Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Síða 33
32 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 JL>"V (f^enningarverðlaun DV Ingvar E. Sigurðsson leikari: - leikarinn sem leiðist raunsæið Ingvar E. Sigurðsson er óumdeilt meðal fremstu leikara íslands í dag. Síðan þessi krangalegi náungi út- skrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1990 hefur hann leikið margar ólíkar persónur í ólíkum verkum á leiksviðum, sjónvarpi og i kvik- myndum allt frá því að túlka svan í mannslíki í samnefndu leikriti yfir í goðsagnakenndar persónur eins og Pétur Gaut eða Bjart í Sumarhúsum og Pál í Englum alheimsins. Tveir þeir síðarnefndu koma nokkuð við sögu menningarverðlauna að þessu sinni með ólíkum hætti þó og það er freistandi að spyrja Ingvar hvernig baráttan við Bjart hafi gengið. Allir þekktu hinn rátta Bjart „Ég varð að taka þetta verkefni að vissu leyti á sálfræðinni og finna Bjart á mínum eigin forsendum. Ég fann fljótt að Bjartur er Eifskaplega sterkur í hugum fólks. Menn sögðu við mig; þú ert of grannur, of ungur, of þetta eða hitt. Þess vegna varð ég að sannfæra sjálfan mig og allra aðra um að minn Bjartur væri rétt- ur.“ Sjálfstætt fólk í leikgerð Kjartans Ragnarssonar skiptist í tvo þætti og skiptu allir leikarar utan einn um hlutverk milli fyrri og seinni hluta. Ingvar lék Bjart í fyrri hlutanum en í seinni hlutanum var það Amar Jónsson sem tókst á við Bjart með- an Ingvar lék ýmis smærri hlut- verk. „Við erum afskaplega ólíkir leik- arar og höfðum ekkert samráð eða samvinnu um það hvernig skyldi túlka Bjart í leikgerðunum tveimur. Auðvitað var uppfærslan öll mikið samvinnuverkefni en ég vann mína karaktersköpun i samvinnu við leikstjórann fyrst og fremst.“ Óhætt mun að fullyrða að Ingvar hafi ekki áður á 10 ára ferli sínum tekist á við persónu sem er þjóðinni jafnhugstæð og Guðbjartur Jónsson í Sumarhúsum. En er hann ekki ánægður með það hvernig til tókst? „Það var mikil ánægja meðal okk- ar sem tókum þátt í þessu að það skyldi takast að kveikja í fólki með þeim hætti sem raun varð á.“ Mér leiðist raunsæis- leikhús Sýning Þjóðleikhússins á Sjálf- stæðu fólki var mjög sjálfstætt verk þar sem leiklistin naut sín og hefð- bundið raunsæi var víðs íjarri. Ótt- uðust menn ekkert að áhorfendur byggjust við baðstofu á sviðinu? „Fólk er orðið vant þessu leikhús- formi og tekur því vel. Raunsæis- leikhúsið er frekar ungt í leiklistar- sögunni, nokkurs konar tískufyrir- brigði sem ég vona að sé á undan- haldi. Mér finnst raunsæisleikhús leiðinlegt nema helst þegar við fjöll- um um nútimann." Það er óhætt að segja að síðastlið- ið ár hafi verið nokkurs konar upp- skeruár fyrir Ingvar. Annars vegar var hann önnum kafinn á leiksvið- inu þar sem Sjálfstætt fólk bar einna hæst en i lok ársins var einnig frumsýnd kvikmynd Frið- riks Þórs, Englar alheimsins, eftir sögu Einars Más Guðmundssonar þar sem Ingvar lék Pál, aðalsögu- hetjuna. Myndin hefur fengið mjög lofsamlega dómáog meiri aðsókn en algengt er um islenskar myndir hin síðari ár. „Svona ár koma ekki oft á ferli leikara. Þessar tvær persónur, Bjartur og Páll, fylgdu mér allt árið því báðir eru mjög sterkir hvor á sinn hátt.