Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Page 26
26
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000
ÆtA
í prófll
W
Hrafnhildur Hagalín Guömundsdóttir leikskáld rýfur 10 ára þögn með leikriti sínu, Hægan Elektra.
verkinu er kvikmyndatækni beitt á nýstárlegan hátt.
DV-mynd E. Ól.
Huglægt móðurmorð
- Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir rýfur þögnina eftir 10 ár
Það var sérkennileg leikhúsferð að
sitja á aðalæfmgu á Hægan, Elektra
eftir Hrafnhildi Hagalín Guömunds-
dóttur sem var frumsýnt á fimmtu-
dagskvöldið. Áhorfendur hrukku í kút
þegar í fyrsta skipti heyrðist þungur
dynkur eins og bíl hefði verið bakkað
á húsið. Skömmu síðar kom annar
dynkur eins og til áherslu í mjög
dramatískum orðaskiptum á sviðinu.
Þá fór menn að gruna að þetta væru
sérlega hugvitssamleg leikhljóð sem
væru samt einkennilega lögð inn því
þau buldu við með óreglulegu milli-
bili.
Undir lok verksins varð stutt hlé
vegna tæknilegrar bilunar og þá upp-
lýsti Viðar Eggertsson leikstjóri að
dynkirnir Væru litlar snjóskriður af
þakinu og væri ekki ætlað hlutverk í
leikritinu.
Okkur létti.
Leikritið Hægan, Elektra er annað
leikrit Hrafnhildar en hún samdi Ég
er meistarinn sem var sýnt í Borgar-
leikhúsinu fyrir 10 árum við miklar
vinsældir en ails urðu sýningar á því
90 og hún fékk Norrænu leikskálda-
verðlaunin fyrir.
Slíðraði pennann
Margir bjuggust við að Hrafnhildur
myndi fljótlega skrifa annaö verk til
að fylgja eftir vinsældum hins fyrra
en hún slíðraði pennann og settist á
skólabekk í Sorbonne í Frakklandi
þar sem hún nam leikhúsfræði næstu
þrjú árin. Var velgengnin til góðs eða
ills?
„Það má segja að þær góðu viðtök-
ur sem Ég er meistarinn hlaut hafi
komið svolítið aftan að mér. En ég
hafði enga reynslu, var mjög ung og
hafði alltaf ætlað mér að fara i frekara
nám. Ég hefði því alltaf tekið mér tals-
vert langa hvild frá ritstörfum, burt-
séð frá viðtökunum.
Ég fékk hugmyndina að þessu verki
fljótlega eftir að Ég er meistarinn var
að baki. Síðan blandaðist ýmislegt
sem ég var að vinna að í mínu námi
inn í hana og þegar ég skilaði verkinu
tilbúnu til Þjóðleikhússins 1998 hafði
ég unnið að því í tæplega þrjú ár,“
segir Hrafnhildur í samtali við DV.
Hún segir að öllum höfundum sé
nauðsynlegt að ganga í gegnum skeið
þar sem þeir þreifa sig áfram með til-
raunir með form og frásögn.
„Ég þurfti að ganga í gegnum þetta
skeið því þegar ég skrifaði Meistar-
ann þá byrjaði ég bara að skrifa og
gerði ekki miklar tilraunir með form-
ið.“
Þarf maður að lesa heima?
í þessu nýja verki sjá áhorfendur
tvær konur, mæðgur, staddar á óræð-
um stað. Samskipti þeirra einkennast
af togstreitu tilfinninga, ástar og hat-
urs. Annað veifið er leikurinn á svið-
inu rofinn af sýningu kvikmyndar
sem sýnir mæðgumar í öðrum hlut-
verkum í öðmm leik sem er þó ná-
tengdur þeim sem fer fram á sviðinu.
