Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Side 3
Ifókus
VSkan 5. maí til 11. maí
J..T.F?V T M M II
fl
í kvöld verða þriðju tónleikarnir sem haldnir eru undir nafni Lágmenningar en það er
Kiddi í Hljómalind sem stendur að henni. Að þessu sinni er það danska hljómsveitin Silo
sem stígur á stokk í Þjóleikhúskjallaranum og póst-rokkar þakið af húsínu.
Húsið verður opnað kl. 23. Fókus sló á þráðinn til lands Bauna og spjallaði við þá félaga.
jjhí'S ur
flaílBn
Hljómsveitin Silo er skipuð
þremur innfæddum Kaupmanna-
hafnarbúmn og hefur verið starf-
andi í 5-6 ár. „Svona einfaldasta
flokkunin á tónlistinni okkar er
það sem kallað er póst-rokk,“
segja þeir félagar um tónlist sína
og sækja þeir fyrirmyndir sínar
mikið til banda eins og Slint og
Tortoise, frumkvöðla póst-rokks-
ins ef svo má segja.
Þegar minnst er á frumkvöðla
þá er ekki úr vegi að spyrja þá
hvemig það sé með dönsku tón-
listarsenuna.
Er hún jafnléleg og af er látiö?
„Já, það er því miður satt. Það
sem tröllríður öllu hér er Aqua og
síðan hundruð Aqua-eftirlíkinga.
Ef það er ekki eitthvað svoleiðis
diskópopp þá eru það léleg rokk-
bönd sem eru að spila rokktónlist
sem rann sitt skeið á enda í
Englandi og Bandaríkjunum fyrir
ca 5 ármn,“ svara þeir félagar.
Þeir halda áfram og segja að það
sé að hluta til dönsku músíkpress-
unni að kenna en hún er alveg
einstaklega löt að fjalla um nýja
erlenda tónlist. Líka er lítið um að
vinsælar jaðarhljómsveitir komi
og spili i Danmörku.
Áttu leið hjá
Það er þeim þó fagnaðarefni að
þeir hafa verið að heyra af ung-
lingahljómsveitum sem séu að
prófa sig áfram með svipaða tón-
list og Silo. Það mætti því kalla þá
frmnkvöðla danska póst-rokks-
ins.
Þeir félaga í Silo áttu leið hjá og ákváðu að stoppa aðeins hjá okkur Frónbúum.
Aðspurðir hvernig vildi til að
þeir ákváðu að spila á klakanum
þá sögðust þeir hafa verið að spila
með Sigur Rós út í Danmörku og
að Kiddi í Hljómalind hefði komið
að máli við þá og boðið þeim að
spila. „Við gripum síðan tækifær-
ið núna af því að við erum á leið-
inni til USA að spila, t.d. í New
York og Chicago.“ Þeir hlakka til
að koma hingað og segjast eiga
nokkurra daga frí sem þeir ætla
að reyna að nýta til að sjá sem
mest hér á landi.
Silo hefur gefið út einn disk,
Instar, auk einnar 7“ en þeir eru
nú að vinna að öðrum diski en út-
gáfudagurinn er ekki ákveðinn.
Lágmenningar-dansiball
Dagskráin á þessu Lágmenning-
ar-kvöldi verður mun feitari en
fólk á að venjast. Húsið verður
opnað kl. 23 og kostar 1000 kall
inn en forsala fer fram í Hljóma-
lind. Það er að venju upphitunar-
hljómsveit og að þessu sinni eru
það þeir félagar í Suði. Siðan stíg-
ur Silo á svið. Þegar hún lýkur
spili sínu tekur lágmenningin
hamskiptum og sett verður upp
dansiball í anda hennar. Þar
munu koma fram gleðihljómsveit-
in Geirfuglarnir auk plötusnúð-
anna úr Kanada, þeirra Dj Plebba,
Dj Rassa Prump og félaga. Enda-
laus lágmenningargleði er því
viö mælum meö
ísbúðin á Hagamel er þess
virði að mælt sé með henni
við landsmenn. Þar •
er notuð sérstök ís-"
blanda af gamla skólanC
um frá Rjómaisgerðinni.
Þetta er einfaldlega Ijúf- #
fengasti, flottasti, feit- ' • iff
asti og besti ísinn í bæn- AÉM
um og þótt viðar væri leitað.
Hin geysigagnlega vídeómynd,
The Mating Habits of the Eart-
bound Hmnan, er uppspretta fróð-
leiks og gríns. Geim-
vera bregður sér í líki
Richards Atten-
borough og fylgist
með mennsku pari í
eitt ár, frá því að þau
kynnast og þar til á
síðustu mánuðum meðgöngu. Ef
þér hefur einhvem tímann fundist
tilhugalíf fólks fyndið og kjána-
legt á þessi mynd eftir að renna
stoðum undir þær grunsemdir.
Þetta er mynd sem á að skylda fólk
á bameignaraldri til að horfa á.
Miðbæjarrottur og aðrir 101
fíklar, takið eftir. Það er líf fyrir
utan 101 svæðið, þ.e.a.s. kaffihúsa-
lif. í Síðumúla 35 rekur popparinn
Geiri Sæm kaffihúsið
Baunina. Morgunverðar-
hlaðborðið hjá þeim
eitthvað sem fólk dreym-
ir um enda margir sof-1
andi er kaffihúsið opnar.
Verðið er frá 590 til 690’
kall. Nýbökuð rún-
stykki, ferskur djús, j
kaffl, álegg alls konar, j
morgunkorn og súr-
mjólk er í boði. i
Einnig er hægt að fá eggja-
hrærur ýmiss konar og annað bras
fyrir þá sem vilja þungan morgun-
verð.
Á sunnudagskvöldið kl. 20.10
verður á RÚV sýnd íslensk/franska
heimildarmyndin Citizen Cam. I
henni er fjallað um hvemig Stóri
bróðir fylgist með
okkur þegar við
göngum í gegnum
•( \ ■ annir hversdagsins
L *'-* ■ á götum Reykjavík-
ur. Öllum sem annt
■ ft # > er um einkalíf sitt
er bent á að horfa á Egil Ólafsson
og fleiri leiða okkur í sannleikann
um eftirlitsmyndavélar.
Á fostudaginn
er það stefhan hjá
mér að kíkja upp í
sumarbústað. Það fer hins veg-
ar allt eftir því hvort veðurguð-
imir verða mér hliðhollir. Ætl-
unin er að fara og gera bústað-
inn kláran fyrir sumarið. Það
eru hlerar fyrir gluggunum
sem þarf að fjarlægja og síðan
eru silxmganetin mín örugg-
lega orðin rykfaUin þannig að
það þarf að dusta úr þeim. Ég
ætla þó ekki alveg að keyra mér
út heldur slappa eitthvað af lika
og fíla náttúruna. Nú ef ekkert
verður af ferðinni ætU maður
kíki þá ekki á NeUy’s og fái sér
einn Wild Brew eða tvo og reyni
síðan við bústaðaferð á laugar-
deginum. Ef ekkert verður úr
henni seinni daginn þá er ég bara
ekki búinn að ákveða hvað gera
skal. En hvað sem því líður þá verð-
ur sunnudagurinn rólegur og ég
stefhi á bíó. Það er bara verst að það
er ekki hægt að fara í almennilegt 11
bíó lengur. Ég sakna þess dáUtið en
það venst sjálfsagt fyrir rest.
Grímur Hjartarson, sölumaöur
og kvikmyndaleikari.