Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 fjölskyldumál Fátækt Nú eru enn að koma mánaðamót og eins og um hver mánaðamót hefst straumur fólks til presta og hjálparstofnana. Þetta er fólk á öll- um aldri og af báðum kynjum. í hópnum eru margir sem af ein- hverjum ástæðum hafa orðið undir í þjóðfélagsbaráttunni. Sumir eru öryrkjar, aðrir hafa barist lengi við erfíðan sjúkdóm. Enn aðrir eiga veik böm eða veika aðstandendur og hafa orðið að draga sig út af vinnumarkaðnum um stundarsak- ir, að hluta eða öllu, til þess að helga sig umönnun sjúklingsins. 1 hópnum eru lika ellilífeyrisþegar, að ógleymdum öllum einstæðu for- eldrunum, oftast mæðrum. Svo eru það líka þeir sem eiga fyrir stórri fjölskyldu að sjá en launin duga ekki til þess að endar nái saman. Einhverjir hafa líka skrifað undir skuldabréf í sakleysi sínu sem ábyrgðarmenn, skuldabréf sem féll á þá þegar lántakandi borgaði ekki af láninu. Hópurinn er sem sagt mjög fjölbreyttur. En eitt eiga öll í hópnum sameiginlegt. í síðustu viku mánaðarins eiga þau varla fyrir mat eða öðrum nauðþurftum handa sér og sínum. Þess vegna leita þau til presta og hjálparstofn- ana til að fá hjálp til þess að kaupa mat svo að ekki ríki matarleysi á heimilinu. Það er ekki þar með sagt að allar skuldir hafi verið gerðar upp frá því um síðustu mán- aðamót. Oftast duga tekjurnar ekki til þess. En þegar sjö dagar eru eft- ir af mánuðinum og enginn matur er til þá skipta skuldirnar minna máli á móts við það að þurfa að svelta eða að horfa upp á hömin sín svelta. Þetta er hið sanna andlit fátækt- arinnar á íslandi í dag, andlit sem fáir kjósa að sýna opinberlega. Það er e.t.v. ekki auð- velt að trúa því að til sé fólk hér á landi sem hreint og beint eigi ekki til hnífs og skeiðar. En það er nú samt hin kalda stað- reynd fátæktar- innar. Menn deila um hvernig skilgreina beri hugtakið fátækt. Sú skilgreining er í raun sáraein- fold. Það er fátæk fjölskylda sem verður að neita börnunum sínum um þátttöku í margs konar félags- starfi vegna þess að það eru engir peningar til á heimilinu. Það eru fátæk höm sem komast ekki í tón- listarskóla, geta ekki stundað íþróttir og eru ekki jafnrétthá öðr- um bömum i samfélaginu af því að foreldrarnir geta ekki greitt þau gjöld sem krafist er. Og það er fjöl- Þórhallur Heimisson skylda í neyð sem þarf að biðja um mataraðstoð í miðju velmegunar- þjóðfélaginu af því að engir pening- ar eru til fyrir mat. Nei, það er ekki auðvelt að trúa þvi að ástand- ið sé svona á allt of mörgum heim- ilum. Þess vegna hafa menn yppt öxlum þegar hjálparaðilar hafa bent á hina sívaxandi þörf fyrir neyðaraðstoð handa fjölskyldum á íslandi og kallað ábendingarnar ýkjur eða áróður. En fátæktin er nú samt staðreynd sem ekki er hægt að afneita. Það sýndi svo ekki verður um viilst könnun er Rauði kross íslands birti fyrir skömmu. Sú könnun opinberaði raunveru- legar tölur um ^ölda þeirra flöl- skyldna og ein- staklinga sem eru í miklum vanda vegna fá- tæktar. Þar kemur fram að um marga er að ræða á ýmsum aldri og í ýms- um aðstæðum. Og þeim fer fjölgandi frekar en hitt. Hvernig er best að bregðast við þessum staðreyndum fátæktarinn- ar á íslandi? Ætli fyrsta skrefið sé ekki að viðurkenna fátæktina og hætta að stinga höfðinu í sandinn. Fátæktin er staðreynd á íslandi. Hún er bæði útbreidd og alvarleg. Og hún heldur áfram að naga ræt- ur þjóðfélagsins, eins og Níðhögg- ur, ef ekki er horfst í augu við vandann. Þaö er e.t.v. ekki auð- velt aö trúa því aö til sé fólk hér ú landi sem hreint og beint eigi ekki til hnífs og skeiöar. En þaö er nú samt hin kalda staðreynd fútœkt- arinnar. %nm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn ejns en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. f 1. verölaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veröa sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 556 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 556 Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 555 eru: Páil Óiafsson, Álfheimar 44.104 Reykjavík. Sigrún Helga Kristjánsdóttir. Krókamýri 18. Garöabæ. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Ralnbow Six. 2. Danielle Steel: The Klone and I. 3. Dick Francis: Reld of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastian Faulks: Chariotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Blows. 7. Elvi Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Bingham: The Kissing Garden. 9. Nicholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chris Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela's Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Richard Branson: Losing My Virginity. 9. Simon Wlnchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dick Francis: Second Wind. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Danielle Steel: Granny Dan. 4. Roddy Doyle: A Star Called Henry. 5. Penny Vincenzi:_Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: H*arm Done. 7. lain Banks: The Business. 8. Jill Cooper: Score! 9. Kathy Reichs: Death Du Jour. 10. Elizabeth George: ln Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil's Advocate. 3. Simon Singh: The Code Book. 4. Bob Howitt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brian Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv'nor. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot's Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Penelope Fitzgerald: The Blue Rower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin. 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sistérhood. 8. Margaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sidney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Tami Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atkins: Dr. Atkins' New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela's Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 4. Michael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Healing Back Pain. 6. Jared Diamond: Guns, Gerrhs and Steel. 7. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves. 9. William L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricia Cornwell: Black Notice. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Melissa Bank: The Girl’s Guide to Hunting and Fishing. 4. Jeffery Deaver: The Devil's Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne. Somers'Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Christopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage. 4. Blll Philips: Body for Life. 5. H. Leighton Steward o.fl: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smith: Diana, in Search of Herself. (Byggt á The Washington Post)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.