Nafn leikritsins, Hægan Elektra, er
sótt í gríska goðsögn um Elektru sem
hatar móður sína, Klítemnestra, fyrir
að hafa drepið fóður hennar, Aga-
memnon. Hún kemur barnungum
bróður sínum, Órestesi, undan og bíð-
ur þess að hann verði fullorðinn og
snúi aftur til að þau geti í sameiningu
hefnt fóður síns.
Er nauösynlegt að þekkja goðsögn-
ina til að skilja verkið?
„Það er ekki nauðsynlegt en það
gefur aukna vídd að þekkja þessa
gömlu sögu. Ég las gríska harmleiki
mikið í skólanum í Sorbonne og varð
fyrir miklum áhrifum af þeim.“
Auk þessa nefnir Hrafnhildur að
hún hafi hrifist af nútímahöfundum
eins og Beckett og Pirandello og sæki
áhrif til þeirra.
„Hugmyndin að því að flétta mynd-
bandinu inn í verkið kom tiltölulega
snemma í vinnslu verksins. Ég hef séð
þetta gert í leikhúsum í Evrópu og
hreifst mjög af því.
Æfingatímanum var þannig háttað
að fyrst var æft í nokkrar vikur fyrir
jólin en síðan var gert hlé á æfingum
meðan leikaramir tóku þátt i Gullna
hliðinu og á meðan gafst tími til að
vinna myndbandið."
Hrafnhildur segir að Viðar Eggerts-
son leikstjóri hafi verið afar trúr
verki og höfundi og sú sýning sem
áhorfendur sjá á Litla sviði Þjóðleik-
hússins sé nákvæmlega eftir því
handriti sem skilað var inn.
„Það fór mikill tími í umræður um
verkið og leikarar og leikstjóri lásu
margt sem tengist viðfangsefninu og
ræddu saman um það. Ég var við-
stödd samlestra og æfingar mjög oft á
æfmgatímabilinu en gaf þeim samt frí
frá mér með reglulegu millibili.“
Huglægt móðurmorð
Verkið fjallar rnn samband mæðgn-
anna en það fjallar einnig um það
hvað sé veruleiki og hvað sé leikur,
samband lífsins og listarinnar og
hvernig lífið hefur áhrif á listina og
listin á lífið. Vill höfundur útskýra
þetta eitthvað nánar?
„Ég vil ekki endilega fara mjög
djúpt í það. Þessar mæðgur sem við
sjáum hafa ekki náð að þróa samband
sitt eðlilega. Margir sálfræðingar telja
að til að ná fullum þroska þurfi dætur
að fremja huglægt móðurmorð. Þaö
hefur þessi dóttir ekki gert.
Þær mæðgur hafa rekið saman til-
raunaleikhús og notað sjálfar sig og
sínar tilfinningar við listsköpun og
eins og kemur í ljós í leikritinu þá
endar ein sýning þeirra illa. Um þess-
ar vangaveltur og samband þeirra
hverfist leikritið.
■ Karlmaðurinn í leikritinu er sýn-
ingarstjóri sem þær hafa alltaf unnið
með en hann tekur á sig ýmsar mynd-
ir í sýningunni."
Ekkert ímyndunarafl
Það er óhætt að segja að leikhús-
heimurinn og áhugamenn um leikhús
hafi beðið með eftirvæntingu eftir
nýju verki frá Hrafnhildi um nokk-
urra ára skeið. Fannst henni sú
pressa sem þessi eftirvænting skapaði
óþægileg?
„Um tíma fannst mér það. Það var
alltaf verið að spyrja mig hvaö ég
væri að skrifa og hvort ég væri að
skrifa. Mér fannst ekki ganga að end-
urtaka sig en vildi gera enn betur en
í fyrra skiptið og á köflum efaðist ég
mikið um að mér tækist það.“
Margir lásu út úr Ég er meistarinn
spegilmynd af ævi Hrafnhildar sem
sjálf er gítarleikari og töldu verkið
sjálfsævisögulegt að einhverju leyti.
Var óþægilegt fyrir hana að vita af
slíkri umtjöllun?