“ Um þessar mundir eru 10 ár síð- an Ingvar útskrifaðist úr Leiklistar- skóla íslands og fyrsta hlutverkið hans á sviði Þjóðleikhússins var ekkert smáræði en þá lék hann Pét- ur Gaut á yngri árum. I þeirri sýn- ingu lék Amar Jónsson einmitt á móti honum en hann var Pétur sem gamall maður. Fyrsta hlutverk Ingvars eftir út- skrift var eitt þriggja hlutverka í leikritinu Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín sem sýnt var 90 sinnum í Borgarleikhúsinu. Þar var mótleikari hans Elva Ósk Gísladótt- ir sem nú leikur á móti honum í Komdu nær eftir Patrick Marber sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að fá að leika sama leikritið 90 sinnum svona nýútskrifaður. Mað- ur lærir mikið á því.“ Hef verið heppinn Hér mætti einnig nefna hina róm- uðu sýningu Kæru Jelenu sem Ingv- ar lék eitt aðalhlutverkið í þegar hann var nýútskrifaður. Er eitt- hvert hlutverk á þessum 10 ára ferli Ingvar Sigurðsson hefur tekist á við fjölda persóna á 10 ára leikferli, bæði á leiksviði, sjónvarpi og í kvikmyndum. sem er honum sérstaklega hug- stætt? „Ég hef verið mjög heppinn að því leyti að ég hef fengið að takast á við mörg ólík hlutverk. Stundum hefur gengið vel en stundum hafa líka orðið slys sem er ágætt því maður lærir ekkert minna af þeim. En það er ekkert eitt sem mér finnst standa upp úr.“ Ingvar segir að það sé frábært að fá viðurkenningu eins og þessa þeg- ar hann hafi nýlokið við tvö stór verkefni. „Þetta er góður tími fyrir mig.“ Um þessar mundir er Ingvar að leika i sýningu Þjóðleikhússins á Komdu nær eftir Patrick Marber en segist að öðru leyti hafa frekar hægt um sig. Þó er hann nýbúinn að leika í einum af fimm hlutum í nýrri kvikmynd sem heitir Villiljós og er gerð eftir handriti Huldars Breið- Qörð. Ingvar leikur í tveimur hlut- um af fimm sem tengja myndina samgn en fimm leikstjórar eiga að leggja krafta sína að verkinu. „Þetta verður vonandi allt í lagi en að öðru leyti vil ég gjarnan fá að láta lítið á mér bera um tíma og hugsa minn gang og leggja höfuðið í bleyti.“ -PÁÁ Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður: Ég sé kassann örugglega aldrei aftur - höfundur „Englanna" rifjar upp fyrstu skrefin Þegar Friðrik Þór Friðriksson var rétt um tví- tugt, nemandi í Menntaskólanum við Sund, gerði hann „heimildamynd með sannsögulegu ívafi“, eins og hann orðar það, um lífið í skólanum og fékk hana sýnda í íslenska ríkissjónvarpinu. Þetta var árið 1975, það var enn eftir fjórðungur af öld- inni og Friðrik langaði til að verða kvikmynda- gerðarmaður. Skömmu seinna setti hann saman umsókn um skólavist í fínasta kvikmyndaskóla á Ítalíu, í Cinecitta i Róm, og sendi í suðurveg. „Ég hafði mikið dálæti á ítölskum kvikmynda- gerðarmönnum eins og Fellini og vildi gjaman fá áhrif frá þeim og þess vegna sótti ég um þennan skóla," segir Friðrik þegar hann rifjar þetta upp í samtali við DV. Umsókninni fylgdi dálítill pappakassi með ýms- um gögnum og nokkmm átta millímetra spólum sem höfðu að geyma verk umsækjandans. Um- sóknin komst aldrei á leiðarenda og kassinn mun hafa verið boðinn upp sem óskilamunur á flugvell- inum í Róm. Ritarinn sem varð skólastjóri „Seinna átti ég leið um Róm og hellti mér yfir ritara skólans vegna þessa máls en þar ypptu menn öxlum og sögðust hafa þarfari verkum að sinna en sendast út á flugvöll eftir umsóknum út- lendinga og fannst ekkert athugavert við þetta. Ég sat svo í panel fyrir Evrópsku akademíuna fyrir fáum árum og þá sat við hlið mér skólastjóri þessa skóla sem var þá hinn sami ritari og hafði verið þegar ég sótti um. En ég sé kassann áreiðan- lega aldrei aftur.