Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2000, Blaðsíða 57
XXV LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 (idagsönn ■>-, Auöur Haf- steinsdótt- ir leikur með Tnöi Reykjavík- ur annað kvöld. Sigrún Hjálmtýs- dóttir syngur í Hveragerði á morgun. Slavnesk tónlist Fjórðu tónleikarnir í tón- leikatöð Triós Reykjavíkur og Hafnarborgar verða á morgun kl. 20. Á efnisskránni, sem eingöngu verður helguð slavneskri tónlist, verða tríó eftir tékkneska tón- skáldið Smetana og rússnesku tónskáldin Rakhmaninov og Shostakovítsj. Gestur Tríós Reykjavíkur að þessu sinni verð- ur fiðluleikarinn Auður Haf- steinsdóttir. Auður nam fiðluleik hér á íslandi, m.a. hjá Guðnýju Guðmundsdóttur, og í Bandaríkj- unum hjá hjónunum Alnmitu og Roland Vamos. Hún hefur hlotið margar viðurkenningar og verð- laun fyrir leik sinn. Auður var valin borgarlistamaður Reykja- víkur til þriggja ára 1991 og 1996 voru henni veitt listamannalaun til þriggja ára frá menntamála- ráðuneytinu. Auður er einn stofn- enda Tríós Nordica og hefur hald- ið fjölda tónleika, bæði austan hafs og vestan. Brúður, tónlist og hið óvænta í dag verða Tíbrártónleikar í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs - tónlist fyrir alla fjölskylduna og hefjast þeir kl. 16. Það er einn af færustu brúðuleikurum í heimin- um í dag, Bemd Ogrodnik, sem setur á fjalir Salarins sýningu sem hann nefnir Brúður, tónlist og hið óvænta. Bernd kemur með sýninguna í einni stórri kistu, en í henni leynast margs konar brúð- ur, útskomar úr viði, og ógleym- anlegar persón- ur sem lifna við einfaldlega með höndum, trjábútum og siiki- slæðum. Bemd færir fólk inn í töfraheim smásagna, þar sem per- sónurnar kynna sig í stuttu leikatriði. í kistunni eru einnig falleg dýr og ýmis hljóðfæri sem Bernd leikur á af snilld. Sýningin hentar öllum bömum á aldrinum 2 til 102 ára. Tónleikar Diddú í Hveragerðiskirkju Á morgun kl. 16 verða söngtón- leikar i Hveragerðiskirkju. Þar syngur hin sí- vinsæla Diddú og meðleikari hennar er Anna Guðný Guðmundsdótt- ir píanóleikari. Ekki er þörf á að kynna þess- ar frábæru listakonur nán- ar, en þær stöllur Diddú og Anna Guð- ný munu láta allan aðgangs- eyri af tónleikunum renna í flygil- kaupasjóð. Eins og mörgum er kunnugt festi Tónlistarfélag Hvera- gerðis og Ölfuss fyrir nokkrum ámm kaup á nýjum konsertflygli sem er í kirkjunni. Samkór Kópavogs Samkór Kópavogs heldur ung- versk-íslenska tónleika í Digra- neskirkju í dag, kl. 17. Þetta ung- verska yfirbragð tónleikanna er í tilefni ferðar Samkórsins til Ung- verjalands í lok mai í vor. Stjórnandi Samkórsins, Dagrún Hjartardóttir, nam söng við Franz Liszt-akademíuna í Búdapest á ár- unum 1990 til 1992. Það eru kenn- arar við þann skóla sem munu undirbúa dvöl og konserta kórs- ins í Ungverjalandi. Dagrún var einnig í einkatímum hjá söngvur- um við Ríkisóperuna í Búdapest um 2ja ára skeið. Á tónleikunum munu einsöngvaramir Stefán Helgi Stefánsson og Hrafnhildur