Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 2
18
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
Sport
____$
Sport
Kristján Helgason á HM í Snóker:
2-7 undir gegn Lee
Kristján Helgason snókerspilari er
2-7 undir gegn Englendingnum
Stephen Lee eftir fyrstu niu
rammanna í leik þeirra í 32 manna
úrslitum á heimsmeistaramótinu í
snóker sem fram fer i Sheffield á
Bretlandi en viðureign þeirra heldur
áfram í dag.
Kristján náði að enda vel í
gærkvöld og vann síðasta rammann,
83-1, en hann hafði þá tapað fimm
römmum í röð eftir að hafa unnið
þriðja rammann, 92-32.
Þeir Kristján og Lee hefja leik að
nýju klukkan hálftvö að íslenskum
tíma í dag en sá kemst áfram í 16
manna úrslit sem fyrr vinnur tíu
ramma í þessum leik. -ÓÓJ
NBA-DEILDIN
Úrslitin í nótt
Washington-Boston .......114-81
Whitney 25, King 12, Howard 12 -
Fortson 17, Pierce 16, Anderson 15.
New York-Detroit ........100-88
Houston 29, Sprewell 16, Thomas 14 -
Stackhouse 24, Moore 14, Crotty 12.
Atlanta-New Jersey .... 111-109
Ellis 16, Terry 16, Jackson 15 -
Van Horn 24, Harris 22, Perry 20.
Cleveland-Charlotte......88-103
Sura 20, Miller 16, Kemp 15 -
Wesley 23, Coleman 21, Mason 16.
Miami-Toronto .............97-73
Carter 17, Mashbum 16, Mouming 10 -
Carter 17, McGrady 15, Brown 10.
Chicago-Philadelphia ......89-93
Brand 26, Anstey 17, Benjamin 12 -
Snow 20, Kukoc 18, Lynch 16.
Dallas-L.A.Lakers ......112-102
Finiey 25, Nash 23, Cebellos 21 -
O'Neal 38, Bryant 16, Rice 15.
Denver-Utah ............105-104
LaFrentz 32, Gatling 19, Van Exel 15 -
Padgett 13, Giliiam 12, Vaughn 12.
Phoenix-Houston..........98-107
Robinson 20, Hardaway 20, Livin^ton 19-
Anderson 35, Francis 27, Mobley 24.
L.A. Clippers-Portland . . .100-116
Nesby 20, Anderson 20, Odom 15 -
Smith 24, Pippen 18, Grant 15.
Sacramento-Seattle......112-119
Webber 23, Williams 23, Stojakovic 20 -
Payton 33, Vin Baker 23, Lewis 22.
Úrslitin í fyrrinótt
Orlando-Milwaukee........83-85
Atkins 18, Garrity 15, Armstonrg 14,
Maercer 13 - Thomas 21, Casseil 19,
Allen 12.
Philadelphia-Indiana.....90-92
Iverson 24, Lynch 16, Hill 12 (14 frák.),
Snow 12 (12 stoðs.) - Mullin 21, Rose
20, Smits 16, Croshere 14.
San Antonio-Vancouver . . 100-93
Robinson 27, Johnson 24, Danieis 12 -
Dickerson 29, Abdur-Rahim 27.
Golden State-Minnesota . . 96-101
Hughes 33, Davis 13, Cummings 12 -
Brandon 21, Smith 14, Garnett 13,
Sealy 13.
Þaó var misjafnt gengiö hjá liðum
Barcelona í gærkvöld því ísraelska lið-
ið Maccabi Tel Aviv sló Barcelona út
úr fjögurra liða úrslitum Evrópu-
keppninnar í körfubolta með 65-51
sigri í Thessaloniki á Grikklandi.
Maccabi-liöið mætir gríska liðinu
Panathinaikos í úrslitum á fimmtudag
en Grikkirnir unnu 81-71 sigur á
tyrkneska liðinu Efes Pilsen í troð-
fullri 7000 manna höll.
Dennis Irwin leikur ellefta tímabilið í
röð á Old Traford eflir að hann gerði
nýjan árs samning við Manchester
United í gær. Irwin, sem er 34 ára, hef-
ur leikið meira en 350 leiki fyrir félag-
ið frá því að hann kom þangað frá Old-
ham í júní 1990 auk þess að leika 50
landsleiki fyrir írska landsliðiö.
