Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2000, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 19 Bjarki var ráðinn Bjarki Sigurðsson, landsliðsmaður í handknatt- leik og leikmaður Aftureldingar, var i gær ráðinn þjálfari Aftureldingar til næstu þriggja ára. Jafnframt því að þjálfa liðið mun Bjarki leika með liðinu. Bjarki tekur við af Skúla Gunnsteins- syni sem lét af störfum hjá Aftureldingu eftir eins árs starf. -SK Agúst áfram með Þór Ágúst Guðmundsson, þjálfari Þórs í körfuknattleik, hefur skrifað undir nýjan samning. Lið Þórs lenti í sjöunda sæti í EPSON-deildinni og háði harða rimmu við Hauka um sæti í fjögurra liða úrslitum. Ágúst er án efa einn besti þjálfarinn í úrvalsdeildinni, það sannaði hann rækilega á síðustu leiktíð. Allir leikmenn í meistaraflokknum verða áfram hjá liðinu þar sem þeir voru allir á tveggja ára samningi. -jj/-SK Norðurlandamótinu íslenskar fimleikadrottningar verða á faralds- fæti næstu daga og taka þátt í sterkum mótum erlendis. íslenska landsliðið í áhaldafimleikum kvenna tekur þátt í Evrópumótinu í áhaldafim- leikum sem fram fer í Parls í Frakklandi. íslenski hópurinn á myndinni hér að ofan held- ur utan næsta mánudag. P3 hópur Gerplu tekur um næstu helgi þátt í I miðopnu er nánar greint frá þessum fyrirhuguðu keppnis- ferðum fimleikafólksins. Eiður bjarg- aði Bolton Eiður Smári Guðjohnsen var enn einu sinni á skotskónum í gærkvöld er Bolton bar sigurorð af Wolves, 2-1, í ensku 1. deild- inni í knattspymu. Wolves komst yfir í leiknum en Eiður Smári skoraði sigur- mark Bolton í siöari hálfleik. Þetta mark Eiðs Smára kann að reynast dýrmætt fyrir Bolton sem á nú möguleika eftir frekar slakt timabil á aö komast í úr- slitakeppni 1. deildar. -SK Rúnar skoraði gegn Start Rúnar Kristinsson skoraði eitt fjögurra marka Lilieström sem sigraði Start í norsku 1. deild- inni í knattspymu í gærkvöld, 4-0. Rúnar skoraði annað mark Lilleström á 8. mínútu. Ríkharður Daðason og félagar í Viking töpuðu á heimavelli gegn Rosenborg, 0-1, og lið Pét- urs Marteinssonar, Stabæk, sigr- aði Bodö/Glimt með miklum yf- irburðum, 6-2. -SK Stoke City i góðum málum Stoke City er svo gott sem komið í úrslitakeppni 2. deildar í ensku knattspymunni eftir góð- an 3-0 sigur á Bury í gærkvöld. Með sigrinum komst Stoke í 5. sæti 2. deildar og nægir jafntefli í síðasta leik sínum gegn Reading tO að komast í úrslita- keppnina. Peter Thome skoraði öll mörk Stoke í gærkvöld og er orðinn markahæsti leikmaður- inn i 2. deild. Þetta var þriðja þrenna Thomes á leiktíðinni og sjötti sigur Stoke í röð. -SK Árni þjálfar Þórsara - Jóhann Gunnar hefur sagt upp samningi við KA Ámi Stefánsson, liðsstjóri KA í handboltanum undanfarin ár, skrifaði undir þjálfarasamning viö handknattleiksdeild Þórs frá Akureyri í vik- unni. Árni Stefánsson var leikmaöur með Þór í knattspymu áður en hann fór til KA. Svo virðist sem einhverjir ætli aö fara með honum. Þar hafa heyrst nööi eins og Sævar Ámason, Geir Kr. Aöalsteinsson, Þorvaldur Þorvaldsson og Jóhann Gunnar Jóhannsson. Jóhann Gunnar hefur sagt upp samningi sín- um við KA en Atli Hilmarsson, þjálfari KA, sagði I samtali viö DV i gær- kvöld að viðræður væru þar enn í gangi við Jóhann. KA hefur samið við Jónatan Magnússon og Heimir Ámason en þeir vom með bestu mönnum KA sl. vetur. Höröur Flóki verður trúlega í markinu hjá KA en stjóm handknattleiksdeildar KA hefúr verið í viðræðum við Hörð Flóka og Hafþór Einarsson. -jj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.