Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Síða 2
16 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 25 Sport Sport Stoke City vann góðan útisigur á Oldham í 2. deild ensku knattspyrnunnar í gærkvöld. Úrslit í öðrum leikjum urðu þessi í 2. deild: Cambridge-Bury 3-0, Bristol Rovers-Reading 0-1, Wigan-Preston 0-1 og leik Gillingham og Cardiff frestað. Stoke er sem stendur í 7. sæti 2. deildar með 67 stig en Gillingham er í 6. sætinu með 68 stig og á tvo leiki til góða á Stoke City. í 1. deild voru tveir leikir á dagskrá. Port Vale og Charlton gerðu jafntefli, 2-2, og jafntefli varð einnig niðurstaðan hjá WBA og fpswich, 1-1. Ronaldo er óðum að ná sér af meiðsl- um í hné en hann hefur ekkert leikið með Inter í fjóra mánuði. Nú eru allar líkur á þvi að hann verði með í úrslita- leiknum í bikarkeppninni þegar Inter mætir Lazio í næstu viku. Norðmaðurinn Ole Martin Aarst er sagður á leiðinni frá belgíska liðinu Ghent til Tottenham eftir að tímabil- inu lýkur 1 vor. Aarst hefur leikið mjög vel í vetur og er markahæstur í belgísku deildinni með 24 mörk I 29 leikjum. Rivaldo, knattspyrnumaður ársins, segist ekki hafa áhuga að leika fyrir Manchester United ef honum byðist. Hann segist viss um að bestu deildirn- ar í heiminum séu á Spáni og á Ítalíu. Rivaldo er samningsbundinn Barcelona til ársins 2003. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, var ekki mjög ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Real Madrid í gærkvöld. Þetta er lélegasti Ieikur okkar á stórmóti í áraraðir og Mark Bosnich bjargaði okkur algjörlega í þessum leik,“ sagði Ferguson eftir leikinn. Falur Harðarson komst ekki á blað þegar Honka tryggði sér oddaleik gegn Huima í átta liða úrslitum finnsku deildarinnar í fyrrakvöld en Helgi Jónas Guófinnsson skoraði 16 stig sama kvöld í 71-57 útisigri Antwerpen á Brussel í belgísku deildinni en Antwerpen er þar f 2. sæti. Helgi hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. -SK/ÓÓJ EPSON OEILOIIM í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppninnar í körfubolta er ekki lið frá Reykjanesbæ í úrslitum því annaðhvort Njarðvík eða Keflavík höfðu verið í úrslitum íslandsmótsins samfellt frá 1984. Friðriki Inga Rúnarssyni mistókst að koma liði sínu í lokaúrslitin um íslandsmeistaratitilinn sjötta árið í röð en hann hafði farið með Grindavík 1995-1997 og Njarðvík 1998-1999 í úrslitaleikina. -ÓÓJ NBA-DEILDIN Úrslit leikja í nótt: Washington-New Jersey . .102-93 Whitney 18, Howard 16, Williams 15 - Van Horn 24, marbury 13, Gill 10. Charlotte-Boston .......112-105 Mason 27, Coleman 25, Jones 25 - Anderson 23, Walker 22, Pierce 18. Miami-Cleveland .........111-85 Mashbum 17, Mouming 15, Haidaway 14 - Person 14, Boykins 12, Kemp 10. Orlando-San Antonio .... 107-97 Amaechi 24, Armstrong 23, Atkins 16 - Robinson 30, Daniels 14, Duncan 13. Milwaukee-Chicago.........92-73 Cassell 19, Allen 18, Robinson 14 - Brand 18, Artest 16, Carr 11. Minnesota-Atlanta.........86-76 Garnett 18, Smith 18, Avery 13 - Jackson 13, Terry 11, Ellis 10. Toronto-Detroit .........104-88 McGrady 28, Carter 24, Curry 14 - Hill 32, Stackhouse 28, Moore 12. Dallas-Sacramento.......105-102 Finley 38, Strickiand 21, Nowitzki 13 - Williamson 20, Divac 16, Delk 14. Seattle-Denver...........106-93 Gránt 26, Payton 21, Barry 15 - McCloud 28, McDyess 17, Posey 13. LA Clippers-Utah Jazz . . . 