Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Page 7
Það er til fólk sem er hreinlega óþolandi og enginn fær gert við
því. Slíkir karakterar eru auðvitað misjafnlega óþolandi enda er
hægt að vera óþolandi á ólíklegustu sviðum. Hér er Fókuspróf
fyrir fólk sem velkist í vafa um hvort það sé óþolandi eða ekki.
■■ uj
1
Ertu með vasadiskó
hvert sem þú ferð og
syngur hástöfum meö?
Ertu ungpólitíkus?
2
Tekurðu börnin þín með í vinn-
una og brosir stolt(ur) meðan
þau stífla faxvélina, taka tölv-
urnar úr sambandi og klína hor
í föt samstarfsfélaga þinna?
3Færðu lánaðan pening á barnum
þótt þú eigir sjálf(ur) fullt af pen-
ingum og borgar aldrei aftur?
4
5
6
7
8
Hringirðu full(ur) I fólk á næturnar
og heldur ræðu um kvótakerfið?
Notarðu aldrei svitasprey
en gengur samt í sama
bolnum á hverjum degi?
Reynirðu sífellt að ná trúnaði
fólks til þess eins að æða
slúðrandi og hvíslandi um
með íbyggið blik! augunum?
Mætiröu í allar veislur
sem þú fréttir af án
þess að vera boðið?
10
11
12
13
14
15
16
Ertu samkeppnisfíkill og eignast enga vini á
vinnustaðnum því þú ætlar alltaf að gera bet-
ur en hinir og setur út á allt sem aðrir gera?
Baktalarðu eftir henti-
semi en brosir svo
framan í þá sömu með
silkimjúkri stimamýkt?
Segirðu bara .humm, pöh...“
þegar maki þinn vill eiga
rómantíska kvöldstund?
Lýgurðu að systur þinni í fjölskyldu-
boði aö maðurinn hennar hafi hald-
ið fram hjá henni og sé með lek-
anda og hlærð eins og vitleysingur
þegar hún ræðst á hann?
Skellirðu á vini þína ef þeir
hafa ekki tíma til að hitta þig?
Daðrarðu við alla sem þú hitt-
ir því þér finnst það smart og
hlærð meinlega ef fólki finnst
það vandræðalegt?
Eyðiröu sjötíu prósentum eða meira
af þínum frítíma á Kaffibarnum?
Sefurðu bara hjá frægu fólki og finnst
þú ósjálfrátt vera stórt númer sjálf(ur)
fyrir vikið þótt þú hafir aldrei gert
nokkurn skapaðan hlut sem þykir tíð-
indaverður?
Heyrist mikið skrjáf í popppokanum
þínum þegar þú ferð ! bíó?
Ferðu á kaffihús og gerir þér upp hósta þeg-
ar fólkið á næsta borði kveikir! sígarettu?
Attu aldrei sígarettu sjálf(ur)
en keðjureykir samt?
9
Borðarðu svo mikið af trefjaríkum
og hollum mat að þú rekur stans-
laust við og heldur bara áfram að
japla á rúgbrauöinu þínu meðan aðr-
ir I kringum þig missa matarlystina?
Rnnst þér þú ein(n) hafa vit á því hvað er
smart og hvað er púkó og hikar ekki við að
sýna vandlætingu þína þegar einstæð
þriggja barna móðir labbar fram hjá þér í
joggingbuxum og gamalli úlpu?
Gerirðu hvað sem er til að komast! fjöl-
miðla og lætur þig engu skipta þótt les- og
áhorfendur séu orðnir pakksaddir af þér?
26
Lestu frumsamin Ijóð eftir
sjálfa(n) þig I hvert skipti sem
einhver heimsækir þig?
Seturðu geislaspilarann ! botn og spilar
gömul diskólög nótt eftir nótt og kærir þig
kollótta(n) þegar nágrannarnir grátbiðja
þig um að hætta því?
31
Ertu kattaeigandi í fjölbýl-
ishúsi þar sem allir vilja
losna við köttinn þinn?
Ert þú einn af þeim sem yfirtekur
l útvarpsþætti þegar hlustendur
Steinþegirðu með fýlubros á vör alla virka
daga og samkjaftar ekki um helgar?
17
18
19
mega hringja inn og náðir hápunkti
lífs þín þegar þú úthúðaðir samkyn-
hneigðum í Þjóðarsálinni?
Ertu með landsbyggðarremb-
ing og álítur Vestfirðinga betur
gefna en annað fólk?
28
Notarðu orðið „list"!
þriðju hverri setningu?
Lemurðu flöl-
skylduna þína?
29
Ertu alltaf fruntalegur á veitinga-
húsum, jafnvel þótt þjónustan sé
þrýðileg og maturinn góður?
0-0: Þú ert algjör geðlufsa sem þorir ekki að
æmta né skræmta af ótta við að fara í taugarnar
á öðrum. Það er allt I lagi að vera óþolandi ann-
að slagið enda eiga allir sllkar stundir. Taktu þér
tak og ræktaðu leiðindapúkann í þér.
1-10: Þú veist að það er fínt kikk að vera óþol-
andi öðru hverju og nýtur þess í tætlur þegar þú
leyfir þér það. Innst inni skammastu þ!n fyrir
hegðunina en glottir samt við tilhugsunina að
enginn er fullkominn. Þér tekst samt ekki að vera
óþolandi til lengdar enda er það frekar uppátæki
hjá þér en persónueinkenni.
10-20: Þú getur verið hreinasta pina en fólk fýr-
irgefur þér það af því aö þú átt þínar góðu hliðar
lika þótt það grilli æ sjaldnar í þær. Þö væri þér
hollast að hemja leiðindin því annars er hætt við
að þú eigir enga vini eftir smátíma ef þaö er ekki
byrjað að grynnka á vinahópnum nú þegar. Þér
finnst kannski einum of gaman að vera óþolandi
en reyndu að breyta til og þykja meira gaman að
vera skemmtilegur. Það er öllum fyrir bestu.
20-31: Þú ert herra eöa frú óþolandi og engum
bjóðandi að vera i þ!num félagsskap lengur en í
þrjár mínútur. Eiginlega er leit að jafn óþolandi
manneskju og þér. Þess vegna ættir þú að leita
til geðlæknis sem hefur úthald í að sitja yfir þér í
klukkutíma á viku. Líklega er þér ekki viðbjarg-
andi en reyndu samt því annars er hætt við að þú
verðir myndskreyting við orðið óþolandi í orðabók.