Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Blaðsíða 18
www.hi.is/2def Það erí fókus að hugsa um verkalýölnn, mar- séra í 1. maí göngu og syngja Maístjörnuna. Ekki síst þar sem flestir íslendingar eru vinn- andi menn sem strita í svita síns andlits og vinna óendanlega mikla yfirvinnu þrátt fyrir allt góðærishjal. Ef þú vilt virkilega komast á strik ! göngunni er óvitlaust aö hugsa um skulda- j* bagga heimilanna, gjaldþrot ættingia, vinar eða þitt eigiö. Eiginlega er hálfbjánalegt að hunsa 1. maí því þetta er dagur verkalýðsins og verkalýðurinn hérlendis hefur það ekkert of gott miðað við langan vinnutíma, vaktavinnu og 90.000 króna lágmarkslaun. Svo ekki sé minnst á öryrkja, aldraða og fleiri skemmtileg- heit. Vertu maður eða kona með mönnum, skelltu þér í gönguna og fáðu þér svo góöan kaffisopa á eftir. Videoleigur eru úr fókus. Þetta bjánalega kerfi sem þær halda til streitu að lána myndböndin einungis ! elnn sólarhring virkar einfaldlega ekki. Dæmigert fyrir neysluþjóðfélagiö að eig- endurnir hámarki gróðann og hunsi viöskipta- vininn. Hver kannast ekki við það að leigja sér frá- bæra ræmu, fá aðra gamla og góða í kaup- bæti, og ná síðan að horfa á hvoruga mynd- ina? Þá lendir þú ! þeim vítahring að skila myndunum ekki vegna þess að það væri bara asnalegt án þess að horfa á þær. Áður en þú veist af hellist yfir þig skuld sem nemur því veröi sem þú greiddir fyrir myndirnar sem þú sást aldrei! Það segir sig sjálft að það er eitthvað að þegar meirihluti kúnn- anna er með roknaskuld á bakinu. Það sem leigurnar eiga að gera er að lána myndirnar ! tvo daga, að minnsta kosti að gefa tæki- færi til þess (t.d. láta greiða aðeins meira, EKKI helmingi melra). Þá getur maður gefiö sér góðan tíma til að horfa á þær og skilað með góðri samvisku á réttum tíma. Núverandi leigukerfi hnoöar bara meira stressl í landann og stuðlar að því að allt springi í loft upp einn góðan veðurdag. Fáa grunar að á þessarri slóð leynist miðstöð íslenskra spreylista- manna á veraldarvefnum. Hún nefn- ist 2def og þar má finna allt sem við- kemur íslenskri spreymenningu, hvort sem það eru myndir af verk- um á veggjum bæjarins, greinar um graffíti sem hafa birst í dagblöðun- um, skissur eftir spreyjarana eða gestabók þar sem þeir skiptast á skilaboðum. Heimtuðu ensku 2def vefurinn er búinn að vera lif- andi frá áramótunum ‘98-’99 og hefur stækkað gífurlega frá upphafi. „Þetta var sameiginleg hugmynd hjá mér og Bjössa vini mínum,“ segir Biggi, um- sjónarmaður 2def. Biggi hannaði vef- inn sem lítur glæsilega út. „Hugsunin á bak við 2def er að koma graffiti á framfæri á jákvæðan hátt. öll umfjöll- un héma heima í gegnum tíðina hefur verið mjög neikvæð fyrir utan ein- staka greinar, eins og t.d. viðtalið við Sharq í Fókusi, þannig að það var kominn tími fyrir jákvæðan grund- völl,“ segir Biggi með áherslu. í upp- hafi var síðan öll á íslensku en fljót- lega byrjuðu bréfin að hrannast upp þar sem graffitiáhugamenn utan úr heimi heimtuðu að hún væri á ensku. „Islenskan entist ekki nema i tvo mán- uði. Ásóknin er rosaleg, miklu meiri en ég bjóst við. Til að mynda eru margir mjög frægir graffarar sem hafa tékkað á síðunni og hrósað. í dag fær 2def tæplega 6 þúsund heimsóknir á mánuði." Þegar litið er á aðrar graffitisíður sést að 2def er meðal þeirra fremstu á vefnum í dag, mun þróaðri en flestar. „Kerfið sem ég hannaði i kringum síð- una er mjög skilvirkt og hentar vel til að halda utan um svona myndaalbúm. Svo spilar það auðvitað inn í að hundruð verkum. Þar er einnig gestabók eða „tag book“ þar sem spreyjar- amir skiptast á skOaboð- um og aðrir utan úr heimi hrósa síðunni. „Þessir íslensku mættu nú aðeins róa sig á rugl- inu sem þeir skrifa stundum í gestabók- ina,“ segir Biggi og bætir við að barátta milli spreyjara sem á heima á veggjunum færist því miður stundum inn á síð- una. ^'klubraut. það eru færri spreyjarar héma heima en í stórborgum erlendis þannig að það er auðveldara að ná myndum af flest öllu sem birtist á veggjum borgarinnar. Erlendis nást ekki myndir af nema hluta af því sem gert er og alls ekki fyrir einn mann að fylgjast með því öllu. Smæð íslensku senunnar hjálpar því mikið til við að ná að birta allt sem spreyjað er hér.