“ Friðrik er því sjálfmenntaður kvikmyndagerð- armaður í heíðbundinni merkingu orðsins. Hann segist heldur ekki hafa mikla trú á skólanámi á þessu sviði þótt hann hafi á sínum tíma sótt um fleiri skóla en þann ítalska. Hægt að kenna stafsetningu „Það eru yfirleitt ekki góðir kvikmyndagerðar- menn sem eru að kenna öðrum heldur menn sem ekki hafa getað sannað sig úti á markaðnum, þó auðvitað séu til hugsjónamenn á þessu sviði. Kvik- myndaskólar eru dálítið eins og skólar fyrir rit- höfunda. Það er hægt aö kenna mönnum stafsetn- ingarreglur og stílbrögð en það er ekki hægt að kenna þeim að skapa. Það að hafa ekki lært til fulls þessar reglur hefur hjálpað mér til að komast undan ýmsum hefðum." Friðrik sýndi fyrstu kvikmynd sína í ágúst 1981. Það var Brennu-Njáls saga sem sýnd var fyrir fullu húsi í Háskólabíói en aðeins ein sýning. Mynd þessi er löngu sögufræg en hún sýnir vand- Friðrik Þór Friöriksson er sjálfmenntaöur kvikmynda- gerðarmaður sem frumsýndi fyrstu mynd sína fyrir tæp- um 20 árum. Mynd hans, Englar alheimsins, fær um þessar mundir betri aðsókn en dæmi eru um til margra ára. aða hátíðarútgáfu bókarinnar brenna til ösku. Njáll, djöflar og englar Þó Brennu-Njáls saga næði ekki at- hygli fjöldans hafa margar kvikmyndir sem Friðrik Þór hefur gert síðan hlotið afar góðar viðtökur. Sú mynd hans sem mesta aðsókn hefur hlotið er Djöflaeyjan sem hann gerði 1996 eftir sögu Einars Kárasonar en um 85 þúsund manns koma að sjá hana á íslandi á einu ári. Um þessar mundir er mikið ævintýri í gangi á þessu sviði þar sem Englar al- heimsins hefur náð slíkum vinsældum að fá dæmi eru um slíkt af íslenskri mynd á seinni árum. Englar alheimsins hafa ver- ið tæpa tvo mánuði í sýningu og að sögn Friðriks eru áhorfendur þegar orðnir ríf- lega 70 þúsund. En það í samræmi við það sem hann bjóst við? „Maður vonar alltaf að margir komi en ég hef svo oft haft rangt fyrir mér að ég er hættur að reyna að reikna þetta út. Maður gerir bara eins vel og maður getur og svo eru það áhorfendur sem annaðhvort koma eða ekki. Þetta er mjög ánægjulegt og greinilegt að þetta er mynd sem fólk er að sjá oftar en einu sinni.“ Englar alheimsins hefur aðeins verið sýnd í Gautaborg utan íslands en meðframleiðendur Friðriks að myndinni eru meðal annars Svíar. Síð- an á eftir að selja myndina um allan heim en að sögn Friðriks hafa kvikmyndir hans á seinni árum yfirleitt verið seldar til 20-26 landa. „Markaðurinn hefur reyndar verið að stækka með hverri mynd. Þetta getur tekið nokkur ár. Það er t.d. núna verið að taka Djöflaeyjuna til sýn- inga vestur í Bandaríkjunum, fjórum árum eftir Englar alheimsins er gerð eftir sögu Einars Más Guðmundssonar og byggist á sannsögulegum fyrirmyndum. að hún er gerð. Þetta er í samræmi við að menn telja eðlilegt að fjármagn sem lagt er í kvikmynd skili sér til baka á um það bil 7-10 árum.