Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Síða 52
60
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000
matgæðingur vikunnar
Nykaup
luir Si’in lirsklrikimi hyr
Marineruð
hörpuskel
Fyrir 12-14 manns
1000-1200 g hörpuskelfiskur
Marinering
2 dl hvltvínsedik
1,5 dl ólífuolía
2 msk. sítrónusafi
2 hvítlauksrif
3 vorlaukur
2 skalottlaukar
4 msk. kóríanderlauf, fersk
salt og pipar.
Saxið kóríanderlauf, hvít-
lauksrif, vorlauk og skalottlauk.
Blandið öllu hráefni í mariner-
inguna saman í skál og kryddið
með salti og pipar. Hreinsið sin-
ar af hörpuskelinni og leggið
hana hráa í marineringuna í 4-5
klst. áður en hún er borin fram.
Meðlæti
Gróft eða ristað brauö hentar
vel með marineraðri hörpuskel.
Rækjuterta
12-14 sneiðar
1 kg rækjur
1 búnt ferskur graslaukur
250 g hvitlauksostur
9 tsk. matarlímsduft, sléttfull-
ar
1 peli rjómi, léttþeyttur
ílangt eða kringlótt form
(24-26 cm), plastfilma.
Graslauks- og laxasósa
2 dósir sýrður ijómi (11%)
150 g reyktur lax
1 búnt graslaukur
2-3 msk. sítrónusafi, salt og
pipar.
Maukið 250 g af rækjunum í
matvinnsluvél, setjið i pott og
hitið með hvítlauksostinum.
Matarlímsduftinu blandað vel
saman við. Takið afganginn af
rækjunum (gott er að hafa þær
ylvolgar) graslauk og rjóma og
blandið þeim rólega saman viö
hvítlauksostinn og maukuðu
rækjumar. Setjið í plastfilmu-
klætt form og kælið í 6-8 klst.
Losið i heitu vatnsbaði og sker-
ið í sneiðar.
Aðferð
Öllu blandað saman i mat-
vinnsluvél. Látiö sósuna standa
í 1-2 klst. áður en hún er borin
fram í sér skál. Þennan rétt má
laga með allt að 2-3 daga fyrir-
vara.
Uppskriftirnar eru fengnar frá
Nýkaupi þar sem allt hráefni í
þær fæst.
WSWBKnWWBBBBBBUKÍUKSSUWKWUUKHi * S
I leit að réttu bragði
- Björn Jörundur Friðbjörnsson eldar steinbít og silung
„Mér finnst
gaman að búa
til mat en
hef enga
eirð í mér til
að fara eftir
uppskriftum.
Ég fæ ein-
hverja hug-
mynd og þreifa
mig síðan áfram í
leit að réttu bragði.
Þetta byrjar oft í búð-
inni þegar ég er að
kaupa inn. Þá sé ég eitt-
hvað sem mig langar í og
svo hleðst utan á það í
hausnum á mér meðan ég
rápa hring eftir hring í
búðinni í leitinni að
því sem ég held að
eigi við.“
Þannig lýsir
Björn Jörundur
Friðbjöms-
son, tónlistar-
maður og leik-
ari, aðferðum sín-
um við að búa til
góðan mat.
„Það er síðan
svo margt fleira
sem gerir góðan
mat að góðri mál-
tíð. Það þarf aö
vera nógur tími,
gott vín með matn-
um og skemmtilegt
fólk, því það er lítiö
skemmtilegt að borða
einn síns liðs. Matur er fé-
lagsleg athöfn og skemmtilegt fólk
gerir matinn betri.“
Björn gefur okkur uppskrift að
forrétti sem hann segist hafa búið
til í einu hendingskasti þegar mik-
ið lá við að vel tækist til.
Forréttur:
Steinbítur með beikoni
lega með bragðgóöu Dijon sinn-
epinu og svolitlum pipar
stráð yfir. Þessu næst er
fiskurinn lagður á 2-3
beikonsneiðar sem eru
snúnar utan um fiskinn
svo úr verður dálítill
böggull. Gott er að nota
tannstöngla eða kokk-
teilpinna til að festa
böggulinn saman.
Þetta er síðan sett á
og sinnepi
100 g steinbítur
2-3 sneiðar beikon
1 msk. Dijon sinnep
pipar eftir smekk
Þar sem þetta er forréttur þarf ca
100 g af steinbít á mann. Fiskurinn
er skorinn i ræmur og smurður ríf-
álp-
appir
undir
grillið í
ofninum
í 7-10
mínútur.
