af gagnstæðu kyni. Að rjúfa hinn ósýnilega múr sem jafnan er milli ókunnugra eða næstum ókunnugra getur verið erfítt en oftast er það gert með orð- um. Þörfin fyrir að rjúfa þennan múr hefur getiö af sér fyrirbæri sem á slæmri íslensku er kallað „pikköpp- línur.“ Þetta eru ávarpsorð, yfirleitt notuð af körlum til kvenna, sem er ætlað vekja áhuga konunnar og koma af stað frekari kynnum. Báðir aðilar gera sér yfirleitt ljóst að ekki er aðeins verið að rjúfa þögnina heldur er áhugi á miklu nánari kynnum. Flestar ef ekki allar stúlkur og konur, sem höfundur hefur rætt þetta við, era sammála um að ís- lenskir karlmenn séu alveg sérlega klaufskir við þessa list. Það frum- legasta sem ókunnum karlmanni dettur í hug að segja viö ókunnuga konu er yfirleitt: Kemurðu oft hing- að? Þegar fólk hittist undir áhrifum áfengis er fyrsta ávarpið oft miklu klúrara og beinskeyttara en svo að það taki því að prenta það hér. Það er kannski varla við öðru að búast þegar við eigum ekki einu sinni orð á íslensku yfir „pikköpplinur". Flestar línur sem íslenskir karl- menn nota eru þýðingar á amerísk- um sniðugum línum sem þeir hafa heyrt einhvers staðar í bíó eða flett upp. Slitnasta klisjan af þessu tagi mun vera: „Pabbi þinn hlýtur að vera þjófur því hann hefur stolið stjörnum af himninum til að setja í augun á þér.“ Lítum á nokkrar linur sem DV hefur safnað saman og eru sérlega sniðnar að íslenskum aðstæðum og ættu að geta hjálpað tungustirðum karlmönnum yfir fyrstu hindranirn- ar. Fyrir verðbréfasala Það hefur oft þótt happasælt að vekja athygli stúlkna á því hvað maður starfar við. Verðbréfasalar gætu t.d. ávarpað girnilegar stúlkur með einhverri af eftirtöldum línum: „Þegar ég sé þig þá fer gengi mitt að stíga.“ „Viltu koma heim með mér og sjá verðbréfaSafnið mitt?“ „Allt sem þú vilt vita um inn- herjaviðskipti get ég sagt þér.“ „Vissir þú að nákvæmlega núna er verið að opna markainn í Hong Kong?“ Fyrir læknanema Allir treysta læknum og þeim verður oft vel ágengt við konur. Hér eru nokkrar línur fyrir læknanema: „Eigum við að koma heim í lækn- isleik?" „Viltu að ég skoði þig með tilliti til grindarbotnskrampa?" „Viltu taka þátt í rannsóknar- verkefni um kynhegðun?" Fyrir bændur Bændur eru oft í óheppilegri markaðsaðstöðu þegar kemur að konum. Næst þegar þeir fara í kaup- stað geta þeir prófað þetta: „Geysilega er þetta góð holdfyll- ing í huppunum." „Viltu koma heim og skoða verð- launin sem ég fékk fyrir júgur- þvott?“ „Gætir þú kannski litið fyrir mig á saumavélina sem mamma skildi eftir?" Fyrir blaðamenn Það er ekki rétt að karlkyns blaðamenn séu upp til hópa bitrir, miðaldra, fráskildir beturvitrungar með rithöfund í maganum. Þeir eru viðkvæmar sálir í stöðugri leit að tvíburasál. Þetta er sumt að því sem þeir segja viö leitina: „Tók ég ekki einhvem tímann viðtal við þig?“ Fyrir þingmenn Þingmenn eru líka fólk og þurfa að ná sambandi við kjósendur. Þeir geta kannski notað þetta: „Eru jarðgöng í þínu kjördæmi, væna?“ „Ég þarf oft að fara til Brussel. Talar þú belgísku?" Fyrir skáta Fyrir tölvufræðinga Fyrir fráskilda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.