Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 i iV mrðir Ódýr gisting í London London er ein vinsælasta feröamannaborg Evrópu og hefur lengi notið mikilla vin- sælda meöal islenskra ferða- langa. Hótel í borginni, eink- um miðsvæðis, þykja langt frá því aö vera ódýr en fyrir þá sem setja gistikostnaðinn fyrir sig er vert að minna á fyrir- tækið London Bed & Break- fast sem sérhæfir sig í að finna ódýra heimagistingu fyr- ir ferðamenn. Það er síður en svo flókið að kynna sér heimagistingu í London því á heimasíðunni www.londonbb.com er að finna ítarlegan lista yfir heimagistingu í öllum hverf- um borgarinnar. Fólk velur fyrst eftir þvi hversu mikið það vill borga fyrir gistinguna og síðan hveríl sem er ákjós- anlegt að búa í. Algengt verð í miðborg London er i kringum 3000 krónur fyrir nóttina sem er töluvert ódýrara en gisting á flestum hótelum á sömu slóðum kostar. Hægt er ganga frá bókuninni á Netinu. Kristur gerður upp Á hverjum degi flykkjast hundruð ferðamanna að Kristslíkneskinu i Rio de Jan- eiro í Brasilíu. Kristsstyttan hefur frá því hún var reist árið 1931 laöaö að sér milljón- ir manna enda er þetta stærsta Kristslíkneski í heim- inum, 30 metra hátt og stend- ur í 710 metra hæð á toppi Corcovado-fjalisins. En tímans tönn hefur farið illa með styttuna og nú þarfn- ast hún endurbóta. Hún hefur verið hulin vinnupöllúm og á hverri nóttu eru háþrýstidæl- ur ræstar en þeim er ætláð að nema burt öll óhreinindi af styttunni. Það stendur nefhi- lega mikið til í borginni í apr- il næstkomandi en þá ætla Brasilíumenn að halda stórhá- tíð í tilefni þess að 500 ár eru liöin frá fundi landsins. Þarig- að til veröa ferðamenn að sætta sig við að sjá Krist hul- inn vinnuklæðum og pöllum. Fosshótel fær nýtt andlit Á Fosshóteli í Stykkishólmi standa nú yfir miklar endur- bætur innanhúss en við- haldsvinna við húsið hófst síöastliðið haust. Að sögn Sæþórs Þorbergssonar hótel- stjóra ganga framkvaémdir vel og er málningarvinnu og parketlögn næstum lokið. Ný húsgögn munu á leiðinni en herbergin verða öll endumýj- uð. Ráðgert er að hótelið verði tilbúið 1. apríl. Mallorca - paradís sóldýrkenda: Best að fresta hlutunum til morguns Eyjan MaUorca í Miðjarðarhafi tilheyrir Spáni og hefur notið mik- Ula vinsælda sem sumarleyfisstaður íslendinga um áratugaskeið. Enn flykkist fólk þangað og sumir hafa haldið tryggö við eyjuna árum sam- an. Mallorca er lítil eyja rétt undan Spánarströnd, að lengd svona eins og frá Hombjargi í Dýrafjörð. Samt sem áöur leynir þessi fallega eyja á sér og þrátt fyrir smæðina má enda- laust finna nýja staði til að skoða. Tvær aðrar eyjar tilheyra þessum eyjaklasa, Formentera að sunnan og Menorca að noröan. Um 10 milljónir ferðamanna sækja MaUorca heim á ári hverju. Yfir sumartimann, sem er helsti ferðamannatíminn, lenda flugvélar á flugveUinum við hina faUegu höf- uðborg eyjarinnar, Palma, á nokk- urra mínútna fresti aUan sólar- hringinn. Oft em flugvélar annað- hvort að taka sig á loft eða lenda á hálfrar mínútu fresti. Nýleg og gríð- arstór flugstöð var tekin í notkun fyrir þrem árum og leysti hún af hólmi litla og óhrjálega flugstöö sem þar var fyrir. Gengur þó hægt fari Fyrir íslendinga sem vanir em því að tekið sé rösklega tU hendi þegar mikið liggur við vekur það furðu hvemig eyjarskeggjum tekst að afgreiða aUt þetta fióð ferða- manna. Strax þegar lent er á veUin- um í 35 stiga júlíhita fá menn að kynnast viðhorfum Spánverja til vinnu gjörólíkum þeim sem við eig- um að venjast. Má segja að aUt hreyfist í takt við hitamoUuna og það er svipuð tilfinning að stíga út úr flugvélinni eins og aö stíga inn í „slow motion" kvikmynd. „Manj- ana“ er líka eitt fyrsta oröið sem út- lendingurinn lærir þegar hann kem- ur tU MaUorca. Manjana er hugtak sem íbúum viröist æöi tamt, nefnilega að ekk- ert liggi á, það megi gera þetta seinna og fresta flestum hlutum tU morguns. Þetta segja þeir brosandi út að eyrum, rétt eins og maður hafi allan heimsins tíma til að bíða. Bíða, eftir einhverju sem kannski gerist á morgun, hixm daginn eða bara aUs ekki. Biðin eftir afgreiöslu á flugveUin- um virðist aldrei ætla að taka enda, en nýja flugstöðin gerir biðina þó bærilegri miðað við þrengslin i þeirri gömlu. í biðröðinni eftir far- angrinum skýtur þeirri hugsun upp 1 koUinn hvemig i ósköpunum þeim takist að af- greiða stöðugan straum af