Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Blaðsíða 6
ÍAJAA, - T T R V T M M I I Vikan 5. maí til 11. maí Ifókus Föstudagur 5/05 Popp naCMENNIWXffilKHOgigALtAIIANUM Þa6 verður feitt lágmenningarkvöld I hinum nið- urgrafna Þjóðleikhúskjallara. Aðalnúmer j kvöldsins eru dönsku j£Æ pðst-rokkararnir I Sllo en á J ; undan þeim mun Suð hrta upp. Þegar þessar tvær grúppur hafa lokið sér af tekur viö lágmenningar- dansiball þar sem fram koma dldjei-arnir Rassi Prump og Plebbl ásamt félögum sínum úr Kanada og auk þeirra verða stuð- boltarnir í Geirfuglunum til í alit. Húsið verður opnað kl. 23 og það er skitinn 1000 kall inn. Brjáluö stemning. •K1úbbar ■ GEÐVEIKI Á THOMSEN 303 techno er yfir- skrift kvöldsins á Kaffl Thomsen. Þeir Frímann og Bjössi taka völdin á aöaldansgólfinu. Þetta verður áreiðanlega sveitt geðveiki að venju. Á barnum spila þeir féiagar Svenni og Nökkvi. Kúúl klæðnaður áskilinn (s.s. engir hvítir jogg- ing-gallar). MUNUM! Barn má aldrei vera í framsæti bíls með öryggispúða, hvorki í barnabílstól né í sætinu. Frfpóstur veitir þér aukið visir.is Notaðu vísifingurinn! •Krár •K 1ass í k gott í myndlist Stuöboltarnir í Landi og sonum halda uppi alls- herjar rokki og róli á Gauki á Stöng. Tryllt. Ekki nóg meö það heldur mætir gamli pönkarinn og klámkóngurinn Ingólfur Júiíusson í sínu fínasta pússi, enda þrítugur pilturinn. ÍSAFOLP SPORTKAFFI1 ÁR9 tfúerísafold Sportkaffi 1 árs og verður haldíö upp á það meö pompi og pragt og hefst veislan kl. 21.00. Boðið verður upp á afmælisdrykkl fram eftir kvöldi. I búrinu verður Þór Bæring sem gerir allt vitlaust eins og honum einum er lagið. ■ RQKKAÐ Á AMSTERDAM Stórsveitin B.P. og Þegiðu rokkar og tjúttar fóik í dá á Café Amsterdam. ■ ROKKKVÓLD Á 22 Það verður bilað rokkkvöld á 22 og veröur Dj kvöldsins Óli Palli Rokklandskóngur. Fritt inn allt kvöldið og tilboð á barnum til kl. 1.00. Opiö til kl. 5.00 ■ TJÚTT Á KAFF1 STRÆTÓ Elnar Jóns verður llkt og fyrri helgar á Kaffi Strætó. Óvæntur gest- ur verður Siggi Reynis trommuleikari sem mæt- ir án trommunnar en vopnaður bassa þess I stað. Fritt inn og ódýrt öl. ■ PISKÓ Á ÁLAFOSS-FÖT BEZT Diskótekið Og plötusnúðurinn Skugga Baldur mætir aftur á Álafoss-föt bezt vegna fjölda áskorana. Mergj- uö stemmning. ■ FJOR Á CATALINU Félagarnir Svensen, Hall- funkel og Perez halda uppi stuðinu á Catalinu, Hamraborg. ■ LÓKAL PÓBBINN í GRABBANUM Rúnar Þór skemmtir á Péturs pöbb I Grafarvoginum eins og honum einum er lagið. ■ NOTALEGT Á NAUSTINU Söngkonan og pí- anóleikarinn Uz Gammon framleiöir Ijúfa tóna fyrir gesti bar- og koníakstofu Naustsins. ■ RÓLEGT Á CAFÉ ROMANCE Sænski píanó- leikarinn Raul Petterson sér um Ijúfa tóna á Café Romance. ■ SPRETHIR Á KRINGLUKRÁNNI Hljómsveit in Léttir sprettir sér um fjörið á Kringlukránni. ■ SÆLUSVEIT Á GULLÓLD Það er hin lands- þekkta Sælusveit sem skemmtir gestum Gull- aldarinnar til klukkan 3. Sælusveitina skipaþeir Hermann Arason og Niels Ragnarsson, lands- þekktir listamenn að norðan. B ö 11 ■ AUSTFIRSK SVEIFLA Á NAUSTINU Hin vin sæla hljómsveit Friðjóns Jóhannssonar spilar fyrir dansi