Charles Barkley verður með Houston
á ný í kvöld í lokaleik liðsins gegn
Vancouver í NBA-deildinni í körfu-
bolta. Barkley er að leika sitt 16. og
síðasta tímabil i deildinni en hefur
ekkert veriö með Rockets síðan 8. des-
ember er hann reif vöðvafestingu í
læri. Barkley segist ætla að enda feril-
inn á sínum forsendum og því ætlar
hann að spila þennan lokaleik Hou-
ston í vetur þar sem liðið kemst ekki
í úrslitakeppnina í ár. -ÓÓJ
Sebastian, fyrirliði Fram:
Héldum út
„Það var ánægjulegt að geta
klárað 60 mínútur án þess að
missa niður forskot. Við höfum
alltaf verið að missa niöur
minna og minna forskot svo það
hlaut að koma að því að við
héldum út,“ sagði Sebastian
Alexandersson, markvörður og
fyrirliði Fram.
„Vörnin á stóran þátt í
sigrinum en hún var mjög öflug.
Þessi leikur segir hins vegar
ekkert um hvemig framhaldið
verður. Leikurinn á
flmmtudaginn verður örugglega
mjög erflður og Haukarnir
koma vitlausir til leiks eftir
útreiðina hér. Baráttan heldur
áfram og nú verðum við bara að
koma okkur niður á jörðina
fyrir næsta leik. Ég spái því hins
vegar enn að þetta fari í fimm
leiki.“ -HI
Einn nýliði
Þrír borðtennismenn hafa ver-
ið valdir til að keppa fyrir ís-
lands hönd á Evrópumóti A-
landsliða sem fram fer í Bremen
f Þýskalandi. Mótið hefst á föstu-
daginn langa og því lýkur þann
29. apríl.
íslenska liðið skipa þeir Adam
Harðarson, Guðmundur E. Steph-
ensen og Sigurður Jónsson. Þjálf-
ari liðsins er Kínverjinn Hu Dao
Ben.
ísland keppir í sterkum riðli á
mótinu en með íslandi í riöli
verða ísrael, Litháen, Malta og ír-
land. Tvær efstu þjóðimar kom-
ast áfram og upp úr hverjum
riðli. Ljóst er að róðurinn verður
erfiður íslenska liðinu en góður
árangur liðsins á HM í Malasíu í
febrúar sl. gefur fyrirheit um
góðan árangur á mótinu.
Ein breyting var gerð á ís-
lenska liðinu. Sigurður Jónsson
var valinn nú í stað Markúsar
Árnasonar sem lék á HM i
Malasíu en hann kemst ekki með
liðinu til Þýskalands vegna anna
í námi. -SK
Barcelona og Valencia í undanúrslit meistaradeildarinnar:
Fram vann tíu marka sigur í fyrsta leik um titilinn í handbolta
Tvö spænsk lið, Barcelona og Val-
encia, komust áfram í undanúrslit
Meistaradeildar Evrópu í gær og munu
mætast en í kvöld fara seinni tveir
leikirnir fram.
Barcelona vann Chelsea, 5-1, í fram-
lengdum og dramatískum leik en
Börsungar voru yfir, 3-1, líkt og Chel-
sea í fyrri leiknum en skoruðu tvö
mörk í framlengingunni og urðu auk
þess manni fleiri eftir að Celestine
Babarayo var rekinn út af um leið og
hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu
fyrir að brjóta á Luis Figo í upphafi
framlengingar.
Börsungar byrjuðu leikinn vel og
Rivaldo og Luis Figo komu þeim yfir í
fyrri hálfleik en þögn sló á leikvanginn
þegar Tore Andre Flo minnkaði mun-
inn eftir mistök markvarðar Barca.
Sjö mínútum fyrir leikslok náöi
Dani að koma Barcelona í 3-1 og þar
með jafna stöðu innbyrðis við Chelsea.
Rivaldo fékk tækifæri til að tryggja
sínu liði undanúrslitasætið fimm min-
útum fyrir leikslok en skaut þá fram
hjá úr víti en skoraði síöan af öryggi
úr fyrrnefndu víti í framlengingunni.
Patrick Kluivert innsiglaði síðan sig-
urinn með fimmta markinu.
Gianluca Vialli, þjálfari Chelsea,
sagði að það hefði orðið liðinu að falli
að hugsa of mikið um að verjast í fyrri
hálfleik en þrátt fyrir að hann og leik-
mennirnir væru svekktir gætu þeir
ekki verið annað en stoltir af að hafa
veitt einu besta liði keppninnar verð-
uga keppni.