93-103 Anderson 20, Olowokandi 16, Taylor 16 - Malone 34, Russell 18, Stockton 12. Phoenix-LA Lakers.........83-84 Hardaway 23, Robinson 20, Johnson 14 - O'Neal 32, Horry 11, Harper 10. Vancouver-Houston .... 102-100 Bibby 27, Rahim 21, Dickerson 19 - Francis 30, Mobley 18, Cato 16. Brenton tryggði Grindavík sæti í úrslitum: Síðasta sekúndan - réð úrslitum í háspennuleik Grindvíkingar rétt sluppu með sig- ur gegn Haukum í hádramatiskum leik í Strandgötunni í gær, þar sem ekki var mikið um áferðafallegan körfubolta en mikið um baráttu og spennu. Gestirnir tryggðu sér sigur á síðustu sekúndubrotum leiksins og lauk leiknum 56-59. „Þetta var mjög athyglisverður leik- ur, við vissum að úrslitin myndu ráð- ast á síðustu stundu því við vorum að leika gegn mjög góðu liði. Leikurinn hefði getað farið á hvorn veginn sem er,“ sagði Brenton Birmingham eftir leik, en hann skoraði einmitt sigur- körfuna þýðingarmiklu. „Mér hefur ekki gengið vel á þess- um velli í tvö ár, eins hefur liðið mitt átt í miklum erfiðleikum að hitta körf- una hér, en í kvöld tókst okkur að spila góðan varnarleik og varna því að þeir gæfu í og ynnu leikinn. Góö forysta Hauka í hálfleik Staðan í hálfleik var 28-21 og litu málin ekki vel út fyrir gestina frá Grindavík. Haukar voru hins vegar að spila ágætan leik og höfðu undirtökin nærri allan fyrri hálfleik. Bestir í liði Hauka voru Jón Arnar og Sigfús, þó svo að sá fyrmefndi þyrfti nokkur skot á körfu til að koma sér í gang. f þeim síðari hins vegar var greini- legt að Grindvíkingar ætluðu sér ekki svo glatt að gefa frá sér sigurinn. Strax eftir þriggja mínútna leik náðu þeir að jafna leikinn og stuttu síðar að vinna sér inn sex stiga forskot. Brent- on Birmingham var allur að koma til eftir slakan fyrri hálfleik og var fyrir- liðinn, Pétur Guðmundsson, einnig grimmur á vellinum. Leikurinn í járnum Haukarnir gáfust þó ekki upp og var það mestmegnis Jóni Amari að þakka að þeir héldu í við gestina. Lyk- ilmenn eins og Guðmundur Bragason og Marel Guðlaugsson voru ekki að leika sinn besta leik og sér þá vem- lega á Haukaliðinu. Sóknarleikur Hauka var ekki góður og um miðbik síðari hálfleiks kom afar slæmur kafli þar sem ekkert stig var skorað á rúm- um sex mínútum. T0 að bæta fyrir þennan slæma kafla tóku þeir góða rispu og tókst að jafna leikinn á rúmum tveim mínút- um. Þrjár mínútur voru þá til leiksloka og var leikurinn þá í járnum þar til gestirnir héldu í sókn í stöð- unni 56-56 og aðeins 15 sekúndur til leiksloka. Með góðri leikfléttu sem lauk með sendingu frá Pétri á Brenton sem stóð einn og óvaldaður undir körf- unni tókst títtnefndum Brenton að skora sigurkörfuna. Að launum fékk hann svo vítakast sem hann var ekki í vandræðum með að nýta sér. Bestur í liði Grindvíkinga var Alexander Ermolinskij sem var eins og klettur í vörninni og skoraði