“ Ekki eftir neinu að bíða íslenska kvikmyndasamsteypan, fyrirtæki Frið- riks Þórs, ræður orðið lögum og lofum í íslenskri kvikmyndagerð og kemur með einum eða öðrum hætti að flestum kvikmyndum sem framleiddar hafa verið á íslandi hin síðari ár. Friðrik vill líkja þessu við fiskeldi eða áþekkan iðnað þar sem framleiðsla verður að vera jöfn og stöðug. En hvað gerist næst? „Næst fórum við í að framleiða mynd eftir Gísla Snæ Erlingsson sem heitir Ikingut og fjallar um grænlenskan dreng sem rekur til fslands á miðöld- um. Svo ætlar Hal Hartley að vinna með okkur mynd sem heitir Monsters og við erum að fram- leiða kvikmynd Maríu Sigurðardóttur, Regínu, sem er barnamynd, reyndar dans- og söngvamynd. Næsta mynd okkar sem kemur í kvikmyndahús er Fíaskó eftir Ragnar Bragason, frmnraun hans á þessu sviði sem verður fnnnsýnd 10. mars nk.“ En hvenær sest Friðrik aftur í leikstjórastól- inn? „Það getur vel orðið í haust. Það eru nokkur verkefni í sigtinu en Fálkar, eftir handriti Einars Kárasonar, er fullíjármagnað svo það er ekki eftir neinu að bíða.“ -PÁÁ Bjartur og Páll hafa fylgt mér allt árið JD'V LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 enningarverðlaun DV« X Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður: Þrautseigja, sjálfstraust og áræði - Crylab hannar fyrir allan heiminn Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður fær menningarverðlaun DV fyrir hönn- un aö þessu sinni. „Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að hér er um að ræða risavaxna iðngrein þar sem miklir peningar eru í umferð og þama eru mikil tækifæri. Það þarf að byggja upp virðingu fólks og skilning á hönnun sem er ekki fyrir hendi, né heldur þekking á faginu sem slíku. Þess vegna finnst mér gaman að fá þessa viðurkenningu fyrir hönnun því það er skref í átt til þess að auka skilning fólks.“ Þetta segir Linda Björg Ámadótt- ir, handhafi menningarverðlauna DV fyrir hönnun að þessu sinni. Linda hefur ekki setið auðum hönd- um frá því hún lauk námi í fata- hönnun í Frakklandi fyrir þremur árum. Hún hefur stofnað þegar að loknu námi sitt eigið hönnunarfyr- irtæki, Crylab þar sem eru hannað- ar fatalínur og einstakar flíkur sem eru sýndar og seldar á tiskusýning- um víða um heim. Linda og félagar hennar beina einkum sjónum sín- um á Bandaríkjamarkað og eru með umboðsmenn þar og í Bretlandi en einnig hafa flíkurnar verið sýndar í London, París og Tokyo við góðar undirtektir. Boðið til Tokyo „Við erum með góðan umhoðs- mann í Ameríku sem hefur yfir að ráða svokölluðu „showroom" þar sem fótin okkar eru til sýnis og sölu. Okkur var nýlega boðið að taka þátt í stórri tískusýningu í Tokyo svo við getum ekki verið annað en ánægð með undirtektim- ar.“ Linda lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskólans áður en hún fór til Frakklands og lærði þar hönnun í tvö ár. „Það er fjöldi fólks sem lærir fata- hönnun en gefst síðan upp þegar það kemur heim aftur eða ætlar út á vinnumarkaðinn því hér heima á íslandi er enginn fataiðnaður og erfitt ef ekki ómögulegt að fá vinnu við að hanna föt hér.