Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 30
30 sviðsljós LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 JjV Yerktakar - bænaur - veiðimenn Toyota Hi Lux '89 til sölu, % - 6 cyl., ekinn aðeins 68 þús. km, fjarstart, gasupphitun í bakrými, er á 29“ dekkjum en getur borið 3I“. Upplýsingar gefur: Asinn, bílasala, Egilsstöðum, sími 471 2022. afsláttur af Ijósum HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is 20-70% afsláttur Baökör Borðhandlaugar Salerni frá kr. 9.595,- frá kr. 5.995.- frá kr. 4.995.- Opið öll kvöld til kl. 21 JtJ\METRO Skeifan 7 • Simi 525 0800 • Fax 525 0808 Tom Cruise sá tekjuhæsti Vangaveltur hafa lengi verið uppi um hver sé tekjuhæsti leikar- inn í Hollywood. Samkvæmt öllu gæti maður ætlað að Mel Gibson þætti líklegur til að hreppa hnoss- ið en hann er þessa dagana að semja um 18 milljón dollara þókn- un fyrir leik í nýjustu mynd sinni, The Patriot. Það mun hins vegar ekki vera rétt því samkvæmt nýj- ustu heimildum ber leikarinn Tom Cruise höfuð og herðar yflr aðra í þeim efnum. Fyrir leik sinn í myndinni Mission Impossible mun hann nefnilega hafa fengið litlar 45 milljónir dollara. Ástæð- una má þó öðru fremur rekja til þess að Cruise, sem fékk 12,5 millj- ónir í fastagreiöslu fyrir að leika í myndinni, á jafnframt að hafa samið upp á prósentur af heildar- tekjum myndarinnar. Þess ber þó að geta að hann hefur heldur bet- ur þurft að herða sultarólina að undanförnu og er skemmst aö minnast tveggja ára vinnu hans við myndina Eyes Wide Shut þar sem Cruise þáði engin laun, auk þess að vinna á lágmarkslaunum við gerð myndarinnar Magnolia. Það skyldi þvi engan undra að leikaranum þyki löngu orðið tíma- bært að fá eitthvað fyrir sinn snúð og því kemur það fæstum á óvart að hann hefur samið upp á pró- ustu mynd sinni sem er framhald- sentuhlut af heildartekjum af nýj- ið af Mission Impossibe. Lengi getur vont versnað Hlutirnir hafa heldur betur geng- ið á afturfótunum hjá bandarísku leikkonunni og fyrrum tennisbú- stýru, Brooke Shields, að undan- förnu. Ekki er nóg með að hún hafi skilið við Andre Agassi og náinn vinur hennar látist í fyrra heldur hafa framleiðendur þáttanna Sudd- enly Susan, þar sem hún lék eitt að- alhlutverkið, ákveðið að taka þátt- inn af dagskrá. Forsaga málsins er sú að frá því í nóvember í fyrra hef- ur þátturinn, sem eitt sinn trónaði á topp tíu listanum í Bandaríkjunum, dalað í vinsældum svo um munar. Til að bæta gráu ofan á svart hefur leikkonan einnig þurft að glíma við æstan áhanganda sem hefur elt hana á röndum að undanfornu en sá hinn sami hefur verið handtekinn og bíður nú réttarhalda í málinu. Á fylgdarsveinninn aö hafa áreitt stúlkuna en jafnframt að hafa borið vopn innan klæða sem gerir málið mun alvarlegra í augum ákæru- valdsins. Þar með er þó ekki öll sag- Alagið bugar Ricky Martin Það er erfltt að vera í sviðsljósinu eins og Ricky Martin hefur komist að en nýlega kom hann mörgum i opna skjöldu er hann gaf út yflrlýsingu þess efnis að allt væri búið á milli hans og unnustu sinnar, Rebeccu De Alba. Ástæðuna segir poppgoðið vera álagið sem fylgir því að vera frægur. Það sem kom þó mun fleiri á óvart var sú óvænta staðreynd að þau hefðu yfirhöfuð verið saman en það virðist algjörlega hafa farið fram hjá gulu pressunni. Að sögn Rickys hafa hann og Rebecca, sem er fræg, spænsk sjónvarpsstjarna, átt í sam- bandi af til undanfarin ár. „Við Rebecca höfum ákveðið að vera vin- ir. Við fórum á Grammy-verðlauna- hátíðina í fyrra og þetta er búið að vera brjálað fyrir mig og hana.“ Hann bætir við að ástæðan fyrir því að hann sjáist sjaldnast með kven- mann sér við hlið sé sú að hann sé yf- irmáta afbrýðisamur þegar kemur að an sögð því leikonan sjálf má eiga von á þvi að þurfa að stíga upp í vitnastúku og bera kennsl á ódæðis- manninn. samböndum hans við hitt kynið og því kjósi hann að halda kvennamál- unum út af fyrir sig. Svarti sauðurinn í fjölskyldunni Áhrifamáttur orða verður seint vanmetinn og sama má segja um eftirnöfn ef marka má nýjasta hneykslið úr Ameríku. Maður nokkur, Anoushirvan D. Fakhran að nafni, hefur t.a.m. skemmt sér konunglega undanfarin tvö ár á kostnað Spielberg-ættarinnar og siglt undir folsku flaggi nafna- breytinga. Lét hann breyta nafni sínu í Jonathan Taylor Spielberg til að greiða götu sína sem frændi leikstjórans fræga og á Fakhran þessum m.a. að hafa verið hleypt inn í virtan kaþólskan framhalds- skóla, Paul VI i Virginíufylki, þar sem aUir lögðu sig fram um að þjóna þessum ímyndaða frænda sem best. Fakhran hélt upptekn- um hætti allt þar til skólayflrvöld höfðu samband við „fjölskyldu" hans vegna lélegrar tímasóknar og sannleikurinn kom í ljós. Fakhran var í kjölfarið handtek- inn fyrir að villa á sér heimildir og fyrir skjalafals, auk þess að hafa í fórum sínum nektarmyndir af ungum drengjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.