yfir- fuUum farþega- þotum. Þessi hugsun rýkur þó burt þegar tösk- umar birtast á færibandinu. Á einhvem óskilj- anlegan hátt tekst þessum elskrnn að af- greiða þetta aUt á endanum með sínu sérstaka verklagi. Þýska áberandi Mallorca er sannkölluð paradís sóldýrkenda þar sem strandlífið er fjölskrúð- ugt og skemmtilegt. bæjum við ströndina er að sjálf- sögðu aragrúi veitingastaöa og verslana af öUu tagi. Verðlag er þó yfirleitt hærra í strandbæjunum en innar á eyjunni. Samt er hægt að fá þar dýrindis margrétta mál- tíðir fyrir svip- aðan pening og einn hamborg- ari með frönsk- um og kók kost- ar hér á landi. Gamla höfuðborgin Alcúdia Nær vonlaust væri í stuttu máli að telja upp aUan þann aragrúa ferðamannastaða sem finna má á MaUorca, þá er ekki úr vegi að Yfir sumartímann, sem er helsti ferðamannatíminn, lenda flugvélar á fiugvellinum við hina fallegu höf- uðborg eyjarinnar, Palma, á nokk- urra mínútna fresti allan sólarhring- nefna einstakan útsýnisstað á norð- urenda eyjarinnar sem heitir For- mentor. Aka má upp á þetta gríðar- háa bjarg þar sem útsýni er tU aUra átta. Inni í PoUenca-flóanum austan við Formentor er bærinn Port de PoUenca. Skammt þar fyrir austan á Pinar-skaganum er fyrrum höfuð- borg MaUorca, Alcúdia. Hún stend- ur uppi á hæð á miUi PoUenca-fló- ans og Alcúdia-flóans. Við sjóinn neðan við þessa gömlu borg stendur hafnarbærinn Port d’Alcúdia. Benda má á Aqua Park- vatns- skemmtigarðinn í Alcúdia og eins trúlega einn stærsta vatnsskemmti- garð Evrópu sunnar á eyjunni sem heitir Aqua City. Á austurströndinni er annars margt að skoða, m.a. hina frægu DrekaheUa þar sem haldnir eru mjög myndrænir hljómleikar á bátum sem sigla um á neðanjarðar stöðuvatni. MaUorca er líka fræg fyrir perlufram- leiðslu sína í bænum Manacor þar sem Majorica-perlur eru framleiddar á líkan hátt og gerist við náttúruleg skUyrði. Svona mætti lengi telja, en víst er að enginn verður svikinn af því að heimsækja þessa paradís í Miðjarðarhafinu. -HKr. Liprir og barngooir þjónar Ný þorp og ferðamannabæir hafa á síðustu árum verið að byggj- ast upp við austurströndina. Þýska er þar mjög áberandi tungumál, enda er hótelpláss eyjarinnar að drjúgum hluta komið í eigu Þjóð- verja. Ekki er heldur óalgengt að þýskt miUi- og yfirstéttarfólk sæki vinnu til heimalandsins en fljúgi svo tU dvalar í sumarhúsum sínum eða snekkjum á MaUorca um helg- ar. Það er svona rétt eins og þegar reykvískir meðaljónar skreppa í sinn sumarbústað austur 1 Gríms- nes. Flamenco-dansinn er vinsæll bæöi meðal heimamanna og erlendra feröamanna. Þrátt fyrir það sem áöur hefur verið sagt um rólegan af- greiðslumáta innfæddra er viðhorfið gjöró- líkt þegar kem- ur að þjónum veitingahúsanna. Lipurð og þjón- ustulund er frábær og mættu marg- ir taka sér það tU fyrirmyndar. Þá eru eyjarskeggjar sagöir með ein- dæmum bamgóðir og við nánari kynni er sannarlega hægt að taka undir það. Ef þú ferð með bam inn á veitingastað er nær öruggt að það nær fljótt góðum kynnum við þjón- ana. Rétt eins og við segjum oft að leiðin að mannsins hjarta liggi í gegnum magann, þá má segja að leið MaUorcabúa til að fanga huga ferðamannsins liggi í gegnum böm- Ferðaþjónusta í Austurríki fær skell: Tíu þúsund hótelbók- anir afturkallaðar Karl Bretaprins aflýsti nýverið ferð sinni tU Austurríkis og skömmu seinna gerði rokkgoðið Lou Reed slíkt hið sama. Ástæða tvímenninganna er þátttaka Frels- isflokksins, undir forystu Jörgs Haiders, í nýrri samsteypustjóm landsins. Frelsisflokkurinn þykir öfgakenndur og þjóðemisstefna hans fer fyrir brjóstið á mörgum. Karl prins og Lou Reed em heldur ekki einir um að hafa hætt við ferðalög tfl Austurríkis þvi þegar hafa um tíu þúsund hót- elpantanir í Vínarborg einni verið afturkaUaðar að undanfómu. Svip- aða sögu er að segja um marga af vinsælustu ferðamannastöðum landsins og ljóst að margir eru orðnir uggandi um sinn hag, ekki síst ef þessi þróun heldur áfram. Ferðaþjónusta í landinu tók kipp á síðasta ári eftir umtals- Fjöldi ferðamanna hefur afpant- aö feröir sínar til Austurríkis. verða fækkun ferðamanna árin á undan. Austurríkismenn em þó ekki af baki dottnir og næsta skref, að sögn ferðayfirvalda, er að finna leiðir tU að vinna aftur traust erlendra ferðamanna og laða þá tU landsins á ný. í mjög snyrtflegum ferðamanna- in.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.