“ Þetta átti þó ekki við Lindu sem datt aldrei í hug annað en berjast áfram að íslenskum víkingshætti og skapa sér sín eigin tækifæri frekar en leggja árar í bát. Þrautseigja númer eitt, tvö og þrjú „Það sem þarf í þessu fagi en þrautseigja númer eitt, tvö og þrjú. Síðan kemur sjálfstraust og áræði en hæfileikar eru miklu neðar á list- anum,“ segir Linda. Crylab er til húsa á Laugavegi 26 en fötin sem Linda hannar eru t.d. seld í versluninni Kron á Laugavegi og að sögn Lindu stendur til að auka úrvalið þar og gefa þannig ís- lendingum kost á að fata sig í ríkara Fötin frá fyrirtæki Lindu, Crylab, eru seld undir vörumerkinu SVO í Jap- an, Evrópu og Ameríku. mæli upp frá SVO en það er vöru- merkið sem fötin eru seld undir. „Við framleiðum fötin þar sem það er hagkvæmast og höfum látið framleiða þau að miklu leyti í Frakklandi. Það er almennt séð ódýrast að láta framleiða föt 1 Asíu og þangað hljótum við að stefna í framtíðinni en til pess að það sé arð- bært þarf magnið að vera meira en við ráðum við að sinni. Auk þess eru vegalengdir mjög miklar og ým- islegt þess háttar sem flækir málið.“ Linda segir að ef íslenskur fata- iðnaður sé samkeppnishæfur við v iðnað annars staðar þá muni SVO- fötin verða saumuð hér heima og telur reyndar að aukin umsvif muni verða á vegum Crylab hér heima innan skamms. -PÁÁ Snorra á Húsafelli, sögu frá 18. öld, að stíga yfir gljúfrið og skrifa sögulega skáldsögu, þar sem Snorri var fræðileg bók skrifuð af þeim léttleik sem fremur einkennir skáldskap." Heilahvelin hætt að rífast Stúlka með fingur, sem Þórunn fékk Menningarverðlaun DV fyrir, er íjórða skáld- saga hennar. Hún segist ætla á næstu árum að fást við bæði skáldskap og sagnfræði. Hún er að skrifa ævisögu íslenskrar konu sem er búsett í Svíþjóð og hefur lagt drög að skáld- sögu sem er laus við fortíðina en hún vill ekki segja frekar frá á þessu stigi. „Ég fann lengi spennu milli sagnfræðinnar og skáldskaparins því þetta eru ólíkir heim- ar. Sagnfræðingar tortryggja skáldskap og listamenn fræðin. Nú finnst mér að ég hafi náð sáttum milli þessara tveggja heima í mér, mér finnst þeir báðir jafnmerkilegir. Heilahvelin í mér eru hætt að rífast.“ Þórunn hefur nýlega fengið styrk til að skrifa ævisögu þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar en hún segir aö það verði nokkurra ára verk sem hún verði að vinna að með hléum. „Ég fékk áhuga á fortíðinni gegnum sögu- legar skáldsögur og kvikmyndir. Mín leið til fortíðarinnar hefur alltaf verið í gegnum list- ina. Eftir að ég heillaðist af fortíðinni gat ég lagt á mig lestur fræðirita til að komast bet- ur þangað. Sögulegar skáldsögur eins og Á hverfanda hveli og ævisögur eins og Veröld sem var eftir Stefan Zweig höfðu mikil áhrif á mig. Ég held að ég hafi orðið nærsýn af því að lesa Á hverfanda hveli á nóttunni sem barn.“ Systurnar eru jafnfallegar Þórunn segir að verðlaun fyrir skáldsögu eftir að hafa fengið tilnefningu til verð- eins og kjósandi milli flokka. En eru ekki allir flokkar að leysast upp um þessar mundir, skil og landamæri?" Þórunn segir að það hafi verið algjör til- viljun að hún lagði fyrir sig sagnfræði, hún hafi ekki haft neinn metnað til að verða skáld eða sagnfræðingur. „Ég leit á prófskírteinið mitt eftir stúd- entspróf og sá að hæstu einkunnirnar voru í sögu og ensku og ákvað þvl að læra þær greinar í háskólum. Síðan skrifaði ég cand. mag. ritgerð sem sóst var eftir að gefa út í ritröð því slíkt efni vantaði og eftir það fór bókaboltinn að rúlla.