Þegar
beikonið
er orðið
stökkt þá
á að
standa á endum að fiskurinn er
orðinn mjúkur í gegn. Sé fiskurinn
hafður of lengi undir grillinu verð-
ur hann of þurr.
Aðalréttur:
Silungurinn góði
1 nýveiddur silungur.
sítrónusafi, salt og pipar
handfylli af möndlum
Fyrst eru möndlurnar ristaðar á
heitri pönnunni uns þær eru byrjað-
ar að dökkna en siðan teknar til
hliðar. Silungurinn er steiktur í
olíu og kryddaður með salti, pip-
ar, sítrónusafa og ef til vill
sítrónupipar. Síðan eru rist-
uðu möndlumar settar á
pönnuna með silungnum
og leyft að krauma í 1-2
mínútur.
Þetta segir Björn
Wk að sé best að bera
fram með ís-
lenskum
tómötum pg
gúrkum og
nýsoðnum
kartöflum.
Björn segist
ætla að skora á fé-
laga sinn í poppinu,
Mick Jagger Islands,
að sjá um næsta
þátt af Matgæð-
ingi vikunnar.
Þetta er að sjálf-
sögðu Helgi
Björnsson söngv-
ari.
„Helgi þekkir vel
ítalska matar-
gerð eftir dvöl
sína á Ítalíu.
Ég vil gjarnan
að hann veiti
okkur hlut-
deild í ein-
hverjum
þeirra góm-
sætu pasta-
rétta sem ég
hefi bragðað
á heimili
hans.“
Björn Jörundur Friöbjörnsson, söngvari og
leikari, segist hafa gaman af því að elda en
lítt fara eftir uppskriftum.
DV-mynd Hilmar Pór
Leiktu þér
á Krakkavef
Visis.is
rLeikir
Litabók
ipl Brandarar
Uppskriftir
Krakkaspjall
Dagbók
Fondur
Sögur
Krakkaklúbbur DV
Skemmtun
, Póstkort
visir.is
Notaðu vísifingurinn!
Nykaup
harsenifcrskleikiwibýr
Pastaslaufur með hvít-
laukog risarækjum
400 g pastaslaufur (farfalle)
3 1 vatn
2 tsk. salt
1-2 msk. ólífuolía
40 stk. risarækjur
Meðlæti
4 stk. hvítlauksrif
8 stk. vorlaukur
3-A gulrætur
100 g strengjabaunir
150 g blandaðir sveppir
3-4 tómatar
4 skalottlaukar
3-4 msk. matarolía
Ostrusósa
4 dl ostrusojasósa
1 dl rauðvín, óáfengt
6-8 msk. steinselja, söxuð.
Sjóðið pastaslaufurnar í 10-12 min-
útur, skolið vel og kælið. Leggið risa-
rækjurnar í sigtaða hvíflauksolíu í 3-4
tíma fyrir notkun. Snöggsteikið síðan á
vel heitri pönnu (1-2 mín), kryddið
með salti og pipar. Blandið pastaslauf-
unum saman við. Skiptiö síðan á diska.
Leggið nokkrar risarækjur ofan á og.
vætið með sósu.
Meðlæti
Sjóðið strengjabaunirnar í 3 mín. í
léttsöltu vatni, kælið. Skerið hvítlauk í
sneiðar og brúnið lítið eitt. Skerið ann-
að grænmeti í teninga og sneiðar og
bætið út á pönnuna ásamt pastaslauf-
unum.
Ostrusósa
ÖUu blandað saman og soðið í 3-4
minútur. Borið fram heitt.
Tortellini með spergilkáli
og reyktum laxi
400 g ferskt tortellini
2-3 1 vatn, létt saltað
1-2 msk ólífuolía í vatnið
Meðlæti
600 g reyktur lax í sneiðum
600 g spergilkál
8 msk. furuhnetur
Sósa
300 g reyktur lax
200 g spergilkál
200 g sýrður rjómi
1 dl rjómi
1 dl mjólk
salt og svartur pipar
Sjóðið pastað í 3 mínútur. Það má
síðan kæla eða bera fram heitt. Reyktu
laxasneiðamar eru brotnar saman og
lagðar á disk ásamt soðnu spergilkáli
yfir pastað. Brúnið furuhneturnar á
þurri heitri pönnu og stráið yfir ásamt
sósunni.
Allt efni í sósuna er sett í mat-
vinnsluvél og maukað. Kryddað með
salti og pipar úr kvörn. Hellt yfir rétt-
inn.
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar sem allt hráefni í þær fæst.