“ Ekki í hvers manns skúffu Á síðunni er listi yfir tæplega 50 íslenska spreyjara sem mynda 15 krjú (e. crew) og myndir af nokkur Auk við- talanna sem Biggi birtir úr öðrum blöðum má einnig sjá nokkur viðtöl sem hann hefur tekið sjálfur fyrir 2def. „Ætlunin er að taka fleiri viðtöl og skrifa greinar inn á síðuna. Framtíðarplönin eru mörg. Ég ætla að reyna að ná utan um alla íslensku hip hop menninguna með því að hafa alls kyns lög á síðunni sem fólk getur náð í og brennt á diska. Þá er ég að tala um endurhljóðblandanir eða óútgefið efni, jafnvel tónleikaupptökur. Efni sem er ekki í hvers manns skúffu." Það er ljóst að 2def á eftir að vera mið- stöð íslenskrar hip hop menningar á Netinu um ókomna framtíð. hverjir voru hvar meira á.|~ www.visir.is Páskarnir byrjuðu sérlega vel á Skugganum með Choko-djammi FM957 miðvikudaginn 19. en þá var gestum var boðið upp á Choko-kokk- teil og fleira góðgæti. Uppákoman mæltist vel fýrir og allir helstu Chokoar bæjarins geröu sér glaðan dag. Annars sást þetta fólk á Skuggan- um páskahelgina, Rósa, sem kennd er við Spotlight, ásamt vinkonum sínum og vinum, Ragnar Már Oz-maður og Jón Kárl salsakóngur, Helgaog systur úr Jack & Jones og Vero Moda, Gummi „Gonzales'.Arnar frá Mono, Helgi Björns rokkari, Selma Björns og Rúnar Freyr gæinn hennar, Gísli Marteinn fréttahaukur, Siggi Kári sjálf- stæðiströll, Villi Vllll póli- tíkus.Magnús Ver kraftakall, Júlll Kemp og Siggi Kaldal fjár- málastjóri X-18, Svavar Örn krútti krútt' og Símbi og félagar tóku nokkur vel valin mambo spor. Housebuilders-bræður litu inn með nýjasta smellinn Mr. Bongo, útilífsdrengurinn Sigursteinn sem einnig gengur undir nafninu X Winston, Karl Lúðvíks FM957, Heiðar Aust- mann sem er líka kenndur við FM957, Birta Sæta Björns förðunardama, svo var bara fullt fullt af fólki sem skemmti sér konunglega alla 4 dagana. Nú, einnig verður að telja upp nokkur nöfn frá Skugganum helgina fyrir páska en þá sáust m.a. Ásta og Keli úr Stundinni okkar, Jakob Frímann sem tók spor- ið góða, Jón G. Geirdal og Gummi Gonzales. Andri Már Heimsferðakóngur leit inn, sem og Þórir Hanz- tröll, Gummi og ívar Guðmunds IÚ sem er alltaf flottastur I tauinu. Sóley úr Divu Kringlunni var einnig á svæðinu sem og Halla Gullsól, Geir Sveins og Einar Guö- munds handbolta massar. Kolla sem er káið f GK leit inn með vinkonum sinum ásamt Þórunni úr FACE en hún ætlar að giftast honum Belsa Ijósmyndara og bflsölumanni hjá Heklu ! sumar. Á Sportkaffi helgina fyrir páska var brjáluð gleði og margir saman komnir til að skemmta sér.í búrinu var Þór Bæring og var dansgófið í góðum gír. Þarvoru meðal annars stelpurnar úr Ungfrú Reykjavík og Ungfrú Island.is Ottó kokkur, Jóhanna Bóel popptv gella.Björg- úr klúbbi Matreiðslumeistara heiðruðu hinn nýja eiganda Örn með nærveru sinni og það sama gerði Baldvin Jónsson „Oragnic lceiand"; Karl Lúðvíksson FM957, allt gengið frá auglýs- ingastofunni Rton og BJarni Hákonar, Ólafur Tryggvason og Auður frá Teymi. Helgl E Helga- son og allir hinir fréttamennirnir af RÚV voru mættir, sem og Gaupi á Stöö 2, Effect Arnar og Steini diskó lét sig ekki heldur vanta. Pipar- sveinninn og tölvugúrúinn Davíð Blöndal prófaði hið nýja dansgólf ásamt félaga sínum Bjarka Má frá Snertli og stóðst gólfið vel þá til- burði. Frívaktin af Brasserie Borg kfkti yfir sem og Skugga- mennirnir Nökkvi og Áki. María Mariusdóttir verslunarjöfur! Drangey var einnig á svæðinu og það sama er að segja um Hall Helgason fréttamann, Guðmund í Fönn, Steina Sig ! Landsbréfum og riddara Hringborðsins með Guðjón Andra og Slgurjón! fararbroddi. Nú, svo má aö lokum geta þess að frægðarljóminn Hannes Ingvar, sem skaut sjálfum sér upp á stjórnuhimininn fyrrí vetur, var einnig mætturtil þess að skoða nýjasta skemmtistað borgarinn- ar. vin handboltatröll. Guðjón Árnason FH-ingur Viddi yfir Greifi, Dalla forsetadóttir, Vil- hjálmur H. Vilhjálms- son formaður ungra jafnaöarmanna. Nú, svo fóru Háskóli Is- lands og Háskólinn í Reykjavík ! skemmti- lega drykkjukeppni sem var ótrúlega jöfn miðað við reynslu og fyrri störf. Kaffi Reykjavtk var opnað með pomp og prakt 14. apríl. Þeir sem mættu til að berja dýrðina augum voru m.a: sportfréttamennirnir Geir Magnússon og Samúel Örn, Kárl, Erla og Gústi frá Globus;Há- kon, Friðjón og Stína frá A I I i e d Domecq; Est- er og Kalli i Pe I sin u m; Simbi klippari og gengið frá Jóa og félög- um;Jón Kári er nú alltaf alls staðar; Nanna „Tal“ og Eygló hjá Halldóri Jóns;Jana og Tommi ex Kaffi Reykjavík og Stebbl í Stefánsblómum. Félagar f Ó k U S 28. apríl 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.