Bjömsdóttir syngja með kómum. Diddú hin sívin- sæla syngur á morgun kl. 16í Hveragerðis- kirkiu. Slydduél sunnan- og vestanlands Búist er við fremur hægri suð- vestlægri átt og slydduéljum sunn- an- og vestanlands. Fremur hæg norðaustlæg átt verður norðan- og austanlands og él. Hiti verður 0 til 3 stig sunnan- lands en um eða rétt undir frost- marki norðanlands. Sólarlag í Reykjavík: 18.32 Sólarupprás á morgun: 08.48 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.41 Árdegisflóð á morgun: 11.00 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö -5 Bergstaöir skýjaö -7 Bolungarvík skýjaö -3 Egilsstaöir -6 Kirkjubœjarkl. skýjaö -3 Keflavíkurflv. alskýjaö -3 Raufarhöfn léttskýjaö -5 Reykjavík skýjaö -4 Stórhöfói úrkoma í grennd 1 Bergen skúr 2 Helsinki snjókoma -5 Kaupmannahöfn hálfskýjaö 6 Ósló skýjaö 0 Stokkhólmur 2 Þórshöfn þokuruöningur 2 Þrándheimur skýjaö 2 Algarve skýjaö 18 Amsterdam léttskýjaö 7 Barcelona léttskýjaö 16 Berlín alskýjaö 4 Chicago þokumóöa 8 Dublin léttskýjað 8 Halifax léttskýjaó -3 Frankfurt skýjaö 7 Hamborg hálfskýjaó 6 Jan Mayen snjóél -3 London léttskýjaö 8 Lúxemborg skýjaö 6 Mallorca léttskýjaö 16 Narssarssuaq léttskýjaö ~22 Orlando heiöskírt 13 París skýjað 9 Vin skýjaö 13 Washington hálfkskýjaö 9 Winnipeg skýjaó 5 Veðríð í dag r Islenska óperan: Lúkretía svívirt í kvöld sýnir íslenska óper- an Lúkretía svívirt, óperu í tveimur þáttum eftir Benja- min Britten. Óperan, sem á frummálinu heitir The Rape of Lucretia, var frumsýnd i Glyndebourne árið 1946. Sagnaþulir úr nútímanum út- skýra sögusvið óperunnar og fylgja söguþræðinum. Árið er 509 fyrir Krist. Þrír hershöfð- ingjar, Tarkvíníus, Kollatín- us og Júníus, sitja að drykkju í herbúðum nærri Róm. Öpera Nokkrir hershöfðingjar höfðu kvöldið áður riðið til Rómar til að koma eiginkonum sín- um á óvart en þá komist að því að allar höfðu þær verið ótrúar nema Lúkretía, eigin- kona Kollatínusar. Kollatínus er stoltur og glaður yfir trygg- lyndi konu sinnar en það vekur öf- und hins kokkálaða Júníusar og nautnaseggsins Tarkviníusar sem er ókvæntur prins, sonur hins etrúska harðstjóra í Róm. Upp- hefst mikil orðasenna mUli þeirra þar sem Júníus eggjar Tarkvíníus til að draga Lúkretíu á tálar. Tar- kvíníus stenst ekki frýjunina, tek- Róm til forna er sögusvið óperunnar. ur hest sinn og ríður áleiðis tU Rómar. Hann kemur á heimili Lúkretíu seint um kvöld og krefst gistingar. Um nóttina læðist hann inn í svefnherbergi Lúkretíu og svívirðir hana. Afleiðingar þess verða skelfilegar. Hlutverk sagnaþularins syngur Finnur Bjarnason. Hlutverk sagnaþulunnar syngur Emma BeU. Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk hins veikgeðja iU- virkja Tarkvíníusar. Rannveig Friða Bragadóttir syngur hlutverk Lúkretíu. Sigurður Skagfjörð Steingrímsson syngur hlutverk KoUatínusar. Hlutverk Júníusar syngur Jan Opalach. Myndgátan Vítaspyma Myndgátan hér aö ofan lýslr nafnoröi. Skíðagang- an í Heið- mörk er fyrir alla fjöl- skylduna. Skíðagöngumót í Heiðmörk Á morgun verður haldið skíða- göngumót á Heiðmörk, útivistar- svæði Reykjavíkur. Er þetta fyrsta mótið sem haldið er við þessar að- stæður sunnan heiða og gengið verður eftir stigum á skógi vöxnu svæði. Á þessu ári eru liðin 50 ár frá stofnun Heiðmerkur og af því tUefni stendur Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir fjölþættri dag- skrá í samstarfi við ýmsa aðUa. Samstarfsaðilar að skíöagöngumót- inu eru verslunin Intersport sem mun veita verðlaun, Innes býður upp á hressingu og Skíðasamband íslands annast mótsstjórn. Dagskrá vegna 50 ára afmælis Heiðmerkur er hluti af viðburðum sem efnt verður tU á vegum Reykja- vík menningarborg Evrópu árið 2000. Markmiðið með mótinu er að ná tU allrar fjölskyldunnar og hvetja til hollrar —;--------- og góðrar útivistar UtÍVfirð i fogru umhverfi,------------- en Heiðmörkin er kjörinn staður tU þess hvort sem er sumar eða vetur. Keppt verður í karla- og kvenna- flokki, 16 ára og eldri, og drengja- og stúlknaflokki, 16 ára og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Að auki fá aUir keppendur þátttöku- skjal með skráðum tíma. Mótið er fyrir aUa og er ekkert þátttökugjald. Rásmark verður við Borgarstjórapl- an. Komið verður upp fánaborg við Suðurlandsveginn þar sem aka skal inn í Heiðmörk og annarri á móts- stað. Mótið hefst kl. 13.30 og verða keppendur að vera mættir klukku- stund fyrir þann tíma. Guðbrands Þorlákssonar minnst á Biblíudaginn Biblíudagurinn, árlegur hátíð- isdagur Hins íslenska bibliufé- lags, er á morgun í HaUgríms- kirkju. Verður dagsins minnst á fræðslumorgni sem hefst kl. 10. Dr. Einar G. Pétursson flytur er- indi um Guðbrand Þorláksson biskup sem lengst allra hefur set- ið á biskupsstóli. Skrúfudagurinn 2000 Hinn árlegi kynningar- og nem- endamótsdagur Vélskólans, Skrúfudagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 26. febrú- ar kl. 13-16 í Sjómannaskólanum. Þennan dag ---------------- gefst væntan- SamkOmUr legum nem------------------ endum og öðrum sem áhuga hafa kostur á að heimsækja skólann. Nemendur verða við störf í verk- legum deildum og veita upplýs- ingar um kennslutæki og skýra gang þeirra. Gengið Almennt gengi LÍ 25. 02. 2000 kl. 9.15 Einina Kaup Sala Tollqenni Dollar 72,540 72,910 73,520 Pund 115,820 116,410 119,580 Kan. dollar 49,810 50,120 51,200 Dönsk kr. 9,6260 9,6790 9,7310 Norsk kr 8,8150 8,8630 8,9900 Sænsk kr. 8,4030 8,4500 8,5020 Fi. mark 12,0514 12,1238 12,1826 Fra. franki 10,9236 10,9893 11,0425 Belg. franki 1,7763 1,7869 1,7956 Sviss. franki 44,5400 44,7900 44,8900 Holl. gyilini 32,5153 32,7106 32,8692 Þýskt mark 36,6362 36,8564 37,0350 ít. líra 0,037010 0,03723 0,037410 Aust. sch. 5,2073 5,2386 5,2640 Port. escudo 0,3574 0,3596 0,3613 Spá. peseti 0,4307 0,4332 0,4353 Jap. yen 0,652400 0,65630 0,702000 írsktpund 90,982 91,528 91,972 SDR 97,320000 97,90000 99,940000 ECU 71,6542 72,0848 72,4300 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.