„Ég gerði allt til þess að bera það af
mér á sínum tíma að verkið ætti
nokkuð skylt við mitt líf sem var auð-
vitað ekki alls kostar rétt. Það var
hins vegar langt frá því að vera
sjálfsævisögulegt verk eins og margir
vildu vera láta. Allir listamenn byggja
það sem þeir skrifa að einhverju leyti
á eigin tilfmningum og upplifunum.
Bandaríski rithöfundurinn Paul
Auster, sem er þekktur fyrir litríka
frásögn, hefur sagt: „Ég hef ekkert
ímyndunarafl, allt sem ég skrifa er
mitt líf.“
Maður finnur einhvem punkt í
sjálfum sér og dregur svo linu út.
Þetta er skáldskapur sem á bakgrann
eða undirstöðu i sjálfum rnanni."
Enginn sjálfsævisöguritari
Eg er hins vegar afslappaðri fyr-
ir því núna að áhorfendur velti fyr-
ir sér tengslunum við mína
reynslu. Það truflar mig ekki leng-
ur að ég sé að ljóstra einhverju
upp. Þegar maður skrifar þá ljóstr-
ar maður alltaf einhverju upp. Ég
er hins vegar enginn sjálfsævisögu-
ritari. Ég hef ekki mikinn áhuga á
eigin lífi. Ef ég hefði það þá væri ég
ekki að skrifa leikrit. Þá væri ég að
gera eitthvað allt annað. Leikrit
mín eru því ekki ævisagnaritun
heldur skáldskapur."
Undanfarin ár hefur Hrafnhildur
fengist við þýðingar og tekið nemend-
ur í einkatima i gítarkennslu, sam-
hliða því að sinna ritstörfum. Hún
segist vera að vinna að nýju verki
sem hún byrjaði á fljótlega eftir að El-
ektru sleppti og segist vera komin vel
á veg.
Hún neitar alfarið að segja neitt um
innihald þess og segir að tíminn leiði
það í ljós.
Við bíðum.
-PÁÁ
Teitur
Þorkelsson
30 ára rit-
stjóri *Sjáðu
Fullt nafn: Teitur Þorkelsson.
Fæðingardagur og ár: 20.12
‘69.
Maki: Makalaus.
Börn: Engin böm (nema Gulsi
sem er kötturinn minn).
Skemmtilegast: Tilbreyting.
Leiðinlegast: Gervifólk 1
þykjustuleik.
Uppáhaldsmatur: Harðfiskur
eða brauð með osti.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn og
kampavín (þó ekki blandað
saman).
Fallegasta manneskja (fyrir
utan maka): Juliette Binoche.
Fallegasta röddin: Minningin
um rödd mömmu þegar hún
söng mig í svefn í æsku.
Fallegasti líkamshluti: Ával-
ar mjúkar línur.
Hvaða hlut þykir þér vænst
um? Sængina mín bláu (ég er
algjör svefnpurka).
Hvaða teiknimyndapersón
myndirðu vilja vera? Ég heli
að ég myndi vilja vera Vand-'
ráður prófessor.
Uppáhaldsleikari: Bogart
töffari.
Uppáhaldstónlistarmaður:
Erik Satie.
Sætasti stjómmálamaður:J
Hver skyldi það nú vera?
Uppáhaldssjónvarpsþáttur:
Fyrir utan maka eru það dýraj
lífsmyndir.
Leiðinlegasta auglýsingin|
Allt pappírsflóðið sem kemu
inn um lúguna hjá mér.
Besta kvikmyndin: Reservoij
Dogs og Tvöfalt líf Veronicu. j
Sætasti sjónvarpsmaðii
Þórey Vilhjálmsdóttir.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Hálendi íslands.
Besta „pikk-öpp“-línan: Þaðl
fyrsta sem kemur upp í hug-J
ann.
Hvað ætlaðir þú að verða?]
Ég ætlaði að verða njósnari.
Eitthvað að lokum: Ást og |
friður.