Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 47
Jj'V LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 ferðir« Titanic-æðið heldur áfram Titanic-æðið viröist ætla að verða lífseigt. Kvikmyndin sló eins og menn vita öll aðsókn- armet og nú streyma ferða- B menn víst til kvikmyndavers- ins í Baja þar sem myndin var tekin upp á sínum tíma. Það er kannski jafngott því kvik- : myndaverinu, sem var reist i vegna Titanics, hefur ekki tek- ist að afla sér fleiri verkefna á : sviði kvikmynda. íbúar Baja dóu ekki ráðalausir og hyggj- ast byggja upp öfluga ferða- þjónustu í kringum verið. Auk skipsflaksins hófust þeir ný- verið handa við að búa til „al- vöru“ New York-götu svona til |j að auka fjölbreytnina. Gosið heillar Eldgos heilla ferðamenn víðar en hér á landi og þar standa Sikileyingar vel að vigi með eld- fjallið Etnu sem ailtaf gýs reglu- lega. í vikunni sem leið hófst smágos í einni af sjö gossprung- um fjallsins og létu ferðamenn sig að sjálfsögðu ekki vanta. Etna er hæsta virka eldfjall Evrópu, 3270 metrar á hæð, og hafa Sikileyingar skráð gos frá árinu 475 f. Kr. Ferðaáætlun Útivistar Nýlega leit Ferðaáætlun Úti- vistar dagsins ljós. Eins og endranær er þar aö finna . greinargóðar upplýsingar um þær fjölmörgu ferðir sem félag- : ið efnir tO á árinu. Meðal spennandi ferða sem eru á næstunni má nefna skíðadags- ferð um Bláfjöll og Selvog sunnudaginn 5. mars og viku síðar verður skíðaferð um Skálafell. Helgina 11. til .12. mars verður skíðaferð um Fimmvörðuháls. í þeirri ferð verður farið á gönguskíðum upp með Skógaá og upp á Skógaheiði. Gist verður í Fimmvörðuskála í 1100 metra hæð. Hópferð til Flórída fyrir byrjendur sem lengra komna: Forskot á sumarsæluna Vorhátíð flugsins í Flórída laöar jafnan að um sjö hundruð manns. Sól, sumarhiti, strendur, sólböð og skemmtigarðar eru hlutir sem oft koma upp í hugann þegar fólk hugsar um Flórída. Fyrir marga em þetta full- gildar ástæður til að bregða sér upp í flugvél og taka smáforskot á sumarsæl- una. Fyrsta flugs félagið hefur nú skipulagt hópferð til Flórída dagana 4. til 12. apríl. Utanferðir félagsins eru öllum opnar en fararstjórar verða tveir góðkunnir menn úr flugheimin- um, þeir Gunnar Þorsteinsson hjá Flugmálastjóm og Þorsteinn E. Jóns- son, fyrrverandi flugstjóri og orr- ustuflugmaður. Jafngildir einum og hálfum hríng „Þetta er fjórða árið í röð sem við efnum til Flórídaferðar og eitt af mark- miðunum sem setjum okkur er að sjá sem mest á stystum tíma, lyfta okkur upp, njóta sólarinnar og hafa gaman af öUu saman. Annað markmið okkar er að fá sem mest fyrir peningana og svo er náttúrlega endalaus kostur við Flór- ída að þar er nær stöðugt hægt aö fmna áhugaverða staði til að skoða. Hins vegar eru almenningssamgöngur bágbomar á þessum slóðum - ferða- menn þurfa eiginlega að hafa bílaleigu- bíl til umráða. Það hefur vaxið mörg- um í augum að þurfa að keyra og rata í Bandaríkjunum og sumir jafnvel hætt við ailt saman. Við ætlum að vera með 15 manna Econoline-bíla á leigu þannig að okkar Flóridafarar þurfa engar áhyggjur að hafa. Fyrirhugaður akstur okkar á Flórída jafngildir einni og hálfri hringferð kringum island og fyrir bragðið náum við að sjá og gera lygilegt margt á þessum stutta tíma,“ segir Gunnar Þorsteinsson og bendir á að skipulagður ferðamáti sem þessi sé ákjósanlegur kostur fyrir fólk sem hef- ur aldrei komið Flórída eða Bandaríkj- anna yfirhöfúð. Geimskutlur og fenjasiglingar Flugáhugi hópsins verður langt í frá skilinn eftir heima. „Við sem skipu- leggjum þetta erum ailir hálfgerðir fluggeggjarar og munum að sjálfsögðu ekki láta okkur vanta á 700 þúsund manna Vorhátíð flugsins í Bandaríkj- unum. Auk þess munum við skoða flugminjasöfn og heimsækja flugvéla- verksmiðju. Meira að segja fólk sem hefur ekki neinn sérstakan áhuga á flugi getur haft gaman af þessu því það er jafhan mikið líf og fjör í kringum þetta. Ef fólk vili ekki koma með