þýðingarmikil stig á þeim tíma sem liðið þurfti sem mest á að halda. -esá KR-ingar fjólmenntu i Njarövík og studdu frábærlega viö bakiö á sínum mönnum i Ljónagryfjunni. DV-mynd E. Ól. - KR-vörnin hélt Njarðvík í 55 stigum ■ Sw i Brothættir og vantaði trúna Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, var ekki eins sáttur en bar höfuðið hátt engu að síður. „Við vorum brothættir í þessum leik og náðum okkur aldrei á strik. Það var eins og það vantaði trúna og svo var allt sem heitir samkennd og samstaða ekki til staðar. Þeir spiluðu fast og fengu að komast upp með það. Það er alltaf verið að tala um hversu miklum meiðslum þeir hafa lent í en aldrei minnst á meiðslin hjá okkur, þar sem margir menn hafa verið meiddir upp á síðkastið. Við höfum aldrei verið að væla í fjölmiðlum heldur bara bitið á jaxlinn. Við vorum ekki nógu sterkir á svellinu í kvöld og verðum bara að taka þessu þó þetta séu mikil vonbrigði þar sem við ætluðum okkur lengra. Það kemur dagur eftir þennan dag og við mætum tvíefldir næst. Ég óska KR-ingum bara til hamingju og það er mjög jákvætt að lið úr Reykjavík skuli spila til úrslita þetta árið og vonandi verður það til þess að vekja upp áhuga á því svæði,“ sagði Friðrik. -BG KR vann sætan sigur á Njarðvíking- um, 55-78, i Njarðvík i gærkvöldi þegar liðin mættust í hreinum oddaleik um hvort liðið færi áfram i úrslit ísland- mótsins. Leikurinn var mjög fast spilað- ur allan tímann og voru KR-ingar greini- lega tilbúnir í þennan leik. Þeir spiluðu hörkuvörn í 40 mínútur og eru ekki mörg lið sem fara til Njarðvíkur og fá á sig einungis 55 stig. 14 stig frá KR í röö KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur og náðu að skora 14 stig í röð í upphafi leiks og voru þar með búnir að ná und- irtökunum sem skiptir miklu máli í leik eins og þessum. Vömin var aðdáunar- verð og gekk lítið hjá heimamönnum að skora. KR-ingar spiluðu eins fast og dómaramir leyfðu og nýttu sér það hversu mikil harka var leyfð. Keith Vassell var nánast óstöðvandi í fyrri háifleik og gerði 17 stig á meðan hittni Njarðvíkinga var í algjöru lágmarki. Sem dæmi um hittni þeirra hittu þeir aðeins úr 6 vítaskotum af 15 tilraunum. Njarðvíkingar reyndu að breyta um leik- aðferð og fóru í svæðisvöm. Það tók KR- inga 5 mínútur að skora á móti þeirri vöm en þeir héldu sér á floti á meðan með því að stoppa sóknir Njarðvíkur á sínum v£illarhelmingi. Þegar KR fann svar við svæðisvöm- inni prófuðu Njarðvíkingar að pressa allan völl en KR átti í engum vandræð- um með þá vöm. Þegar flautað var til hálfleiks hafði KR 13 stiga forskot, 24-37. Munurinn niöur í sjö stig Njarðvíkingar spiluðu betur eftir hlé og fundu leiöir til að skora á móti vörn KR-inga og náðu að minnka muninn í 7 stig og nóg eftir af leiknum. Þá komu gestimir með þrjár 3ja stiga körfur í röð og munurinn kominn í 16 stig. Njarðvík- ingar gerðu allt sem þeir gátu en ailtaf voru KR-ingar með svör á reiðum hönd- um og stað þess að Njarðvík næði að minnka muninn tóku KR-ingar sig til og juku hann. Þegar lokaflautið gall var 25 stiga sigur gestanna staðreynd og þeir vel að honum