16 horn gegn einu ■*
Valencia gat leyft sér aö tapa, 0-1,
fyrir Lazio í Róm, þökk sé 5-2 sigri í
fyrri leiknum. Juan Veron skoraði
eina mark Lazio sem hafði yfirburði í
leiknum og fékk 16 horn gegn einu en
leikmenn Rómarliðsins náðu ekki að
ógna vörn Spánverjanna að ráði, fyrir
utan tvö góð færi auk marksins. -ÓÓJ
Patrick Kluivert
innsiglaöi 5-1 sigur
Barcelona á
Chelsea. Hér er
hann í baráttu í
leiknum í gær.
Leikmenn Chelsea fögnuöu gríðarlega þegar Tore Andre Flo minnkaöi muninn í 1-2 á Nou Camp í Barcelona
gær og kom Chelsea í 4-3 í innbyrðisviöureignum en þrjú mörk Börsunga tryggöu þá áfram í undanúrslit.
annað stærsta tapið í lokaúrslitum úrslitakeppninnar í handbolta er Fram vann, 30-20, í Safamýri
Framarar sýndu allar sínar bestu hliðar þeg-
ar þeir lögðu arfaslaka Hauka með tíu marka
mun, 30-20, á heimavelli sínum í Safamýrinni í
gær en þetta er annar stærsti sigur liðs í lokaúr-
slitunum um íslandsmeistarabikarinn. Framar-
ar höfðu undirtökin frá byrjun og virðast ekki
árennilegir í þeim átökum um íslandsmeistara-
titilinn sem fram undan eru.
Ljóst hvert stefndi í byrjun
Framarar byrjuðu leikinn strax betur og var
snemma ljóst hvert stefndi. Haukarnir virtust
sakna Óskars Ármannssonar töluvert því lítil
yfírvegun var í sókninni. Yfirleitt var reynt að
skjóta úr vonlausum færum úr hominu eða yfir
hávaxna Framvömina og þegar þeir fengu opin
færi var Sebastian oft réttur maður á réttum
stað. Framarar léku hins vegar skynsamlega í
sókninni, biðu færis og nýttu þau vel en þó ber
þess að geta að markverðir Hauka náðu sér eng-
an veginn á strik. Munurinn jókst því jafnt og
þétt og þó að Haukar næöu að minnka muninn
í 11-9 þegar rúmar tvær mínútur vom eftir virt-
ust þeir einhvem veginn aldrei líklegir til að
ógna Fram. í leikhléi munaði þremur mörkum
og skoraði Gunnar Berg Viktorsson siðasta
markið í hálfleiknum á
lokasekúndunum eftir
að stillt hafði verið upp
í aukakast fyrir hann.
Gunanr Berg fór mik-
inn i fyrri hálfleiknum og skoraði þá fimm
mörk.
í síðari hálfleiknum hertu Framarar enn tök-
in en margir biðu þó spenntir eftir því hvort
þeir myndu missa niður forskotið eins og þeim
hefur verið tamt að gera. En nú féllu þeir ekki í
þá gildru heldur virtust þeir eflast eftir því sem
leið á leikinn og fundu Haukar aldrei svar við
stórleik þeirra. Sami vandræðagangurinn var
hjá þeim bæði í sókninni og í markvörslunni og
virtust þeir hreinlega ekki vera tilbúnir í þessi
átök. Framarar náðu níu marka forskoti þegar
rúmar fimm mínútur voru eftir og þá voru úr-
slitin löngu ráðin og bæði lið létu varamenn
spreyta sig á lokamínútunum.
Framarar voru geysisterkir í þessum leik og
ef þeir halda svona áfram er ekki að spyrja að
leikslokum. Liðsheildin öll var mjög öflug hjá
Fram. Sebastian varði mjög vel í markin, Gunn-
ar Berg og Kenneth Ellertsen léku vel í sókn-
inni, sem og Björgvin og Njörður. Þá má ekki
gleyma frammistöðu Olegs Titov í vörninni sem
var mjög mikilvæg.
Ekki steinn yfir steini hjá Haukum
Það stóö varla steinn yfir steini hjá Haukum
allan tímann og verða þeir að taka sig verulega
saman í andlitinu ef þeir ætla sér að vinna leik
í þessari rimmu. Það var helst Petr Bamruk sem
lét eitthvað að sér kveða en aðrir voru langt frá
sínu besta. Liöið virtist sakna Óskars Ármanns-
sonar sárt en hann kom ekki inn á í leiknum
þrátt fyrir að vera á leikskýrslu og sem dæmi
um vandræðaganginn reyndu þeir fjóra mis-
munandi menn á miðjunni. Þeir geta leikið mun
betur en þeir gerðu í þessum leik. -HI
Kýnntái^verðaThýjustu i rannlsóknir, íj landbúnaði
nýj u n g a rtT, ve I um*OHgJ t æ kj umKTíf i ð, í; s ve i t i n nífo ,f I
Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka:
Umsjón efnis:
Arndís Þorgeirsdóttir,
sími 550 5823.
