Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Qupperneq 23
JjV LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000
Hfðtal 23
neita þeim um það, ég var logandi
þrædd. Þeir sögðu mér að halda
kjafti og segja engum en daginn eft-
ir vissi allur skólinn af því. Þeir
höfðu þá sagt sjálfir frá en kennar-
arnir gerðu ekki neitt.“
Lifi fyrir dóttur mína
Svava segist í dag vera þunglynd og
hefur undanfarið eitt og hálft ár tekið
inn þunglyndislyf sem hún segir
virka bærilega. „Þetta kemur í hvið-
um. Stundum líður mér ótrúlega illa,
en ég hef samt sem áður ekki reynt að
fremja sjálfsmorð síðan ég var tuttugu
og þriggja og verður að teljast breyt-
ing til batnaðar. Ég er stöðugt á varð-
bergi gagnvart fólki og líkar illa að
vera í hóp þó að ég sé ekki eins skap-
stygg og áður og farin að svara fólki.
Það sem skiptir mig þó mestu máli i
lífinu er dóttir mín sem er þriggja ára.
Hún er augasteinninn minn og þótt
maður eigi að lifa fyrir sjálfan sig en
ekki aðra þá get ég ekkert að því gert
að dóttir mín er í raun og veru líf
mitt.“
Hugrún Sigurðardóttir nemi:
Kennarinn sagði að
ég væri of viðkvæm
„Þegar ég var þriggja eða fjögurra
ára gömul vildi ég hætta á leikskól-
anum. Fóstrurnar voru ruddalegar
viö mig og ég fékk oft óverðskuldað-
ar skammir," segir Hugrún, 24 ára
þolandi eineltis.
Náði ekki andanum og
lá í hóstahviðu
„Fyrsti skóladagurinn í Hvassa-
leitisskóla er mér eftirminnilegur.
Það var leikflmi í fyrsta tíma og
strákarnir byrjuðu strax á þvi að
hrella mig og hrinda mér í jörðina.
Þetta komst fljótlega í vana og hélst
út skólagönguna. Ef einhver datt út
úr hópnum, skipti um skóla eða því
um líkt, var skarðið fyllt af öðrum
nemendum sem voru boðnir og bún-
ir að taka við þar sem frá var horf-
ið og stríða mér og uppnefna."
Það var fljótlega orðið aiengara
en hitt að ég væri uppnefnd „ljót“,
„rugluð" eða „feit“ og þar voru
stelpumar skæðari. Ég átti þó ein-
hverja vini fyrstu árin en um 10 ára
aldur fór að kveða við annan tón og
þeir fáu vinir sem ég hafði kynnst
urðu einnig fráhverfir mér. Ég var
hrakin í burtu úr vinahópnum og
það var þá sem ég heyrði orðið „ein-
elti“ í fyrsta skiptið."
Hugrún segir stundum hurð hafa
skollið nærri hælum þegar hún var
beitt líkamlegu ofbeldi. „Ég man eft-
ir einum strák sem hafði sig mikið
í frammi, hann var yngri en ég og
mjög lágvaxinn miðað við aldur.
Einu sinni mætti hann mér ásamt
fllefldu gengi af strákum sem voru
allir helmingi stærri en hann sjálf-
ur. Hann sagði þeim að halda mér
niðri á meðan hann rak fótinn af al-
efli í bakið á mér. Ég náði ekki and-
anum um stund og lá í hóstahviðu
lengi á eftir.“
Sagði mig vera
að ofsækja sig
Ástandið versnaði enn frekar þeg-
ar fyrrum besta vinkona Hugrúnar
fór að ofsækja hana og fá aðra í-lið
með sér við að leggja hana í einelti.
„Hún var hræðileg, hún sat fyrir
mér jafnt á skólalóðinni sem annars
staðar, kallaði mig öllum illum
nöfnum og sigaði strákunurh á mig.
Þar kom að mér var nóg boðið og
mölvaði rúðu heima hjá henni. Þá
tók hins vegar ekki betra við því
hún notaði það gegn mér og sagði
mig vera að ofsækja sig, svo ótrú-
lega sem það hljómar."
Fór að káfa á mér
- Sagðirðu einhverjum frá því að
þú værir lögð i einelti?
„Ég var aldrei mikið fyrir það að
kjafta frá nema í verstu árásunum.
Ég man einu sinni eftir að hafa sagt
einum kennara minna frá útreið-
inni sem ég fékk frá öðrum nemend-
um. Það eina sem hann sagði við
mig var að ég væri of viðkvæm.
Þegar ég var 14 ára varð ég fyrir
kynferðislegri áreitni af hálfu eldri
manns og kunningja sem ég hafði
þekkt frá unga aldri. Hann vatt
höndunum inn undir blússuna og
fór að káfa á brjóstunum á mér. Ég
sagði engum frá því í fyrstu heldur
strauk ég að heiman. Þegar ég loks
sagði ömmu minni og afa frá þess-
ari reynslu, trúðu þau mér og það
voru engir eftirmál af þessu atviki."
Hugrún segist horfa björt fram á
veginn og í dag á hún nokkra góða
vini sem hún heldur sambandi við.
Engu að síður hefur reynsla hennar
af einelti sett ljót ör á sálarlíf henn-
ar og hún segir það fyrst og fremst
spurningu um tíma og það að læra
að treysta öðrum á nýjan leik sem
muni skera úr um hvemig til tekst.
-KGP Hugrún stundar nám í Hússtjórnarskólanum og horfir björtum augum fram á veginn.
kr. 49.900
Denon AVR1600
Dolby Digital útvarpsmagnari
• FM/AM utvarp RDS
• Magnari 5 x 60W
• DSP
• 5-Channel Stereo
• Fullkomin fjölnota fjarstýring
SONY Panasonic DENON
JAPISS
BRAUTARHOLTI 2 S(MI5800 800
-h/jómar heturí
SONY TA-VE150 / SA-VE305
Heimabíókerfi
• Dolby ProLogic Surround
• Magnari 5x20W RMS
• 3 DSP stillingar
• 5.1 tengíng
• 6 hátalarar
• Bassahátalari M/50W RMS magnari
• Fjarstýring
SONY SA-VE705
Fullkomið heimabióhljóðkerfí
I
iimiHi á. k..
lursKarandi nonn
fullkomin hljómgæð
■ m m Ær m
SONY DVP-S325
• Spilar DVD/CD/Video CD diska
• Dolby Digital DTS
• 10 bita video D/A breytir
• 96kHz/24 bita audio breytir
• Allar upplýsingar á skjá
• Video bit rate
• S-VHS RGB
• Fjarstýring
• Myndin Mask of Zorro fylgir með
Panasonic NV-HD640
Stereo Videotæki
• Nicam HiFi stereo
• 4 hausar Long Play
• NTSC afspilun
• Super Drive
• Menu allar aðgerðir á skjá
• Sjálfvirk innsetning stöðva
• SHOWVIEW
• Crystal view control
• Q-LINK
• Fjarstýring
• 2x scarttengi
kr. 39.900
kr. 34.900
Verið velkomin í Brautarholtið því sjón er sögu ríkari!