komnir. Liösvörnin frábær Þessi sigur KR-inga verður að teljast sigur liðsheildarinnar þar sem liðsvörn- in var frábær. Keith Vassell var at- kvæðamestur í stigaskorinu en allir 10 leikmenn liðsins komust á blað. Ingi Steinþórsson, þjáffari KR, spilaði á öll- um sínum mönnum, í báðum háifleikun- um, enda breidd liðsins ótrúlega góð. Hjá Njarðvík var fátt um fína drætti og enginn sem stendur upp úr. Liðið hrein- lega mætti ofjörlum sínum á þessu kvöldi og dagsformið var KR-inga. Leik- menn gáfu ailt í þetta en hlutimir tókust ekki að þessu sinni. Ýmislegt hefur gengið á í þeirra herbúðum og þeim var ekki ætlað að vinna þetta árið. Ingi Steinþórsson, þjálfari KR, var sáttur við líflð og tilveruna að leikslokum. „Við náðum mikilli stemningu fyrir þennan leik og ætluðum okkur áfram. Við kláruðum dæmið og ég er stoltur af strákunum. Vömin hjá okkur var lykillinn að þessum sigri og ekki oft sem maður fær bara 55 stig á sig í þessu húsi. Ég setti unga og fljóta stráka á Teit, sem er þeirra lykilmaður, og ég vissi að hann var orðinn þreyttur. Hann er að spila í um 35 mínútur í leik og í svona rimmu, þegar leikið er annan hvern dag, þá hlýtur eitthvað að gefa eftir. í sókninni gekk boltinn vel en eins og ég segi þá var það vömin sem vann þennan leik. Dómaramir gerðu sín mistök en svona er það nú bara og menn ^ - verða aö taka því,“ sagði Ingi. Með breiðari hóp en Grindavík En hvemig líst honum á Grindavík sem mótherja sína í úrslitum? „Mér líst mjög vel á það að fá Grindavík. Við höfum miklu breiðari hóp en þeir og spilum á miklu fleiri mönnum í hverjum leik. Þeir eru að spila mikið á sömu mönnunum alla leiki og t.d. fær Brenton aldrei hvild. Þetta höfum við fram yflr þá og sérstaklega ef það kemur til 5. leiks þá höfum við þetta,“ sagði Ingi að lokum. -BG 4*: NBA-deildin: 0’Neal best- ur í mars Shaquille O’Neal, leikmaður Los Angeles Lakers, var í gær útnefndur leikmaður mars- mánaðar í NBA-deildinni í körfuknattleik. Þetta kom fáum á óvart því kappinn hefur að undanförnu verið hreint óstöðvandi með liði sínu sem státar af langbesta árangrinum í deildinni í vetur. Shaq skor- aði að jafnaði 33 stig í leik í mánuðinum og tók 15,3 fráköst. Þetta var í þriðja skiptið í vetur sem hann hlýtur þessa viðurkenningu. Menn vestra eru á einu máli um að Shaq sé að leika sitt besta tímabil í deildinni. -JKS Nýtt varnarmet í Ljónagryfjunni KR-ingar héldu Njarðvíkursókninni í 55 stigum í f jónagryfjunni í Njarðvík í gær en Njarðvík hefur aldrei skorað jafnfá stig í leik síðan að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Það eru tæp 15 ár síðan Njarðvík náði ekki að fylla upp i 60 stigin á heimavelli, eða þegar Keflavík hélt nágrönnum sínum í 57 stigum 22. nóvember 1985. -ÓÓJ Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu: United og Bayern standa vel að vígi Manchester United og Bayem Múnchen standa vel að vígi eftir fyrri leikina gegn andstæðingum sfnum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Manchester United náði jöfnu gegn Real Madrid á Spáni í markalausum leik og áttu bæði lið möguleika á að stela sigrinum. Dwight