Umsjón auglýsinga:
Selma Rut Magnúsdóttir,
sími 550 5720,
netfang: srm@ff.is
Skoraði meðan
markvörðurinn meig
Guðmundur Karlsson, þjáifari Hauka, var ekki sáttur eftir leikinn. „Þetta
er lélegasti leikur okkar frá áramótum og við virtumst hreinlega ekki hafa
trú á verkefninu þegar á reyndi og á móti blés.“ Guðmundur sagði að vissu-
lega hefði liðið saknað Óskars Ármannssonar. „Það afsakar hins vegar ekki
að menn séu með tómt bull í gangi sókn eftir sókn og hlaupa siðan ekki aft-
ur í vörnina þegar bolta er glatað. Það sama má segja um markvörsluna,
þeir tóku ekki þau skot sem þeir áttu að taka og fóru ekki í hornin sín. Það
er eins og að hugarfarið hafi ekki verið í lagi en við erum mun betri held-
ur en við sýndum í þessum leik. Við þurfum nú að nota tímann til að finna
lausnir til að sigrast á Fram-liðinu. Við erum ekki hættir." -HI
2-0, 3-2, 7-3, 8-5, 11-6, 11-9 (13-10), 16-11, 17-13, 20-14, 22-15, 23-17,
27-18, 30-19, 30-20.
MW Kenneth Ellertsen 7/5, Gunnar Berg Viktorsson 6/1,
By Guðmundur Helgi Pálsson 4, Björgvin Þór Björgvinsson 3,
Njörður Ámason 3, Róbert Gunnarsson 3, Guðjón Drengsson
2, Vilhelm Bergsveinsson 2.
Varin skot: Sebastian Alexandersson 18/1.
Brottvísanir: 8 mínútur. Vitanýting: Skorað úr 6 af 6.
Athugið að síðasti
skiladagur auglýsinga er
föstudagurinn 28. apríl.
Netfang auglýsingad.
auglysingar@ff.is
Bréfsími: 550 5727
Sá einstæði atburður átti sér stað, í fyrstu umferð
norsku bikarkeppninnar, að sigurmarkið var skorað
meðan markvörðurinn var að létta á sér eftir leikhlé.
Atvikið átti sér stað í leik þriðju deildar liðanna,
Sumadal og Sunndal, síðastliðinn sunnudag. Eftir
venjulegan leiktíma var staða 0-0 og því þurfti að
framlengja leikinn. í leikhléi framlengingarinnar var svo
komið að markvörður Sumadal, Olav Káre Fiske, gat
ekki lengur beðið með að kasta af sér vatni.
Dómarinn flautaði leikinn á að nýju meðan Fiske stóð
við marksúlu sína og meig. Þetta sáu andstæðingamir og
nýttu sér með því að senda boltann I autt markið. Það
þarf ekki að taka það fram að leikmenn Sumadal undu
úrslitunum illa og létu dómarann bæði heyra og finna
fyrir óánægju sinni. -GÞÖ
Áhorfendur: 700
Gœði leiks (1-10): 6.
Dómarar (1-10): Anton Pálsson og
Hlynur Leifsson (6).
Næststærsti sigurinn
Aðeins einu sinni áður hefur lið
unnið stærri sigur en tíu marka
sigur Fram, 30-20, á Haukum í
gær, í úrslitarimmu úrslita-
keppninnar frá 1992, en Valsmenn
unnu FH-inga með 12 marka mun
í fyrsta leik 1993, 31-19, og unnu
loks einmvigið 3-1. -ÓÓJ
Fimm heimasigrar
Framarar stöðvuðu þriggja
leikja sigurgöngu Hauka á
útivelli í gær. Haukar náðu
þannig aðeins að jafna metið í
úrslitakeppninni en Framarar
unnu aftur á móti sinn fimmta
heimaleik í röð í
úrslitakeppninni. -ÓÓJ
Kjetil Ellertsen 4/2, Petr Baumruk 3, Gylfi Gylfason 3,
'wMW Aliaksandr Shamkuts 2, Jón Karl Bjömsson 2/1, Halldór
Ingólfsson 2, Sigurður Þórðarson 2, Sigurjón Sigurðsson 1,
Vignir Sævarsson 1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson 3 og Jónas Stefánsson 2.
Brottvísanir: 10 mínútur. Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Fram 30 (13) - Haukar 20 (10)
Maöur leiksins: Sebastian Alexandersson, Fram