á Naustinu. ■ STORMAR Á BROADWAY Danssveitin Stormar spilar fýrir dansi I aöalsal Broadway. ■ TJÚn Á FJÖRUKRÁNNI Hljómsveitin KOS spilar fyrir dansi á Fjörukránni. ■ PANSAÐ í VARPSKIPINU THOR Enn einu sinni eru Heiðursmenn og Kolbrún mætt I veit- ingaskipið Thor. Klikka aldrei. ■ SVEIFLA Á NÆTURGALANUM Hljómsveit Stefáns P. og Péturs spilar fýrir dansi og gleði á Næturgalanum. Frltt inn til miönættis. tónleikar I klassískum söng veröa haldnir I sal Tónlistarskóla FÍH að Þrastargötu 4, kl. 20. Þar mun Þóra Passauer sópran fiytja ýmis verk, bæði innlend og erlend. Þetta eru fýrstu burt- fararprófstónleikarnir I klassískum söng frá skólanum. Allir hjartanlega velkomnir. ■ SINFÓNÍAN Slnféníuhljómsveitin heldur áhættutónleika I Háskólabiél með stjðrnanda sínum, Rlco Saccani, en I einu verkanna, Org- elsinfóniunni eftir Camille Saint-Saéns, verður orgelleikur Harðar Áskelssonar fiuttur úr Hall- grimskirkju með Ijósleiðara ogtvinnaðurvið leik Sinfóniuhljómsveitarinnar I tónleikahöllinni! Fyr- ir utan þetta tækniflipp eru tónleikarnir merki- legir fýrir aðrar sakir. Hinn heimskunni sellóleik- ari, Erllng Blöndal Bengtsson, leikur einleik I verkunum Rokókó, tilbrigði eftir Piotr Tsjajkov- skl og Sellókónsert nr. 1 eftir Saint-Saéns. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20 og eru hluti af rauðri áskriftaröö. •S veitin ■ LUNPINN. VESTMANNAEYJUM Stuðgrúpp- an Blistró hellir úr skálum gleði sinnar yfir Eyja- fólk á Lundanum. ■ ORMURINN. EGILSSTÓPUM Dj Barþjónn dælir músik I gesti Ormsins. Hamingjustund frá 23 til miðnættis. ■ GILDRAN OG EIKI Á NORÐURLANDI Tvö mögnuðustu rokkelement íslands, Gildran og Eiríkur Hauksson, mæta á Vlð pollinn á Akur- eyri og rokka feitt. Aöeins I þetta eina skipti á Noröurlandi. ■ KRÁKAN í GRUNDARFIRDI Vlðar Jónsson gleöur giaöa og spilar af Ijúfri lífsangist á Krákunni, Grundarfirði. Roknafjör og sannur Grundfirðlngadansleikur. ■ SÆLUVIKA Á KRÓKNUM Hljómsveitin Undryð verður meö þvlllkt ball á Café Royal, Sauðárkróki. Það er sæluvika á Króknum og þvl má búast við miklu stuði. •Leikhús ■ HÁPEGISLEIKHÚSH) Iðnó sýnir Leiki I há- degisleikhúsinu og sýningin hefst vitanlega klukkan 12. Skemmtileg tilbreyting I hádeginu. ■ HÆGAN. ELEKTRA íslenska leikritiö Hæg- an, Elektra, eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmunds- déttur veröur sýnt á litla sviðinu í Þjóðleikhús- inu klukkan 20.30. Þetta er fýrsta verk höfund- ar eftir að hann hlaut Norrænu leikskáldaverö- launin fýrir Ég er meistarinn. Leikstjóri er Viðar Eggertsson og leikendur eru Edda Heiðrún Backman, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttlr og Atll Rafn Sigurðsson. Slmi I miðasölu er 551 1200. ■ KYSSTU MIG. KATA Söngleikurinn Kysstu mig, Kata, eftir Cole Porter verður sýndur klukkan 19 I Borgarlelkhúslnu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttlr og með aðalhlutverk fara Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Bergþór Pálsson. Uppselt en sími I miðasölu er 568 8000. ■ LANDKRABBINN íslenska verölaunaleikritið Landkrabbinn eftir Ragnar Arnalds verður sýnt I Þjóðleikhúsinu klukkan 20. Þetta er hressilegt verk sem fjallar um llfið um borð I rammíslensk- um togara. Meöal leikenda eru Erla Rut Harð- ardóttir, Gunnar Hansson og Jóhann Sigurðar- son. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Sími I miðasölu er 5511200. ■ LEITIN AP VÍSBENDINGU Edda Björgvins- dóttlr fer á kostum I einleiknum Leitln að vís- bendingu um vitsmunalíf I alheimlnum eftir Jane Wagner. Sýningin verður klukkan 19 á litla sviðinu I Borgarlelkhúslnu og miöapantanir eru I síma 568 8000. Slðustu sýningar I Reykjavík. ■ PANODIL Jón Gnarr leikur á als oddi I Woody Allen-verkinu Panodil. Sýningin hefst klukkan 20.30 I Loftkastalanum og slmi I miðasölu er 552 3000. Guðjón Ketilsson í Ásmundarsal Ég fór á sýningu Guöjóns Ketilssonar í Ásmundarsal, listasafninu viö Freyjugötu, og fannst hún alveg einstaklega góð. Þaö er eiginlega sama frá hvaða sjónarhomi maður lítur á sýning- una, hún er í alla staöi góð. í fyrsta lagi er hún einstaklega persónuleg en þaö er nokk- uð sem Guðjóni tekst alltaf að gera. Einnig eru vinnubrögð hans ákaflega fáguð og fag- mannleg og hann hefur mjög skemmtilegt inntak í sýningunni. Guðjón er alveg laus við það að vera að eltast við einhverja tísku- hugmyndafræði en fylgir þess í stað sinni eigin sem er alltaf jafn skemmtileg. Ég mæli svo sannarlega með þessari sýningu. Kolbrún „Kogga" Björgólfsdóttir lelrllstarkona. ■ TOBACCO ROAD Leikfélag Akureyrar sýnir leikritið Tobacco Road eftir Erskine Caldwell klukkan 20. Þetta er slgildur gamanleikur og saga um skrautlegar persónur sem kljást við kreppu I Suðurríkjunum. Leikstjóri er Viðar Egg- ertsson og meöal leikenda eru Þrálnn Karls- son, Hanna María Karlsdóttir, Agnar Jón Egils- son og Sunna Borg. Miöapantanir eru I stma 462 1400. ■ VÉR MORDINGJAR Leikritiö Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban verður sýnt á Smíða- verkstæðlnu klukkan 20. Það ertalið eitt besta Islenska leikrit aldarinnar og gerði Kamban frægan á Noröurlöndunum. Leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson og meöal leikenda eru Hall- dóra Björnsdóttlr og Valdlmar Örn Rygenring. Slmi I miöasölu er 5511200. ■ ÉG SÉ EKKI MUNIN Hávamálagleðileikurinn Ég sé ekki Munln verður sýndur I Möguleikhús- inu klukkan 20. Miðapantanir eru I slma 551 2525. ■ ÉG VAR EINU SINNI NÖRP Jón Gnarr, the only one, gnarrast I gleöistykkinu Ég var einu sinni nörd. Nú eru allra síöustu forvöö aö sjá húmormeistarann nördast því þetta er aukasýn- ing og ein af allra slðustu sýningum. Miðasalan I Loftkastalanum er opin allan sólarhringinn og slminn er 552 3000. Einnig er hægt að spek- úlera I miðum á netslóðinni loftkast- ali@islandia.is. ■ SJEIKSPÍR Það veröur maraþonsýning á verkinu SJeik- spír eins og hann leggur slg I Iðnó klukkan 20. Uppselt en miðapantanir eru I slma 530 3030. •Kabarett ■ SÍLDARÆVINTÝRI Á BROADWAY Þaö er skemmtikvöld að hætti Siglfirðinga á Broad- way. Yfirskriftin er Göngin-inn-Síldarævintýri. Fjöldi skemmtikrafta mun koma fram, t.d. Fíla- penslar, hljómsveitin Gautar og fleiri. ■ UPPISTANP í HAFNARFIRÐI Hinir grát fyndnu Hafnfirðingar, Pétur Sigfússon