Yorke skoraði mark fyrir United sem dæmt var af vegna rangstöðu á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. United á heimaleikinn eftir á Old Trafford og möguleikar Evrópumeistaranna eru óneitanlega meiri. Bayem náði að jafna metin á heimavelli Porto og stendur vel að vígi með heimaleikinn til góða eftir hálfan mánuð. Jardel náði forystunni fyrir Porto á 47. mínútu en tíu mínútum fyrir leikslok tókst Sergio að jaftia eftir góða aukaspyrnu Steffans Effenbergs. Fernendo Santos, þjálfari Porto, var ekki sáttur í leikslok. „Ég vorkenni mínum mönnum og þeir áttu svo sannarlega skilið að sigra í þessum leik,“ sagði Santos eftir leikinn. í kvöld leika Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge og Valencia og Lazio á Spáni. •óK Þú gælir verið á leið i Njarðvík (24) 55 - KR (37) 78 7-4, 7-18, 14-18, 16-25, 20-29, 21-33, 22-37, (24-37), 32-29, 34-41, 36-50, 40-52, 40-58, 44-62, 46-70, 49-72, 51-78, 53-78. 2 ■): i Riley Inge Logi Gunnarsson Teitur Örlygsson Páll Kristinsson Friðrik Stefánsson Hermann Hauksson Fráköst: Njarðvík 31, KR 47. 3ja stiga: Njarövík 25/6, KR 26/7. Dómarar (1-10): Helgi Bragason og Kristinn Albertsson (4). Gceði leiks (1-10): 8. Keith Vassell Jónatan Bow Jesper Sörensen Ólafur Jón Ormsson Jón Amór Stefánsson 8 Víti: Njarðvik 23/11, KR 20/17. Áhorfendur: 850. Arnar Kárason Jakob Sigurðarson Steinar Kaldal Magni Hafsteinsson Guðmundur Magnússon 2 Grindvíkingarnir Pétur Guðmundsson og Bjarni Magnússon fagna hér að ofan sigri á Haukum í Strandgötu í gær og um leið sæti í úrslitaeinvíginu við KF). DV-mynd Hilmar Þór Maöur leiksins: Keith Vassell, KR. ■ ■ Maður leiksins: Alexander Ermolinskij, Grindavík. Haukar(28) 56 > Grindavík (21) 59 0-1, 5-3, 10-5, 15-11, 18-14, 18-20, 20-26, (28-21), 28-28, 30-36, 40-39, 4(M8, 48-50, 53-53, 54-56, 56-56, 56-59. # Sigfús Gizurarson Jón A. Ingvarsson Stais Boseman Marel Guðlaugsson Guðmundur Bragason Ingvar Guðjónsson Fráköst: Haukar 30, Grindavík 30. 3ja stiga: Haukar 7/18, Grindavík 8/22 Dómarar (1-10): Jón Bender og Kristinn Albertsson (7). Gceði leiks (1-10): 5. Brenton Birmingham 16 Pétur Guömundsson 11 A. Ermolinsku 10 Bergur Hinriksson 10 Dagur Þórisson 6 Sævar Garðarsson 3 Guðlaugur Eyjólfsson 1 Víti: Haukar Grindavík 5/11 Áhorfendur: 600. 12/16, Taktu þátt í skemmtíiegum leik! Hlustaðu á Bylgjuna og lestu smáauglýsingar DV Taktu þátt í skemmtilegum leik með Bylgjunni og DV og þú gætir verið á leið í vikufrí með fjölskylduna í boði Samvinnuferða-Landsýnar. Hlustaðu á framhaldssmásöguna um DavíðVilberg í morgunþætti Ivars Guðmundssonar á Bylgjunni á hverjum morgni. Svarið við spurningunni finnur þú í smáauglýsingum DV. Leikurinn er léttur og skemmtilegur. Þú safnar a.m.k. 7 réttum svörum og sendir til DV fyrir 12. apríl og kemst í pott þar sem möguleiki er á að vinna glæsilega vikuferð í sumarhús í Hollandi í boði Samvinnuferða-Landsýnar. Einnig eru í boði 10 skemmtilegir vinningar á dag til þeirra sem hringja með rétt svar til Bylgjunnar kl. 14.30. Útsendingasími Bylgjunnar er 567 SBBjægteg Í‘i 'f '.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.