“ Ljóðboltinn rúllar Það er til skemmtileg saga af því hvern- ig Þórunn steig sín fyrstu skref á skálda- brautinni. Einhvern tímann í kringum 1980 orti hún sitt fyrsta ljóð sem var ættjarðar- þula af þeirri gerð sem þá var alls ekki í tísku. „Ég sýndi Gunnari Karlssyni prófessor ljóðið. Hann sýndi Silju Aðalsteinsdóttur konu sinni það og hún birti það i Tímariti Máls og menningar. Það var síðan tekið upp í ritsafn sem hét Ljóð ungskálda. Þetta var fyrsta og eina ljóðið sem ég hafði ort. Ég hafði ekki einu sinni reynt að koma því á framfæri en það komst í ljóðaúrval. Eftir þetta fór ég að skrifa hjá mér ljóðhugmynd- ir.“ Þar sem þrjár götur mætast Annað mikilvægt skref í átt frá sagn- fræði til skáldskapar segist Þórunn hafa stigið þegar hún skrifaði bók með Megasi sem hér Sól í Norðurmýri og var skáldævi- saga. „Maðurinn minn, Eggert Þór Bemharðs- son, vaknaði einn morgun eldsnemma og * í ; Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur: r Heilahvelin í mér eru hætt að rífast Þórunn Valdimarsdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, segist alltaf hafa haft hálfgerða vantrú á verðlaunum. Eins og sagnfræðingi sæmir horfir hún til fortíðar eftir skýringum og telur ótímabæran dauða silfurhestsins og silf- urlampans líklega skýringu. „Ég ólst upp við að verðlaun væru tortryggi- leg. Hef með tímanum lært að það fer eftir fólk- inu sem situr í nefndunum hverju sinni hvers virði þau eru,“ segir hún yfir kaffibolla á Borg- inni eftir afhendinguna. „Skáldsagan Stúlka með fingur er um klass- ískt efni, það er að segja fortíðina, ég spila i þessari skáldsögu á hljóðfæri fortíðar. Það er þess vegna sem þessi saga fellur í kramið. ís- lendingar hafa sýnt það síðustu ár að þeir hafa mikla þörf fyrir að kafa i fortíð sína.“ Þórunn segist hafa ferðast til síðustu alda- móta í a.m.k. 3-4 ár í vinnu sinni. Eins og aðr- ir fara í Álverið hefur hún farið til fortíðar í vaktavinnu sem sagnfræðingur. „Það lá lengi á mér eftir að ég skrifaði um launa fyrir sagnfræði styrki hana í þeirri trú að hún geti sinnt þessum tveimur greinum í senn. „Það er viss geðklofi að sinna bæði skáldskap og fræðum í einu. Fræðin fyrir- líta skáldskapinn og skáldskapurinn tor- tryggir sagnfræðina. Þetta eru systur og þeim kemur alls ekki vel saman. Ég hef loksins náð að sætta þessar andstæður innra með mér og finnst þær loksins báðar jafnfallegar. Lengi stökk ég milli þeirra sagði að ég ætti að skrifa bók með Megasi. Ég hafði þekkt Megas lengi og hugsaði með mér að ég mundi gera þetta ef ég hitti hann þennan dag. Ég mætti honum síðan á mjög magískum stað þar sem þrjár götur mætast i miðbæ Reykjavíkur, Skólavörðustígur, Bankastræti og Laugavegur. Megas hjálp- aði mér að stíga fyrstu skrefin í áttina að skáldskapnum frá sagnfræðinni,“ segir Þórunn að lokum. -PÁÁ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.