okk- ur á þessa staði eru fjölmargir aðrir kostir í boði. Fólk getur notið lífsins við hótelsundlaugina eða að við sjáum um að aka því í einhveija af hinum fjölmörgu verslanamiðstöðvum í ná- grenninu,“ segir Gunnar. Þá verða skipulagðar ferðir í þrjá af þekktustu skemmtigörðmn heims, Epcot Center, Universal Studios og Bush Garden. Einn af hápunktum ferð- arinnar verður síðan heimsókn i bandarísku geimferðastofnunina á Canaveralhöfða, þaðan sem geimskutl- unum er skotið á loft. Þá verður unnt að framlengja dvölina til að sjá þegar geimskutlunni Atlantis verður skotið á loft 13. apríl. Að sögn Gunnars verður fleira gert sér til dundurs og upplyftingar; farið verður í siglingu með loftskrúfubátum um fenjasvæði Orlando og laugar- dagksvöldi verður varið í hinu vin- sæla Church-Street skemmtihverfi í miðborg Orlando. Síðasta kvöldmáltið ferðarinnar fer síðan fram um borð í hjólaskipi sem siglir um Mexíkóflóa við sólsetur. Nánari upplýsingar er að fá hjá Fyrsta flugs félaginu. -aþ Rocky Horror Pictureshow í London: Með hrísgrjónapoka og vatnsbyssu að vopni Það þarf ekki að segja þeim fjöl- mörgu íslendingum sem lagt hafa i verslunár- og skemmtiferðir til London að þar er jafnan mikið um að vera og leikhús- og bíó- menning í miklum blóma. Fyrir nokkrum árum rakst ég á Prince Charles kvik- myndahúsið í London, en það sýnir The Rocky Horror Picture Show á hverju fóstudagskvöldi um hálftólf. Þar sem undirrituð er harður að- dáandi kvikmyndarinn- ar óð ég eld og brenni- stein til þess að komast á þessa sýn- ingu þegar ég var stödd í London fyrir stuttu. Rocky Horror er líklega eina kvikmyndin sem sameinar bió og leikhús. Víða í Evrópu og Banda- ríkjunum eru kvikmyndahús sem sýna Rocky Horror eitt kvöld í viku í kringum miðnætti eða jafnvel á hverju kvöldi, en þær sýningar eru sér- stakar fyrir það að ekki er ein- göngu verið að sýna myndina heldur leika leik- arar á sviði með og ætlast er til þess að áhorfend- ur taki virkan þátt í sýningum með því að henda hlut- um að tjaldinu og tala við myndina samkvæmt mjög itar- legu hand- riti. Fyrir þá sem ekki hafa áður séð myndina, eða hina óspjölluðu (virgins) eins og þeir eru kallaðir á Rocky Horror-máli getur þetta verið athyglisverð upplifun. Upplifunin er ólík þvi sem við eigum að venjast hér á landi þar sem hægt er að kaupa bjór með poppinu og leyfilegt er að reykja nélnast hvar sem er í húsinu. Sýning- in hefst á upp- hitun þar sem leikarar gantast í áhorfendum og fá hina óspjölluðu til að viðurkenna glæp sinn. Svo Hrísgrjón, ristað brauö og vatnsbyssur eru svo meðal þess sem áhorfendur mega búast við að beita eða verða beittir. hefst sýningin með pompi og prakt, öskrum, látum og karlmanni í full- um dragskrúða. Hrísgrjón, ristað brauð og vatnsbyssur eru svo meðal þess sem áhorfendur mega búast við að beita eða verða beittir án þess að láta of mikið uppi um innihaldið. Prince Charles bíó- ið er rétt við Leicester ROCKY HORROR 15 11:45 PK Fri, 28 Jan 00 ■®c 1.3,ií m \ Square og er auðvelt að finna það á sérstökum götukortum sem sýna staðsetning- ar kvik- mynda- og leikhúsa, en ég hvet alla sem vilja breyt- ingu frá Cats og Miss Saigon til að kíkja á Rocky Horror. Slóðir á Rocky-heimasíður þar sem er m.a. hægt að ná í handrit myndarinnar ásamt áhorfendahandriti og fara í leiki sem tengjast myndinni eru www.rockyhorrorpictureshow.com og www.rockyhorror.com. „Let there be lips.“ -KT fö' II «r fi H' 15 I P I Frír fyrsti tími í • Ertu undir miklu álagi • Ymsir kvillar að hrjá þig: • Lent í áfalli nýlega? Pólun gæti hjálpað! r I Uppl. í síma 562 3633, Sveinbjörn I þarf ekki að kosta meira Þú kemst að því þegar þú heimsækir okkur. B R Æ Ð U R N I R ^+354 5302800 • www.ormsson.is Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Glæsilegur sýningarsaiur í Lágmúla 8, 3. hæð - líttu við ELDHÚSINNRÉTTINGAR - BAÐINNRÉTTiNGAR - FATASKÁPAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.