dingdongari og Steinn Ármann Magnússon Radíusbróðir ætla að halda 5. maí hátíðlegan meö stand-up kvöldi á Kaffi Flrðl I Hafnarfiröi. Pétur er fyndnasti maður íslands en Steinn er svona „allt I lagi“.Vegna fjölda áskorana hafa þeir ákveðið að taka upp þráðinn þar sem þeir slepptu honum slðast. •Opnanir m GALLERÍ NEMA HVAÐ Þýska listakonan Kerstin Krieg sýnir verk sln I Gallerí Nema hvað, Skólavörðustíg 22c. Gallerliö er opiö frá kl. 14-18 en sýningin verður opnuð kl. 17. ■ KLERKAR, KAUPMENN OG KARFAMH) Klerkar, kaupmenn og karfamið er heitið á sýn- ingu I Landsbókasafni Íslands/Háskólabóka- safni sem opnuð verður I dag. Þetta er gesta- sýning frá Bremen sem á sínum tlma var svo aö segja andleg höfuðborg (slands. Víða er leitað fanga á sýningunni til að endurspegla tengsl ís- lands við Bremen og aðrar hafnarborgir þýskar. Sýningin stendur til 30. júní. ■ MENNING OG NÁTTÚRA Er ég unni mest er yfirskrift sýningar sem leirlistarnemar og lista- menn frá Listaháskóla íslands standa fyrir I Stjórnsýsluhúsinu Búðardal, Dalabyggð. Sýn- ingin er hluti af samstarfsverkefni menningar- borgarinnar, menning, náttúrlega. Opnað er kl. 17 en sýningunni lýkur 31. maí. ©Síöustu forvöö ■ USTHÚS ÓFEIGS Það fer hver að verða slð- astur að sjá verk Roswithu Ceglars Wollschla- eger I Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. ■ POSTULÍN OG MÁLVERK Þaö er slöasti séns aö kíkja á handmálað postulln og málverk á sýningu eldri borgara I Félagsmlðstöð eldri borgara, Hæöargarði 31. •Fundir ■ NÁMSKEH) í SKYNDIHJÁLP Reykjavlkur- deild Rauöa krossins stendur fýrir námskeiði í skyndihjálp um þessa helgi sem telst vera 16 kennslustundir. Þátttaka er öllum heimil, 15 ára og eldri. M.a veröur kennt hjartahnoð, blástursmeðferð og hjálp við bruna. Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig I slma 568 8188 en fyrsta kennslustundin á þessu helgarnámskeiði hefst kl. 19 I kvöld. B í ó ■ KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REGNBOGANUM Bí» blað Morgunblaösins og Sklfan hf. efna til kvik- myndahátíöar I Regnboganum frá 5.-12. mal nk. Þessi hátlð, sem heitir Bíóblaðsdagar í Regnboganum, er fyrsta sinnar tegundar og verður boöiö upp á kvikmyndina Boys Don't Cry (Strákar gráta ekki). Myndin er margverð- launað sannsögulegt meistaraverk um banda- ríska unglingsstelpu, Teena Marie Brandon, sem lifði llfi slnu sem strákur með hræðilegum afleiðingum. gott í leikhúsi Kysstu mig 97 Jónatan Garöarsson dagskrárgeröar- maöur. Sýningin Kysstu mig Kata er alveg einstaklega skemmtileg sýning og tilvalin fyrir fjölskyld- una að sameinast og skella sér í leikhús saman. Það er vel þess virði að skella sér á þetta líflega og fjöruga stykki. Ég er líka bú- inn að fara að sjá Sjeikspír eins og hann leggur sig á 97 mínút- um. Það er þrælskemmtilegt stykki þar sem leikaramir leika á als oddi. Það góða er að allir geta séð þessa sýningu, bæði þeir sem þekkja til verka Shakespeares og einnig þeir sem ekki gera það. Báðar sýningam- ar era hin ærlegasta skemmtim og tilvaldar til að létta skapið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.